Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 2
hefur hún vakið mig til lífsins á ný." Hiö konunglega bros breikkaöi, og þaö var greinilegt, að þunglyndi þjáöi ekki lengur hans hátign. „Og þess vegna finnst mér, að ég sé sennilega fær um að lifa eins og ég var vanur foröum og ekki síöur ef til vill." Þetta var ekki ást við fyrstu sýn. Konungurinn man ekki einu sinni, hvenær þau sáust fyrst. Kynni þeirra þróuöust hægt, en Lisa Halaby vann fyrir konung- inn sem arkitekt. „Hvernig báöuö þér hennar?" spuröi ég- „Mér finnst þetta allnærgöngul spurn- ing,“ sagöi konungur þrjózkulega. „En ég spuröi hana, hvort hún gæti hugsaö sér aö deila kjörum viö mig. Hún sagöist fegin vilja það.“ Viö hvaða aðstæöur kaus konungurinn aö mæla þessi orö? Bar hann þessa spurningu fram viö dýrlegan, hátíölegan og rómantískan kvöldverð, sem fjöldi' konungsþjóna framreiddu? Bar konungur í landi hinna arabisku nátta upp bónorð sitt í stjörnuskini,.við tungslljós eða undir birtu kerta? Nei, Hussein, konungur, baö Elizabetar Halaby síödegis eitt sinn, er þau voru í hinni ófullgerðu höll, sem ætluö var gestum og hún vann að. Aö sögn konungs kom hin 26 ára gamla stúlka, sem hafði numið húsageröarlist viö Princeton-háskóla, til hallarinnar til aö bjarga málum í sambandi við bygginguna, en ílentist til að bjarga kóngi. Þaö hlýtur aö valda Lisu Halaby áhyggjum, hve oft konungur hennar hefur þurft á björgun aö halda. Hiö ótrúlega við konungdóm Hússeins er, aö hann hefur dugaö lengur en nokkur annar stjórnandi í Miðausturlöndum. Þetta met ætti meö hliösjón af öllum þeim hættum, sem konungur hefur oröiö aö horfast í augu viö, aö stuöla að því aö róa Skóladrengurinn Hussein í Harrow í Englandi. Kóngur með níu líf Hússein, konungur, hefur átt nærri því eins margar konur og Hinrik VIII og jafnmörg líf og köttur. Fjórar konur hafa gifzt honum, og miklu fleiri menn hafa reynt aö ráöa hann af dögum. Hann virðist vera persónugervingur hinnar tilfinningaheitu og tvísýnu sögu síns heimshluta. Konungurinn er nú 42ja ára, en hefur þó ríkt lengi, og á þeim tíma hefur hann sloppið lifandi frá uppreisnum, borgara- styrjöldum, samsærum, banatilræöum og eigin glannaakstri. En eigi fyrir alls löngu virtist sem honum ætlaði ekki að takast að sleppa frá örlögum ættar ’sinnar — þunglyndinu. Það velti föður hans úr konungsstóli og kom í veg fyrir, aö bróöir Hússeins yrði útnefndur krónprins. Og þunglyndi virtist vera aö leggja Hússein, konung, að velli. „Ég var aö berjast við aö komast upp á yfirborðiö," sagði konungur mér í viðtali í konungshöllinni í Amman. „Mér fannst ég vera nær magnþrota." Hinn hörmulegi dauðdagi þriðju konu hans, Aliu, flýtti fyrir þunglyndinu og magnaði það, en hún fórst með þyrlu ( óveðri. Meö missi konu sinnar virtist konungur- inn einnig missa áhuga á stjórnmálum, er friðarumleitanir fóru fram, og jafnvel á því að vera konungur. Hann varö svo þölsýnn og niöurdreginn, aö konungdómur hans var í hættu. Svo virtist sem þunglyndinu ætlaöi aö takast þaö, sem tilræðismönn- um haföi mistekizt. En þá varð konungurinn ástfanginn. „Hvernig mynduö þér lýsa Lisu Halaby?" spuröi ég konunginn og gleymdi aö nota hið arabiska nafn hennar, Noor. „Sem konu, sem breytti lífi mínu í raun og veru a sinn hátt,“ svaraöi konungur og brosti í fyrsta sinn. „Meö einlægni sinni og vitsmunum, hjartahlýju og umhyggju Hussein Jórdaníu- kóngur er sá meðal leiðtoga í Araba- löndum sem vest- rænum leiðtogum gengur einna bezt að komast í sam- band við og hefur margsýnt að hann er gegn þjóðhöfðingi og starfi sínu vaxinn Hussein varö kóngur 17 ára og stundaöi nám í akademíu hersins í Bretlandi. hina konunglegu brúöi. Henni er ef til vill hollt að minnast þess, aö eiginmaður hennar hafi verið konungur nær jafnlengi og hún hafi lifaö. Eins og val Hússeins á eiginkonum gefur tii kynna, hefur áhugi hans beinzt jafnt í vestur sem austur. Hann hefur tvisvar kvænzt vestrænum konum og tvisvar austrænum. Ég spuröi hann, hvenær hann teldi, að hann heföi verið næst dauðanum. Hann hugsaöi sig um dálitla stund, því aö þaö var um mörg atvik að velja. Síöan kvaöst hann halda, að þaö heföi veriö 1970, þegar her hans baröist viö Palestínu- skæruliöa. „Okkur var gert launsátur á leiðinni til Amman,“ sagöi Hússein og lýsti atvikum lágri röddu. Konungar þurfa ekki aö brýna röddina, til þess að á þá sé hlustáð. Þegar ég hlustaöi á frásögn konungs, fór ég að skilja það, sem Lisa Halaby haföi sagt viö fréttamenn á blaðamannafundi. „Það er erfitt," sagöi hún um unnusta sinn, „að líta á hann eins og konung." Þessi 160 sm hái maöur er ekki konunglegur, en þó hefur hann mikinn persónuleika. Mér varö þó stööugt á að gleyma aö ávarpa hann „Yðar hátign", en hann lét sem hann tæki ekki eftir því. Jórdanskur blaðamaður sagöi mér, aö hann héldi, aö konunginum heföi haldizt svo vel á völdunum að nokkru leyti af því, aö hann kynni aö tala viö Vesturlandabúa. Flestir leiötogar Araba — og jafnvel sumir forystumenn ísraelsmanna — viröast loga af öfgum og eigingirni. Eftir aö hafa hlustað á svo margar skrækar raddir á þessum slóöum, finnst vestrænum sendi- mönnum sem þeir séu komnir heim til sín, þegar þeir tala viö hinn háttvísa mann, sem Bretar kalla „litla hugrakka konung- inn“. Þegar afi Hússeins var myrtur, tók faöir Hússeins viö konungdómi. Hann hlaut nafniö Talal, konungur, en áöur en ár var liöið, var honum vikiö frá völdum vegna^ geöveiki. Þegar Hússein var í leyfi í Sviss í ágúst 1952, fékk hann skeyti frá Amman, stílaö til „Hans hátignar Hússeins kon- ungs“. Hann var þá nýorðinn sautján ára. Um viöbrögðin sagöi hann síðar: „Eg þurfti ekki aö opna þaö til að vita, að dagar mínir sem skólapilts voru á enda.“ Viöþrögö hans síöar viö samsærum hafa veriö mjög óvenjuleg fyrir mann í hans stöðu. 1958 geröi hluti hersins uppreisn gegn honum í annað sinn á einu ári. Þá endurtók hann fyrri aöferö, fór á bíl sínum til hinna uppreisnargjörnu hermanna og ávarpaöi þá. En nú bætti hann nokkru við aðferðina. Hann bað 700 liösforingja aö ganga fram, einn og einn í einu, heilsa aö hermanna sið, taka í hönd sér og heita sér hollustu. Þetta tók hálfan annan tíma. Sjö hundruð manns höföu sjö hundruð tækifæri til að skjóta hann hreint og beint, eins og afi hans haföi verið skotinn. Eftir að hafa lifaö af þaö kvöld refsaði Hússein, konungur, þeim, sem höfðu staðiö fyrir samsærinu, meö því að láta handtaka þá, senda þá síöan í útlegö, bjóða þeim svo heim og fá þeim aftur fyrri störf. Þessi háttur hefur að vonum vakiö furöu margra austur þar, en þaö er margra trú, aö hann sé ein af ástæðunum til þess, aö konungdómur Hússeins hafi enzt svo lengi. Konungurinn vildi heldur halda áfram aö vera konungur en halda áfram að vera reiður. Og þegar á allt er litið, og þó aö auðvelt sé að reka uppreisnarmann úr landi, þá er erfitt aö reka burt fööur hans og móöur, bræöur og systur, frændur og frænkur. Með því aö bjóöa hinum glötuðu sonum heim aftur hefur Hússein tekizt aö losna við langvinnar deilur viö valdamiklar fjöl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.