Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1977, Qupperneq 11
reisn þýzkrar kvikmyndagerðar SVERRI PÁLSSON 3. HLUTI
Níklashauser Drive) var einnig
gerð fyrir sjónvarp 1970 ásamt
Fengler. Hér leiðir Fassbinder í
fyrsta skipti talið að byltingu, en
gerir það með því að vitna enda-
laust í sögu bændaleiötogans
Hans Bohm frá sextándu öld. Það
er talað um byltingu og kenning-
ar en vandamálið er frantkvæmd-
in.
Rio dag Mortes er gerð 1971
fyrir sjónvarp, byggð á hugmynd
Volker Schlöndorffs. Enn er Fass-
binder hér að fást við utangarðs-
rnenn, tvo unga menn, sent reyna
að lifa eftir eigin höfði í fjand-
samlegu umhverfi. Þeir farast þó
ekki í endanlegu uppgjöri við
kúgarana, eins og Franz og félagi
hans í Götter der pest, heldur
komast þeir hjá því með því að
flýja.
Eftir Pioniere in Ingolstadt,
sem var gerð fyrir sjónvarp kom
„Eg hef aðei ns unnið með 3
kvikmyndatökumönnum, en ég athuga alltaf sjálfur hverja
einustu ntynd" Fassbinder.
„Eg kenndi sjálfum mér á
klukkutima, aö klippa kvik-
ntynd“. Fassbinder.
Whity (’71). Þetta er 9. mynd
Fassbinders og ýmsir efnisþræð-
ir, sem hafa verið siendurteknir í
fyrri myndum hans, sérstaklega
mótífið kúgarinn/hinn kúgaði,
fara nú að fá á sig skýrari ntynd.
Whity segir frá svörtum þræl,
sem drepur kúgara sinn og flýr
með gleðikonu bæjarins. Frelsið
er þó skammært og þau láta lifið
— ekki fyrir refsivendi laga og
réttar — heldur af hungri og
þorsta, dansandi i eyðimörkinni.
Næstu tvær myndir marka tima-
mót í framleiðslu Fassbinders. 10.
myndin er gerð á seinni hluta
ársins 1971 og Fassbinder hafði
nú unnið í nokkur ár með sama
listamannahópnum (tæknimönn-
um og leikurum). Myndin nefnist
Warnung vor einer heiligen
Nutte (Varastu heilögu hóruna),
þar sem „heilaga hóran“ er kvik-
myndalistin, en myndin er sjálfs-
lýsing og sjálfsskoðun á hópnurn
og þeim erfiðleikum sem hópur-
inn hefur orðið að þola innbyrðis.
„Þetta hrundi allt saman þegar
við vorum að vinna viö W'hity",
segir Fassbinder. „Viö skynjuð-
unt allt í einu aö við höföum ekki
náð þvi marki, sem viö ætluðum
okkur með hópvinnunni.
Warnung fjallar að nokkru leyti
unt kvikmyndatökuna á Whity.
Hún er vakning til þess skilnings,
að það sem mann hefur alltaf
dreymt um er hvorki til né heldur
er auðvelt að gera það að veru-
leika“. Warnung er sögð mjög
svipuð rnynd Truffauts La Nuil
Warnung vor eincr heiligen nutte (1971)
Die Niklashauser fahrt (1970)
Américaine, en hún er gerð þrem-
ur árum á undan mynd Truffauts.
Hún segir frá kvikmyndagerðar-
mönnum sem biða dag eftir dag
eftir leikstjóranum svo vinna geti
hafist. Þeir reyna að drepa
timann með ýmsu móti, en þetta
er lokaður hópur, úr tengslum viö
raunveruleikarin og allt sem þau
gera eða segja, er merkingarlaust.
Þau bíða aðeins eftir því að hitta
„heilögu hóruna", eftir því að
kvikmyndatakan hefjist, svo lif
þeirra fái fyllingu. Fassbinder
hlifir persónum sinunt hvergi en
lýsingar hans eru jafnframt
nákvæntar og nærgætnar. Unt
leið og kvikmyndatakan hefst
virðast persónurnar hafa fundið
augnabliks lausn á ástandi sínu,
þvi þessi vinna hefur í sjálfu sér
merkingu. Það sem hefur eyðilagt
persónur Fassbinders í fyrri
myndum hans, er hið óreglulega
samband'þeirra við vinnu. þ.e. við
sinn eigin sköpunarkraft.
„Persónurnar í myndurn mín-
um eru ,,kaput-týpur“, vegna þess
að þær vinna ekki, en lifa i
veröld, þar sem þær verða að
vinna“, segir Fassbinder. „Það
eyðileggur þær. Við lifum í sam-
félagi, þar sem við verðum að
vinna á einhvern hátt, en
persónur minar, þola það ekki,
vegna þess að þær lita á það sem
algjört tilgangsleysi. Þess vegna
hafa þær enga kjölfestu og hrein-
lega flosna upp. Kvikmyndagerð
býður upp á mesta einstaklings-
frelsið, sem þjóðfélag okkar hefur
að bjóða og þess vegna valdi ég
það sem viðfangsefni. En mikil-
vægasta spurningin er, hvernig er
hægt aö uppræta þetta þjóðfélag.
Þegar þjóðfélagi er breytt, breyt-
ist hugsunarháttur fólks einnig,
en svo lengi sem ástandið er
aðeins í kyrrstöðu, þannig að ein-
hverjir verða að vinna til að aðrir
geti hagnast á erfiði þeirra, þá er
ekki umræðna þörf um margt
annað en breytinguna á þessu
ástandi“