Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 13
Hvítt, marglyft húsið stendur á
snæhvítri hæðinni og sést naum-
ast fyrir drífu.
Úr, rúmgóðu anddyri hússins
blasir stór lyftuhurðin við með
tilheyrandi þrýstihnöppum til
hliðar og mislitum örvum sem
vísa niður og upp.
Lyftan er í gangi.
Þeir liggja í hvítum járnrúmun-
um, þessir sem eftir eru, og bíða.
Sængurklæðin eru hvít eins og
ljóskúfflarnir í loftinu og ljóshlíf-
ar veggljósanna við höfðalag
rúmanna. Þeir liggja þarna á
upphækkuðum koddunum, þöglir,
síðan sjúkravagninn fór og hlusta.
Þögnin er enn lituð af sýsli
hvítklædda fólksins hjá rúminu
sem tjaldað er fyrir frá því í nótt
og nú stendur autt — af lágværu
skrafi sjúkravagnsins við gólfflöt-
inn þegar ekið var brott og fram
ganginn að lyftunni. Þeir vita
hvernig lyftuhurðin opnast hægt
líkt og leidd ósýnilegri hendi og
farfús sjúkravagninn rennur inn
eins og af eðlisávísun. Síðan er
fingri drepið á hnapp, og lyftan er
aftur í gangi. Örin sem gefur
stefnuna til kynna og rétt áðan
vísaði upp, vísar nú niður. Og
snædrífan svífur til jarðar, hljóð-
laust í stórflygsum, eins og
afskorin blóm og stefna öll í
snæhafið mikla er virðist enda-
laust.
„Það snjóar“, segir sá er liggur
í rúminu við gluggann og horfir
út.
Og hinn maðurinn veltir grá-
sprengdum kolli á hvítum kodda
og horfir einnig út. „Ojá, það
gengur svo“, svarar hann af
þolinmæði þess er bíður. „I gær
var sólskin. í dag snjóar hann.
Það er víst lægðin.“ Og bætir við
af sama tómlæti eftir stundar-
þögn. „En kannski birtir hann upp
— einhvern tíma.“
Síðan eru þeir hljóðir um sinn,
hlusta á sinn eigin andardrátt og
horfa á snæblómin falla.
Klukkan í kirkjuturninum slær
og dregur seiminn. Síðasti tónn
líður hátíðlega út í tómið og deyr.
Og mennirnir tveir halda ósjálf-
rátt niðri í sér andanum rétt eins
og þegar beðið er eftir nýjum
hljómi.
Hjúkrunarkona kemur inn og
spyr glaðlega, hvernig líði. Hún er
ung og nælan hennar glitrar í
ofanljósinu. Hvítur kappinn fer
vel við kastaníubrúnt hárið.
Hreyfingarnar eru þokkafullar og
mjúkar. Þaö fylgir henni konu-
ilmur, blær af hreinu Hni og
örlítil meðalalykt þar sem hún
svífur um í hvítum slopp sínum,
deilir lyfjum, hristir upp kodda og
færir eitt og annað til betri vegar.
„Verkur í brjóstinu ?“ spyr hún og
horfir nærgætnum augum á sjúk-
linginn. Og hann svarar. „Ekki
mikill,“ segir hann og er töf á
orðunum. „Kannski samt ögn
meiri en í gær. Nóttin var óvær,“
bætir hann við eftir andartaks
þögn. „Ég skal tala við lækninn,"
segir hjúkrunarkonan og fer enn
einu sinni konuhöndum um sæng-
urklæðin, sléttir úr hrukku eða
fellingu. „Um að gera að vera
þolinmóður og bíða.“ Bros, síðan
er hún farin. Eftir er eimur af
dvínandi draumi og orðum sem
oft áður hafa verið sögð. „Um að
gera að vera þolinmóður og bíða.“
Og lyftan er í gangi. Örin sem
gefur stefnuna til kynna vísar
ýmist niður eða upp. Og snæblóm-
in falla.
nóg komiö hjá bændum þann dag. Lárus
haföi þá engar vöflur á en teymdi Rauö
meö sér inn í bæinn og upp stigann, inn
í herbergi sitt eftir fleygnum og síöan
sömu leið til baka. Heldur mun þó fartin
á hestinum hafa verið meiri niöur en upp.
Þótti þetta vel af sér vikið hjá hestinum
sem annars var kallaður bölvaöur prati og
óþekktarskítur, en Lárus var laginn við
hann og eini maöurinn sem fór á bak
honum.
Þegar við komum út úr bænum tók
Lárus á rás og hljóp upp brekkuna og ekki
nóg meö þaö hjá manninum hátt á
níræöisaldri, hann spjallaði við mig á
hlaupunum. Þarna háði blindan honum
ekki hann gat skrefað túnið sitt blindandi
eins og þjálfaður konsertmeistari kann
tónverkin utan að.
Einnig þarna í hlíðinni átti Lárus gamla
vinkonu, þúfu sem hann tyllti sér á og þótt
hann sæi ekkert gat hann bent mér yfir
dalinn sinn og nöfnin runnu fram jafn
ákveðið og rennslið í Vatnsdalsá: Ás-
mundarnúpur var nyrst í Víöidalsfjalli, þá
Rauökollur, síðan noröur hálsa aö
Undornsfelli, en þegar sólin er yfir því felli
er hún í hávestur frá Undirfelli, Hrafna-
klettar, Ytri-Hlíð, Rófuskarð, Fremri-Hlíð
sem Lárus átti eitt sinn hálfa á móti
Hannesi á Undirfelli, Gaflinn og síðan
Vatnsdalsfjalliö allt og Múlinn, en eins og
til að undirstrika dýrðina liðaöist Vatns-
dalsá um þennan gróðursæla og fagra dal
sem á svo djúpan tón í íslandssinfóníunni.
Viö fórum aftur aö rifja upp vísur og
Framhuld á bls. 15