Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Qupperneq 13
Þessi mynd er af ganginum milli
tveggja hella á Ægisíðu. Sé vel
að gætt má sjá „pálförin" í
veggjunum. Þau koma í ljós sem
hleðslulög. Þetta hefur líklega
verið gert til skrauts, því að
annars hafa hellaveggir og
hvelfingar verið ærið sléttar.
(Ljósm. Ól.K.Magnússon)
/
Arni Ola
HELLAR
OG
TORF
BÆIR
Sá ég viö dyrnar systkin þörf,
en seint um matinn breka,
þektarhjúin hent viö störf,
heita páll og reka.
Henni saurinn hrín oft á,
en honum er grjót aö meini,
hún vill þvott og hreinsun fá,
en hann fægist á steini.
Svo kvaö séra Stefán skáld
Ólafsson í Vallanesi um þau verk-
færi, er lengst munu hafa verið í
notkun viö utanhúss störf hér á
landi. Þeirra er beggja getið í
Gunnlaugs sögu ormstungu:
„Þorsteinn Egilsson, Bergfinnur
austmaöur og húskarl, riöu einn
dag upp undir Valfell aö gera viö
búðarveggi Þorsteins (en þar var þá
þingstöö Borgfirðinga). Komu þeir
viö á Grenjum. Þar bjó landseti
Þorsteins, fátækur bóndi er Atli hét.
Baö Þorsteinn hann aö koma meö
þeim og hafa pál og reku.“
Rekur voru þá úr tré og haföar til
aö moka, en pálblaöiö var úr járni
og á mjög digru og sterku skafti, og
hefir pállinn ýmist veriö notaöur til
þess aö stinga hnausa, eöa viö aö
taka upp hleöslugrjót.
Rekan var ættuö frá Noregi og
hefir eflaust borist hingaö meö
landnámsmönnum, en líkur benda
til þess, að írar hafi komiö meö
pálinn hingaö til lands, og þá
eflaust áöur en Norömenn fóru aö
streyma hingað.
Árni Eylands fulltrúi hefir sagt
mér frá því, aö hann var eitt sinrt
staddur í forngripasafni í Noregi og
sá þar pálsblað. Hann kvaöst hafa
spurt safnvöröinn aö því, hvaöan
þessi gripur væri kominn. Þá
svaraöi safnvörður, aö þessi gripur
ætti ekki hér heima, því aö hann
væri útlendur. Á landnámsöld og
lengi síöan heföi pálar verið algjör-
lega óþekkt verkfæri í Noregi, og
Norðmenn heföu aldrei notaö pála.
Hér er skýrt og skilmerkilega aö
oröi komist, og engin ástæöa er til
þess aö rengja frásögnina. En þar
sem pálar hafa verið til hér á íslandi
frá upphafi, þá er engin goögá að
gizka á, aö þeir sé írskt verkfæri og
hafi borist hingað meö fyrstu írsku
landnámsmönnunum.
Margt hefir veriö rætt og ritaö um
móbergshellana hér á Suðurlandi,
og hverjir muni hafa gert þá.
Matthías prófessor Þóröarson, hinn
orövari maöur, sagöi hiklaust aö
þeir mundu elztir allra húsa hér á
landi. Mér er engin launung á því,
aö mér þykir allt benda til þess, aö
írar hafi gert þá. Hér er um alveg
sérstaka „tækni“ í húsagerð aö
ræöa, og enginn hefur haldiö því
fram, aö Norömenn hafi kunnaö
þau vinnubrögð, eftir aö þeir komu
hingað, og af hverjum heföi þeir átt
aö læra þau? Auövitaö af írunum,
sem hér voru fyrir, þar var ekki í
annað hús aö venda.
En sleppum því, Norðmenn hafa
aldrei gert neina móbergshella hér
á landi. Þegar þeir höföu losað sig
viö Papana (trúboöana) og fylgdar-
liö þeirra, meö því aö flæma þá úr
landi, eða á annan hátt, þá voru
þeir svo hræddir viö hellana, aö
þeir þoröu ekki aö koma nærri
þeim, og þaöan af síöur aö kanna
þá. Nafnið Ægisíöa bendir og til
þessa: hún er hinn ægilegi staöur,
eöa staður sem mönnum stendur
ógn af. Ég hefi ekki fundið þetta
upp, þetta segir Jón Árnason í
þjóösögum sínum. Og þennan ótta
viö tók hver kynslóöin af annari í
arf, svo aö ekki var fariö aö kanna
hellana fyrr en á öldinni sem leið.
Enginn hefir á þaö bent, svo ég
viti, hvaöa áhöld menn höföu til
þess aö gera hellana. Þetta var
ekkert áhlaupaverk, og þeir sem
þekkja íslenzka móhellu, vita vel að
ekki er gott aö fást viö hana. Þeir,
sem hellana geröu, hljóta aö hafa
haft til þess sérstök verkfæri, sem
norsku landnemarnir hafa ekki
þekkt, vegna þess aö þeir höföu
aldrei þurft á þeim aö halda.
í tveimur móbergshellum, sem ég
hefi skoöaö, held ég aö enn megi
sjá merki eftir þau áhöld, sem
notuð hafa veriö upphaflega, og af
þessum verksummerkjum megi enn
geta sér þess til hvernig þeir voru
geröir í öndveröu.
Annar þessara hella er Traðar-
holtshellir í Flóa. Hann hefir upphaf-
lega veriö lítill, ekki nema svo sem
17x8 fet. í þessum helli hefir veriö
búið um hríö, því aö neðst í honum
fannst golfskán meö illum þef og
þar ofan á þykkt lag af sefi, sem
notaö hefir verið sem golfdúkur.
Þessi hellir hefir þó sýnilega átt aö
vera lengri, því að ekki hefir verið
fullgengiö frá stafninum, og má þar
sjá nokkrar holur í bergiö og eru
þær áreiðanlega mannaverk. Þær
hafa veriö geröar meö höggborum.
Og þegar þessar holur voru orðnar
nógu þéttar í gaflmum, hefir reynzt
unnt aö sprengja úr berginu stykkin
á milli þeirra. (Þessi hellir var tekinn
upp 1928).
Hinn hellirinn er hjá Ægisíðu. Þar
austur í túninu hafa upphaflega
veriö tveir hellar samhliöa og göng
gerö á milli þeirra. Nyöri hellirinn er
hruninn, hefir sennilega falliö í
jaröskjálfta. Syöri hellirinn stendur
stööugur enn og hefir veriö notaöur
um fjölda ára sem forðabúr og ef
til vill fyrir sauöfé. Hinn upprunalegi
svipur hans helzt því ekki lengur, og
þannig fer um alla hella sem notaðir
hafa veriö.
Svo eru göngin. Þau hafa aldrei
veriö notuð til neins, ekki einu sinni
til umferöar eftir aö nyröri hellirinn
var hruninn. Þau eru mjó og kúpt
þar sem veggirnir mætast. Óg
þarna má sjá sýnishorn af vinnu-
brögöum þeirra sem þau hafa gert,
og þaö er munur á þeim vinnu-
brögöum og vinnubrögöum bænda,
sem voru aö stækka gamla hella á
öldinni sem leið. Þarna eru eftir
endilöngum göngum höggför í
beinum línum, um 15—20 sm. á
breidd, og koma í rööum eftir
veggjunum og eru tilsýndar eins og
hleöslulög. Ég býst viö, aö eftir
þeim sé hægt aö mæla breiddina á
verkfærinu, sem til þess var notað
aö höggva þau og slétta þar meö
veggina. Sennilega hefir þetta verið
gert til skrauts, því aö þar sem ég
hefi séö sléttaöa veggi í gömlum
hellurp, er hvergi hægt aö sjá för
eftir verkfæri, nema aöeins á
þessum eina staö.
Þegar hellarnir voru holaöir, er
þess aö vænta, aö bæöi veggir og
hvelfing hafi verið mjög hrufótt. En
hvaöa verkfæri var þá notað til þess
aö höggva og skafa af óslétturnar
og gera allt sem nýheflað? Mundu
þaö ekki hafa veriö pálarnir? Þaö er
að minnsta kosti mjög æskilegt aö
rannsökuö væri „pálförin" í hellis-
göngunum hjá Æigsíöu.
En pállinn kemur víöar viö
byggingarsöguna í fornöld. Hann
var notaður til þess aö stinga upp
hnausa og til þess að taka upp grjót
til bygginga. Nú segir norski
fornleifafræöingurinn, aö Norö-
menn hafi alls ekki þekkt þetta
verkfæri, enda hafa þeir ekki haft
þess brýna þörf, þar sem hnausar
uöru ekki stungnir í norsku skógun-
um.
Á brezku eyjunum bjuggu menn
í torfbæjum, og auðvitað hafa írar
reist sér torfbæi hér, og viö þau
störf hefir pállinn reynzt þeim
notadrýgasta verkfærið. Segja má,
aö þeir landnámsmenn, sem komu
frá þessum eyjum, hafi kynnzt
byggingarlagi eyjarskeggja og
notkun pálsins. En hvernig skyldi
hafa fariö fyrir landnámsmönnum,
sem komu frá Noregi? Þeir höföu
ekkert verkfæri til þess aö stinga
hnausa, en hnausar voru bezta
byggingarefniö hér. Munu ekki
margir þeirra þá hafa brugöið á þaö
ráö, aö reka írsku landnemana úr
bæum sínum og setjast þar sjálfir
aö, þar sem þeir gátu ekki hrófaö
sér upp vistaverum?
Viö eigum enn eftir aö læra margt
um byggingarsögu íslands.
Suöur á Spáni hefi ég skoöaö
íbúöarhella geröa af mannahönd-
um, bæði hjá Granada og eins á
stórum vínyrkjubúgaröi í nánd viö
Toledo. Sagt er, aö márar hafi
höggviö hella þessa um þaö leyti, er
byrjaö var aö rita íslendingasögur
hér á landi.
Mig undraöi stórum hvaö hellar
þessir voru sviplíkir sumum mó-
bergshellunum hjá Ægisíöu, þeir
virtust gerðir af sömu tækni. Sá var
aðalmunurinn, að þarna voru gerðir
afhellar út úr aöalhellunum, svefn-
hús eitt eöa tvö og matreiösluhús.
Þegar ég kom þarna voru komnar
rafleiöslur í hellana og gat ég hvergi
séð, aö á þeim hefði verið stromp-
gluggar til þess aö bera birtu, eins
og á íslenzku hellunum. En vera má,
aö rafmagniö hafi verið leitt um
þessa glugga inn í hellana, og
gluggarnir þá horfiö um leiö.
í hellunum hjá Granada búa nú
eingöngu Zigaunar, en á búgarðin-
um var stórt hellaþorp, og þar bjó
allt starfsfólkiö og hefir veriö viölíka
margt og í meðalsveit á íslandi um
aldamótin. Karlmennirnir voru ekki
heima, þegar ég kom, þeir voru allir
úti á ökrum, en roskin kona leyföi
mér aö skoöa íbúö sína. Því miöur
skildi hvorugt annaö, svo aö hjá
henni gat ég enga fræðslu fengið
um hellirinn. En þarna var hin
snotrasta íbúö og vel um hana
gengið. Ég reyndi aö nota augun ef
vera kynni aö ég sæi eitthvað í gerö
hellisins frábrugðið því sem er á
hellunum hér á landi. Sá ég ekki
neitt frábrugöiö nema afhellana. En
Framhald á bls. 15