Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Blaðsíða 6
Björn Einar Árnason BÖFA- GRAUTUR MEÐ RÚSÍNUM Teikningu sem Þessari verður sennilega að fyigja úr hlaöi með nokkrum orðum. Af og til teikna ég svona myndir með því að hnoða fólki saman í graut, sennilega af taugaveiklun, og hef ég ekki hugmynd um í byrjun, hvaö úr Þeim veröurur. Þannig fæddist Þessi mynd. Af rælni teiknaöi ég róna í eitt hornið; fleiri fylgdu, og allt í einu er Þrjótur kominn í yfirheyrslu hjá löggunni. Mér varð Þá strax Ijóst, aö undirmeðvitundin var aö melta heimsókn sem ég fékk fyrir nokkru síðan: Tveir heiðursmenn, sem Reykjavíkurborg gerir út, brutust inn til mín fátæklingsins og höfðu á brott með sér tæpan helming af öllu mínu veraldlega góssi. Hafði Þá annar Þeirra losnað af Litla-Hrauni fyrr um daginn, og var hann nýkominn í bæinn, fullur af Þeirri ráðningu, sem tugthúsvístin átti að veita honum. Og fullur af eiturlyfjum líka. Myndin hlaut aö verða að svipmyndum úr daglegu lífi, eða brauðstriti, smábísa, pó ekkert nema grunnar hugdettur bláeygðs manns, sem pekkir Það ekki. Svo ákvað ég aö koma henni á framfæri, Þó ég hefði e.t.v. heldur kosið aö hafa hana bæöi markvissari og yfirgripsmeiri; kannski ég teikni aöra útspekúleraða, seinna. Nú liggur vel við höggi að leggja út af myndinni og rabba um ,,hundalíf“(?), en Þekkingarskortur minn yrði aö skilja viö of marga enda lausa til að vit væri í Því. Þó er Það víst, aö Þar sem sinar, kjöt og bein eru verömætari en sál og tilfinningar, hefur farist fyrir að leita raunhæfra bjargráða gegn erfiðleikum pessara manna, sem flestir eru óánægðir með hlutskipti sitt, par sem peir berast, nauðugir með heljarstraumi að ógæfu- strönd. í Þeirra tilfelli er „lækning" í formi betrunarhúsavistar eins frumstæð og áhrifamik- il og píningar í geðveikrageymslum miðalda. Fyrir forvitni, má Þó bæta Því viö, að ég endurheimti næstum allt sem stoliö var, óskemmt að kalla, og var Það mesta ólíkinda- Framhald á bls. 13 gerði ekkert. Hann hagaði sér eins og þær væru ekki kvenkyns og skelfing var þaö svekkjandi. Franz leit alls ekki við þeim. En að kvöldi þess dags, sem Jóhanna endaventi honum í rúminu hitti hann ungfrú Elinóru á fimmtán. „Fimmtán“, þar bjó aðalsfjölskylda — af enskum ættum, faöir, móðir og dóttir. Fjölskyldan haföi búið þar smá tíma og settist alltaf við borö Franz, þótt þar væri dragsúgur, og ungfrú Elínóra var síspyrjandi um eitthvað, sem hún annað hvort vildi vita eöa láta færa sér, eöa hún missti fyrst armbandið og næst munnþurrkuna á gólfið. Franz var sem dáleiddur. Eitthvað virtist binda hann við litla borðiö við dyrnar, því að þar sá hann vangasvip hennar. í hvert skipti sem hann gekk fram hjá borðinu; þegar hann rétti henni glas, þegar hann kom með fat, þegar hann talaöi og þegar hann laut fram. Hann varð að berjast við sjálfan sig til að yfirgefa hana og blóðið sauð í æðum hans við tilhugsunina um að snerta hana. Hann staröi stöðugt á líkama hennar, mun oftar en hann þoröi og honum fannst hjarta sitt hætta að slá í hvert skipti sem hann nálgaöist hana. Hann var órólegur og afar ókyrr, ef hún sat ekki við borðiö. Hann var viöutan og sá hvorki nokkurn mann né hlut. Hann kipptist viö þegar hún birtist í gættinni. Hún heilsaöi ekki. Það geröu allir aðrir, en hún brosti og bað hálfmóð um sódavatn eða dagblaö. Alltaf bað hún hann um að bursta rykið af kápunni eða hjálpa sér meö sólhlífina, því að hún var eilíflega jafn erfið. Hún vildi bara ekki láta spenna sig upp. Franz bæöi trúði og trúöi ekki, og hann vonaðist ekki eftir neinu, en hann varð að vera nálægt henni. Ef hún sæti nú bara kyrr við borðið hans allan daginn og stryki höndum sínum yfir handriöiö eins og hún var vön, og raulaði. Já, ef hún gerði það. En hann varð sífellt órólegri og hann varð að nálgast hana — snerta andartak borðið, sem hönd hennar hvíldi svo oft á og viröa fyrir sér þann hluta af hvítum hálsi hennar, sem ekki var hulinn fötum. Ungfrú Elínóra setti stút á munninn, horfði á hann og hló. Hún dekraöi við gigtveikan föður sinn, horfði á hann og hló. Hún lagði hönd sína við hlið hans á borðinu, horfði á hann og hió. Hann þráði það eitt að snerta hana. En smám saman fannst honum, að hann væri að kafna. Hann var þrunginn af henni dag og nótt. Hér haföi hönd hennar hvílt, þannig hafði hún yrt á hann — svona augum gaut hún til hans — já... Hann var andvaka og bylti sér í rúminu. Sífellt þetta sama. Þarna hafði hönd hennar hvílt — vildi hún snerta hann? Svona hló hún, þetta sagöi hún — hann var andvaka næturlangt. Þegar hann reis úr rekkju varð honum litiö á herbergisfélaga sína, sem lágu þarna hvítfölir og spriklandi í rökkrinu. Þeir voru svo viðurstyggilegir, að hann hefði getað slegið þá. Ungfrú Elínóra var ætíö eins. Hún lék sér í skini ástar hans eins og kettlingur í arineldarbirtu. — Svo kom kvöldið — Franz var aö vinna á fyrstu hæð, en þau voru í samsæti. Franz gekk eiröarlaus um gólfin. Hann hljóp fram og aftur um salina og allt þurfti hann að snerta, en ekkert gerði hann. Upp og niöur stigana þaut hann. Loks komu þau. Hann þekkti rödd hennar — hún talaði hátt á göngunum — og hjarta hans hætti næstum að slá. Hann. fór meö kerti fram á gang. — Eruð þér hér? spuröi hún. — Já í kvöld. Rödd hans brast. Hún virti hann fyrir sér um leiö og hún gekk inn um dyrnar, sem hún hafði opnað. — Hvernig víkur því viö? spuröi hún. — Félagi minn veiktist, sagði hann og kveikti á kertastjökunum yfir arninum. Gömlu hjónin komu og settust í herbergið við hliöina á herbergi hennar. Dyrnar voru í hálfa gátt. Ungfrú Elínóra fór úr slánni fyrir framan spegilinn. Franz ætlaöi að fara, en hann beið þó með logandi Ijósiö í hendinni. Þau litust í augu í speglinum, og á svipstundu greip hann um handlegg hennar og kyssti á öxl hennar. Síðan fór hann út og fann það eitt, hvernig æöasláttur hennar var undir vörum hans. Þá greip hann óstjórnleg gleði, svo hann réði ekki sjálfum sér. Hann hló og hann söng. Hann geröi aö gamni sínu viö svefndrukkinn félaga sinn, talaöi og vissi ekki sjálfur, hvað hann sagði. Hann reikaði um gangana og sparkaöi í skóna svo þeir þeyttust til. Loks fór hann upp; hann afklæddist hátíölega, lagöi nákvæmlega hverja flík við rúmið og lagðist til svefns. Svo lá hann og brosti. Daginn eftir fór ungfrú Elínóra. Þegar hann laut yfir hana við morgunverðinn, staröi hún í augu hans og sagöi: — Við förum í dag. — Hvers vegna farið þér í dag? — Hélduð þér að ég yröi hér? Ungfrú Elínóra hló viö. Þau ræddust ekki meira viö og hittust ekki franar. Franz var sem í öörum heimi í marga daga. Alltaf rifjaði hann minningarnar upp og vann vélrænt á þeim stööum, sem hún sást ekki framar á. Hávaði, nýtt andlit vakti hann um stund, svo að hann sá salinn, stigahandriöiö, borðin og fólkið. Síðar féll hann aftur í doöa og fann til sársauka í hjarta stað. En einn góðan veöurdag vaknaöi hann og skildi aö allt var horfið fyrir löngu. Það var ekki eins og eitthvað heföi komið fyrir hann. Var þetta ekki aöeins draumur? Þegar hann vildi finna minningarnar aftur átti hann óraleið ógengna; þegar hann fann þær varö hann sljór af hrifningu yfir auöi sínum. Þá tók sjálfsdýrkunin viö. Allt hitt var horfiö. Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.