Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Blaðsíða 9
Nokkru síðar var fyrsta klaustrið
stofnað fyrir áeggjan Jóns
biskups, en það var eigi fyrr en
1133, eftir dauða hins helga
biskups, að fyrsti ábótinn var
vigður þangað og hét sá Vilmund-
ur Þórólfsson. Var klaustrið af
reglu heilags Benedikts frá
Nursia. Varð það brátt ein af
mestu menningarstöðvum ís-
lensks menntalífs og auðgaðist
brátt af fé.
Stóð bókleg iðja þar lengi með
miklum blóma. Fræðiiðkana er
fyrst getið á 12. öld á dögum Karls
ábóta Jónssonar, er ritaði sögu
Sverris konungs Sigurðsonar
skulu einnig nefndir tveir aðrir
sagnritarar er dvöldu á Þingeyr-
um, munkarnir Gunnlaugur
Leifsson og Oddur Snorrason.
Oddur ritaði sögu Ólafs Tryggva-
sonar á latínu og Gunnlaugur rit-
aði aðra sögu um Ólaf Tryggvason
svo og Jóns sögu helga, auk ann-
arra rita. Þingeyraklaustur stóð
um rúmar fjórar aldir eða allt til
ársins 1551, er siðskipti komust á.
Glötuðust þá margir dýrgipir
klausturs og kirkju, er klaustrið
komst á vald konungs, er setti
umboðsmenn sína yfir eigur þess.
Voru þeir jafnan nefndir klaust-
urhaldarar og voru jafnframt oft-
ast kaupsýslumenn Húnvetninga.
Hélst svo til ársins 1811, er Þing-
eyrar komast í fyrsta sinn í einka-
eign.
Sátu þar um langan aldur marg-
ir stórbrotnir höfðingjar og verð-
ur nokkurra þeirra getið hér síð-
ar.
Þingeyrakirkja, sem nú liefir
staðið um aldarskeið Guði til
dýrðar og söfnuði hennar til
blessunar, eins og velgerðarmað-
ur hennar ætlaðisl tii í upphafi,
er eins og áður er sagt eilt feg-
ursta Guðshús þessa lands og mun
halda nafni Asgeirs Einarssonar
uppi um ókomna framtíó.
Kirkjan er í römmönskum stíl,
nteð þriggja feta þykkum veggj-
um, 5 bogagluggum á hvorri hlið
og hundrað rúðum í hverjum
glugga. Hvelfingin er með 1000
gylltum stjörnum. Hún er búin
mörgum fögrum gripum.
Mesti dýrgripur krikjunnar er
altarisbríkin og er það eini grip-
urinn úr gömlu klausturkirkjuni.
Mun hún gerð um eða eftir 1400.
Hún er með upphleyptum mynd-
um úr alabastri, með mynd Krists
hins krýnda konungs fyrir miðju,
en fyrir ofan hána er mynd hinn-
ar helgu/borgar. Við fætur hans
er róðukross og sin hvoru megin
við mynd Krists eru vopnaðir
englar i varðstöðu. Til vinstri er
pislarsaga Krists, en til hægri, er
Kristur stígur úr gröf sinni. Var
hún yfir altari Ölsenskirkju en
siðar flult í kirkju Ásgeirs.
A dögum Asgeirs Einarssonar,
skar Guðmundur Pálsson, bíld-
höggvari út upphleyptan rósa-
bekk umhverfis bríkina og ofan
hennár er upphleypt mynd af
himnaför Krists, svo og engil-
mynd. Óhætt er að fullyröa að
Þingeyrabrikin er einn af dýr-
gripum þessa lands.
Kaleikur, patina og vínkanna
úr silfri eru frá byrjun 18. aldar
með fangamerki Jóhanns Gott-
rups, sonar Lárusar lögmanns, en
hann hélt Þingeyraumboð til
1737. Altarisklæði eru forn i
kirkjunni. Eru þau gefin af
Bjarna sýslumanni Halldórssyni
með fangamarki hans og ártalinu
1763. En hann kemur mjög viö
sögu Þingeyra. Var á sínum línta
einn af auðugustu mönnum lands-
ins og'af honum er stór ættleggur
komwtn, Reynistaðarætt af
Halldóri syni hans og' siðustu liðir
Viðidalstunguættar l'rá Þor-
björgu dóttur hans, en sjálfur var
hann tengdasonur Páls lögntanns
Vidalin. Af Reynistaðarætt var
m.a. Einar skáld Benediktsson. —
Predikunarstóll er þar og, mikill
og fagur, er margir telja fegursta
grip sinnar tegundar á landi hér.
Hann er i barokstil með upp-
hleyptum myndum Krists og
postulanna og himni yfir. Er hann
líklega hollenskur að uppruna. Á
honurn er áletrun og ártalið 1696
og er hann gjöf Lárusar Gottrup
lögmanns.
Við norðurvegg kirkjunnar
stend,ur áttstrendúr skírnarfont-
ur með himni yfir og með þykkri
silfurskál. A hliðum hans eru
málverk af atburðum úr ritning-
unni, 4 úr Gamla-Testamenntinu
og 4 úr því nýja. Á himni hans er
ártalið 1697. Er hann og með
áletrun og nafni Lárusar Gottrups
er gaf hann.
Upphaflega voru í kirkjunni 3
ljósahjálmar fornir að gerð., er
teknir voru niður fyrir alllöngu,
en nú hafa þeir verið viðgerðir og
verða settir á sinn rétta stað, er
kirkjan hefir endanlega lilotið
fullnaðarviðgerð. Með veggjum
eru messingskyldir með ljósa-
stæðum.
1 turni kirkjunnar eru tvær all-
stórar klukkur og eru þær bæði
hljómfagrar og hljómsterkar. Er
stærri klukkan áletruð nöfnum
Guðbrands Vigfússonar og
Ásgeirs Ejnarssonar og ártalinu
1911. Mun Sturla Jónsson, er um
skeið var eigandi Þingeyra hafa
keypt klukkuna til kirkjunnar.
Aður var i kirkjunni stór og
hljómmikil klukka, er var allt frá
dögum Bjarna sýslumanns Hall-
dórssonar, ef til vill eldri. Voru
sagnir til um það, að hljómur
hennar hefði borist vítt um hérað
í stilltu veðri allt fram um Vatns-
dal. Klukka þessi sprakk viö
hringingu á jóladag 1898 skömmu
fyrir lát Jóns Ásgeirssonar.
Kirkjan er allstór og rúmgóð og
mun taka nokkuð yfir 100 rnanns i
sæti auk sönglofts. Eigi er þess
getið, hver teiknað hefir kirkjuna
en af mörgu má ráða, að Sverrir
Runólfsson og Ásgeir hafi ráðið
mestu um útlit hennár.
1 forkirkjunni er legsteinn Lár-
usar lögmanns Gottrups og konu
hans Katrínar og er hann greypt-
ur inn í vegginn. Er hann um 2 m
á hvorn veg, með skjaldarmerkj-
um þeirra hjóna, merkjum guð-
spjallamanna og langri áletrun.
Var legsteinninn á leiði þeirra
hjóna i gamla kirkjugarðinum og
lá þar flatur. Lárus Gottrup var
lögmaður Norðan- og Vestan-
lands, I mörgu merkilegur höfð-
ingi, þótt hann þætti harðdrægur,
■ins og fleiri valdsmenn þeirra
na. Hann sat á Þingeyrum á
arunum 1685—1721, Katrín ekkja
hans 10 árum lengur.
Auðguðu þau kirkjuna mjög að
góðurn gripum, eins og áður er
sagt og munu því merki þeirra
sjást um langan aldur á Þingeyr-
unt.
i hundrað ára sögu kirkjunnar,
hafa nokkrir góðir gripir horfið
henni. Má þar m.a. nefna upp-
hleyptar myndir af Kristi og
postulunum er voru seldar um s.l.
aldamót Jóni Vídalín konsúl.
Voru þær upphaflega staðsettar á
milli piláranna á söngloftinu og
var Kristsmyndin fyrir miðju.
Voru þessar myndir skornar í eik
og marglitar. Eru þær nú í Vída-
línsdeild Þjóðminjasafnsins og
prýða bókaskáp þar.
Unt líkt leyti var minningar-
tafla Gottrupsfjölskyldunnar seld
Þjóðminjasafninu fyrir kr.
160.00. Myndin á töflunni er af
þeim Gottrupshjónum Lárusi og
Katrínu konu hans, ásamt fjórum
bornum þeirra, þrern dætrum og
einum syni og er sennilegt aó
myndin sé máluð af dönskum list-
málara í byrjun 18. aldar.
Umhverfis myndina er haglega
útskorinn rösarammi með engla-
myndum og áletrun, bæði ofan og
neðan við sjálft málverkið.
Nokkru eftir að Þjóðmynjasafnið
eignaðist töfluna, var hún send
utan til Kaupmannahafnar til
hreinsunar og var ramminn gyllt-
ur ekta gyllingu og er rnyndin
sem ný. Prýðir hún nú forsal
Þjóðminjasafnsins. Er það
margra skoðun, að muni þessa
ætti nú að færa á sinn upphaflega
stað, er kirkjan hefir hlotið
fullnaðar viðgerð, og væri það
verðug afmælisgjöf til þessa
mikla Guðshúss á 100 ára afmæli
þess.
Einnig má geta þess, að dr. Guð-
brandur Vigfússon gaf Þingeyrar-
kirkju allmikið bókasafn og dýr-
mætt, á sinum tíma. Voru
bækurnar rækilega merktar
kirkjunni, svo og nafni Ásgeirs
Einarssonar. Eina bók úr safni
þessu áskotnaðist kirkjunni að
nýju, er Sigurður Nordal sendi
kirkjunni hana fyrir nokkrum ár-
um.
Á umræddu timabili hefir ein
meiriháttar viðgerð farið frarn á
kirkjunni árið 1937, er kalkhúðin
’ er upphaflega var innan á veggj-
um kirkjunnar var farin að
detta af og var kirkjan þá múr-
Framhald á bls. 13