Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 14
Krónan Hverfum hálfa öld aftur í tímann — til loka Þriðja tugarins, revíuáranna; áratugarins sem englendingar kölluöu »the happy twenties«. Venjulegur amerískur Ford eða Chevrolet kostaði pá svo sem fjögur púsund og fimm hundruð krónur. Dýrustu amerískir fólksbílar, sem hér voru auglýstir, kostuðu hins vegar um tólf Þúsund (Pontiac t.d.). Áskrift að blaði kostaði eina til tvær krónur. Og verkamanna- kaup mun hafa verið um króna á tímann en misjafnt eftir landshlutum og sums staðar lægra. Þessar tölur má heimfæra til dagsins í dag með Þeim viðauka að bætt sé við Þrem núllum. Þúsund krónur nú jafngilda með öðrum orðum einni krónu Þá. Og milljónin nú gildir sama sem Þúsundið Þá. Sé blöðum fflett frá Þessum árum kemur á daginn að fólk kvartaði um verðhækkanir rétt eins og nú. Ekki var verðbólgan þó meiri en svo að næsta áratuginn — fram til heimsstyrjaldarinnar síðari — mun hún hafa numiö ámóta mörgum prósentum og hún nemur nú ár hvert. Þá Þótti mikið í munni að eiga fé á vöxtum. Og unglíngum var rækilega innrætt heilræðið: græddur er geymdur eyrir. Innlánsvextir munu Þó vart hafa verið hærri en tvö til Þrjú prósent á ári. Sem sagt, fellum Þrjú núll aftan af krónunni og okkur hefur borið aftur til ársins 1928, en — eftir á aö hyggja — Því aöeins aö slíkt væri gert á Þessu andartaki, straxl Tíu krónur yröu Þá að einum eyri, aö sjö krónum að ári en aö fjórum krónum ef Þetta væri ekki framkvæmt fyrr en eftir tvö ár. Því verðbólgan verður ekki stöðvuð í bráð; ekki fyrr en raunverulegar orsakir hennar verða upprættar, stærsti sigur í sjónmáli er aö prykkja henni niöur á pað stig sem hún var t.d. á viöreisnarárunum. Ekki er heldur pörf að minna á hvenær hún fór af stað, pað er að segja með stríðinu, bretavinn- unni, hækkandi verði á innfluttum vörum jafnt sem útflutningsafurðum íslendinga sem síðan sprengdi upp allt kaupgjald í landinu. Þeir, sem Þá héldu um stjórnvölinn, vildu spyrna við fæti; gerðardómslögin sáu dagsins Ijós. En Þau voru brotin á bak aftur og flóðinu veitt fram. Síðan hefur verðbólgusagan endurtekið sig, ár eftir ár, með sömu varnaöarorðum, sömu vígorðum, sama úrræðaleysi og sömu afleiðingum. Sífellt eru einhverjir að setja upp spekingssvip látast vera að grafast fyrir orsakirnar. En meir en lítið glámskyggn má sá vera sem sér ekki að orsakir verðbólgunn- ar eru hvorki ósjálfráðar né efnahagslegar heldur pólitískar. Nú var ekki ætlunin að bæta hér viö ófrumlegt verðbólgupras sem orðiö er ærið heldur að minnast okkar gömlu góðu rómantísku krónu sem upphaflega skyldi jafngilda Þyngd sinni í góömálmi en kvaö nú slegin úr áli og jafngildir líkast til ekki meira en Þyngd sinni í Þeim metal. Börnin, sem keyptu einseyrisstykki fyrir fjörutíu árum og nú standa á fimmtugu, lúta ekki svo lágt aö tína hana upp af götu sinni. Um 1950 haföi verðbólgan geisað í áratug og aukiö núlli aftan við krónuna. Þeir, sem nú hyggjast hundraöfalda verðgildi hennar munu Því ekki færa okkur aftur til »the happy twenties«, ekki einu sinni aftur til árs geröardómslaganna frægu heldur til áranna milli 1950 og ‘60 pegar einseyringurinn og tveggjeyringurinn voru felldir niður í almenn- um viðskiptum en fimmeyringurinn varð smæsta myntin. Skiljanlegt er Það. Framá- menn okkar í peningamálum eru engir flysjungar og ekki vanir að rasa um ráð fram. Langt er oröið síðan fyrst var stungið upp á núllaútstrikunum og man ég ekki hver varð fyrstur til pess. En þegar pingmaður flutti tillögu Þessa efnis fyrir ekki mörgum árum mínnir mig að seölabankastjórinn benti á — aðspuröur um álit sitt á tillögunni, aö hundraðföldun krónunnar og endurvakning eyrisins fækkaði ekki núllunum í bókhaldinu; Það hlyti tillöguflytjandi að gera sér Ijóst. Mín tillaga er hvorki frumleg né heldur er ég fyrstur til að bera hana fram á prenti — hún hefur meöal annars sést í lesendadálkum dagblaðanna og kannski víöar — en hún er sú að verðgildi krónunnar verði ekki hundrað- faldaö heldur Þúsundfaldað og núllum hagrætt sem Því svarar. Setjum svo að Þetta gerist eftir hálft annað ár: eyririnn mun þá jafngilda fimm til sex krónum nú. Og hvað höfum við með smærri peníng að gera, hvað kostar minna en fimm krónur í dag? Erlendur Jónsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 'rí' ,V juc.- ■ PliR- |W« ■rí-íit t KC\- LÍCfi bfnm H P $AC*l iL fÁ '*/> T A R A F L fe £> VdK IR fc> s A R Vf ’A 5 A >. < O L a A Ueirn im'r* $ k" R A 4 M T- '■p W& M y K U R f’JEB TKB u UBál SílTU s A R 5 V'/M íuct* L I M £*£?■!>. 'RTT I R R A N FilKat TpKU y A H- R y N T A iir l.« N 'A L A $ T Hbrc R ÍTfilai E R R L A u V A Vf RH B«E- p/?<; i t /V 4 l L CoTT fOl I KVEfJ Pír- L Æ f> A \u<- £ k brn f TÓ*- Boat A Á I 4 Kf Ttfí fSFAt »« A K A íve (** !<«-»« I k KftK/l Pf>r- •| E R T A / A R N A ft "iJcD U R k fiour v> O A U M l FHCL K JAH- A R ) tes r T R 'ö L/Jm iu n vflAB H 'A R T D d A 5ic- Ot>l A T T I o*" V' Á T A R MflPK A IÞIVÍ R u L L A ■ vA 'A B Æ T í R y H- A L IÐ E Æ) L A m 8 L A S> I 'D M A R <k A Sfflí u P K: 'A L A T R A A"' b L A R T R E X K

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.