Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 3
Hvítagullið glóði fram brúnirnar Af og til horföi hann til heiðarinnar upp með Álku. Engin hreyfing á fjallinu, og hann danglaöi stafnum sínum í fósturjörö- ina. Hann varö var viö mig rangla þarna á vegamótunum fór fetiö í áttina til mín, og spurði hver ég væri. Ég svaraði því, en hann veitti því enga athygli, hann var að bíöa eftir safninu og þaö haföi aldrei komiö svona seint niöur. Skyndilega fyllti á brúnirnar og hvíta- gullið glóði fram þúsundum saman. „Þaö var mikið,“ sagöi Grímstungu- bóndinn viö sjálfan sig, en þaö hýrnaöi yfir honum eins og sól klyfi skýjaþykkni. Kyrrö dalsins var rofin, féö var komiö af fjalli og fólkiö í sveitinni tók á rás í mannlífinu. Þetta voru hátíöisdagar. Menn og konur heilsuöust, kysstust og kættu hverir aöra á sinn hátt. Þaö gekk vel aö koma fénu í nátthaga á melunum viö Grímstungu, enda eins gott, því rökkur var að síga á. Þegar búið var að spyrja gangnamenn hvort allt heföi gengiö slysalaust, þá var byrjaö aö spyrja hvernig stæöi á því aö þeir kæmu svona seint með safniö niður í þessari líka blíöunni, vor til allra átta. „Jú, þaö var hitinn, sólin ætlaöi alveg aö drepa okkur," sagöi einn gangnamaöurinn. „Nú var bað sólin?“ Lárus í Grímstungu tók kipp. „Nú var þaö sólin,“ sagöi hann, „ykkur hefur auövitaö syfjað.“ Og nú var Grímstungu- bóndinn í essinu sínu, féö komið af fjalli, réttardagur framundan og gálgahúmorinn reiö um hlöö. ^ Hann hló meö sjálfum sér Grímstungubóndinn. Sólin haföi tafiö þá og hún skyldi fá aö skína á þá áfram í orðum. Um þaö bil sem féö var aö komast í ró í nátthaganum þágu gangnamenn veitingar hjá Eggert í Hjarðartungu, syni Grímstunguhöföingjans. Veizluborö og mikið spjallaö. Sigþór í Brekkukoti: Já, viö fórum þá austur undir Krák. Lárus: Það var of mikið sólskin, sögöu þeir., Sigþór: Bjarni sagöist hafa fariö upp á jökulstallana og fundiö sex \ kindur. Lárus: Ja, hvernig hefði þaö veriö ef þaö heföi veriö snjór? Sigþór: Milli 10 og 20 kindur voru vestan í Búrfjöllunum. Lárus: Sigþór er í Búrfjöllum ennþá. Sigþór: Viö erum aö hangsa þarna viu Þórir og vorum að hugsa um hvort viö ættum aö sækja kindurnar. Lárus: Þaö er allt of seint komið niöur. Þaö er eitthvert ólag á þessu. í 60 ár var ég í þessu og aldrei komum viö svona seint niöur. Ætli þaö þurfi ekki aö sofa of mikið núna fólkið? Rétt í þessu kom Magni inn. Magni var vistmaður hjá Lárusi, ungur maöur, snaggaralegur og duglegur. Hann haföi verið fulltrúi Lárusar í göngunum. Lárus: Ég er hér meö lykilinn aö húsinu, „Magni minn, og svo sefur þú út i fyrramálið eins og þú getur svo þér bregöi ekki viö miðað viö síöustu daga. Gísli á Hofi: Þér fer ekkert aftur, Lárus. Sigþór: Nei, hann er rígmontinn ennþá. Þú verður oröinn góöur 100 ára. Gísli: Svo eru þeir hættir aö kveöa rímur í göngunum. Lárus: Þeir vilja hafa kyrröina. Gísli: Þeir segja aö klukkan 10 í fyrrakvöld hafi veriö komin algjör kyrrö á. Lárus: Viö háttuðum aldrei áður fyrr. Sigþór: Þiö Ijúgið þessu upp á okkur. Gísli: Hvernig ætli þeir veröi áriö 2000 úr því aö svo er komið nú. Lárus: Þaö er ekki gott að segja, það er sólin. Björn Bergmann: Lárus gat kveðið lon og don. Sigþór: Gastu ekki kveöið upp úr svefni líka? „Jú, jú, ég brá því viö,“ svaraöi Lárus um hæl og hóf upp raust sína af miklum þrótti en undir tók í Birni Bergmann: Mér í æöum er svo rótt allri mæðu tapa Duga bæði dag og nótt, aö drekka og kvæöi skapa. „Eina til,“ sagöi Björn, „við tökum allir undir.“ „Þaö bomsar ekki einu sinni í ykkur.“ Og Lárus í Grímstungu hóf raust sína á ný meö þeim til þrifum aö óperusöngv- arar a.m.k. noröan Alpafjalla heföu mátt vara sig: Oft á fund með frjálslyndum fyrr ég skunda réöi Nú fæst undir atvikum aöeins stundargleði. „Til hvers eruð þið aö segja aö þiö takið undir og þaö bomsar ekki einu sinni í ykkur,“ sagöi Grímstungubóndinn í hæön- / 'AiV. meö svona rétt fyrir svefninn," segir Lárus en tekur síöan upp þráöinn: ... sú var rifin aö neöan. Brynjólfur hennar bætti gat, buxnasíöur á meðan. Vel ég fagna, væni þér, Vatnsdælingur núna. Snæbjörn komdu og kysstu mig, hvílu hef ég búna. Ég á sandi auðum bý á mér fáa vini. Blíöum fagna býöst ég því Birni Eysteinssyni. Hér er ekkert hrafnaþing, hér er enginn tregi. Faröu vel meö Vatnsdæling, vinur elskulegi. Ellin skorðar líf og lið, leggst aö boröi röstin. Ég er oröinn aftan við ungra sporðaköstin. Og þar með stendur Lárus upp: Og það er nú þannig og þaö er nú svo og þá segir maður góöa nótt.“ Þaö var liöið á kvöld, langur dagur aö baki og enn lengri framundan og gestir bjuggust til heimferöar. í forstofunni rifust menn um stígvélin, þau voru í einni kös, en ég heyrði aö Sigþór í Brekkukoti sagöi: Ég hlýt aö eiga þessi skítugu, þaö sýnir að þaö hefur veriö vinnandi maöur í þeim. í nátthaganum lúröi féö. Stund dagsins sögu þar sem hann segir sögu sína, sögu mikilla tilþrifa og mannlífs, sögu fátæktar til efnalegs frelsis. Þegar maöur lítur yfir afkomendur þessa stofns þá er eins og maður líti yfir sjálft ísland. Þaö er ekkert flatlendi í stíl ættar Björns Eysteinssonar, þar taka náttúrufyrirbrigðin við hvert af ööru, en þó skaga sum þeirra upp úr eins og Ijósin á gígastjaka. Einn þessara manna er Lárus í Grímstungu og viökynning viö hann veldur því aö manni finnst betra aö húa í þessu landi, þaö veröur stærra og stvrkara. 300—400 flöskur í erfidrykkjuna Þegar Björn Eysteinsson lézt 1939 haföi hann lagt fyrir aö áfengi í erfisdrykkjuna skyldi keypt fyrir 2000 kr. eða 300—400 flöskur. Hann vildi háværan klið á endasprettinum, maður sem haföi stjórn- aö veldi og víöáttu Grímstunguheiðanna og nýtt ríki sitt af atorku og stórhug í búskapnum, fjölgaö fé. Maöur sem kunni bæöi að vera sá minnsti og sá stærsti. Þegar Björn flutti aö Réttarhóli varð hann aö selja undirsæng þeirra hjóna og þau notuðu 4 lítra af olíu í Ijósmeti yfir veturinn. Fátækt þeirra var mikil, því árferöiö var illt, en árabili síöar átti hann um 1000 fjár á búi sínu. Lárus í Grímstungu tók viö þessu ríki og hefur haldiö því meö reisn í liðlega 6 áratugi á óðalsjörð sinni, Grímstungu, og um skeið haföi hann einnig búskap á hálfri { hefur látið byggja á hól viö Grímstungu og sést á myndinni. iston og hóf upp raust á ný meö rótgrónum íslenzkum takti: Fyrir allt mitt feröalag fæ ég litla borgun. Nú má ekki drekka í dag, ef duga skal á morgun. Lárus: Jæja, það er bezt að fara aö fara heim til þess aö halda ekki vöku fyrir þeim lengur. Björn: Nei, viö tökum nokkrar í viöbót. Lárus kveður og fleiri taka undir: Morgunblærinn eyöir yl, um mig slær til baga. Hlýrra væri aö halda sig heima á kærum maga. Þegar slítur hérvist hel, heims fánýtum sonum. í helvítis eldavél ýstran hlýtur loga vel. Vísan var ort um danskan skipstjóra á Blönduósi þar sem veriö var aö vinna við uppskipun, en mönnum var illa viö danskinn. Lárus: Er Magni farinn? Magni: Ég er hér. Lárus: Það er bara að hann sofni ekki undir þessum hávaöa. Þaö kumrar prakkaraskapurinn í Gríms- tungubóndanum og einhver byrjar aö syngja hjáróma röddu: Kerling ein á sandi sat... ,,Þetta er svo gróft þaö er ekki farandi var liðin hjá fram í heiðanna ró. Ég fór heim aö Hofi þar sem ég gisti, en fyrir svefninn fékk ég mér gönguferö upp í fjall, lagöist þar niður á grasbala og hlustaöi dalinn. Þættir íslandssögunnar á hlööum Vatnsdalsins Vatnsdælingar geta státaö af sterkum stofnum og um hlöö Vatnsdalsins hafa fariö tilþrifamiklir þættir íslandssögunnar. Þar fór Ingimundur gamli og synir hans, Grettir glímdi viö Glám í Vantsdal og þannig má lengi telja atriöi se'm hvert mannsbarn á íslandi þekkir. Úr þessum jarövegi er Lárus Björnsson í Grímstungu kominn, maður sem ávallt hefur trúaö meir á dugnaö og kjark einstaklingsins en styrkjakerfi hins opinbera og forsjá þess. Forsjá ríkisvaldsins hefur ekki dugað honum á heiðunum og sú staöreynd aö hann hefur um áratuga skeið rekið eitt umfangsmesta bú á íslandi er ekki í neinum tengslum viö forsjá kerfisins. Lárus í Grímstungu fæddist á Réttarhóli í Forsæludalskvíslum 10. desember 1889, sonur Björns Eysteinssonar og Helgu Sigurgeirsdóttur sem reistu Réttarhól um 20 km inni á heiöinni frá næstu byggö. Þar var strangt að búa og vettlingatök voru ekki ráðiö til þess aö komast af. Þar dugöi ekkert nema kjarkur og áræði, seigla og vinskapur viö landiö, trú á það. Þar fæddist einnig Þorsteinn bróöir Lárusar árið áöur, en Þorsteinn varö landnáms- maður Hellu á Rangárvöllum. Björn Eysteinsson ritaöi gagnmerka sjálfsævi- jöröinni Hnausum. Lengst af á sinni tíö hefur Lárus veriö stærsti bóndi sýslunnar aö fjártölu og hrossaeign, sem mest hefur oröiö talsvert á 2. hundrað hross og gjöld hans til hins opinbera hafa veriö hærri en margra þeirra sem klæða sig kyrtlum kerfisins og mikiö berast á í fyrirgreiðslu- samfélaginu. Lárus í Grímstungu hefur vakaö yfir jörö sinni og velferð hennar og með Péturínu Jóhannsdóttur konu sinni hafa þau sótt fram með atorku og drengskap á bæöi borö. Fylgifiskar Grímstungubýlisins Stórbýliö Grímstunga er fremst í Vatnsdalnum vestanverðum, en jörðin er ein sú landmesta og kostamesta í Húnavatnssýslu. Víðátta beitarlandsins afmarkast af Vatnsdalsá að austan, en Álftaskálará aö vestan. Rétt noröan viö túniö í Grímstungu sameinast þessar ár og þar myndast tungan sem jörðin er kennd viö. Bæði Vatnsdalsá og Álfta- skálará koma af Stóra-Sandi, en Gríms- tunguheiöi liggur á milli þeirra. Vatnsdalsá á upptök sín framarlega á Stórasandi, en þegar kemur norðarlega á Grímstungu- heiöina má rekja slóö hennar í hrikalegum klettagljúfrum meö mörgum fögrum fossum þar sem hvammar og angandi blómaskrúð eiga sér ból á björtum sumardegi. Fossar þessir heita kraftmikl- um nöfnum, Stekkjarfoss, Dalsfoss, Skessufoss, Bergbúi, Kerafoss, Giröir, Sjá næstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.