Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Blaðsíða 5
grundvallarhreyfing, sem á kemst i lýðræðisátt, gangi að lokum of langt og það liggi einhvern veginn í eðli okkar. Einkaframtakið var á einu skeiði svo hömlulaust, að það fékk koll- steypu seint á þriðja tugnum og hin- um fjórða. Þegar reist var rönd við því i tið Roosevelts forseta, var gengið of langt — mönnum talin trú um, að stjórnin gæti leyst allan vanda. Fólk hefur haldið að lokum, að stjórnin eða eitthvað, sem menn kalla þjóðfé- lag eða kerfi, geti leyst vandamál þess". Hve rammt kveður að þessu nú á dögum? Sevareid: ,,Ég óttast ekki mann á hvítum hesti, er riði inn í Hvíta húsið og kæmi þar snögglega á fasista- stjórn. Ég fæ a.m k. ekki séð, hvernig það væri hægt í 50 ríkja bandalagi. Maður hlýtur að veita því mikla at- hygli, sem gerzt hefur í Argentínu og Uruguay, þar sem menn dekra við lýðinn, hafa lagt honum allt upp í hendur. Bretland er þar á hálum ís þessa dagana — og New York borg. Ég sé ekki enn, hversu þetta verði stöðvað og hver takmörk eigi að setja ábyrgð stjórnvalda. Fyrir þvi fylgist ég af áhuga með mönnum, sem öldungadeildarþingmanninum Daniel P. Moynihan og öðrum, er rita í The Public Interest (ritið Almannaheill), þar sem þeir leita nýrra skýrgreininga og spyrja: Hve langt getur rikisstjórn gengið á þessari braut án þess að keyra allt i strand? Hvaða ábyrgð bera einstaklingarnir?" Eruð þér vongóðir um, að lausn fáist í þessum efnum? Sevareid: „Ég hefði vænzt þess satt að segja, að Jimmy Carter eða ein- hver annar yrði til þess að njörva þetta vandamál niður, kæmi fram með einhverjar nýtilegar hugmyndir um kenningu eða kennisetningar, þ.e tæki heimspekilega á málinu, svo að við mættum átta okkur á þvi. En Carter hefur ekki gert það. Hann er ekki heimspekingur. Og ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni, að enginn annar freisti þess að koma þessu öllu heim og saman. E.t.v. er það á einskis færi, hvort sem er. Stjórnmálamenn eru ekki endurkjörnir fyrir að segja nei við kjósendur sína, og því búum við við ólæknandi verðbólgu. Ekkert lýð- raeðisríki veit, hvernig á að stöðva hana, því að þar er við að etja voldug- an og skipulagðan verkalýð, vaxandi kröfur, aukinn mannfjölda og þjóð- kjörin þing, þar sem fljótt vill sjóða upp úr". Finnst yður við ekki hafa á að skipa nú á dögum leiðtogum á borð við Franklin Roosevelt, Churchill eða HarryTruman? Sevareid: „Jú, en virki kerfið vel, ættum við ekki að þurfa mikla for- ingja. Gæti annar Roosevelt komið orkusparnaðarfrumvarpinu hraðar gegnum þingið en Carter? Gallinn er, að hér er ekki nógur háski á ferðum — stórstyrjaldir né kreppa. Við höf- um leyst fyrsta áfanga negra- byltingarinnar að svo miklu leyti, sem hún verður leyst með lagasetningu og þannig opnað þeim leið til nýrra tækifæra. Ég held, að menn séu á einu máli um, að það, sem koma skal, sé blandað hagkerfi, þar sé ríkisvald og einstaklingsframtak eiga hvort tveggja hlut að máli. Það sem blasir við, eru miðlungs vandamál: hvað eigi að gera í orkumálum, hvernig eigi að taka á málefnum fátækra- hverfa stórborganna o.s.frv. Hér er ekki um líf eða dauða að tefla, svo að það reynist erfitt leiðtoga að ganga fram af miklum eldmóði". Þurfum vi8 þá heldur foringja, sem eru fremur tæknimenn en hetj- ur? Sevareid: „Já, á sína vísu. Það er dálítið leiðinlegt, þar reynir hvorki á töfrasvör né leyniáætlanir. Þess vegna er það list að vera forseti. Góður forseti verður að semja sínar eigin áætlanir og siðan hrinda þeim í framkvæmd eftir eigin leiðum". Er Carter þeim vanda vaxinn? Sevareid: „Mér virðist hann hugsa líkt og verkfræðingur, en hann hefur ekki haft nema tæpt ár til að athafna sig og tók við ýmsum óleystum vandamálum. Hann er mjög skarpur, þrekmikill með afbrigðum og fljótur að átta sig. í hugarkommóðu hans eru margar smáskúffur, sem hann getur dregið út og notað, þegará reynir. En það er ekki ýkja mikil fjölbreytni i framgöng- unni, og ég óttast, að það dragi úr snerpunni, þegará líður". Á forsetinn e.t.v. mest undir því að ná til manna — og er Carter þar ekki svo fær sem skyldi? Sevareid: „Ég er ekki við þvi búinn að svara þvi. En eins og þér vitið, erum við ekki „Eg er svartsýnn á morgundaginn, en bjartsýnn á komandi daga þar á eftir, Hvenær hefur lífið verið skuggalaust?” sjálfum okkur samkvæmir i þvi, hvers við krefjumst af leiðtogum okkar. Við viljum, að leiðtogi sé einn af okkur — og þó skör hærra Ef hann gerist of umsvifamikill, lumbrum við á honum. Gerist hann of alþýðlegur, verður fólk leitt". Getur forseti nokkurn tíma fram- ar steypt þjóðinni blákalt út í stríð líkt og í Vietnam? Sevareid: „Nú, það væri svo sem hægt að hugsa sér, að slik staða, þótt ólikleg sé, kæmi upp, að Kúbumenn eða Rússar sendu fallhlífasveitír til Panamaskurðarins og við snerumst þar til varnar. En staðan yrði að vera með þeim hætti, að menn sæju greinilega, að um virkilega hagsmuni væri að tefla. Þar stóð hnífurinn i kúnni í Vietnam. Ég þráttaði um það við Lyndon Johnson og Dean Rusk utan- ríkisráðherra. „Sýnið mér, hversu öryggi okkar og verulegir hagsmunir eru í húfi á þessum litla landskika í Asíu". Svo fór að lokum sem vænta mátti, að allir sáu, að við höfðum enga augljósa né einfalda ástæðu til að skerast þar i leikinn". En höfðu Johnson forseti og ráðunautar hans ekki siðferðilega ástæðu til þess að halda inn í Suður-Vietnam og forða þjóðinni þar frá að lenda undir alræðis- stjórn? Sevareid: „Ég hef í rauninni aldrei véfengt þetta atriði málsins. Vandinn var sá, að þessu marki var ekki hægt að ná, þvi að við áttum ekki einungis í höggi við vopnaðan her, heldur þjóðfélag brynjað fullkominni trú á málstað sinn, og hefðum við ætlað að sigra það með gamla laginu, hefðum við orðið að ganga á milli bols og höfuðs á þessu þjóðféiagi. Það var okkur gersamlega um megn bæði siðferðilega og stjórnmálalega. Þegar maður hafði eitt sinn gert sér grein fyrir þessu — og það gerði ég býsna snemma — þýddi það hvorki meira né minna en það, að við ættum í höggi við alla Asíu". Höfum við blandað okkur um of í heimsmálin? Sevareid: „Segja mætti, að við hefðum treyst okkur til hluta, sem við í rauninni réðum ekki við. Kennedy forseti og Robert Kennedy voru i þessu efni grandalausir. Þegar ég las fyrst um Framfarafylk- inguna (Alliance for Progress), vissi ég nóg um Suður-Ameríku til að vita, að enginn gæti rétt hana við á tíu árum — 'ekki einu sinni, þótt hann hefði 20 milljarða dala. Ef við getum ekki reist við fólkið í Harlem eða Puerto R.ico, hvernig ætl- um við þá að rétta hlut hundraða milljóna manna í þriðja heiminum? Við héldum, að Friðarsveitirnar (The Peace Corps), gædddar góðum vilja og búnar nútímatækni til hvers konar samskipta, gætu breytt öllu. Við getum gert heilmikið fyrir sum þjóðfélög, líkt og við gerðum fyrir Vestur-Evrópu eftir heimsstyrjöldina siðustu. Þar höfðum við fast undir fótum. Efnahagsþróun í Afríku eða Suður-Ameríku stendur á allt öðrum grunni". Verður þetta til þess, að hugsjón- ir okkar verði okkur súrar í augum og við förum út í hinar öfgarnar, að hafa allt á hornum okkar? Sevareid: „Ég vona ekki. Ég vona, að við verðum aldrei jafn andlega einangraðir og Frakkar eru orðnir. Það er ekki beint í Bandaríkjamönn- um að vera hornhagldalegir, jafnvel þótt við þurfum ekki að vera eins og trúboðar á þeytingi út um allar þorpa- grundir." Hrekkleysið, veikir það okkiir í skiptunum við aðrar þjóðir? Sevareid: „Svo hygg ég ekki vera. Það er geysimikilvægt, að til skuli vera stórt og öflugt riki, sem hefur þó lika dálitið hrekkleysi til að bera eða það sem kalla mætti trú á mannkyn- ið. Hugsum okkur, að Bandarikin væru ekki til eða hvorugt risaveld- anna væri opið þjóðfélag. Þá yrði úti um okkur." Af hverju segið þér það? Sevareid: „Sú staðreynd, að þetta er opið þjóðfélag, á sinn þátt i að varna þvi, að heimurinn sprengi sig í loft upp. Ef Rússar opnuðu snögglega upp á gátt og kæmu raunverulega á fót frjálsum stofnunum, er við gætum kynnzt að vild, mundi mönnum stór- lega létta i veröldinni. Það er ekki sökum þess, að okkur hefur orðið á í messunni í Vietnam, að menn annars staðar i heiminum eru kviðafullir, helduraf þvi, að Rúss- land, þessi geysimikli hluti veraldar- innar, skuli vera eins og það er." t ramhald á bls. 16. L. r m 'Ci * '/• Jif’ éjifni v»; ■■ ■ •/f { i— f t „Við viljum, að leiðtogi sé einn af okkur - og skör hærra. Ef hann gerist of umsvifa- mikill, lumbrum við á honum. Gerist hann of alþýðlegur, verður fóUt leitt.”

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.