Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Qupperneq 11
Um höfundinn
Greinarhöfundurinn, Þórdís Guðjónsdóttir er fædd
og uppalin í Reykjavík. Foreldrar hennar eru
Kristjana Jónsdóttir og Guðjón Einarsson, en Þórdís
ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Stefáni
Karlssyr.i frá Vestmannaeyjum. Árið 1956 giftist hún
enskum hljómlistarmanni, Danald Walker, flutti til
Englands og þau hjónin hafa búið þar síðan. Þórdís
lærði síðar hjúkrun og hefúr unnið sem hjúkrunar-
kona jafnframt heimilisstörfum. I tómstundum sínum
hefur hún lítið eitt fengist við að skrifa.
I. SouthpoTt í Merseyside, þar sem hún býr, er
Þórdís raunar þekkt sem Mrs T. Walker. Hún kveðst
aungvu að síður kjósa að skrifa undir sínu íslenzka
nafni. „Mér finnst heimskulegt" segir hún, „að þurfa
að skipta um nafn, þegar maður giftir sig. Ef til vill
er það svolítill rauðsokkuandi, eða kannski Víkings-
lækjarættin, sem segir til sín“. Og að lokum segir hún
í stuttu bréfkorni: „Ég hlakka til að koma heim í
sumar eins og barn hlakkar til jólanna“.
16-ándi ágúst 1973.
Ég ligg á fljótsbakka í glaða sól. Mér
hefur tekist hið næstum ómögulega, að
finna friðsælan staö. Að vísu fara
gönguhróflar framhjá mér annað slagið;
þeir bjóða góðann daginn um leið og þeir
skálma áfram með löngum reglubundnum
skrefum, sumir bæta við einhverju um
veðrið en aðrir bara gjóta til mín augunum
og í sviþ þeirra er sambland af undrun og
ótta eftilvill svolítil forvitni eins og þegar
maður horfir á geöbilaö fólk.
Þetta gönguglaöa fólk er ýmist að koma
ofan af fjöllum eða á leiö þangaö, þeirra
hamingja er að klifra sem flesta og hæsta
tinda, mín að liggja flötum beinum í háu
graSi á bakkanum á lygnu fljóti og fá að
vera í friöi. Þeim hlýtur að finnast að kona
sem er ein síns liðs og les bók eða liggur
á bakinu og gónir uþþ í himininn hljóti að
vera í meira lagi undarleg.
Þetta fólk er allavega klætt en alit á það
þó sameiginlegt þunga gönguskó og
þykka sokka gyrta utanyfir buxnaskálm-
arnar. Flestir hafa einhver pottlok á
höföinu og sumir halda á göngupriki, líkt
þeim sem gamalt fólk notar til að styöja
sig við, allir bera einhvert hafurtask í
þoka. Söfnuöur þessi tilheyrir stórum hópi
fólks sem notar hverja sína frístund til aö
klifra upp um fjöll og firnindi til að
kófsvitna í sólskini og rennblotna í grárri
súldinni þegar svo ber undir. En ég, ég
tilheyri ekki neinum. Mér finnst bara
gaman að horfa á lygnt fljótiö og hlusta
á fuglana sem syngja í trjánum.
Það vaxa stór tré á stangli á fljóts-
bakkanum, sum eru há og beinvaxin og
breiöa tignarlega úr krónum sínum önnur
eru kræklótt og sum teygja greinarnar
með þungu, dökku laufinu hálfa leið yfir
fljótið og mynda svala skugga á yfirborði
vatnsins. Ég nýt dýrö sumardagsins í
ríkum mæli, samt vantar eitthvað á.
Hugurinn er heima á gamla Fróni. Að
vitum mínum berst þung lykt af rökum
jarðvegi og rotnandi laufi, sem líkist
ekkert sætum ilminum úr íslenskum
lyngmó. Það baular kýr í fjarska, baul
hennar er geðvonskulegt og í því er
eitthvað sem líkist tómahljóði, ekkert líkt
baulinu í kúnum heima sem er djúpt og
hljómfagurt og fullt af angurværð og
visku.
Þaö er hópur af þeim á beit handan við
ána þær eru allar eins og steyptar í sama
mótið; allar svart og hvítskjöldóttar. Það
er engin furða þó þær séu önuglyndar
þær hafa engin einstaklingseinkenni, þær
eru allar nákvæmlega eins og mér detta
í hug húsin í götunni í smábænum þar sem
ég bý, þau eru öll nákvæmlega eins og
gætu hæglega hafa komið hrökkvandi í
hundraðatali eins og karamellur út úr
pökkunarvél.
En þaö var ekki meiningin þegar ég
byrjaði á þessu þári að segja frá því
hvernig enskar beljur baula eða aö lýsa
útlenskri húsagerðarlist. Hugurinn er á
sveimi í íslenskri sveit og þessa stundina
í Mosfellssveitinni, orsökin óefað sú aö ég
er að enda við að lesa Innansveitarkron-
„KANN
NOKKUR
AÐ
META
ÞAÐ
SEM
HANN
HEFUR
HÉR?”
iku, sem hún föðursystir mín gaf mér í
veganesti aö endaðri stuttri heimsókn
eftir átta ára fjarveru frá fööurlandinu og
það var þessi ferð sem ég ætlaöi að segja
frá.
Ég ákvaö með mjög stuttum fyrirvara
að fara í þessa ferð og fór þessvegna að
mestu leiti óundirbúin, en þaö er þannig
sem allar ferðir ættu að vera farnar. Það
fer auövitaö óhjákvæmilega eins og fór
fyrir mér, aö farið er meö fullar töskur af
fatnaöi og allskonar dóti sem maöur þarf
á að halda. En ánægjan verður margföld
ef þú hefur ekki tíma til að byggja upp
vörn gegn allskonar geðhrifum sem fólk
verður fyrir á ferðalögum.
Það var ekki eingöngu af því að
ættingjarnir gerðu allt sem hægt var að
gera til að þessi ferð yrði mér ógleyman-
leg og var ekki bara af því að ég hafði
ekki komið heim í átta ár, þó að
sjálfsögðu þetta hvorttveggja ætti sterkan
þátt í því að þessi heimsókn mín líktist
æfintýri. Aðal ástæöan var, aö ég hafði
ekki tíma til að velta því fyrir mér hvernig
mér mundi veröa viö, engan tíma til að
bollaleggja fyrirfram hvort mér mundi líka
allar breytingarnar, sem mér hafði verið
sagt frá. Ég bara fór, sá og heyrði og tók
öllu með opnum huga sem mér hafði ekki
unnist tími til að loka áður en ég fór af
stað. Allt þetta vegur uþþ á móti
smáóþægindum eins og að þurfa að
kaupa sér nýjan tannbursta eða að fá
lánaöa lopapeysu og úlpu hjá vinum og
ættingjum af því að þú gleymdir þínum
heima.
Af ástæðum sem ekki verað greindar
hér, var mér allt í einu fært að gera það
sem hingað til haföi verið fjarlægur
draumur að veruleika og eftir dulítið stapp
og staut við fjölskylduna, sem ég haföi
aldrei yfirgefið fyrr, var ákveðið að ég
slægist í för meö tveimur frænkum sem
höfðu verið í heimsókn hjá okkur. Litlu
kallarnir mínir voru heldur brúnaþungir
þegar ég kastaði ellibelgnum og fór að
týna eitt og annað dót af handahófi ofan
í ferðatösku. En eftir smá ráðstefnu með
mínum hinum helmingi, sum sé föður
sínum, ákváöu þeir að láta mig fara án
frekari mótstöðu frá þeirra hendi. Ég held
að þeir hafi skiliö að mótbárur mundu
ekki bera árangur og engin bönd gátu
haldið mér og einnig að ég mundi hafa
gott af ferðinni og jafnvel læknast af
sífelldri heimþrá sem ég held aö hafi
þreytt þá meira en mig. Reyndar hefi ég
ekki orðiö vör viö þá lækningu, en þaö er
nú önnur saga.
Hún fimmtán ára gamla bróðurdóttir
mín var full af kátínu, enda tilbúin til
heimferðar eftir sína fyrstu dvöl í
útlandinu. „Þú ætlar að vera í fjórtán daga
þá þarftu fjórtán föt auðvitað"! sagði hún,
og það var eitthvað líkt því sem látið var
í töskurnar mínar, „fjórtán föt“ og ekkert
sem ég þurfti á að halda.
Einhvernveginn komust við á staö um
morguninn og eftir langa ferð í troðfullri
járnbrautarlest, ös og þys og troðning á
stööinni og loks stutta ferö í áætlunarbíl
vorum við á Glasgow flugvelli. Þar var
okkur tilkynnt að flugvélinni hefði seinkað
um fjóra klukkustundir. Við fengum okkur
kaffisopa og brynjuðum okkur þeirri
þolinmæði sem er nauðsynleg öllum sem
ferðast loftleiðis. Síðan hófst hin enda-
lausa biö. Þessar löngu og leiðinlegu
biðstundir á erlendum flugstöövum eru
alltaf eins. Fyrst rápar maður um og
skoðar þann ómerkilega glysvarnig sem
alltaf er til sölu á þessháttar stöðum,
síðan reynir maöur aö finna sæti helst þar
sem hægt er að sjá flugvélarnar koma og
fara, en það er oft erfitt.
í þetta sinn reyndist biðin ekki bara
fjórir tímar heldur fjórum sinnum fjórir. í
staðinn fyrir að fara klukkan fjögur um
eftirmiðdaginn lögöum við ekki af stað
fyrr en um áttaleytiö morguninn eftir. Þaö
var allavega fólk sem tók þátt í þessari
biö, allt frá nýfæddum í buröarkörfu til
gamalmenna og allt þar í milli, allavega litt
fólk, feitt fólk og mjótt fólk, allar stærðir
og gerðir. Hún unga frænka mín stikar
um, því eyrðarleysi unglingsins bannar
henni að sitja kyrr á sama stað og hún
ber af eins og gyðja, eins og hún sé af
annari stjörnu og ég fer að velta því fyrir
mér hvort það er af því að einstaklingseðl-
ið hefur ekki ennþá verið kæft í íslenskum
unglingum eða hvort hún sé eitthvaö
sérstakt fyrirbrigði. Núna veit ég að hún
litla frænka mín (sem er ekki svo lítil) er
dæmigerður íslenskur unglingur frjáls,
falleg og eingum háö. Einhverntíma eftir
miönætti þegar allir voru hættir að velta
því fyrir sér hvar best væri aö sitja enda
engin sæti laus, maður sat bara á gólfinu,
sumir höföu meira að segja lagst til svefns
meö farangur sinn undir höfðinu, var
öllum mannskapnum smalaö saman eins
og sauökindum og var okkur komið fyrir
á hóteli þar sem við fengum allra
náðarsamlegast að hvílast til klukkan sjö
um morguninn. En loksins vorum við á
heimleið í þægilegum sætum í stórri þotu
og þegar við sáum suðaustur strönd
íslands gráa og brúna og hjartað í mér fór
að hoppa sagði hún unga frænka mín í
einni lítilli setningu allt þaö sem Ijóöskáld,
rithöfundar (og ég) hafa án árangurs reynt
að segja í löngum Ijóðum og allskonar
skrifum, „En hvaö manni þykir vænt um
landiö sitt."
Það hefur oft veriö sagt að móöurmálið
hljómi líkt og Ijúf tónlist þegar heyrð eftir
langa fjarveru. Ef til vill er það rétt, en
mikið er það köld tónlist, eða það fannst
mér þegar ég heyrði þulurnar sem þuldar
eru yfir þreyttum ferðalöngum gegnum
hátalarann í flugvélinni. Við tölum alltaf
íslensku á heimilinu þegar vinir og
ættingjar koma í heimsókn og það er
ekkert kalt eöa ókunnuglegt við það. Af
hverju þá? Og hverjum langar til að vita
hvað mörg fet við hröpum ef eitthvaö
kemur fyrir? Ekki mig takk fyrir.
En kannski er ég bara heigull.
Ég vona að enginn misskilji mig. Ég er
ekki aö setja út á íslenskar flugfreyjur,
bara aö gefa góð ráö (sem enginn vill
hlusta á), þær eru yndislegar, mjög
hjálplegar í öllum þeim erfiðleikum sem
fylgja ferðalögum og gera allt sem ætlast
er til af þeim, þær eru mjög fallegar og
háriö á þeim, guð minn almáttugur; hvaö
er langt síðan ég hefi fariö á hárgreiðslu-
stofu? Þaö eina sem þær gætu gert til að
bæta sína dásamlegu fyrirmyndar fram-
komu væri kannski að sýna einhverjar
mannlegar tilfinningar, vera manneskju-
legar, vera bara þær sjálfar ekki eins og
ískaldar leikbrúður. Þreyttur ferðamaður
uþpgefinn og taugaveiklaður eftir að bíða
guö veit hvað lengi eftir áætluðu flugi,
þvældur og svefnlaus og svekktur, kann
betur aö meta pínulítið af tilfinningu og
samúö heldur en þessar óskaplega fallegu
Sjá nœstu l
síðu /A
íslenzk kona, Þördís Guöjönsdöttir, búsett i Englandi,
segir frö íslandsför eftir margra öra fjarvisf frö œttlandinu
IHHjL^ - Hn Ipp* -J§ii Úr íslandsferðinnit Þór-
dís sonardóttir höfundar
í þorpinu „þar sem eng-
; inn þarf að flýta sér“.
i . it&ÍÍm* *' 'v ■g|