Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Síða 12
tískumeyjar sem enginn má snerta. Þeir vita ekki um eldinn undir ísnum. Hvernig geta þeir vitaö? Flestir þeirra eru ekki einu sinni íslenskir. Og þegar þær fara aö stjana viö okkur eins og viö séum drottningar og' bjóöa uþþ á drykk á kostnaö flugfélagsins og þaö meir aö segja á tíma sem er ekki ætlaöur fyrir ókeypis drykk. Öll stóryröin er þutu sem eldingar um huga minn um nóttina og ekki síst það sem ég tautaði fyrir munni mér þegar ég vaknaöi viö símahringingu úrill og ósofin klukkan sjö um morguninn, ruku út í veður og vind og ég þakkaði mínum sæla að enginn haföi heyrt til mín. Viö borðuðum eitthvert snarl sem kallaö var morgunveröur og danski bjórinn rann um æöarnar og ég slappaöi svo yndislega af, ég var á heimleiö, loksins, og mig langaöi bara til aö sofa þar til ég væri á leiöarenda. Þegar viö komum úr flugvélinni á Keflavíkurflugvelii um miöjan morgun og ískaldur næöingurinn blés í gegnum mig, þaö var kaidasti júní sem komið haföi í hundrað ár, ég óskaöi þess aö ég heföi ekki skiliö úlpuna mína eftir heima. Förunautar mínir ruku beint inn í fríhöfn til aö versla en ég haföi komið auga á fjölskylduna sem hafði komiö til aö taka á móti okkur svo ég stormaði áfram og eftir aö horfa á hana mömmu mína í gegnum hljóöhelt gler eftir sjö ára fjarveru, var ég mjög fegin aö tollarinn var annað hvort latur eða kærulaus eöa kannski bara syfjaður. Þaö var sunnu- dagsmorgun; hann lét mig fara í gegn án tafar. Ég er aö skoða bæinn. Hann bróöir minn hefur mikla skemmtun af aö aka um og stoppa óvænt einhversstaöar sem haföi verið kunnugur staöur í eöa rétt utan viö bæinn og spyrja mig: Hvar érum viö núna? Og ég veit ekki neitt í minn haus. Ég er bara ruglaður heimalingur sem þvældist aö heiman og situr í bíl í miðjunni á einhverri ringulreiö, það er eins og allir ætli að fara aö byggja eitthvaö, helst höll, ó, já þaö verður að vera höll, ekkert minna má duga. Viö erum alltaf aö fara að byggja höll og árangurinn verður yndis- legur haugur af byggingarefni, hrærigraut- ur af hálfkláruöum lóöum, ólögöum götum og nýjum húsum sem eru svo vönduö aö þau munu standa hér eftir tvö hundruð ár og þetta er mín gamla góöa Reykjavík. Ég get ekki sofnað eftir mína fyrstu rannsóknarferö um bæinn, ég er aö hugsa um þessa paradís, þaö er varla nokkur gata án leikvallar af einhverju tagi eöa þaö er þannig sem þaö kemur mér fyrir augu, en það getur ekki veriö rétt, þaö hlýtur aö vera einhverskonar eftirköst eftir heim- sókn í stórborg þar sem ekkert rúm fyrir börn, þar sem lítill ferhyrningur meö fáeinum tómum kössum væri meira en kærkominn, en þaö er enginn blettur með tómum kössum. En hér, hér er allt sem manni getur dreymt, bær sem er byggður fyrir börn. Mér var sagt aö þaö væri sænsk fyrirmynd sem var notuð til að byggja þessa leikvelli, nokkurskonar tríó, lítiö en rúmgott hús meö öllum hugsanleg- um þægindum þar sem þau börn geta dvalið á daginn, börn sem eiga foreldra og hafa efni á að borga. Þar næst er girðingin þar sem mæðurnar geta skiliö eftir börnin í gæslu áreiðanlegs starfsfólks eins lengi og þær þurfa til aö kaupa í matinn og gljáfægja þessar fallegu íbúöir sem þær búa í eða bara kjafta við kunningjana eöa kannski horfa á sjón- varp. Eg veit þaö ekki; þegar ég fór af landi brott hafði eineygða skrímsliö ekki hafið innreið sína í landiö. Og svo er síðast en ekki síst opinn stór völlur meö hárri girðingu í kring þar sem hægt er aö sparka bolta án þess aö brjóta rúöur nágrannana og hafa eins hátt og ráddböndin leyfa. En er þaö ekki einmitt þaö sem börn þarfnast mest af öllu, frelsi? En þaö var ekki meiningin aö skrifa uppeldisritgerð, ég var aö segja frá ferðinni minni heim eftir langa fjarveru og var ekki bara eins og æfintýri, þaö var æfintýri aö sjá og hitta aftur fólk sem býr á útkjálka veraldar og aðrir hafa ekki hugmynd um aö eru til og hafa allt sem þessir „aörir“ eru aö leita aö. En kann nokkur maöur að meta þaö? En ferö minni er heitiö lengra og eftir aöra flugferö í einni af þessum gömlu flugvélum sem fara hægt og gefa manni nógan tíma til aö hugsa og hrífast af heiðríkjunni á meöan flogið er yfir snæviþakin fjöll. Og loks er ég á leiðarenda í litlu sjávarþorpi þar sem tíminn stendur kyrr og engin þarf aö flýta sér. Ég fer upp í fjallshlíö meö sex ára gamalli sonardóttur minni og viö heim- sækjum dverg sem býr í stórum steini og hlustum á lækjarsprænu sem hefur ótrúlega hátt þar sem hún kemur hvítfyssandi og gáskafull niöur grýtt gljúfur. Þar sem ég bý eru allir dvergar flúnir af landi burt og allir lækir eru fýlupokalegir og fuilir af óþverra. Svo kemur sunnudagur og ég er sígarettulaus, allt er lokað, neyöarástand. Þaö er smáskúr á einu bensínsölu staöarins þar sem er selt sælgæti og sígarettur. Þar inni er hópur af unglingum og mér líst ekkert á aö bíöa, því ég haföi tekið yngsta meölim fjölskyldunnar meö mér og þar sem hann er fullur af athafnarsemi og starfslöngun, unir hann lífinu ekki sem best tjóöraöur niöur í kerru. En ég uppgötva fljótlega aö þaö er aöeins einn af þessum unglingum að kaupa eitthvað smáræöi, hinir eru bara aö hangsa, hvaö annað geta unglingar gert á sunnudögum? En ég þarf samt aö bíða, ég horfi á afgreiöslustúlkuna sem hreyfir sig eins og fólk í kvikmynd sem sýnd er á vitlausum hraöa, of hægt. Ég tvístíg óþolinmóö og gýt augunum til dyranna þar sem yngsta afkvæmi frum- burðar míns er aö basla við að brjóta af sér fjötrana. Ég er aö því komin aö springa af óþolinmæði og farin aö bollaleggja aö taka inn taugapillur sem ég haföi ekki þurft á aö halda síöan é,g lagöi af staö í þessa ferö, þegar ég fæ sígarettur og skapiö róast. En ég þurfti aldrei á pillunum aö halda og þegar ég sit viö eldhúsgluggann og skrifa til kallanna minna úti í Englandi, ég er viss um aö þeir trúa ekki aö ég þarf ekki aö kveikja Ijós þó klukkan sé eitt eftir miðnætti og þegar ég horfi út um gluggann á endurnar sem vagga sér í flæöarmálinu meö haus undir væng, þá veit ég aö ef ég bara gæti verið hér kyrr þá þyrfti ég aldrei á neinum taugapillum aö halda framar. Þær eru margar flugstöövarnar sem ég hefi verið á og ég er orðin vön vondu kaffi, skítugum bollum og önugu starfsfólki og þaö er þessvegna aö ég nýt lífsins meöan ég bíö eftir flugvélinni á Egilsstööum í glaöa sólskini á tandurhreinni og nýtísku- legri flugstöö. Allt er kyrrt og rólegt og friösælt, ég bíð eftir vélinni sem átti aö vera hér klukkan eitthvað og klukkan er orðin eitthvað allt annaö og ég uppgötvá aö ég hlýt aö vera stödd á einu flugstööinni í heiminum sem hefur enga klukku, en þaö gerir ekkert til því þaö er bara ein vél sem kemur og fer og þaö er vélin sem ég er að bíða eftir. Mér er alveg sama hvaö lerigi ég þarf aö bíöa því ég þarf ekki aö standa í biðröö til aö fá kaffi. Ég labba bara í rólegheitun- um upp að afgreiðsluborðinu og bið um molakaffi og ég er afgreidd eins og prinsessa. Bakki meö hvítri servéttu, tandurhreinn bolli full kanna af nýlöguðu kaffi og bros í kaupbætir og ég sé aö íslenskar afgreiöslustúlkur geta veriö alúðlegar jafnvel indælar. Flugvélin kemur og áður en mér vinnst tími til aö átta mig á því aö mér finnst hreint ekki svo bölvað aö vera til, er ég á öörum flugvelli í annari flugvél og ævintýrið er á enda. Þaö verður önnur ferö farin eins og þessi. Ég byrjaði á því aö segja að allar ferðir ættu að vera farnar óundirbúnar og þaö er rétt, það eru ferðirnar sem maður nýtur best. En ég fer aldrei aöra óundirbúna ferö heim til íslends, því ég byrjaði aö undirbúa mína næstu heimsókn á leiðinni út í vélina á Keflavíkurflugvelli. Low Grow Farm, Keswick. 16/3 1973. i»«M« Hjörtur Gíslason Þú Eins og sólin, sem skín í heiði, og glæöir náttúruna lífi og litum, - fæðir okkur og yljar, er öllum allt, er móðir jarðarinnar, ert þú mér í mínu lífi. Ég var máni myrkursins, ég var tákn hins kalda, þar sem enginn gróður þreifst. En þú hefur sent mér geisla þína til þess aö í mér gætu frjóangar ástarinnar náð að skjóta rótum, vaxa og dafna. Þú hefur gert mér kleyft aö endurspegla birtu þinni og í þakklætisskyni vísa ég ungum elskendum veginn og veiti þeim öryggi í birtu okkar beggja. Og það er meö mig eins og jöröina, hverfi sólin á braut, er lífi mínu lokið. Aldrei framar mun ástin lifa og dafna í brjósti mínu. Ég verð aftur hinn kaldi máni, sem líður hljóðlaust gegn um æviskeið sitt og glottir biturlega yfir eymd heimsins. Þú ert mér allt. ||jj|jjp Þóra Stefánsdóttir Helena Lítill munnur líkur rósu gullnir lokkar. Gimsteinn lítill glitra augu af gleöi skokkar. Bros af vörum bræöir hjörtu barnið hlær. Léttur hlátur lífiö laugar sem lindin tær.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.