Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Blaðsíða 8
 eftir BRAGA ÁSGEIRSSON ..Hans Platschek með portrett af móður sinni". Olia 1 977 Tildrög þess að greinarhöfundur kynntist hinum nafntogaða myndlist- armanni, rithöfundi og listrýni, vest- urþjóðverjanum Hans Platschek var að þeir voru staddir samtímis í Rostock á sl. sumri i sambandi við opnun sjöunda myndlistarbiennalsins þar i borg. Ég hafði alls ekki tekið eftir þessum manni við vinnu mina þar, umræður um sýninguna og stöðu Biennalsins eða aðrar athafnir þar að lútandi svo sem móttökur, ferðalög og veizluhöld Ég var heldur ekki við- staddur að staðaldri vegna þess að ég hélt til á baðströnd nokkurri (Ahren- shoop í Fiskilandi), ca. klukkustundar akstur frá Rostock, en þar hafði ég hús til umráða er efnafræðingurinn Guttenberg byggði á sinum tima. — Dvaldi ég þó í RoStock þrjá síðustu dagana sem alþjóðlega nefndin bjó á Hótel Warnow og í góðu samneyti með henni og við höfðinglega gest- risni heímamanna. Ég hefði líklega ekki kynnst Platschek hið minnsta ef ekki hefði það komið til að ég hafði að þessu sinni í fórum mínum nokkrar Ijós- myndir af nýjum verkum, sem ég sýndi þarna nokkrum vinum mínum. Einn morguninn er menn sátu og neyttu morgunverðar í matsal hótels- ins kom vínur minn Brochdorff að máli við mig og segir mann nokkurn hafa áhuga á að sjá þessar Ijósmyndir og fær þær að sjálfsögðu léðar Kem- ur Brochdorff svo aftur allnokkru seinna og segir mann þennan gjarn- an vilja kynnast mér, Hann kynnti okkur siðar um daginn og varð það undanfari fjörugra samræðna og skoðanaskipta okkar er stóðu nær samfleytt á annan sólarhring, eða þar ,,í hinum helga garði" Olia 1 35x1 25.1 968. til allir voru farnir til sinna heima, nem ég og fjölskylda min er hélt aftur út á baðströndina og áttum þar góða daga um tveggja vikna skeið til viðbótar. — Ég þekkti vel til nafnsins Hans Platschek og var honum raunar sam- tiða i Munchen á árunum 1958—60, en kynntist honum þá ekki persónulega. Á þeim árum var hann einn nafnkenndasti framúr- stefnulistamaður Þýskalands og mál- aði óhlutbundið, en í dag mun hann einn sá nafnkenndasti á hlutbundnu sviði. . . Hér hefur orðið kollsteypa! Hans Platschek er fæddur i Berlín árið 1923, — ólst þar upp og hóf istnám hjá prófessor nokkrum, Schorlach að nafni. Arið 1939 neyddist hann til að flýja land og hélt þá til Montevideo i Uruguay, þar sem hann naut áframhaldndi leiðsagnar í málaralist hjá hinum horfna nemanda Matisse, Cziffery Platschek hóf snemma að rita niður hugleiðingar sinar um myndlist, og það var eftir þvi tekið að hann gaf út bók um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.