Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1978, Blaðsíða 7
Þar stendur hnífurinn í kúnni. IVlarkverðar framfarir hafa orðið á útliti og aksturseiginleikum amerískra bíla uppá siðkastið. enda ekki vanþörf á. Það sem lengst a'tlar að standa í þeim í Detroit að bæta úr eru sætin, sem enn þann dag í dag eru frumstæð í mörgum gerðum; aftursætið jafnvel svo að þangað er ekki fólki bjóðandi. Sáralítil brevting hefur orðið á sætum í hinum venjulegustu gerðum amerískra bíla og eru verksmiðjurnar allar jafn slappar að þessu leyti. Fram- sa'tisbekkurinn úr Chevrolet, sem sést á myndinni er dæmi um þá litlu alúð. sem lögð er við þennan þýðingarmikla hluta bils- ins. Að jafnaði er einnig mun lakari útfærsla á mælaborði en gengur og gerist í Evrópubílum og jafnvol þeim japönsku líka. Til eru þó einstaka dýrar gerðir með þokkaleg sa'ti, en furðulegt má þó teljast í landi lífsþa-gind- anna. þegar almennileg sæti eru talinn meiri háttar lúxus. Ilér fylgir einnig mynd af einu af þeim fáu sa'luni, sem eitthvað virðist vera vandað til. Það til- heyrir líka Buick Electra, sem kostar vart minna en 6 milljónir. Um árabil hefur ódýrasta gerðin af Chevrolet, sem nú heitir Chev.v Nova. verið brúkunarhestur núm- er eitt í Ameríku og eins konar fólksvagn. 1 ódýrustu gerð kostar hann 3.3 milljónir. en eoupé- gerðin. sem sést á myndinni, kost- ar 3.6. Það fer þó naumast milli mála, að þar er á ferðinni ódýr bíll á bandarískan mælikvarða og hlutur. sem fyrst og fremst er hugsaður sem áreiðanlegt farar- tæki. Og þar í liggur styrkur hans. „Standard" vélin er 6 strokka, 110 hestafla. en hægt er að fá 8 strokka vélar uppá 145 og 160 hestöfl. Lengdin er orðin hóf- leg: 4,72 m. Miðgerðin frá Chervrolet, sem kölluð er Malibu. er að öllum likindum með glæsilegustu bíl- um, sem keyptir verða fyrir 3.9 milljónir nú til dags á íslandi. Gerðin Malihu Classie Coupé, sem sést hér á myndinni. er l'oggja dyra, en íburðarmeiri og kostar sléttar 4 milljónir. Komið er til skjalanna nýtt mælaborð. sem er aðeins frábrugðið þvf sem verið hefur, en í framsætunum er fórnað þægindum með því að láta þau ná saman og gela fyrir bragð- ið rúmast þrír i því. Þessi sjevri er nú orðinn svo klassískur i út- liti sem framast má verða; itaiska línan ræður ferðinni og útlitið minnir á fólksbilinn frá Maserati fyrir nokkrum árum. Það gæti virzt mótsagnakennt. en með þessari einföldun virðist bílinn úr dýrari verðflokki en hann er. Eins og venjulega er hægt að panta þennan híl með allskyns aukahlutum, svo sem aðskildum sætum. ma'Iaborði með aukamæl- um, rafknúnum rúðum. stýri á hjörum. jafnhitabúnaði, rofa, sem læsir öllum dyrum og þak- lúgu. mm krækiber STOFU- BLÓM Eftir Önnu Maríu Þórisdóttur Oft hefur verið gert góðlát- iegt grfn að þeim konum, sem segjast tala við stofublómin sín. Nú er komið upp úr kaf- inu að þetta virðist alls ekki svo fráleitt sem það hijómar. Nýjustu rannsóknir sýna, að blómin hafa mjög næma til- finningu ekki aðeins fyrir töl- uðum orðum og gerðum, held- ur einnig fyrir hugsunum (sbr. grein í Ganglera, sem að mestu er byggð á bókinni „The Secret Life of Plants“). I þessari grein er m.a. sagt frá tveim mönnum, sem voru að mæla viðbrögð plöntu nokkurrar með lygamæli, þegar plantan hætti skyndi- lega allri svörun. í ljós koni síðar, að í huganum hafði annar maðurinn borið hana saman við samskonar plöntu, sem hann átti heima hjá sér og hugsað um, hvað þessi væri miklu síðri en piantan hans. Þetta þoldi blessað blómið ekki og sármóðgaðist og harðneitaði að svara lyga- mælinum. Nú veit ég, hversvegna stofu- blómin mín eru oft bara ansi falleg, þó að ég tali aldrei við þau né noti neitt sérstakt bragð til að fegra þau. Oft sit ég og horfi á þau og dáist að þeim í huganum og gleðst yfir þeim. Þetta liafa þau þá fund- ið, blessaðar elskurnar. Stundum hafa innanhúss- arkitektar komið með þá speki, að stofublóm væru ekki í tízku, en hrædd er ég um að mörg nýtízku stofan yrði kuldalegri, ef hvergi sæist þar græn planta. Og ósköp puntuðu þær nú uþp á frábreytt heimilin í gamla daga blómstrandi rósirnar, pelargóníurnar, liljurnar og fúksíurnar, sem stóðu í glugg- um lágreistra húsa við flöa og firði og í dölum þessa Iands. Þá voru ekki grððurhús né blómabúðir, þar sem hægt var að kaupa blóm til tækifæris- gjafa. 1 mínu heimaþorpi geghdu stofublómin miklu hlutverki bæði í gleði og í sorg. Ef skre.vta þurfti líkkistu komu allar konur þorpsins færandi hendi með þau blóm, sem útspurngin voru í gluggununi hjá þeim í það sinnið. Við jarðarfarir söfn- uðu kVenfélagskonurnar öllum fallegustu og stærstu pottaplöntunum og fínustu skrautpottunum og stilltu þessu upp í kirkjunni, en að athöfn lokinni var hverri plöntu og hverjum potti skilað til síns heima. Við brúðkaup og fermingar voru rósirnar alveg ómissandi og nágrannar hjálpuðu upp á sakirnar hver hjá öðrum eftir því, hvar rósir stóðu í blóma þá stundina. Ég man eftir þvf að góð nágrannakona átti hérutn- bil útsprungna rós, sem hún ætlaði að gefa mér í fermingarkjólinn. Kvöldið f.vrir fermingardaginn vökvaði hún hana með kaffiblöndu til þess að hún spryngi akkúrat út daginn eftir og fengi þann rétta, laxableika lit, sem óskað var eftir. Og þetta tókst. Margir minnast stofuhlóma sem lifðu f.vrir tugum ára eins og vissra persóna. Ég man eft- ir sérlega myndarlegri hortensíu, sem mamma átti ár eftir ár og stóð á smálorði framan við glugga og blómstraði hvað eftir annað risastórum, hnöttóttum blóma- hvirfingum, ég man lfka ótót- legan kaktus, sem stöku sinn- um blómstraði alveg ótrúlega fallegum, blóðrauðum blómum og ég man vel, hvað mamma var stolt, þegar kala- blómið hennar sprakk út. Fyr- ir fáeinum dögum átti ég tal við konu. sem minntist jóla kaktuss, sem mamma hennat hafði átt í þorpi úti á landi og alltaf liékk á sania stað f sams fallega hengipottinum Of blómstraði alltaf tvisvar á ári. Nú setjum við blómin okkai í baðkerið og sprautum yfii þau úr handsturtunni. þegai þau eru orðin rykug. Ég mar svo langt, að baðker voru fæstum húsum í mínu heima þorpi. Þá settu konurnar blóm in í stóra þvottabala og hristi vatn úr fataburstum yfir þai til- þess að skola af þeim rykið En ka'ini sérstaklega milt o; hlýtt sumarregn í logni va það segin saga, húsmæðu báru öll stofublómin sín út pall og settu þau í bað í rign ingunni. Það þótti ailra bezt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.