Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Blaðsíða 12
Síðari hluti ritgerðar eftir Ólaf Daníelsson Síöan ég ritaöi grein mína „Húmaníóra" hér í tímaritiö, hef ég oft átt tal viö ýmsa málsmetandi menn um deildirnar í menntaskólanum og viröist mér þaö vera ætlun flestra, að stúdentar frá máladeils skólans séu sérstaklega vel að sér í málum, og telja ýmsir þaö ef til vill næga undirstöðu undir æöri menntun. Standa ekki bókmenntirnar opnar þeim, sem málin kunna? Þaö gera þær nú aö vísu ekki, ekki nema þá „bókmenntirnar", dömulittertúrinn. En um deildirnar í skólanum er þaö að segja, að það eru nákvæmlega sömu málin kennd í báöum, máladeild og stæröfræöideild, aö latínu einni undantekinni. í frakknesku, þýzku og íslenzku hefur kennslan meira að segja veriö sameiginleg í báöum deildum, þangað til nú síðastliðinn vetur, aö henni var skift, en tímafjöidinn var sá sami. í ensku og dönsku eru tímarnir færri í stæröfræðideild, en þau mái eru bæöi kennd í gagnfræðaskólunum. Ég ber nú að vísu mikla re- spekt fyrir latínu sem skóla- námsgrein, en þó því aðeins, aö hún sé tekin strax fyrir, svo að latneska málfræðin geti oröiö undir- staöa málfræðikennslunnar. En þetta á sér enganvegin staö, eins og nú er, og latínan hefir þess vegna nú misst þá þýðingu, sem hún haföi áöur fyrir skólanámiö. Og svo er þaö enn eitt: Þegar viö „busastoff- in“ vorum aö byrja latínu-nám hér fyr meir, fannst okkur víst mörgum, aö viö værum þegar komnir í nokkurskonar sálufélag meö læröum mönnum; ég man það frá því aö ég var aö læra undir skóla hjá honum séra Hálfdáni í Goðdölum, þeim góða kennara, núverandi biskupi Hólastiftis. Það kann að vera, aö maður hafi einhverntíma tárast yfir Madvigs grammatík en mikil var upphefðin, slíkt og þvílíkt! Nú horfir þetta allt ööruvísi viö. Upphefðin er fyrir bí, og latínan er satt aö segja oröin bara forngripur, ég get ekki annaö sagt. Kunnáttan í henni er þá ekki heldur orðin meiri en svo, nú orðiö, aö mér er sagt, aö einn piltur í skóla geti lesiö latínu versíónarlaust undir tíma og sé hann frægur fyrir meöal skólabræöra sinna, sem von er. Nei, latínukunnáttan setur ekki lengur neinn svip á íslenzka menntamenn, og gerir það sjálfsagt aldrei framar. Ég átti fyrir nokkuru tal viö alkunnan íslenzkan fræöimann um ýmislegt, sem aö þessum efnum lýtur, og var þaö helzt aö heyra á honum, aö honum væri alveg sama um allt, sem hann heföi lært í latínuskólanum, nema ensku og þýzku. En þaö veit trúa mín, aö dýrt mundi ég þá þykjast keypt hafa vatnsdrykkinn, ef ég í þau sex ár, sem ég var viö skólanám, heföi ekkert lært nema ensku og þýzku. Já, og mikið mega þá okkar húmanistisku menntamenn öfunda þjónana á Hótel Borg, sem spjalla ensku og þýzku eins og aö drekka, og ef til vill frönsku líka, en hafa þó líklega aldrei gengiö í latínuskóla. Þeir hafa sparaö sér öll sex árin og undirbúningsárin líka, en kunna ensku og þýzku samt. Það er annars yfirgengilegt, aö upplýstir menn skuli telja þaö gerlegt, aö senda unglinga í skóla hálfa og heila áratugi, til þess aö læra eintóm mál, en eiginlega ekkert efni, er heitið geti. Hvaö ætli aö Þjóðverjar t.d. séu að gera í skóla í níu eöa tíu ár? Ætli þeir séu alltaf að læra ensku og frönsku? Ég skal að vísu játa, aö viö þörfnumst meiri málakunnáttu en aörar þjóðir, bæöi af því aö enginn skilur okkar mál, og þó einkum vegna hins, hvað bókmenntir vorar eru átakanlega fá- breyttar og einhliöa. En ég heföi haldið, að menn gengju í skóla til þess aö læra undirstöðuatriöi þeirra þekkingargreina, sem hljóta aö veröa grundvöllur fram- „Að vísu treysti ég mér ekki til að gefa neina heildarlýsingu á íslenzkri menntamannastétt, en pó eru ýmis fyrírbrígði, sem naumast orka tvímælis og benda eindregið í lakari áttina.“ UNGUMALA- haldsnáms, til 7ess aö þroska vit sitt á því aö fást viö verkefni af ýmsu tæi, viö unglinga hæfi, til þess aö læra aö lesa með nokkurri athygli og dó greind — sem veröur ekki lært á því, aö lesa dömulitt- eratúr — til þess aö læra aö skrifa Ijóst og skilmerkilega um kunnugt efni, þó aö á þaö sé aö vísu engin áherzla lögö hér í skólunum nú sem stendur, nú, og náttúrlega til þess aö læ%a mál og reyndar til svo margs annars. Enginn skilji orö mín svo, aö ég hafi á móti málakennslu; ég hef aðeins á móti málakennslu svo að segja einni saman, málakennslu, sem ríöur skólanum á slig, svo aö allt drukknar í tómu málastagli og stúdentarnir veröa eins og sigldar píur aö kunnáttu og andlegum þroska. Og aö hvaöa gagni kæmi þaö stúdentunum, þó að þeir gætu talaö ensku, þýzku og frönsku, sem þeir aö vísu geta ekki, ef þeir vegna þekkingarleysis og skilningsleysis tala tóma vitleysu á öllum málunum? Vanþekkingin er mögnuð í latínuskólan- um, hún ríöur ekki viö einteyming, hún er satt aö segja alveg blöskranleg. Ég get ekki fundið þessum oröum staö, án þess aö taka hvers- dagsleg dæmi. í vor kom þaö fyrir á stúdentsprófi í máladeild, aö breyta þurfti % í tugabrot. Þetta próblem reyndist gersamlega óleysanlegt, þó aö langur um- hugsunarfrestur væri gefinn (3 til 5 mínútur). Þiö skuluð ekki halda, aö ég fari hér meö staö- lausa stafi! Á þetta hlustuöu rektor skólans, tveir kennarar stjórnskipaöur censor og ýmsir fleiri, og þótti víst flestum pilturinn sæmilega vel aö sér, ég held að hann hafi fengið laud. Reynið aö spyrja málastú- dent um FARG- ANIÐ terrestriska kóordinata, um þaö, hvaö átt sé viö meö lengd staðar eöa breidd; hann veit þaö ekki í níu tilfellum af tíu og tæpast í því tíunda heldur. Og þó aö hann kynni aö nefna gráöur eöa stig, mundi hann enga hugmynd tengja viö oröið. Veggir máladeildarinnar eru impregneraðir meö „bókmenntum", þeir eru orðnir ísólerandi, þeir hindra aöstreymi af þekkingu. Þaö var aö vísu ofurlítill gluggi á máladeildinni, þar sem mathematíkin var, en það er búiö aö byrgja hann. Nú týrfr þar á kvæða- og smásögu-rusli. Máladeild menntaskólans hefir frá því 1908 og þangaö „Fiest tímaritin eru fábreytt og ófróðleg. Þau byrja oftast með kvæði. Svo kemur kannske grein eins og „Trúarhugtakið", svo smásaga, sem heitir „í rökkrinu", svo enn kvæði: „Stúlkan brjóstveika" o.s.frv. Þetta er alveg satt, þessar fyrirsagnir standa virkilega í tímaritsræksni, sem ég fann í bókarusli inni í skáp.“ til nu fyrir fáum árum, veriö ein um aö útskrifa íslenzka stú- denta, og væri þá ekki úr vegi aö gera sér grein fyrir því, hvernig hún hafi leyst af hendi þetta ábyrgðarmikla hlutverk. Aö vísu treysti ég mér ekki til aö gefa neina heildarlýs- ingu á íslenzkri menntamanna- stétt, en þó eru ýms fyrirbrigði, sem naumast orka tvímælis og benda eindregiö í lakari áttina. Eg á hér helzt viö blööin. Skynbær- um mönnum ber nokkurnvegin saman um, aö þau séu vond, verri en við þyrfti aö búast, og aö tónninn í blaöadeil- unum sé ekki menntuöum mönnum samboöinn. Flest tímaritin eru fábreytt og ófróöleg. Þau byrja oftast meö kvæði. Svo kemur kannske grein eins og „Trúarhugtakiö“, svo smásaga, sem heitir „í rökkrinu", svo enn kvæöi: „Stúlkan brjóstveika" o.s.frv. Þetta er alveg satt, þessar fyrirsagnir standa virkilega í tímaritsræksni, sem ég fann í bókarusli inni í skáp —. Eitt er enn, sem bendir til þess, aö íslenzkir menntamenn séu ver upplýstir en sæmilegt má kalla. Þaö er hin feykilega trúgirni, þeir eru um þaö eins og Bjarni á Leiti, þeir trúa bezt öllu því, sem vitlausast er. Þaö eru ekki til svo fáránleg hindurvitni, aö þau eigi sér ekki forsvars- menn meöal menntamana þjóöarinnar. Þetta er alveg alkunnugt og sannanlegt. Þaö þarf ekki annað en minna á fjárdrápiö noröur í Húnavatnssýslu, hérna um áriö, sem fjöldi menntaðra manna kenndi draugum eða huldufólki, já, eöa furöuljós- in, sem blöðin sáu tvisvar í viku, og draugaflugvélarnar, því aö nú eru draug- arnir hættir að ganga sig upp að hnjám, eins og í gamla daga, þeir þeytast nú í flugvélum landshornanna á milli, og helmingur skólagenginna manna trúir á þá. Þaö væri synd að segja, aö þér séu krítiskir, okkar yngri menntamenn af máladeildarkynslóöinni, þeir eru lýriskir í staöinn, en ég ætla nú aö láta lýrikina í friöi í þetta sinn. Onei annars, ég læt hana ekkert í friöi, úr því ég minntist á hana á annað borð. Lýrikin okkar er eitt auöviröilegasta fyrirbrigöi andlegrar starfsemi, Hún er ger af IV hlutum: Af músík villimannsins og af vísindum þess þekkingarlausa og af list klaufans og af heimskingjans fílófósi. Hún eitrar máliö, gerir þaö óskýrt og heimskt og loöiö og teygjanlegt og mér fjandsam- legt, hún velur oröin eftir því, á hvaöa staf þau byrja, eöa eftir því, hvernir endasam- stöfur þeirra eru, en skiftir sér miklu síður af hinu, hvað þau þýöa, já og stundum er hún bara endileysa, bara galtóm langavit- leysa, alvizkuhlutfallahljómur! Þetta snilld- arorö er eftir hann Matthías gamla, hann ber upp tvær gátur í sömu andránni: Hvaö þýða höpp og fár? Hvaö eru þúsund ár? Nú skyldi maður halda, aö ráðningarnar væru tvær, sín á hvorri, því aö höpp og fár þýöa vissulega allt annað en þúsund ár. En þaö er bara ein ráöning: Alvizku- hlutfallahljómur. Þaö er billegt að vera spekingur á íslandi. Svo á maður aö hampa dellunni á tungunni og velta vöngum yfir kúnstinni: Ai- vizk-u-hlut-fall-a-hljóm-ur. „Andríki", segja þeir, „fegurö"! Ætli þaö sé ekki nóg að kalla þaö „hegurð“, þaö er orö, sem þeir á Akureyri hafa búið til. „Megurö“ er aftur á móti kiassiskt. Já, ég segi það satt, þeir eru brjóstum- kennanlegir aumingjarnir, sem eru for- dæmdir til þess aö lifa alla sína æfi á tómum dömulitteratúr. Svo veröa þeir aö halda þessu á lofti, eins og það væri eitthvaö, já meira aö segja eins og það væri það eina sáluhjálplega, þeim fer líkt og Skrælingjunum á Grænlandi, sem kalla sjálfa sig „innuk", þaö kve þýöa „mann- kynið“, ég hefi lesiö það í einhverri bók. „Viö erum innuk“, segja þeir, mannkrílin. Jæja, svo aö ég sleppi nú skáldskapn- um okkar og „bókmenntunum" og því öllu, þá er meira en grátlegt til þess aö vita, aö viö, sem gjarnan viljum láta kalla okkur menntaþjóö, skulum standa svo lágt, að eiga „læröan" skóla, þar sem ekki er minnst á megin-fræðigreinar nútímans heldur en þær væru ekki til, já og „háskóla“ líka, þaö mátti ekki minna vera. Aörir eins skólar eru víst ekki til meðal hvítra manna, og naumast þó að víöar væri leitaö. Því er nú mjög haldiö á lofti, aö þeim skjátlist þeim lærðu, alþýöu- hyggjuvitiö setji þá í gapastokkinn. En ef lærdómurinn dugar ekki, þá verður aö læra meira. Ég býst ekki við aö neinn annar vegur sé fær, sízt sá, aö setja lærdómsstimpilinn á þá ólæröu og láta eins og vísindin séu viðfangsefni útlend- inga og komi okkur ekki viö. Nú stendur yfir öld skjótra breytinga og stórstígra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.