Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1978, Blaðsíða 15
ju» hugskoti •Woody ^Ulon MAMHAh V VVA. y.iA,t COCV vtiVV.líti. <x. .<-c EGÆTLA AÐ SPyRJA MÖMMU HVORT EG MEQ' SJ '•JU'------- Frönsk bók um Kína Framhald af bls. 5. skyrtu þarf um 2 metra. Skömmtunarmiöa þarf fyrir allan varning. í Peking eru „Potemkin" verzlanir til að blekkja útlendinga. Þar er stillt út girnilegum ávöxtum og grænmeti, sem er aðeins gervivarningur. Hver Ifjölskylda í Peking fær kíló af kjöti á mánuði. í dreifbýlinu er skammturinn miklu minni. „Við borðum kjúkling einu sinni á ári, á afmæli sonar míns,“ sagði kennari, sem bjó utan höfuðborgarinnar. Skömmtunarmiðar fyrir korni eru not- aðir sem gjaldmiöill í svarta markaðs braskinu. Hrísgrjótaútflutningurinn dregst stöðugt saman, en innflutningur á kornvöru hefur meir en fimmfaldast á einu ári. Hjúkrunar- kona, seni við höfum þekkt lengi og starfaði við sjúkrahús í Peking, fékk tilkynningu um að hún yröi að taka við starfi í Sian í Shensihéraði fyrirvaralaust. Maður hennar hafði atvinnu í Peking og neitaði hún því að taka við stööunni. Sþítalastjórnin svipti hana húsnæöinu, herbergi, þar sem hún bjó með manni, 2 börnum og móður sinni. Ættingi skaut skjólshúsi yfir fjölskylduna. Skömmtunar- miðarnir voru teknir af henni, þar sem hún var ekki lengur á starfsmannaskrá sjúkrahússins. Eina úrræðið var að snúa sér til hverfisskrifstofunnar í von um einhvers konar bráöabirgöavinnu. Þar meö er hún komin í hóp fólks, sem erfitt er að meta hve fjölmennur er, þar sem engar opinberar skýrslur hafa nokk.ru sinni verið birtar þar um. Opinberir aöilar segja að Kínverjar búi við mikiö atvinnuöryggi. Það er þó háð því, aö menn sætti sig við að flytja hvert sem er, hvenær sem er, og taka að sér hvaða starf sem er fyrir hvaða borgun sem er. Aukning glæpa er viðurkennd af Flokknum en dulin fyrir feröamönnum. Vopnuð rán, svartamarkaðsbrask og kynferðisglæpir koma oft til meðferðar hjá dómstólum. Gaddavír sem er strengdur fyrir kjallaraglugga og flöskubrot límd á múrveggi sýna að fólk gerir ráðstafanir gegn innbrotsþjófum. Þjófnaður er talinn vera glæpur gegn ríkinu. Eldabuska var dæmd í 10 ára þrælkunarvinnu fyrir aö hnupla tveim agúrkum. Sakborningur hefur engan verjanda. Nú hefur hinn fámenni hópur lögfræöinga sem starfaði á undan menningarbyltingunni verið leystur frá störfum, enda þjónaöi hann litlum tilgangi í landi, þar sem engin skráð lög eru til nema stjórnarskráin, og það litla í henni, sem fjallar um rétt einstakl- ingsins er túlkaö frjálslega og breytilega af Flokknum. í 26. grein stjórnarskrárinnar stendur að „grundvallar réttur og skylda hvers þegns sé að lúta stjórn Kommúnista- flokksins í þágu sósialiskrar stjórnar.“ Þó því sé haldið fram að mótmæla- göngur séu leyfilegar var ráöist harkalega á mannfjöldann, sem kom saman á torgi Tien An Men 5. apríl 1976. Árásinni á fólkið stjórnaöi borgarstjóri Pekingborgar Wu Teh, en hann hefur síðan verið kallaður af almenningi „Tien An Men slátrarinn". Þarna féllu nokkrir tugir manna, en þúsundir voru fangelsaöir á næstu dögum. Sumir urðu að dúsa í fangelsi 8 mánuði, en var sleppt þegar ár var liöiö frá dauöa Chou En-lais. Ekki komu þó allir aftur úr fangelsinu, því margir voru barðir þar til dauöa. Menning- arbyltingin var tími mikilla hörmunga í Peking, en Tien An Men atburðurinn hefur þó markað dýpri spor í hugi fólks. í Peking tala menn ekki um þorparana 4, eins og á Vesturlöndum, heldur þorparana 5 og er Mao þá sá fimmti. Það er alvarlegur glæpur í Kína eins og í Sovétríkjunum, að sýna valdhöfum ekki tilhlýöilega virðingu. í upphafi menningar- byltingarinnar var menntaskólapiltur í Peking dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að teikna skopmynd af Mao á töfluna. Fyrrverandi menntamálaráðherra, Chou Jung-hsin, stuðningsmaður Tengs var myrtur í sjúkrahúsi 13. apríl 1975. Opinberlega var sagt að hann hefði framið sjálfsmorð. Ho Lung marskálkur, hetja úr göngunni miklu og fyrrverandi íþrótta- málaráðherra lézt í fangelsi 9. júní 1965. Honum var varpað í fangelsi í menningar- byltingunni og tærðist hann þar upp á nokkrum árum. Yuan Hsueh-fen var dáð söngkona viö Shao-hsing óperuna. í menningarbyltingunni var hún fangelsuð án þess bornar væru á hana nokkrar sakir og haldið þar í 4 ár á laun. Síðan var hún send upp í sveit til „endurmenntunar" og látin vinna erfiðisvinnu. Eftir fall þorpar- anna fjögurra fékk hún aftur starf sitt við óperuna, en hár hennar hafði gránað og röddin var brostin. Árlega reyna 50.000 manns að flyja land, flestir frá Kanton, ýmist á bát eða syndandi. Flóttamenn sem gripmnir eru fá þó aðeins nokkurra vikna fangelsi vegna plássleysis í fangelsunum. Flokkurinn stjórnar öllum verkalýðsfé- lögum og allir eru í einhverju stéttarfélagi. Stjórnir verkalýðsfélaganna hafa mikil völd og þaö veltur á miklu fyrir meðlimina að „vera vel séðir“, þ.e.a.s. skera sig ekki úr hópnum á nokkurn hátt, vekja ekki á sér athygli. Stjórnir verkalýðsfélaganna skammta mönnum húsnæöi (16 m2 f. 4. manna fjölskyldu), skömmtunarseðla, kvikmyndahúsmiða, leyfi til að heimsækja ættingja eða vini utan héraðs, leyfi til skilnaöar, giftingar, barneigna. Hjónum er leyft að eignast 2 börn. Fæðist það þriðja verður það hálf utan garös í þjóöfélaginu, því það gleymist að fá því skömmtunar- seðla o.fl. Flokkurinn stjórnar bæði vinnu fólksins og einkalífi þess. Bannað er aö gagnrýna Flokkinn og allir verða að sækja vikulega pólitískan fund, jafnvel börn í skólum, því það læra börnin, sem fyrir þeim er haft. Það má því segja að frá vöggu til grafar hafi Flokkurinn vökult auga með þegnunum. Þeir sem ekki hafa verið á samkomum stéttarfélaganna geta naumast gert sér í hugarlund hve forheimskandi þær eru. Sjálfsgagnrýni er veigamikill þáttur í hinu pólitíska uppeldi. Eftir menningarbylting- una var vísa á hvers manns vörum í Peking. Efni hennar er svona: „Það er ekkert lát á fyrirskipunum, biðröðum og sjálfsgagnrýni og heldur ekki tárum.“ Vinur okkar einn sagði: „Við syngjum sömu söngvana og hrópum sömu slagorð- in frá því viö erum í leikskóla og þangaö til við Ijúkum háskóla, þetta er niðurlægj- andi." Kínverskur flóttamaður sem við hittum í Hong Kong sagði: „Það er lagt svo mikið kapp á að móta hugsanir okkar, aö við hættum alveg að hugsa. Menn mega ekki einu sinni þegja, því með þögn sýnir þú mótþróa. Ef menn gætu aðeins verið hlutlausir. Það er þó réttur mannsins aö mega þegja." Úr L'Express Hildigunnur Hjálmarsdóttir tók saman og Þýddi. Bænheyrsla Framhald af bls. 6 finna rétta orðiö. Eftir lesturinn lyfti ég sál og hjarta til skapara míns, eftir sem mér var mögulegt. Ég fann aö bænar- efnið var erfitt. Þó vissi ég að ég yrði bænheyrö aö einhverju marki. Þegar ég hafði lokið þessari stund minni stóö ég upp. Ftigningarúöinn var hættur, jú það var aðeins farið að rofa til. Samstundis og ég reis á fætur reis seppi gamli upp. Vel og dyggilega fylgdist hann meö mér og veitti mér vernd. Tryggðin Ijómaði úr augum hans og hlýjaði um hjartarætur. Þegar leið á daginn fór verulega að birta í lofti. Næstu þrjá daga var eins góður þurrkur og hægt var að hugsa sér. Sá þurrkur var víst á takmörkuðu svæði, en hann bjargaði miklu, þar sem hans naut við. Ég man það, að einn þessara daga var sunnudagur. Auövitað var þá unnið af kappi. Ég hugsaði nú sem svo ó, bara ef fólkiö hvíldi sig nú og tryði því aö góða veðrið héldist áfram. Eg fór til borgarinnar á fjórða degi, eftir að þurrkurinn kom. Það fór víst svo að rigna aftur. Mér kom það ekki á óvart. Þetta varð frægt rigninga- og óþurrkasumar á Suðurlandi. Ég hafði þó lifað eina af þessum stundum í lífinu, sem gleymast ekki meðan lifaö er. Ég hafði staðið frammi fyrir augliti Guðs og beðíö um hagstæða tíð. í raun og veru haföi ég verið bænheyrð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.