Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Blaðsíða 3
Skip víkingsins var þanki sem þoldi ekki aö þjóðfélag og línur lands og sögu lægju aö einum depli yfirstjórnar kóngs. Kóngur er hver maöur. Hver hugsun er hans hirö. Meö þessa hugsun negldu þeir hvern nagla í þannig skip en vagninn ók meö hlýöni jaröar. í Oslóborgargaröi át ég gras kennt viö hunda og er heldur súrt í ríki guösins, getnaðar og vaxtar. Voldugi Freyr. Ég horföi þar á fífla sem veröa aldrei eins háir heima en halda kannski þeim mun betur höföi. Ég át hið súra gras og þekkti loft og bragö en engin öfund bæröist mér í brjósti til þeirra sem sátu eftir og kalla sig vér norömenn. Þó spyr ég, hvort einmitt þetta gras svo hátt og grænt og angandi af kjarna hafi ekki haldiö aftur af þeim og bundiö þá viö kóng í miöju ríki. En kóngur er hver maöur og hugsunin hans hirö. Um kvöldiö sá ég Útflytjendurna í Ameríku og eðlilegum litum. Og næsta morgun hélt ég heim yfir auðlindanna haf og olíumengaöan sjó. Ég hugsa um þessa ferö með furöu og spyr: Hvor þjóöin flutti í raun og veru og hvert? Enginn skildi þarna íslenskt orð og ætlaði ég aö tala norskubull var svarað kurteislega á ensku, en einskis spurt. Þar una þær nú vel hag sínum, þrátt fyrir ýmsa annmarka á aðstöðu þeirra til búskapar. Rafmagnið breytti miklu Stofan í Þúfu jafnast ekki á við sam- komusal eins og nú nálgast að vera krafa í nýtísku hibýlum. Hún er varla meira en 9 fermetrar að stærð og rúmar ekki mikið af húsgögnum. En þar er gott að koma og hlýlegt umhvorfs. „Fólk sem kemur hér hefur haft orð á því að hér sé góður andi,“ segir Abelína. Og þvi er enginn vandi að trúa, Stofu- veggirnir eru klæddir máluðum panel- þiljum, sem festar eru beint á steininn en húsið er einangrunarlaust. Það var látið duga þegar það var byggt 1934 og dugir reyndar enn. Dálítið útskot er í einu horninu, þar sem kolaofninn var áður en rafhitun kom í húsið. „Þegar við fengum rafmagnið 1968 reyndist hagkvæmast að leggja raflögn fyrir hita í húsið,“ segir Ingveldur. „Hér er ekki olíukynding fyrir, heldur kola- kyntir ofnar og eldavél, eins og var í upphafi. Þegar ég átti kost að að kynda með innlendri orku, tók ég hana framyf- ir þá innfluttu. En með því missum við af olíustyrknum. Mér finnst að verðjöfn- unin ætti að ná til rafmagns ekki siður en olíu. Sveitafólk sem annars verður að hita upp með olíu ætti að fá rafmagnið á hóflegu verði. Helst þyrfi verðjöfnun að ná til allra nauðsynja svo fólk þurfi ekki að gjalda mismunandi aðstöðu eftir þvi hvar það býr á landinu.“ Það breytti miklu i búskapar- og heim- ilisháttum á Þúfu, þegar rafmagnið kom. Því fylgdi vélvæðing við hirðingu mjólk- ur, frystikista, iskskápur og sjónvarp, auk upphitunar og eldamennsku með rafmagni. „En gallinn er bara sá, að þegar það bilar lamast allt og stöðvast, ekkert hægt að aðhafast," segir Ingveldur. Sveitabúskapur alltaf erfið vinna Ætla mætti að búskaparumsvif væru ekki auðveld í framkvæmd fyrir tvær konur. Um það segir Ingveldur: Framhald á bls. 15 íbúðarhúsið á Litlu Þúíu er steinsteypt, en hefur verið byggt af vanefnum cins og mörg hús til sveita frá sama tíma. Guðbergur Bergsson Á slóðum Ég kom einu sinni til Oslóborgar ef ótalin eru feröalög meö aðstoö mynda og bóka. Þar dvaldi ég einn dag en löngum síöar. Hvorki hefur til þurrðar gengið þolinmæöi né fé sem þann dag óx viö mikia leit. Ég sigldi um einhvern afarlangan fjörö í einhvers konar dimmu, líkt og þá þegar lífiö nálgast uppruna og kjarna forvitiö, feimiö og hrætt. Viö enda sléttrar víkur reis mistri hulin borg byggöarkjarni stöðvaöur af fjöllum: sprungnar götur, sandur, vindur, heima götur vanar gengdarlausu regni. Við höfnina í Osló reif ég í mig rækjur og rýndi í auglýsingu myndar: Útflytjendur. Annars svalt ég allan þennan dag augun þó mest. Helsta furöu vöktu háreist stefni skipa hinn dregni kjölur og víkinganna sál beygö í línur byröings: sál og sjór. Skipin líktust huga manns á hafi hugans sem klýfur vind með háþróaöri egg. Hvílíkur munur, varö mér hugsað þá og horföi á skakka bændavagna og skip í þessu safni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.