Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Page 4
Þjóðstjórnin 1939.
Frá vinstri: Eysteinn
Jónsson, Jakob
Möller, Hermann
Jónasson, Stefán
Jóhann Stefánsson
og Ólafur Thors.
menn, sem áöur hafa verið taldir miklu
linari í sjálfstaeðiskröfunum en þeir, en nú
eru ráðnir í því aö taka saman höndum
við þá um það, að fá framgengt hinum
fylstu kröfum. Einmitt það gefur hinar
bestu vonir um fullnaöarsigur í sjálf-
stæðisbaráttunni. Það hefur nú einatt
verið svo, að menn hefir greint á um það,
jafnvel innan sama flokks, hverjar kröfur
bæri að gera hverju sinni og hverja leið
að fara að sama marki. En nú er svo
komið, þó aö fyrrverandi andstæðingar
eigi í hlut, að kröfurnar eru sameiginlegar
og leiðin að markinu aö eins ein.
En getur það þá blessast, aö frjálslyndir
menn og íhaldsmenn sameini sig í einum
flokki? — Það er auðvitað algerlega undir
því komið, um hvað er sameinast. Og hér
er að sjálfsögðu að eins um það að ræða,
að vinna aö sameiginlegum áhugamálum,
fyrst og fremst: fullkomnu sjálfstæði
landsins út á við og sjálfstæði og
athafnafrelsi einstaklingsins inn á við.
Hvort menn geta sameinast í einum flokki
um slík höfuðmál, þrátt fyrir ýmislegan
ágreining í öðrum málum, fer að sjálf-
sögðu eftir því, hver áhersla er lögð á
höfuðmálin. Nú er það kunnugt, að
Sjálfstæðisflokkinn gamla fylltu ýmsir þeir
menn, sem fylgt hafa íhaldsflokknum að
málum síðustu árin. Mun láta nærri, aö
helmingur þeirra manna, sem fyltu
íhaldsflokkinn á síðasta þingi, séu gamlir
sjálfstæðismenn. í annan stað eru ýmsir
gamlir sjálfstæðismenn horfnir ýmist í
flokk jafnaðarmanna eöa framsóknar.
Hafi það verið eðlilegt og getað blessast
fyrrum, aö íhaldssinnaðir menn og
frjálslyndir menn fylltu sama flokk, til þess
að vinna að einu sameiginlegu höfuð-
áhugamáli, þá er auðsætt, að það er
jafneðlilegt og sjálfsagt nú, ef sameigin-
legu áhugamálin eru þeim svo mikilvæg,
að ágreiningur í öðrum málum veröi
smávægilegur í samanburöi við þaö. —
En þó að Frjálslyndi flokkurinn og íhalds-
flokkurinn sameinist þannig og myndi
með sér þennan nýja Sjálfstæðisflokk, þá
er auðvitað hvorki frjálslyndi né íhald þar
með þurkað út. Einstaklingarnir verða
allir, hver með sínu eðli, eftir sem áður,
og fylgir að sjálfsögðu hver fram sínum
skoðunum í hverju máli sem er.
Og þess ber að gæta, að það er ekki
sjálfstæöismáliö eitt, sem nú tengir
íhaldsmenn og frjálslynda saman. Þaö er
einnig sameiginlegt með þeim, að vilja
vernda það þjóðskipulag, sem nú er.
Margir munu nú ætla, að þetta sé ekki
aðeins stefnumál þessara tveggja flokka,
heldur sé Framsóknarflokkurinn þar á
sömu sveif. En svo viröist þó, sem
samvinnan við jafnaðarmenn á þingi
síðustu árin, hafi í þessu efni sveigt stefnu
flokksins allmjög í áttina til þessara
bandamanna hans, þó að ekki verði sagt,
að hann hafi opinberlega gert ákveðnar
tilraunir í þá átt að breyta núverandi
þjóðskipulagi. En hitt er kunnugt öllum
þeim, sem lesa blaðið „Tímann“, höfuð-
málgagn Framsóknarflokksins, aö ein
höfuðásökun hans í garð andstæðinga-
flokkanna er sú, aö þeir vilji „halda í
núverandi þjóðskipulag". Það er óhugs-
andi, að slíkt oröalag sé hvaö eftir annað
notað af tilviljun eða óviljandi. Og þó að
það sé ekki komið berlega fram í stefnu
Framsóknarflokksins, að hann ætli sér að
beitast fyrir gerbreytingum á þjóðskipu-
laginu, þá viröist ekki geta verið vafi um
það, að það sé nokkuö ofarlega í hugum
manna í þeim flokki, að einhverjar slíkar
breytingar séu æskilegar. Og þar sém
vitanlegt er, að til þess að fá slíkum
breytingum framgengt, mundu þeir njóta
eindregins stuðnings jafnaðarmanna og
bandalags, þá væri það eitt ærin ástæða
til þess, að frjálslyndir menn og íhalds-
menn tæki höndum saman, til að vinna á
móti því. Þá er þess enn að geta, aö eitt
er það mál nú á dagskrá, sem frjálslynd-
um mönnum er svo mikið áhugamál, að
fá borgið, aö eitt mundi nægja til að
réttlæta samvinnu við hvern þann flokk
sem fyrir því vildí beitast með þeim, en
það er að gera ráðstafanir til þess að
tryggja vinnufrið í landinu. Þetta mál tóku
©
íhaldsmenn upp á síðasta þingi, og mun
það einsdæmi um víða veröld, að
íhaldsflokkur beiti sér fyrir gerðardómi í
vinnudeilum.
Loks er á það að líta, hverja aöstööu
frjálslyndir menn hafa til þess að geta haft
áhrif á stjórnmálastarfsemina í landinu,
sem sérstakur flokkur. Undir því kosn-
ingafyrirkomulagi, sem við eigum nú við
að búa, er þaö undir hælinn lagt, hvort
Frjálslyndi flokkurinn getur af eiginn
rammleik komið nokkrum manni á þing,
eöa haft þar nokkur áhrif. En með þeirri
sameining flokkanna, sem nú er ráöin,
geta þeir tryggt sér þingsæti og áhrif að
tiltölu við bolmagn sitt, og þar með
aöstöðu til aö vinna áhugamálum sínum
miklu meira gagn en ella.
Af framangreindum ástæöum hefi eg
talið mér skylt, að styðja aö stofnun
Sjálfstæðisflokksins.“
Þeir Ólafur Thors og Jakob Möller
höfðu þekkzt lengi. Ingibjörg og Þóra,
kona Jakobs, voru systkinabörn. Hún bjó
í æsku að Görðum á Álftanesi, en haföi
veriö mikið á heimili Indriöa Einarssonar.
Milli hennar og Indriöafólksins var sérstök
vinátta, sem þeir erföu Jakob og Ólafur,
þegar æskuvinkonurnar, Ingibjörg og
Þóra, giftust þeim. Jakob var ritstjóri Vísis
og skrifaði mikið um stjórnmál og
atvinnumál í blað sitt, oft skarpar og
hvassyrtar greinar.
Einhverju sinni skrifaði Jakob Möller í
Vísi harðvítuga árás á Thor Jensen og þar
meö slettist upp á vinskapinn milli þeirra
Ólafs og það svo rækilega, að Ólafur þoldi
ekki að hafa Jakob fyrir augum, hvað þá
meira. Jakob gat verið óvæginn. Það var
eins og honum þætti gaman aö skömmum
á prenti, en ólíklegt er annað en honum
hafi verið Ijóst, að Ólafur tæki þessu illa,
svo kært sem var með þeim feðgum. Að
vísu höfðu þeir Jakob og Ólafur ekki haft
ýkja mikinn samgang sín á milli, en þó
hafði verið gott með þeim. Nú sker Ólafur
algerlega á þráðinn.
Ingibjörg Thors heimsótti foreidra sína
næstum dag hvern og hitti Þóru og Jakob
þar, og Jakob oft og tíöum einan, því að
Þóra var sjúklingur og gat ekki alltaf
komið með honum. En á Jakob var litið
á heimili Indriða Einarssonar sem hálfgild-
ings tengdason. Til að sýna, hve lítið Olafi
var um Jakob gefið um þetta leyti, hefur
Ingibjörg sagt mér, að henni hafi eitt sinn
sem oftar verið boðið í kaffi til Eufemíu
og Jens Waage, en þær Eufemía voru
Jón Þoriáksson
systur. Eufemía og Jens Waage áttu
heima á Spítalastíg, en Ólafur og Ingibjörg
á Grundarstíg, svo að „ég sting upp á því
við Ólaf, að hann taki mig með, þegar
hann fari heim af skrifstofunni. Þá spyr
hann: „Verður Jakob þarna?“ Ég þóttist
vita, að hann yrði þar ekki. En svo kom
hann í boðið og var þar, þegar Ólafur
birtist í dyrunum. Allir vissu, að þeir sátu
ekki á Sárs höfði og brá öllum í brún,
þegar Ólafur birtist. Ég stóö strax upp, við
kvöddum og fórum heim. En Olafur
minntist aldrei á þetta og gagnrýndi mig
ekki fyrir að vera. í kaffiboði, þar sem
Jakob Möller var."
Sambandið milli Ólafs Thors og Jak'obs
Möller breyttisí smám saman og síöan
urðu þeir nánir samstarfsmenn, samráð-
herrar og góðir vinir og áttu saman hvað
mestan þátt í því að sameina íhaldsflokk-
inn og Frjálsiynda flokkinn að áliti
Ingibjargar, en Jakob og Sigurður Eggerz
voru mestu áhrifamenn hins síöarnefnda.
Jakob og Ólafur uröu nágrannar í
Garðastræti og voru oft samferða heim úr
stjórnarráðinu og Alþingi. Eitt sinn mættu
þeir dömu í Túngötu. Ólafur, nærsýnn eins
og faðir hans, heilsar djúpt og viröulega,
en þá segir Jakob, „Hvað, þekkir þú hana
þessa?" „Já,“ segir Ólafur, „þetta er hún
Ebba, dóttir Sæmundar Halldórssonar í
Stykkishólmi.'1 „Ne-i, þetta er alþekkt
gleðikona," segir Jakob og nefnir nafn
hennar. „Jæja,“ segir þá Ólafur, „þú
þekkir hana“.
Jakob kom ekki oft á heimili þeirra
Ingibjargar og Ólafs, og þá helzt eftir aö
Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið stofnað-
ur og ræddu þeir þá um stjórnmál. Þá fór
alltaf vel á með þeim og Ólafur virti Jakob
mikils, kunni vel að meta skarpskyggni
hans og gáfur.
Ólafur gat verið langrækinn, en lang-
rækni hans lýsti sér þó ekki í hatri, og
hann vildi heldur vera vinur manna en
óvinur. Þess vegna þótti honum vænt um,
þegar leiðir þeirra Jakobs Möller lágu
aftur saman. En Ólafur kokgleypti ekki
Jakob frekar en kjósendur lista Jóns
Þorlákssonar forðurrw daga.
Þegar Þjóðstjórnin var mynduö í apríl
1939, voru sjálfstæðismenn ásáttir um, að
Ólafur Thors færi í stjórnina, enda varð
hann atvinnumálaráðherra. Margir
Varðarfélagar og aöalmenn í fulltrúaráði
flokksins vildu að Jakob Möller færi í
stjórnina með Ólafi, en þá fréttist, að hann
vildi fá Magnús Jónsson í stjórnina. Þá er
haldinn fundur um málið í Varöarfélaginu
til að gera út um málið. „Á sunnudags-
morgni komum við saman 6—8 fulltrúa-
ráðsmeðlimir og ákváðum að tala máli
Jakobs við hina 80—90“, segir Stefán A.
Pálsson. „Þetta gekk að óskum og er
okkur vel tekið. A fundinum um kvöldið
talar Ólafur fyrstur og mæiir mjög með
Magnúsi Jónssyni, en síðan tekur einhver
annar til máls og stingur upp á Jakobi.
Nokkrar umræöur uröu um málið og fer
allt fram í góðu. En í atf væöagreiðslunni
fær Jakob Möller 83 a'kvæði af 90 og
tekur sæti í Þjóöstjórniiiiii. Ólafur sagði
fátt og lét sér hvergi bregða, en Thor
Thors bróöir hans vt ð vondur, svo og
Gunnar Thoroddsen, en þeir fylgdu Ólafi
í því að styðja Magnús Jónsson. Ólafur lét
okkur ekki gjalda þessa, enda höfðum við
látið hann vita og hann hafði kallað í
okkur forsvarsmenn Jakobs Möller til að
tala við okkur heima hjá sér og ætlaöi
náttúrlega með sinni alkunnu lagni að tala
okkur á sitt mál. Hann sneri einum, Jóni
Norðmann Jónassyni, bónda í Skagafiröi.
Jakob var ekki á fundinum, en beið
úrslita í ritstjórnarskrifstofu sinni á Vísi.
Hann hafði mikinn áhuga á því að verða
ráðherra."
Eins og fyrr greinir á stefnuskrá
Sjálfstæðisflokksins dýpri rætur í þjóð-
ernisstefnu Frjálslynda flokksins og
hugsjónum hans en fjármálastefnu íhalds-
flokksins, þó að báðir hafi flokkarnir lagt
áherzlu á frelsi einstaklingsins sem
meginatriði í innanlandsmálum. Frjáls-
lyndi flokkurinn var stofnaður 1926 af
þingmönnum úr Sjálfstæðisflokknum
gamla, sem vildu ekki ganga til samstarfs
við íhaldsflokkinn, þegar hann var
stofnaður 24. febrúar 1924. Sjálfstæðis-
menn og frjálslyndir í Reykjavík studdu við
landkjörskosningarnar 1926 sérstakan
lista með Siguröi Eggerz, fyrrum forsætis-
ráðherra, efstum, en hann féll í kosning-
unum. í alþingiskosningunum næsta ár
bauð Frjálslyndi flokkurinn fram í sex
kjördæmum og náði Sigurður kjöri einn
sinna manna. Hann var í framboði í
Dalasýslu, en Jakob Möller, forystumaöur
flokksins í Reykjavík, féll.
Megjnstefna Frjálslynda flokksins var
baráttan fyrir algeru sjálfstæöi íslendinga
að liðnum 25 árum frá undirritun
Sambandslaganna, frjálsri verzlun og
einstaklingshyggju gegn hagsmunabar-
áttu stéttaflokka, þannig aö einstaklings-
Framhald á bls. 15