Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Side 14
Glerbrotafólkið Margir hafa á oröi, aö Reykjavík sé hrein borg. „Hrein borg, fögur torg“, var áletrun, sem víöa gat aö líta fyrir nokkrum ,árum á sorpkössum í borginni. Þetta hefur vafalaust boriö sinn árangur og vissulega er Reykjavík laus viö margt, sem lýtir stórborgir nágranna- landanna. Að vísu er borgin ekki laus viö fjúkandi rusl, plastpoka og bréfadrasl, en það ber minna á því en víöa annars staðar, enda eru starfsmenn borgarinnar ört á feröinni yfir sumariö meö prik og poka, tína upp bréf og plastrusl, sem fýkur um götur og torg og vel sé þeim fyrir þaö. Reykjavík er laus við kola- og olíureykinn, sem víöa leggur upp úr skorsteinum ytra og margir eldri Reykvíkingar minnast þess, hvernig reykurinn lá eins og ský yfir borginni í stilltu veöri fyrir daga hitaveitunn- ar. En aö einu leyti eru Reykvíkingar, og líklegast íslendingar yfirleitt, á lægra menningarstigi en aörar þjóöir. Þeir hafa ekki enn náö aö umgangast flöskur. Hafi menn tóma flösku milli handanna eru þeir ekki í rónni fyrr en þeir hafa stútaö henni á gangstétt eöa næsta húsvegg og afleiðingarnar má sjá víðast hvar. Hvarvetna úir og grúir af glerbrotum, einkum eftir helgarnar, svo aö stirnir á götur og gangstéttar eins og á köldu vetrarkvöldi. Halldór Laxness ritaöi grein, Sálarfegurð í mannabústöðum, fyrir nær 40 árum. Þar leggur hann til atlögu viö drabbaranáttúru þjóöarinnar, einkum innan dyra og viö híbýlin. Margt af því, sem hann segir þar og stakk hann í augun, hefur breyzt mjög til bóta, en sumt á enn erindi til okkar. „Bilaöar tröppur, brotin handriö, ónýtar læsingar eöa hjarir, bilaöir huröarhúnar, ryðgað járn, rifinn pappi, skældar eöa ónýtar hurðir, brostnar rúöur, hriktandi stólar, huröarlausir kamrar, skemmdir ofnar, ónýtar giröingar, klasturslega tjösluö giröingarhlið, — ekkert af þessu ber vott um fátækt, heldur spillingu sálarinnar, skemmd á þeim fegurðar- smekk, sem er heilbrigöum manni náttúrlegur, sljóleika, viröingarleysi fyrir eigin persónuleik; drabbarinn er maöur, sem er óvandur aö virðingu sinni.“ — Sitthvaö af þessu mættu margir taka til rækilegrar athugunar, líta í eigin barm og ráöa bót á. Fyrir 40 árum var glermenningin líklegast á hærra stigi en hún er nú. Kannske er þaö streita nútímans, sem veldur ýmsum þörf á aö brjóta gler til aö róa sál sína og taugar. Fyrir nokkru lýstu tvær söngkonur því í sjónvarpi, hvernig þær fengu útrás tilfinninga sinna meö því aö brjóta gler. Önnur rak kústskaft gegn um rúöu heima hjá sér til aö létta á skapi sínu, hin stútaöi kókflösku í samkvæmi og varö rórri viö. Aö minnsta kosti varö ekki annaö ráöiö af frásögn þeirra kvennanna en aö þaö hafi oröið þeim til hugarhægðar. Varla hefur þessi aöferö samt veriö tekin upp sem lækningatilraun viö sálarlegum kvillum, aö minnsta kosti hefur þess ekki heyrzt getiö. Ég held varla, aö þeir, sem stúta tómum kók- eöa brennivínsflöskum á almannafæri geri það til aö fá útrás fyrir tilfinningar sínar heldur sé hér um aö ræöa anga af þeim drabbarahætti, sem loöir enn viö okkur. Aö vísu eru menn ekki alltaf meö sjálfum sér þegar flöskunni er þeytt af augum í næsta húsvegg eöa götuna, en þeir, sem þessa skemmtun iöka, fara líklegast eitthvaö svipaö aö daglega meö aöra hluti. í stórborgum ytra verður maöur víöa var viö utangarðsmenn þjóðfélagsins, ekki síöur en hér. Þeir eru gjarnan meö flösku milli handanná, innihaldandi eitthvert glundur, og illa komnir sjálfir líkamlega og andlega. En margoft hef ég séö þessa sömu menn tæma flöskuna af glundrinu og pota henni síöan í ruslakassa eöa stinga inn í skot þar sem lítið ber á. Þeir stúta ekki flöskunni að notkun iokinni. Líklegast eimir eitthvað eftir hjá þeim af menntuðu uppeldi. Margir amast viö plastinu, sem nú er æ meira notað til flestra hluta. Satt er þaö, aö plastpokar, dósir og dunkar eru hvimleiö, ekki sízt á fjörum þar sem slíkt hrannast upp og myndar hvítar breiöur í flóöfarinu. En þegar maöur horfir á glerbrotin um allar götur einkum eftir helgarnar þá dettur manni í hug, hvort ekki ætti aö lögbjóöa plastílát undir vissar tegundir af vökva, ílát sem ekki væri hægt aö brjóta. Þaö er þó alténd skárra aö tína upp heilan helling af plastbrúsum af götum og lóðum borgarinnar heldur en glerbrotin öll, og ófáum bíldekkjum yröi þyrmt fyrir vikiö. Þaö hefur verið sagt, aö íslendingum sé ekki trúandi fyrir flösku. Þá hafa menn átt við fulla flösku, mönnum héldist ekki á innihaldinu andartakinu lengur, hvaö þá til næsta dags. Mér er næst aö halda, aö íslendingum sé ekki trúandi fyrir tómri flösku heldur. Þór Magnússon. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu fi Diíc- (,**(><> Enp- INO. ■ 1 n R MAU- U\ & i n. tfN »TMI- cteiu F y R 1 R -ír? R E T T ( LRT /NN F HíW fÆ9\ A L u k KV*Ð H 'O 1 íý« BlÓM t í> L Q e*- N Jffl™ N r«of K »» o a U k. TZZ hm. N 1 T 1) otí> Á 4 e N ÖL u K lorfíB! 'K 'o M A J> 1 'o T K E c, l R HLJ K S BtM s O f) l N ý*' IA A L L 1 M,C.'2qí Æ R u N n MT- ÚKU L / H SííHU ó t«f A B A í L A R ve* i N A Ð R A Kí*iT Fuul N Æ •>** R ú l < K 6 f'Ö- 1 N C. L A A Keifí R 'o líu eérr $> mi foW A Æ K 1 i) rx.vn taht A L A --f- R A K li- Á L 9 £) 1 R £ui> A MTÓ6 'a K Æ R J) A 'il'AT- iÐ L A 5 1 •F> KlPP- 'A T A K r>tKi V A 4 N L A T u K SiMoar tifíf A Nl Fcyry, F Æ A A Ví 'A Ð A N $ K 0 T A R n'p'1 R A N N t.r.ft 5 A R A 5 Æ 1 R Wfti áet.T R A u S A 4 ’A uua- LIUC- ar. ’ta 1 u R 1 1 MM -N/Eie. £íl- r> tvr/M-K 47AU-H úflMW ÍAÍftW ?£1K- 1R d jL\ *7\ L K (f Ki/e-V,- SKRIftfl s/jé'ftie UÉC.T JJ a * Fc7 (2- - Sl’t L- þv/ER.- TKÉ URÚS UM - l-VKUR. ^f/TÚ v?u |LN>' R5Kí|g 5am HtJ. Uuct.l 'fíT'T V.> MÆtf IfoTÐ- /Vúl LtT 3«>í<: 577? W p.« N- ' » s/ERU Lott BOL | SftR- PiflCl KVEU' S>97- 1UL t 1 KET'ffl STÓft- Boec. A-R EflDIHC KBKfl SKKtffí Ht tVm- P£*T- l N DVÍ?fl- HLSÓÐ ftDílR FUC.L tr uift V 'C> KíÁfi- AR S Milfl úr úk 5IL- ■ l/ÚAS —v6— fflffófl- MftfiK mwmn' roUflK U O F \J \5>' IÐ STflP ufl -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.