Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Blaðsíða 13
framfara, mannvitið ryður nýjar brautir til meiri þekkingar og lífsþæginda, en skólarnir okkar draga sig þegjandi út úr, snúa rassinum í framfarirnar og kenna mál og fornfræöi. Nú er mest þörf fyrir sögu Rómverja, svo skildist mér á stúdentinum í Morgunblaðinu um daginn, mest þörf á dálítið meiri latínu og meiri fornfræði. Ég hef annars ætíð undrast gáfur þeirra manna, sem geta sannað það, að Oddur Sigurgeirsson sé kominn af Uþplendingakonungum, en geta hins- vegar ekki leitt nokkur skynsamleg rök að því, að talan 6 gangi upp í pródúkt þriggja talna, sem standa saman í talnaröðinni — sem virðist þó vera svo miklu auöveldara en hitt. Annars vil ég ekki láta skilja mig svo, að ég sjái eftir stærðfræðinni úr latínu- skólanum eingöngu vegna hinna annarra námsgreina, sem með henni hljóta að hverfa. Ég sé eftir henni vegna hennar sjálfrar. Mér sárnar aö menn hér heima á íslandi skuli öölast stúdents-nafnbót, án þess að vera svo mikið sem gatistar í þeirri máttugu fræðigrein, hvað þá heldur meira, þaö setur svo mikinn skrælingja- svip á skólann. Það er nú að vísu svo um mathematíkina — og hefir víst verið svo frá alda öðli* — að hún skilur sauöina frá höfrunum, hún setur mennska menn í klassa fyrir ofan húsdýr og semínarista, asnarnir geta ekki lært hana, en þeir eiga ekki heldur að verða stúdentar, það ofþýður minni akademisku sál! Náttúrlega er nytsemi stærðfræöinnar, eða réttara sagt nauðsyn, hafin yfir allan efa, allra mest vegna hennar sjálfrar. Hérna er citat, sem ég rakst á fyrir nokkru, úr bréfi frá Jacobi til Legendre: „II est vrai, que M. Fourier avait l’opinion que le but principal des mathématiques était l’utilité publique et l’explication des phénoménes naturels; mais un philosophe comme lui aurait du savoir, que le but unique de la science c’est l’honneur de l’esprit humain, et que sous ce titre une question de nombre vaut autant qu’une question du systéme du monde. Ég þegi nú bara sjálfur. Máladeildin hefir sett ofan viö þaö aö sleppa stæröfræðinni, þeir vita það, sem að henni standa, nemendurnir hygg ég að viti það, aö minnsta kosti. Það er ekki víst, þegar allt kemur til alls, að máladeild- ar-stúdentar verði svo miklu betur að sér í málum heldur en hinir. Þeir eru þaö líklega í fyrstu, en trúaö gæti eg því, að stæröfræðideildarstúdentar læsu fullt svo mikiö á útlendum málum þegar fram í sækir, margir hverjir. Hinir hafa sem sé ekkert fengið í veganesti frá latínuskólan- um, að heitið geti, nema eintóman málagrautinn, óbættan. Og svo koma þessir málastúdentar, þessir semínarist- isku gæsalappa-„stúdentar“ ofan í inn- réttinguna við Austurvöll og fara að lesa íslenzku, fara nú að stúdera „íslenzku", sem þeir læra þó aldrei á viö meöal-Þing- eying, taka svo eftir hæfilega mörg ár próf í Símoni Dalaskáldi, já, og lifa síðan langa æfi og deyja í þeirri trú, aö þeir hafi veriö menntamenn. Ætli þeir verði sáluhólpnir upp á hana? Ólafur Daníelsson * í mínum gamla latneska Euklids-doð- ranti stendur (á eftir reglunni, að hornalína og hlið í kvaðrati séu ekki „sammælanleg- ar“) þessi klausa; Celabratissimum est hoc theorema apud veteres Philosophos, adeo ut qui hoc nesciret, eum Plato non himinem esse, sed pecudem diceret. Innskot: Þessi setning er ein hin frægasta hjá fornum heimspekingum og sá sem ekki kunni hana, kvað Plato ekki vera mann heldur skepnu. Það er satt, að M. Fourier var þeirrar skoðunar, að megintilgangur stærðfræð- innar væri til opinberrar gagnsemi og til aö útskýra náttúrleg fyrirbæri, en heim- spekingur eins og hann, hefði átt aö vita að eini tilgangur vísindanna er aðall mannlegrar hugsunar, og út frá þessum tilgangi er spurning um tölu jafn gild og spurning um alheimskerfið. I Morgunblaðinu p. 13. p.m. birtist ágæt grein eftir Braga Ásgeirsson listmálara um hlutverk myndlistarskóla. í greininni getur Bragi nokkurra brautryðj- enda á sviði myndlistarkennzlu hér á landi á árunum um og eftir 1921. í peirri Jóhann Sigurjónsson SORG Bjargað frá gleymsku Vei, vei, yfir hinni föllnu borg! Hvar eru þín stræti, þínir turnar, og Ijóshafiö, yndi næturinnar? Eins og kórall í djúpum sjó varst þú undir bláum himninum, eins og sylgja úr drifnu silfri hvíldir þú á brjóstum jarðarinnar. Vei, vei! í dimmum brunnum vaka eitursnákar, og nóttin aumkast yfir þínum rústum. upptalningu saknaði ég nokkurra lista- manna, sem pátt tóku í pessu brautryöjenda- starfi. Veturinn 1925—26 héldu peir bræður Ríkarður og Finnur Jónssynir myndlistar- skóla (teikning, myndskurður) í gamla Ungmennafélagshúsinu við Laufásveg. Næsta vetur, 1926—27 hélt Ríkarður skótan- um áfram einn í vinnustofu sinni, sem pá var til húsa í Lækjargötu 6. Meðal nemenda par var Marteinn Guðmundsson, síðar pjóðkunn- ur listamaður, sem pá stundaði jafnframt nám í tréskurði og myndhöggvara list hjá Ríkharði. Veturinn 1928—29 héldu peir Tryggvi Magnússon listmálari og teiknari og Hjörtur Björnsson myndhöggvari frá Skálabrekku myndlistarskóla í vinnustofu Hjartar við Skólavörðustíg. Kenndi Tryggvi undirstöðu- atriði í málaralist en Hjörtur myndamótun. Af nemendum pessa skóla, sem síðar urðu pjóðkunnir listamenn minnist ég Vigdísar Kristjánsdóttur, listmálara og myndvefara og Höskuldar Björnssonar listmálara. í viötalspætti, sem Valtýr Pétursson átti við Finn Jónsson í Sjónvarpinu p. 21. p.m. minnir mig aö hann viki peirri spurningu að Finni hvort myndlistarskóli hans og Jónas Briem hefði ekki verið fyrstur sinnar tegundar hér á landi. Heyrðist mér Finnur draga í efa að svo heföi verið. Að pessu athuguðu pótti mér rétt að vekja athygli á pætti pessara ágætu listamanna í merku brautryðjendastarfi. Sverrir Magnússon Jóreykur lífsins þyrlast til himna, menn í aktygjum, vitstola konur í gylltum kerrum. — Gefið mér salt aö eta, svo tungan skorpni í mínum munni og minn harmur þagni. Á hvítum hestum hleyptum viö upp á bláan himinbogann og lékum aö gylltum knöttum; viö héngum í faxi myrkursins, þegar þaö steyptist í gegnum undirdjúpin. Eins og tunglsgeislar sváfum viö á bylgjum hafsins. Hvar eru þau fjöll, sem hrynja yfir mína sorg, hálsar, sem skýla minni nekt meö dufti? í svartnætti eilífðarinnar flýgur rauöur dreki og spýr eitri. Sól eftir sól hrynja í dropatali og fæöa nýtt líf og nýja sorg. Við pessa ábendingu Sverris Magnússonar er pví að bæta, að öllum sem skrifa um sagnfræðileg efni, hvort sem pað er myndlist eða annað, er pökk á slíkum viðbótaratrið- um. Sjálfir pekkja peir sjaldnast allt af eigin raun og verða að treysta á tiltækar heimildir. Þetta brautryðjendastarf Ríkarðs Jónssonar ber að meta. Því miður berum við ekki kennsl á aðra í hópnum en Ríkarð sjálfan, Má son hans, sem stendur aftanvert við föður sinn, Loft Guðmundsson rithöfund, priðja frá vinstri í aftari röð og Sverrir Magnússon fyrir miöju í sömu röð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.