Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 7
Vigdís á Hofi rekur féd heim að Hofi yfir Vatnsdalsé. Hallgrímur í Kringlu í sama far til þess að það greri, en allt tók þetta örstuttan tíma. Siguröur, sem haföi létta frásagnargáfu, sagöi aö ég heföi verið 11/2 mínútu aö þessu, en kannski var það nú eitthvað lengur. Hins vegar voru þaö oft miklir erfiöleikar aö vinna greni og maður þurfti aö liggja lengi. Oft tók grenjavinnslan um mánaöartíma á vorin og ég veit aö aðrir hafa ekku drepiö fleiri refi á Kúluheiöi, Sauöadal, Gríms- tunguheiöi og vestur í Víöidalsfjall. Eitt voriö losaöi þaö 100 refi meö félögum mínum, en allt í allt hefur maöur þúsundir á samvizkunni meö öllum yrölingum. Fyrir nokkrum árum var það þannig aö þeir voru búnir aö ná í dýrin en ekki yrðlingana, því þeir fundu þá ekki. Ég hef verið laginn í aö gagga yrðlingana fram, svo ég fór með þeim og fann þá skjótt eftir aö mér hafði verið sýnd læöan. Ég var strax viss um aö yrðlingarnir voru ekki í því greni sem þeir lágu á, því ég sá á læöunni aö þeir hlytu aö vera orönir þaö stórir aö þeir myndu svara. Veiöimennirnir sögöust hafa oröiö varir við umgang í holu á svæðinu þarna þegar ég spuröi þá hvort þeir heföu ekki leitað víöar. Þeir sögöu aö engir yrölingar væru þar, en þegar ég gaggaöi þar varð ég strax var viö þá. Eg haföi gaman af þessu og álít aö ég hafi gert nokkurt gagn líka. Ég hef fariö ákaflega margar göngu- ferðir í þessum leitum á Heiðunum. Einu sinni lá ég meö félaga mínum úti. Ég fór ekki oft skakkt, en var kominn af réttri leiö þarna og því þýðingarlaust að halda áfram. Þaö vitlausasta sem maður gerir er aö halda áfram villtur." „Þetta var mátulegt á þig, helvítiö“ Ég haföi heyrt söguna af þessari útilegunótt og um annan atburö sem tengdist svefnstundinni á víöavangi. í göngum voru eitt sinn m.a. meö Lárusi þeir Runeberg Ólafsson, Ingólfur í Vöglum og Óli sonur Runebergs. Þeir voru í Kvíslargöngum næst Auökúluheiöi þar sem Svínhreppingar smöluöu. Mikil tog- streita var um aö smala sem mestu hjá hvorum aöila. Galbjart var þetta kvöld og kom Óli á réttum tíma til skála, en þaö vantaöi þá Runeberg og Ingólf. Runeberg skilaöi sér síðan kl. 2 um nóttina, en Ingólfur ekki. Menn höföu duddaö nokkuð við ölteiti á þessum slóðum. Þegar Runeberg kom til skála var hann skammaður hart og fast af Lárusi í Grímstungu fyrir þaö aö líta ekki eftir félaga sínum. Runeberg varð reiöur og sár og taldi öll vandkvæði á því að hann gæti sofiö í skálanum með þessar skammir yfir höföi sér, saklaus maðurinn Ingólfur skilaöi sér hins vegar daginn eftir heill á húfi eftir aö hafa krækt sér í meiriháttar kríu í heiöarlautu, en ekki gleymdi Runeberg skömmum Lárusar. Svo var þaö haustiö eftir aö Runeberg og Lárus fóru í eftirleit saman á Auðkúluheiðina fram aö Kúlukvísl. Fundu þeir engar skepnur og ætluöu aö liggja í Kolkuskála, en lentu í náttmyrkri og snjóhríö. Lárus sá aö þeir myndu ekki ná skálanum og lagöi til aö þeir byggju um sig í snjónum. Komu þeir sér síðan fyrir þarna úti í hríðinni, bundu hesta sína viö sig, en var lítiö næðissamt vegna þess hve hestarnir voru ókyrrir. Þegar þeir voru rétt búnir aö koma sér fyrir beindi Runeberg oröum sínum til Lárusar, því nú var tilefni til andsvara frá því skammirnir dundu yfir haustiö áöur og árslangt kraum í hugskotinu var afgreitt í dynjandi sex orðum: „Þetta var mátulegt á þig, helvítiö." Síöar sagöi Runeberg aö sér heföi þótt innilega gaman aö liggja úti meö Lárusi eftir allt sem á undan var gengiö. Stungið snarlega upp í ræðumann Láris vildi ekki segja mér sögur af atburðum þar sem honum fundust sveitungar sínir fara meö skarðan hlut, en ein af þeim sem ég heyröi hjá öörum í sveitinni og ég veit aö er sönn var á þá leið aö eitt sinn hafi nokkrir bændur úr Vatnsdalnum veriö ríöandi inni á heiðum í leitum. Eins og gengur var áö af og til og málin rædd meö vættri vör. Ekki bar öllum saman frekar en fyrri daginn, en þaö hefur ávallt veriö sjónarmiö Lárusar í Grímstungu aö fara varlega meö stóru oröin, því ekkert sé beittara samfélagi manna. Þess vegna kunni aö vera ástæöa til þess aö nýta hliðarmöguleika ef svo ber undir í hversdagsþrasinu. Þar sem bændur sitja þarna í þúfnakargi og láta móöan mása um tilefnið tekur einn bænda allstórt upþ í sig og dengir rösklega fúkyröum yfir Lárus. í sama mund var hestur Lárusar að skíta og tækifæriö var ekki látið ganga úr greipum. Lárus rétti hönd sína snögglega undir eitt fallstykkiö og skaut því í sömu andrá aö viömælanda sínum sem gapti þá hvaö mest. Skipti engum togum aö glóðvoglgur hrossaskíturinn munnfyllti ræöumanninn svo snarlega hljóönaöi fúkyröaþula hans. Þarna var svo sannar- lega á ferðinni eitthvaö í stað orða. Munur aö hafa ullina næst sér heldur en léreftið „Oft hef ég fariö í langar leitir," hélt Lárus áfram, „og haft meö mér mikla atorkumenn. Ágúst á Hofi var hér lengi gangnastjóri og þrautkunnugur öllum leiöum. Einu sinni á þorra fórum viö saman fram á heiöi aö leita aö hrossum. vorum tvær nætur á heiðunum labbandi, en hest höföum viö undir verjur okkar. Þaö var ekki alltaf hlýlegt aö koma í skálana gaddaöa í bak og fyrir og jafnvel svell á gólfum, en þetta lét maöur sig hafa þótt maöur kæmi sveittur af göngunni og alltaf var maöur hvíldinni feginn. Þaö var föst regla t heiöaferöunum aö fara af staö snemma seinnihluta nætur til þess aö fullnýta birtuna. Oft var þaö ónæöissamt fyrir konuna mína aö sjá um útgeröina á þessu. Mín kona sá alltaf til þess aö ég heföi ullarföt fyrir mig til aö vera í alla tíö. Þaö var mikið annaö aö vera í því eöa léreftsfötum nær sér. Sumt fólk kvartar undan því aö þaö geti ekki veriö í ull vegna kláða. Mér finnst þaö undarlegt, en vilja í staöinn vera hálf ósjálfbjarga af því aö það kann ekki aö búa sig. Þaö skiþti öllu að vera vel búinn, því sitthvað kom nú uþp á teninginn. Þaö kom nú nokkrum sinnum fyrir aö menn voru viö skál þegar viö vorum aö fara fram á heiðar og ekki var nú alltaf fariö alveg rétt." „Heldur hefði ég drepist, en taka brennivínið frá húsbóndanum.“ Þaö var eitt haustiö aö farið var af staö í göngur í seinna lagi þar sem menn voru aö Ijúka viö aö binda upp hey á engjum Grímstungu. M.a. voru í ferðinni Finnbogi Sigurösson, Siguröur Gestsson, Guöjón frá Maröarnúpi, Björn Lárusson, Sveinn Jónsson i Grímstungu og Lárus í Grímstungu. Þegar þeir fóru af staö fram Tunguna sást ekki á hestmakka þótt menn sætu á honum. Einn úr hópnum neitaði skjótt aö fylgja Lárusi og kvaö hann villtan. „Þaö þarf nú ekki aö segja mér til vegar í Tungunni, heimalandi Grímstungu," mun Lárus hafa svarað um leið og hann haföi á oröi aö þeir voru ekki langt frá veginum. Nú þaö er ekkert meö þaö að liðiö skiptist. Lárus hélt sína leið en hinir hina. Þaö fór þó svo aö Lárus punkthitti hliðið meö þeim sem fylgdu, en þeir sáu þá aö þeir voru ókomnir sem fóru hina leiðina. Var þá farið aö hóa og kalla í leit aö þeim sem villtir voru. Fundust þeir vestur meö giröingunni en höföu einfald- lega riöiö beint á hana og lent í vandræðum í sortanum, því myrkriö var svo mikið aö ekki var unnt að sjá fyrir götu. Sigurður haföi tapaö hnakknum, trússhestur var týndur og þaö vantaði í hópinn Svein Jónsson í Grímstungu sem þá var oröinn gamall maður og farinn aö heyra illa. Slydduhraglandi var á, en menn fóru strax aö leita aö Sveini. Sendi Lárus Björn son sinn til baka til þess aö athuga málið, en sagöi honum aö hitta sig viö Ströngukvísl daginn eftir til þess aö þeir gætu borið saman bækur sínar. Tjaldlausir bjuggu þeir um sig því Þessar ungu heimasætur settu mikinn svip á réttarlífið. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.