Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1978, Síða 10
Þar liggur einn dýrðarmaður frá Islandi Soffiukirkja. cða kirkja Heilagrar Vizku nú á dögum f Kiev. Tilefni þessarar greinar eru frásagnir af ferð Geirs Hallgrímssonar forsætis- ráðherra Islands og föruneytis hans til Sovétríkjanna nýverið. Þar kom fram að í förinni til Kiew eða Kænugarðs, eins og borgin var kölluð i íslenskum fornritum, þá höfðu fréttamenn óskað eftir að sjá ævaforna grafhella undir klaustri þarna. Sagnir eru um að i þessum hellum ætti að vera jarðsettur fyrsti kristniboði Is- lendinga, Þorvaldur Koðránsson hinn víðförli. — Einhverra hluta vegna fengu fréttamennirnir ekki leyfi til að skoða þessar neðanjarðargrafir. En árið 1967 komu islenskir menn á þennan forna helgistað. Verkamannafélagið Dagsbrún efndi til Rússlandsfarar og tókum við hjónin þátt í þeirri reisu. Fyrst var flogið til Moskvu og siðan var ráðgert að halda til Kiew. Um Moskvudvölina er ekki ætlun- in að ræða hér né lýsa öllum þeim undr- um og stórmerkjum sem þar bar fyrir augu. — Þó get ég ekki stillt mig um að segja frá einum grip sem fréttamenn i föruneyti forsætisráðherrans okkar gátu ekki um. — Það voru vaðstígvél Péturs mikla Rússakeisara. Þessi stígvél höfðu náð Pétri í klyftir enda maðurinn tveir metrar á hæð eða meira, kannski þrjár álnir danskar um herðarnar, eins og einhver hélt um Gretti sterka. Þessar ógurlegu rosabullur voru geymdar á virðulegu safni ásamt fjölda annarra dýrgripa sem of langt væri upp að telja. Dagsbrúnarmenn flugu loks til Kiew sem er ein af elstu borgum Sovétríkj- anna og frægust borg í Ukraínu. Það land hefur verið kallað „Brauðkarfa Rússlands" og þar er svarta moldin frjó- sama. Kiew stendur á bökkum árinnar Dnieper og er annar árbakkinn miklu hærri en hinn. Þarna eru sléttur miklar og óravíðar og þessvegna gnæfði þessi árbakki yfir eins og fjall. Enda segir í Þorvaldssögu víðförla að klaustur hans standi undir hábjargi við fljótið Dröpn. A þessum fljótsbakka er besta vígi og þar myndaðist snemma háborg með kirkjum, klaustrum og köstulum. Rússneskir sagnfræðingar telja vist að kirkja hafi verið reist þarna árið 945. Þorvaldur víðförli er sagður hafa verið fyrst þarna á ferðinni árið 995. — Þetta var á rikisstjórnarárum Vladimirs kon- ungs hins mikla sem er trúboðskóngur og dýrlingur í austrænni kristni. Á hæsta kletti borgarinnar stóð í fyrndinni feiknamikið likneski af höfuð- goði þeirra i Kænugarði. Goðið hét Per- un og hafði höfuð úr silfri en yfirskegg úr skíra gulli. Vladimir stólkonungur lét steypa þessu mikla goði í ána Dnieper. Þá urðu menn svo'fegnir falli goðsins að himnarnir tóku þatt í fagnaðinum. Svo segir i fornu þarlendu riti: „Englar blésu í básúnur og guðspjallið þrumaði yfir alla borgina. Loftið var þrungið reykelsisilminum sem sté til hæða. Klaustur risu á fjöllum, karlar og konur, ungir og aldnir streymdu til helgra kirkna.“ Vladimir stólkonungur vingaðist við Miklagarðskeisara sem gaf honum dótt- ur sína fyrir drottningu. Grísk eða býsönsk kristni varð ríkjandi i Kænu- garði og seinna í öllu Rússlandi. — Klaustramenning Grikkja sótti fyrir- myndir til helgra manna i eyðimörkum Egyptalands. Athosklaustrið í Grikklandi varð fræg- ast klaustur í býsanskri kristni og þaðan bárust máttug áhrif til klausturmanna í Kænugarði. Arið 1051 var klaustrið Petchersky Lavra stofnað. Undir þessu klaustri eru grafhellarnir sem sagt er að Þorvaldur víðförli liggi í. Frægastur ábóti í þessu klaustri hét Theódósíus. Hann andaðist árið 1076. Hann var samtímamaður Isleifs Gissur- arsonar, hins fyrsta Skálholtsbiskups. Theódósíus var gagntekinn af hinni ungu kristni í borg hans. Einkum elskaði hann Guðs fátæka menn og sýndi það með því að vinna á ökrunum með ánauð- ugum bændum og þrælum þó hann væri sjálfur af lénsaðli þeirra tíma. Ölmusu- góður var hann og gaf allt sem hann hafði ráð á. Þegar hann varð ábóti vildi hann ekki bera nein ytri merki þeirrar tignar og vildi að allir munkarnir sýndu í dagfari sínu þá eftirbreytni Krists að elska alla menn en þó einkum þá sem áttu bágt. Líferni Theódósíusar minnir mikið á heilagan Franz frá Assisi, sem reyndar var meira en hundrað árum yngri. Það varð Theódósius sem mótaði framtíðarstefnu hellaklaustursins 1 Kænugarði. — Um aldur hellanna veit vist enginn. Það er vitað að fornþjóðir á þessum slóðum bjuggu í hellum þar sem þannig hagaði til. En það sem við sáum af þessum neðanjarðargöngum var að sjá sem mannaverk. Einhverntíma hafa einsetumenn sest að í þessum stöðum og síðan gert þar grafreit fyrir þá af vinum sinum sem féllu frá, því þessir hellar og göng eru feikna löng, að sagt var og minna í mörgu á katakomburnar eða jarðgöngin frægu með gröfum undir Rómaborg. Það er vel hugsanlegt að Þorvaldur víðförli hafi að lokum verið lagður þarna í hellana i Kænugarði. Samkvæmt sögu hans naut hann mikillar virðingar á þessum stöðum, meiri en nokkur annar íslendingur fyrr og síðar, sem til Rúss- lands hefur komið. „Tók sjálfur stólkon- ungurinn við honum af mikilli virðingu og veitti honum margar vinargjafir ágætar. Allra mest var hann tignaður um Austurveg, þangað sendur af keisar- anum, svo sem foringi eður valdsmaður skipaður yfir alla konunga á Rússlandi og í öllu Garðaríki. — Þorvaldur Koðránsson reisti þar af grundvelli eitt ágætt munklífi hjá þeirri höfuðkirkju, er helguð er Jóhannesi babtista, og lagði þar til nógar eignir. Hét þar æ síðan af hans nafni þorvaldsklaustur." I Væringjasögu Sigfúsar Blöndals er taiið víst að Þorvaldur hafi tekið sér griskt dýrlingsnafn þegar hann gekk í klaustur og undir því nafni hafi hann gengið í Rússlandi. Vill Sigfús Blöndal að þetta mál verði einhvern tíma rann- sakað og bendir i því sambandi á sögu klaustranna kringum Polotzk. Þó að norrænir menn ættu töluverð samskipti við Austurevrópu á þessum öldum þá dró mikið úr þeim ferðum eftir aðskilnað grísku rétttrúnaðarkirkjunnar og hinnar almennu rómversku kirkju árið 1054. Eftir það var engin von til að Islendingar fengju að sækja heim helg- an dóm Þorvalds víðförla Koðránssonar frá Giljá. Matsalurinn á hótelinu í Kiev. Hakvegg- urinn er þakinn meö skálum og diskum. Þjóðdansar á grænu grasi utan í ávölum ha‘Öum Ukrainu. En vikjum nú aftur að Dagsbrúnarför- inni. Eftir tilskildar heimsóknir í ýmsa veraldlega staði var farið með okkur upp á ofurhátt fjall, til hinnar fornu háborg- ar Kænugarðs. Gnæfðu þar gulli typptar kirkjur og turnar yfir fagrar skógar- brekkur og var þar hæstur klukkuturn sá sem Pétur mikli gaf Kænugarði eftir sigurinn við Poltava árið 1709. Soffíu- kirkja eða kirkja Heilagrar Visku er elsta og frægasta bygging í Kænugarði. Upphaflega var hún reist af Jarisleifi eða Yaroslav hinum vitra, stólkonungi í Kænugarði árið 1037. Þetta mikla guðshús hefur orðið fyrir ótal skakkaföllum þau 900 ár sem það hefur staðið. Jarisleifur hafði norræna menn í hirð sinni og var góður vinskapur með honum og þeim bræðrum Ólafi konungi Helga og Haraldi harðráða Noregskonungum. Gaf Jarisleifur Haraldi dóttur sína Elísa- betu sem hjá Snorra i Heimskringlu er kölluð Ellisif. Meðal margra frægra freskómálverka í Soffíukirkju er einmitt mynd Ellisifjar N oregsdrottningar. Þarna i grendinni er einnig hið fræga klaustur Petchersky Lavra með grafhell- unum. Þegar Þjóðverjar hernámu Kiew i siðustu heimsstyrjöld, þá virðist ekki öllum landslýð hafa verið illa við komu innrásarhersins. Ein ástæðan virðist hafa verið sú að nasistarnir gerðust áhugamenn um kristnihald i Kiew, þó undarlegt kunni að virðast. Sem dæmi um ástandið i kirkjumálum Kiew má nefna nokkrar tölur: Fyrir byltinguna 1917 voru þar 1710 kirkjusóknir. En árið 1939 voru aðeins tvær kirkjur í notkun. En þegar þjóðverjar höfðu hersetið borgina í eitt ár þá höfðu þeir leyft að opna á ný 708 kirkjur. Þessar tiltektir óvinanna höfðu þau áhrif á Sovétstjórn- ina að Stalín tók Hitler þarna sér til fyrirmyndar og fór að láta opna kirkjur og rýmka hag rússnesku kirkjunnar á ýmsan hátt meðan striðið stóð. Seinna sótti í svipað horf og áður. Stalín og menn hans fóru aftur að skella kirkju- hurðum í lás eða gera þær að söfnum og þannig er ástatt um þá fornfrægu Soffíu- kirkju í Kiew. Vinskapurinn við nasista varð Kiew- búum dýrkeyptur. Þegar innrásarliðið varð að hörfa undan framsókn Rauða hersins þá brenndu nasistar og brældu og unnu hin herfilegustu verk í borg- inni. Eftir sigur Rússa var auðvitað farið að gera upp reikningana við það fólk sem fór í „ástandið" með nasistum og voru þá ýmsir gerðir höfðinu styttri. Grunur féll á munkana í hellaklaustri að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.