Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Síða 10
Beztu sætin aö tylia sér í reyndust vera í Citroén Pallas, en huröirnar voru því miöur ekki í sama gæöaflokki. Hljóðustu huröirnar reyndust vera á BMW 730 — einnig þurfti minnst átak til aö loka þeim. Prófnn á bílasvninffii: 111 LOKl HIMIl 0« SETJtST í SÆTI Hvaö er hægt að komast að raun um á bílasýningu; hvað er hægt að athuga framyfir það sem séð verður á götunum? í rauninni ekki margt. Á bílastæði eða við stöðu- mæli kíkir maður í mesta lagi inn í bíl, sem Þykir forvitnilegur og maður getur skoðað hann grannt að utan. Á bílasýningu gefst í flestum tilfellum tækifæri á að setjast undir stýri, finna hvernig sætið er og hvernig maður kann við sig undir stýri. í annan stað getur maður oftast opnað hurðirn- ar og lokað og fengið á þann hátt hugmynd um, hversu vönduð smíð bíllinn er og hversu vel hefur verið að frágangi staðið. Þetta tvennt reyndi Lesbókin að athuga á bílasýningunni, sem nefnd var því tildurslega nafni Auto 78. Er nú að verða svipað uppi á teningnum og var í Reykjavík um og fyrir aldamót, þegar snobbað var fyrir dönsk- unni. Alþjóðleg bílasýning er afspyrnu fínt mál og verður að bera enskt heiti til þess að vera tekin alvarlega. En nóg um pað. Sem sagt: Undirritaður fór í að setjast í sæti og loka hurðum á bílasýningunni. Það gefur auga leið, að vandaðir og þar af leiðandi dýrir bílar ættu að fá bezta útkomu í slíkri prófun, enda varö sú raunin. Á fjölmörgum tegundum hinna ódýrari og miður vandaðri bíla, verður að skella Þrælfast og kveður við heldur hvimleitt dósarhljóð, þegar hurðin fellur að stöfum. Amerískum bílum er það sameiginlegt að hafa geysi sterklegar og vandaður hurðir, sem þurfa ekki mikiö átak, en fara heldur ekki mjög hljóðlega í lás. Þegar hringurinn hafði verið þrengdur með umferð eftir um- ferð, stóðu tveir eftir: Mercedes Benz station, sem sýndur var hér í fyrsta sinni og BMW 730. Mikið orð hefur farið af huröunum á Benz, sem eiga að lokast eins hljóðlega og ísskápur og gera Það nánast. Samt varð úrskurðurinn sá, að BMW 730 Þótti bæöi hafa agnarögn hljóðari hurðir og enn minna átak þurfti til að loka þeim. Sá sem næstur kom þessum tveimur var Peugeot 604. Þá kom að sætunum; það er að segja sæti ökumanns. Hér var einungis unnt að reyna, hvernig fór um mann undir stýri í svo sem hálfa til heila mínútu og segir það ekki alla söguna, til dæmis hvaða sæti þreytti mann minnst í lang- akstri. Þarna var víða pottur brotinn, en niðurstaðan varð sú, að þægileg- ast væri að tylla sér í Citroén Pallas. Þar er sæti ökumanns eins og hægindastólar geta verið bezt- ir; styður frábærlega vel að, en er kannski full mikiö af mýkri sort- inni fyrir langakstur. Þetta sæti er mun betra en tíðkaðist í eldri gerðinni af Citroén. Aftur á móti fengu hurðirnar á Citroén Pallas lægstu einkunn í flokki hinna dýrari bíla á sýningunni; féllu illa og með háværu dósarhljóði. Hefur Citroén löngum gengið illa að komast yfir Þann veikleika, að alltof mikill munur er á því bezta og versta í bílnum. Næst þægilegast þótti að setj- ast uppí Peugeot 604 og má því segja, að hann komi út með bezta meðaleinkunn. Sætin í bæði Mercedes Benz og BMW 730 voru heldur í harðara lagi til þess að vera mjög þægileg, en þaö kann að reynast betur í langakstri. í milliflokki er ástæða til að benda á sænsku bílana, Volvo og Saab, sem báðir eru með sérlega góð sæti. Gott er að hafa sætis- bökin há, en öllu má ofgera og svo virðist sem bökin í Saab séu svo há, að þau hindri töluvert útsýni. Einnig er ástæða til aö geta sérstaklega um sætin í Lancia Beta, sem bæði eru þægileg og óvenju fallega formuð. í flokki smærri bíla voru hurðir á Volkswagen Golf í sérflokki og gáfu ýmsum tvöfalt dýrari bílum lítið eftir. Einn bíll var þó á sýningunni, sem Þykir hafa frábær sæti og kannski hurðir líka: Rover 3500. En þar var allt lokað og læst og enginn kostur aö fá saman- burð. GS. Bezta meðalútkomu hlaut Peugeot 604; var bæði meö sérlega vöhduð sæti og góöar hurðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.