Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Blaðsíða 9
Bókhlaðan í Winnipeg
er víðáttumikil en lág-
reist og sker sig frá
öðrum byggingum í
miðhluta Winnipeg,
sem flestar eru háar.
Listasafnið í Winnipeg
er bæði frumleg og
fögur bygging og par
eru m.a. vinsæl veit-
ingahús og matsölu-
staðir í bland við listina.
' '
■
II!
ðftffi
!! i i 1.1;!; fi
TTTÍfiffhm
Miðhluti Winni-
pegborgar er ekki
ósvipaður og víða
má sjá í Banda-
ríkjunum: háar
skrif-
stofubyggingar
ðg stórverzlanir.
Þannig er um-
horfs í nýju bók-
hlöðunni, rúmt og
bjart og ólíkt hin-
um gömlu og
hefðbundnu
bókasöfnum.
leitt þykir eftirsóknarvert. Þar
í borg hefur ekki verið horfið
til þess ráðs að byggja nýja
miðbæi í úthverfum eins og þó
væri ugglaust hægt. Gamli
mjðbærinn hefur verið byggð-
ur upp nokkuð á bandarískar.
máta að því leyti, að nokkrir
skýjakljúfar eru þar í bland
við virðulegar stórbyggingar
frá eldri tíma eins og til dæmis
verzlunarhús Hudson Bay
Company. Annar af tveimur
háskólum borgarinnar er inni
við miðju hennar; þar eru stór
hótel og nýtt -ráðstefnuhús.
Hvergi hef ég séð listasafn
verða eins eðlilegan hluta af
lifandi miðborg og nú hefur
bætzt við ný og glæsileg
bókhlaða. Áherzla er lögð á
birtu og rými og að komast
sem lengst frá því hefðbundna
bókásafni, þar sem ríkir þrúg-
andi rökkur og þefur af gömlu
bókfelli.
Á þjóðhátíðarári 1974 átti
Winnipeg 100 ára afmæli og
mun það hafa farið fyrir ofan
garð og neðan hjá okkur vegna
eigin þjóðhátíðar. Þó er Winni-
peg sú borg erlend, fyrir utan
Kaupmannahöfn, sem einna
mest tengist sögu Islands og
hvergi annarsstaðar í borgum
heimsins væri hægt að finna
stóran hóp af íslenzkumælandi
fólki.
Winnipeg gaf sjálfri sér
afmælisgjöf, sem er bókhlaðan
sú arna og var tilbúin þremur
árum eftir sjálft afmælið, í
marsmánuði 1977. Bókhlöð-
unni hefur verið fyrir komið í
miðju borgarinnar, sem smám
saman hefur verið endurbyggð
á glæsilegan máta. Eins og sjá
má af myndinni, sker bókhlað-
an sig frá öðrum nálægum
byggingum; fyrst og fremst
vegna þess að hún er mun
lágreistari. Aungvu að síður
stendur þetta hús fallega í
umhverfi sínu og hluti heildar-
innar er garður, sem sést næst
á myndinni. Súlur setja svip á
garðinn og sjálf byggingin
speglast í vatni. Skammt frá
þessum stað stendur fyrrnefnt
listasafn, sem gæti verið fyrir-
mynd í þá veru, að það er
lifandi safn í lifandi miðborg.
Þar eru í bland við listina
prýðileg veitingahús, sem
ævinlega eru þéttsetin, ekki
sízt í hádeginu. Þessi veitinga-
hús í listasafninu eru mjög
vinsæl meðal verzlunar- og
skrifstofufólks úr miðborginni,
sem fer þangað til að fá sér
hressingu í hádeginu og lítur
síðan á listsýningar í leiðinni.
Vonir standa til þess, að
bókhlaðan verði á sama hátt
lifandi stofnu'n. Þar verður til
dæmis hægt að fá urmul af
hljómplötum og snældum og
innrammaðar eftirprentanir
og grafík verður hægt að fá
þar á leigu gegn vægu gjaldi.
Án efa verður þar gott safn
íslenzkra bóka.
íslenzka þjóðarbókhlaðan
virðist vera fallega teiknað
hús. En hún á að rísa vestur á
Melum eins og kunnugt er.
Framtíðar listasafn eigum við
ekkert, en bráðabirgðalausn er
á döfinni í gamla Nordalsís-
húsi við Tjörnina. Borgarleik-
húsið verður byggt austur í
Kringlumýri. Sú ágæta menn-
ingarmiðstöð, Norræna húsið,
er úti í Vatnsmýri og Kjarvals-
staðir á Klambratúni. Veit-
ingahúsin eru á tvist og bast:
Á Loftleiðahóteli, Hótel Esju
við Suðurlandsbraut, Hótel
Sögu vestur á Melum, en okkar
gamla og góða Hótel Borg við
Austurvöll er eins og skuggi af
sjálfri sér; sömu mennirnir
sitja við örfá borð í síðdegis-
kaffinu.
Samt er Reykjavík margfalt
minni borg en Winnipeg til
dæmis og auðvelt hefði verið
að koma öllu því fyrir innan
seilingar, sem dugar til þess að
gera miðbæinn lifandi. Að
sjálfsögðu er aldrei of seint að
athuga sinn gang og dæmin frá
Winnipeg, hvernig menningar-
stofnair eins og bókhlaða iog
listasafn eru gerð hluti lifandi
miðbæjar, ættum við að hafa í
huga.
Gísli Sigurðsson.