Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Síða 6
Steingrímur Sigurðsson
ELLEFTA
BOÐORÐIÐ
Brot úr starfssögu Braga í Eden
— Bragi — hvers vegna fórstu ekki á
sjóinn eins og aðrir Vestfirðingar?
— Af því að ég hafði strax köllun í að
vera garðyrkjumaður — vildi ekki annaö,
sá ekki annaö.
Það er sól í Eden. „Nú er vorið komið"
sagði Hafsteinn oddviti, stjórnandi Kjörís,
m.m. — einn dag um miðjan apríl, þegar
stjórnmálahitinn var að komast í algleym-
ing í forkjöri í því umtalaða Hverageröi.
Bragi Einarsson er kvaddur til viðræðna
upp á kynni gegnum löng ár allar götur
frá samverustundum suður á Keflavíkur-
velli í svartasta skammdeginu 1953 hjá
Metcalf Hamilton Smith Company þegar
sá látni svartstakkur Guðmundur Arn-
grímsson ex-polizei-offiseri þar réð
nokkru um eftirlit með siðferði og vernd
þess fornkveðna „með lögum skal land
byggja" — það er að segja sem æðsti
embættismaður öryggisvaröa í aðalstöð
ameríska hersins á íslandi. Þetta var fyrir
tuttugu og fimm árum og Bragi í Eden
vann þar sem annars staðar hörðum
höndum að hverju sem hann gekk í
margháttuðum störfum eins og í vest-
firzkri Sjósókn, enda sonur bátskapteins
aö vestan (frá ísafiröi), því var spurningin
í byrjun ekki út í hött.
Okkur haföi talazt svo til að hittast í
tilefni af tuttugu ára afmælisstöðvarinnar
Eden, fjöreggs Braga og sköpunarverks,
sem bar upp á sumardaginn fyrsta í ár
nákvæmlega... Bragi var að starfi á
þeysispretti um stassjónina og svaraði
ekki í síma, að nauösynjalausu.
Komiö nálægt hádegi.
Afríska tröllkonan fyrir miðju, sem
nefnist Eva og fyrsta barnið, höggmyndin
innan um pálmatrén tvö gein við eins og
svart skurðgoð og gaf blæ. Öndvert við
hana við skenkinn var konuhöfuð á vissan
hátt frítt og ákveðið, eftir Modigliani
(Italiano) til þess að rækjurnar að vestan
smökkuðust betur. Var dulin listræn hvöt,
sem réð þessu eöa bissnessandi. „Life is,
business" eða „Business is life“, segir
amerískt máltæki og hann Bragi var
langtímum í þeirri stóru Amríku til að
forframast og bæta við manndóm til þess
að geta síðar tekizt meira á við hugsjónir
lífs síns ... og nú var ástfóstur hans orðiö,
tuttugu vetra og raunar gott betur, því að
hugmyndin aö þessum landkynningarstað
þarna í Hveragerði fæddist fyrst vestur í
Ameríku, þar sem eigandi og forsvari var
við framhaldsnám í garöyrkju og kynnti
sér amrískt lífs-kerfi og ameríska verald-
armennsku og trúlega sitthvað fleira, sem
er „í hans deild" eins og sagt er á
stundum.
Bragi bauð í sitt hús, sem Úlfur
Ragnarsson læknir, lét byggja yfir sig í
háldgildings bungalow-stíl og minnir
einmitt á byggingarstíl venjulegs þokka-
legs amerísks einbýlishúss eins og
greinarhöfundi kom slíkt fyrir sjónir í
heimsóknum til Bandaríkjanna í þrígang á
undanförnum árum ...
Gengið inn um karldyr gegnum þvotta-
hús og beint inn í eldhús og þaðan inn í
hall og svo áfram gegnum stássstofu aö
vinnuborði og bókaherbergi, sem veit
beint að Eden í sud-vest samkvæmt
kompás og siglingarfræði. Bækur í hillum
ótal, og á veggjum myndlistarverk —
málverk — gnægö — og um gjörvallt
húsið, hvert sem litið er augum.
Var sem mér sýndist — Vífilsfell í allri
sinni dýrö, gert af meistara Kjarval 1932,
kvað Bragi — fyrna stórt og mikið verk
með fantasíu-ívafi og þeirri kyrrlátu
spennu, sem einkennir Kjarval í alvöru-
myndum hans...
' „Hvílík ósköp áttu af málverkum, Bragi
— hvernig ferðu að þessu?“
„Það er saga að segja frá því. Eftir að
ég kom hingað suöur, hafði ég þaö fyrir
prinsip aö rölta á flestar sýningar eftir
málara, þekkta og óþekkta".
„Hefurðu þróað hjá þér ákveðinn
listsmekk — þetta er spurning?"
„Það getur enginn dæmt bækur nema
sá, sem hefur lesið margar bækur. Eins
er ekki hægt aö dæma málverk öðru vísi
en að skoöa mikið af þeim. Hins vegar
hvarflaöi aldrei að mér eftir að ég fór að
rölta á þessar sýningar, að ég myndi
nokkurn tímann hafa efni á að eignast
nokkurt málverk. Svo kom að því að ég
eignaðist mynd eftir mann, (Braga
Ásgeirsson) sem er þekktári fyrip. skrif
um myndlist en margt annað sem hann
hefur gert; þá mynd held ég mikið uþpá,
þó aö hún sé ekki dýrmætasta mynd
sem ég hef eignast.“
„Hvernig hefurðu komizt yfir allar
þessar myndir?"
„Margar þeirra mynda, sem ég á, hef
ég keypt á uppboðum. Þaö er eini sanni
vettvangurinn, þar sem hægt er að fá
myndir á verði, sem er sannvirði
myndanna."
„Ósammála, en það er annað mál —
hvernig ferðu að því að auka á gæði
safnsins?"
„Meö því að láta myndir í skiptum til
aö reyna að eignast myndir smátt og
smátt sem ég met meira. Svo við víkjum
aftur að málverkauppboöum '— hvað
áttu við með þessum „eina sanna
vettvangi?“
„Verð það, sem málarar setja á
sýningum, er þeirra eigin verðmætamat,
sem ekki er í öllum tilfellum í samræmi
við verö myndanna til frambúðar.
Flestar myndir á uppboðum eru
myndir frá heimilum, sem fólk er að selja
til að eignast aðra hluti. Á uppboö
kemur aö stærsta hluta það fólk, sem
lifir og hrærist í myndlist af ýmsum
hvötum. Þar gefur enginn meira fyrir
hvert verk en hann af frjálsum vilja vill
greiöa.“
Heimili Braga Einarssonar að Þela-
mörk 64 andar af framtaki. Ein-
hverju sinni sagöi húsráöandi í viðurvist
vinar að sér þætti vænt um heimili sitt
og það væri áhættusamt að ráöa til sín
heimilisaðstoð án yfirvegunar og skap-
geröarprófs. Kjarval talaði stundum um
það, að sumt fólk stæli andrúmslofti.
„My home is my castle“, segja
Englendirigar.
Mærin Olga Björk, heimasætan fjórt-
án ára, dóttir Braga og konu hans Dúu
Björnsdóttur tróð inn í þessum svifum.
Sundpróf í sjöunda bekk grunnskóla var
afstaöiö og fram undan var próf í
eðlisfræði. Hún er föður sínum til
aðstoðar. Þau feögin virðast ekki þurfa
að gefa hvort ööru skýringar til að skilja
Bragi í Eden.
„Lífið hefur ekki alltaf verið einn
hvort annaö. Olga var horfin sjónum til
aö búa sig undir vorpróf. Talið snerist.
„Hefur þú, Bragi, að öllu leyti staðiö
einn og óstuddur .. .ég á við uppbygg-
ingu Eden?“
„Steingrímur, þú þekkir þetta heimili
frá fornu fari. Þú veizt, aö enginn sem
á góða konu stendur einn og óstuddur,
hvorki í uppbyggingu heimilis né fyrir-
tækis. Um langt árabil hefur eiginkona
mín Dúa Björnsdóttir staðiö eins og
klettur mér við hlið.“
Bragi setur spánska plötu á stereófón-
inn:
„Heimilið er eins og því er varið í dag
er fyrst og fremst hennar verk en að
sjálfsögöu bætist við á heimilið í tímans
rás...“
Bragi í Eden er 48 ára gamall, fæddur
á ísafirði og alinn þar upp(„í fjörunnivið
pollinn meö þeim Arngrímsbræðrum og
ýmsu öðru ísfirzku ungviði“).
Þaö voru einkum tvær fjörur á ísafirði
notaðar til leikja sú innan verða við
Tangann en hin norðan megin. Þar voru
Bragi og co. upp á vestfirzkan stíl í leik.
Lengst af bjó fjölskylda Braga í húsi
við Fjaröarstræti 27 beint á móti
lögreglustöðinni. Þetta var lítiö hús,
uppbyggt úr gömlu húsi, einu elzta á
ísafirði, sem áður var prestsetur. Það
var rjómagult bárujárnshús með rúst-
rauðu þaki og smágeröum gluggum.
Foreldrar Braga eru Sigríður Valdimars-
dóttir, sem lézt 1965, þá 65 ára sem var
fædd og uppalin á ísafiröi og átti ættir
sínar þar og í Súgandafirði. Hún var góö
kona. Faðirinn Einar Kr. Þorbergs kom
ungur aö árum úr Inn-Djúpinu, fæddur
á Bakkaseli, sem nú er löngu í eyöi.
Framan af ævi var hann lengst af við
sjósókn, á þeim árum, sem Bragi var
innan við fermingu. Átti Einar sér trillu
og skúr á kambinum og reri .í Djúpið.
Einar veröur áttatíu og átta ára nú í
sumar. Hann er ern og gengur oft að
störfum í Eden hjá syni sínum, einkum
þegar vora tekur og vinnur stundum allt
sumarið fram að veturnóttum. Hann
hefur föst skapgerðareinkenni og sér-
kenni.
„Á þessum árum var ísafjöröur mið-
punktur alheimsins og heimsins bezti
staður í augum mínum og jafnaldra
minna. Þó fór svo, aö mjög fáir okkar
vildu una aila ævi á eyrinni undir Gleiða
Hjalla. Kannski hefur sjóndeildarhringur-
inn verið of þröngur. Eftir þrjátíu ára
samfelldur rósagarður.“
fjarveru aö heiman á ísafjöröur þó sterkari
ítök í mér en nokkur annar staöur."
Bragi hleypir heimadraganum fimmtán
ára. Hann ræður sig sem aðstoðarmann
í gróöurhús hjá Stefáni Árnasyni aö
Syöri-Reykjum í Biskupstungum, þá
staðráðinn í að gera garðyrkju að lífsstarfi
sínu. Hann er þar tvö sumur, og starfaði
í bókabúð Jónasar Tómassonar heima á
ísafirði. í apríl 1948 hefur hann nám í
Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi
og lýkur þaðan prófi tveim árum seinna.
Þá er hann orðinn tuttugu og eins árs.
Hann stendur þá á vegamótum. Hann
ræðst samt í það að starfa í Reykjavík við
standsetningu lóða með hóp manna í
þjónustu sinni. Hann starfar við þetta tvö
ár samfleytt. Um áramót 1952 tekur Bragi
á leigu gróðurhús nokkur í Reykjakoti í
Ölfusi, sem voru í umsjá Pálma heitins
rektors Menntaskólans. Var þar einn að
mestu allt árið. Þar hafði hann minnsta
fjármuni undir höndum og lifði á næsta
litlu, aö því er hann segir sjálfur. Stundum
var litlu ööru að renna niður nema
munnvatninu og guðsblessun. Þetta var
reynsluár, „Þá varð ég fullorðinn“, segir
hann.,
Á útmánuðum 1953 skýtur Braga upp
á Keflavíkurflugvelli, ræðst í vinnu hjá
Sameinuöum Verktökum hjá vjnnuflokki,
sem tekur aö sér í ákvæðisvinnu byggingu
íbúöarhúsa í Seaweedhverfinu því fræga
( þarSecurity hið alræmda undir stjórn Mr.
Hall, Scobies og G. Arn.) Þar er hann
sumarlangt, en um haustið sama ár fer
hann að keyra tíu hjóla Mack-trukka fyrir
Hamiltonfélagið dag og nótt.
Bragi segir svo frá:
„Það er á þeim tíma, sem ég sé fyrst
framan í Steingrím Sigurðsson, hafði þó
heyrt um hann talaö og ekki bara gott.
Einn nöturlegan sunnudagsmorgun að
áliönu hausti er verið að keyra efni í
sprengigeymslu hersins upp í heiði. Þar í
litlum skúrkumbalda (shack á amerísku)
sprettur upp maður í hvert skipti sem
trukkarnir fara um, ekki of vel á sig
kominn, næstum gegnsær af næturlöng-
um skytningi. Hann á aðeins eina ósk,
sem hann ber upp viö alla bílstjóra, sem
um veginn fara. „Færið mér eitthvað að
drekka. Ég lifi ekki af næsta klukkutíma".
Enginn trukkeklanna virtist hafa sam-
kennd meö pílagrímnum utan ég, sem í
einni ferðinni skaut að honum nokkrum
bjórum. Eftir það leit hann á mig sem sinn
Salvator og hefur gert jafnan síðan . . .“
©