Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Blaðsíða 3
anna sjálfra að gæta slíkra varúðarráð- stafana. Mestu ótiðindin fyrir ibúa þriðja heimsins er sú spá sem sett er fram í skýrslunni að ræktað land á hvern ein- stakling á jörðinni minnki um helming fram að næstu aldamótum. Á þeim skamma tíma er talið að 600 milljónir hektara ræktanlegs lands fari forgörðum vegna landeyðingar og út- þenslu borga. A sama tíma er áætlað að mannfjöldi í heiminum aukist úr 4 mill- jörðum í 6,25 milljarða. Þó að 300 mill- jónir hektara af enn ónýttu landi verði teknir til ræktunar fyrir aldamótin 2000, verður árangurinn aðeins sá að ræktað land á hvern íbúa minnkar úr 0,31 hekt- ara í 0,15 hektara. Áætlað er að 2500 milljónir tonna af jarðvegi tapist á hverju ári vegna upp- blásturs og annarar landeyðingar og er það rúmlega hálft tonn af jarðvegi á hvert mannsbarn á jörðinni. Mannkynið hefir blátt áfram ekki efni á slíkri sóun. Þegar skógar eru höggnir og landið skilið eftir óvarið ráðast vindar og vatn á jarðveginn og bera hann burt. En 1000 milljónum ibúð Afríku, Asíu og Mið- og Suður-Ameríku er mauðsyn að afla eldi- viðar til að sjóða mat sinn og hita híbýli sin. Helmingur þeirra trjáa sem felld eru á hverjum degi eru notuð sem eldiviður. Hinn helmingurinn fellur fyrir keðju- sögum iðnaðarins. Þegar allt er talið eru mun fleiri tré felld en þau sem vaxa upp og eyðing skóganna veldur því að mill- jónir manna verða að leita lengra eða greiða hærra verð fyrir eldivið sinn. Víða í þróunarlöndunum var það einnar eða tveggja stunda starf að safna eldiviði en er nú dagsverk eða meira. Oftast kemur sá starfi í hlut kvennanna. I Niamey í Nigeriu verða verkamenn að verja fjórðungi tekna sinna til eld- viðarkaupa. í Ougadougou, höfuðborg Efri-Volta hefir allur skógur innan við 70 km fjarlægð frá borginni verið höggv- inn í eldinn og þar getur kostnaðurinn orðið þriðjungur teknanna. Nú er svo komið, segir í skýrslunni, að helmingur íbúa heimsins býr við hærra verð á eldi- viði en talist geti viðunandi. Um leið og mönnum hefir farið að skiljast hver vandi sé hér á ferðinni hafa þeir tekið að vinna gegn honum. Nú hefir það t.d. verið lögboðið í Banda- ríkjunum að allir úðabrúsar skuli bera merkimiða er gefi til kynna að notkun þeirra geti skaðað ósonhlíf jarðarinnar. Tekist hefir að finna fljótvirkar rann- sóknaaðferðir til að ganga úr skugga um hvort ný efnasambönd geti valdið krabbameini. I Pakistan voru 23 milljón- ir trjáplantna gróðursettar á einu tveggja mánaða timabili. I Indlandi verða þúsundir döðlupálma gróðursettar til að stöðva framrás Rajasthan eyði- merkurinnar sem gleypir nú um 1% af ræktanlegu landi Indlands á hverju ári. I skýrslunni er bent á að það eigi við um alla umhverfisvernd að viðleitni til að leysa tiltekinn vanda eða mæta núver- andi þörf geti haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar og valdið meiri vanda er timar líða. Þegar skógur er höggvinn til að mæta eldiviðarþörf milljóna manna geti það einnig valdið landeyðingu er tor- veldi aukna fæðuöflun. Aukin notkun köfnunarefnisáburðar auki uppskeru af hverjum hektara en köfnunarefnisoxíð sem berst upp í andrúmsloftið seytli upp í háloftin og skaði ósonhlífina. Afleiðing þess getur orðið minni uppskera og auk- in tiðni húðkrabbameins. A þann hátt tengir skýrslan vandamál, er virðast ólík i fljótu bragði, eins og þætti í miklum og flóknum vefnaði. Skýrslunni lýkur með þvi að bent er á að það sem við þörfnumst sé skipulagðar aðgerðir til sameiginlegrar umhverfis- verndar fremur en einangraðar aðgerðir til að vernda einstaka þætti umhverfis- ins. (þýtt: J.O. Edwald.) Á formála íslendingabókar má sjá, að það hefir verið að tilhlutan biskupanna á Hólum og Skálholti að Ari fróði tók að sér að rita upphafið að sögu Islands. Hann semur þá Island- ingabók „ina meiri“, og einn kaflinn í þeirri bók hlýtur að hafa verið um landnám Ira og hvernig hér var umhorfs þegar norsku landnemarnir komu hingað. Þegar bókin var fullgjör, fer Ari svo með hana til biskupanna, en þeir fá Eftir Arna Ola Sæmund fróða í lið við sig að dæma um verkið. Hér hefst hin fyrsta ritskoðun hér á landi og áhrifa hennar gætir enn í dag, og það er Sæmundur fróði sem þar „ræður höggi og hlíf“. Og úrskurður hans verður á þessa leið: „Vér viðurkennum aldrei að hér hafi verið írskt landnám. Fyrsti maður, sem fann ísland var Naddoddur, norskur víkingur. Hann tók land í Austfjörðum og þar gengu þeir félagar upp á hátt fja.ll, þar sem víðsýnt var, ef þeir sæu reyki eða nokkur líkindi til þess að landið væri byggt, en sáu það ekki“. Þetta er bæði fyrsta ritskoðun og fyrsta stórpólitíska ákvörðun, sem tekin var af íslendinga hálfu. Fyrir Sæmundi mun þetta hafa vakað: Ef vér viöurkennum sjálfir, að hér hafi verið írskt landnám áður en norrænir menn komu til landsins, höfum vér slegið úr hendi réttinum til þess að eiga landið. Vér getum þá átt á hættu að Irar seilist hér til lands og þegna. Rétt vorn til landsins getum vér aldrei varið, nema því aðeins að það sé viðurkennt, að forfeður vorir hafi fyrstir manna numið land. Það verður ekki talið til landnáms þótt nokkrir írskir einsetu- menn hafi verið hér áður. Þessu hafa biskupar verið sam- þykkir. Og svo var sagan um írska landnámið rifin út úr bók Ara og ákveðið að hún skyldi þurrkuð út úr, minningu þjóðarinnar, grafin og gleymd. Þar kom svo til kasta biskup- anna. Þeir höfðu vald yfir öllum skriftlærðum mönnum í landinu og gátu því bannað þeim að minnast nokkurn tíma á þessa írsku landnáms- sögu. Jafnframt hefir þá verið talið æskilegt, að rituð væri saga norræna landnámsiris svo að það geymdist um aldur og ævi hverjir hefðu numið ísland. Hingað væri þá að rekja ástæðuna til þess að byrjað var að rita landnáma- bækur. En nú varð saga norræna landnáms- ins trauðla rituð svo, að ekki þyrfti að minnast á Irana, sem hér voru búsettir. Hér var úr vöndu að ráða. En skyldi það ekki hafa verið Sæmundur, sem fann úrræðið? Ekki þarf annað en gefa þeim öllum norræn nöfn og forðast að geta um ætterni þeirra. Ef menn lesa Landnámu með athygli, fer ekki hjá því að þeir reki sig mjög víða á þessi vinnubrögð. Þau eru að vísu mismunandi áberandi, eftir því hver á hefir haldið, því ekki eru allir jafnir í ritleikni né glöggir á hvað segja má. Þess vegna er að finna í Landnámu ýmsar upplýsingar og heimildir, sem Sæmundur fróði mundi hafa viljað að væri þar ekki. „Austfirðir byggðust fyrst á íslandi. Hefir í þeim fjórðungi margt stór- menni verið síðan, og þar hafa margar stórar sögur gerzt“, segir í Landnámu. En landnámssaga Austfirðingafjórð- ungs er með öðrum hætti en saga hinna fjórðunganna, því að þar er að mestu farið eftir frásögn eins manns, Kolskeggs hins vitra og fróða Ásbjarn- arsonar. Og hvergi mun þess gætt jafnvandlega sem þar, að minnast ekki á menn af írsku kyni. Mun þó hafa verið þarna mikil írsk byggð, áður en norrænt landnám hefst, eins og gefið er í skyn í Sturlubók, og þar eru enn nöfnin Papey, Papafjörður og Papaós. Alls eru taldir um 70 landnámsmenn í Austfirðingafjórðungi, en þar kemur annar hver maður eins og skollinn úr sauðarlegg, því að engin deili eru sögð á þeim, hvorki um ætterni né ættstöðv- ar. Eg skal taka hér upp lítinn kafla úr Landnámu, sem sýnishorn þessa: Hjalti hét maður, er nam Kleifarlönd og allan Breiðdal þar upp frá. Herjólfur hét maður, er nam Stræti allt fyrir utan Gnúp og inn öðrum megin til Óss og til Skjöldolfsness hjá Fagradalsá í Breiðdali. Þjóðrekur hét maður. Hann nam fyrst Breiðdal allan, en hann stökk braut þaðan fyrir Brynjólfi og ofan í Berufjörð og nam alla ina nyrðri strönd Berufjarðar og fyrir sunnan um Búlandsnes og inn til Rauðuskriðna öðrum megin og bjó þrjá vetur þar sem nú heitir Skáli. Síðan keypti Björn hinn Framhald á bls. 13 © MAÐUR HÉT Um landnám 1 Austfirðingafjórðungi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.