Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Síða 7
Kristur og fiskimennirnir Maður er nefndur Morris R. Spivac og er teiknari og listmálari af bandarískum uppruna, en í seinni tíð orðinn heimshornaflakkari og er þó kominn af léttasta skeiði. Hann hefur haldiö tryggð við ísland og tryggt sér framfæri með því að ganga í hús og bjóðast til að teikna fólk. Var erindi hans tekiö betur en víöast annars- staðar og teiknaði Spivac fimm þúsund manns á þenn- an hátt. Annars er hann eins og nútímaútgáfa af Sölva Helgasyni og mætti heim- færa uppá hann vísu Bólu-Hjálmars um Sölva: Heimspekingur hér kom einn í húsgangs klæðum/ með gleraugu hann gekk á skíð- um, — og svo framvegis. Spivac var einlægur bandamaður íslendinga í landhelgisdeilunni og síðan sigur vannst í því máli, er honum hugstætt, að menn gæti sín og vinni ekki óbætanlegt tjón á fiskimið- unum. í þessu augnamiði hefur hann unnið nokkur verk og jafnvel skrifaö sögu um hefnd síldarinnar. En merkasta verk hans þessu til áminningar er stór olíumynd, sem hér er prent- uð í lit og hefur hún um tíma veriö til húsa hjá Fiskifélagi íslands. Hér er myndefniö Kristur og fiskimennirnir, — en það eru ekki hinir gamal- kunnu fiskimenn á Genesaretvatni, sem Nýja Testamentið segir frá, heldur íslenzkir sjómenn með nú- tima veiðitækni: asdik og kraftblökk. Myndin heitir „Kristur biöur fiskimennina um að þyrma höfunum." Er þaö þörf áminning eins og á stendur og hjartans mál þessa aldna förumanns, sem kemur eins og fuglarnir; sezt andartek og enginn veit hvert hann flýgur. G.S. Sœtin í Saab ‘99 — bæöi aö framan og aftan eru í efsta gæðaflokki og mættu vera til fyrirmyndar í bílaiönaöinum. Yfirlætislaus glæsileikí einkennir stýri og mælaborð — Mælar eru kringlóttir, Ijósar tölur á svörtum fleti, stýriö með öryggisskjöld. Saab 96 er enn í sama búningi og búinn vel aö duga. Verðiö er rúmar brjór milljónir. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.