Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 10
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu H *í»n Hll Kl« MtkJW r jí**1 rt- CiD 0- 8«e- unC,- viOi KFoíí- l£> a -P L Æ K N ! R 3*cs' o F S A Cl T * « PL- A'C 70 'A P L. fi ro S f £ K T l R T <k ft*M e Cl ‘ci i M L E l Ð 1 E.OLU F E R F Æ T L U A L D 1 N SKo(?r turi T ÍUT» w a. B R R 'O T A Ki U R •/AJDI C.au- U N u u P fAWiH 1 J -f'.'MA r T A R A £>LJ Sfl K A R A 3W S F / -T5 T A L A N ÍPitiB N ’l A M N E V U fiíif? H E Fr’í-u D A u N ÍLLLL ifL ‘H 1 f <,T*F*R E i) ÍUOul? 'R 'o A R * AN>' HuT N) r" s 't 0 RUD K A s u. 1 M V A 5) U R -*■ H T 'A iutttA L Æ K N 1 A'1'1 L. A \ L L A P A s L A' K of?Ð A £> SíN A K A L L t T A L y T 1 N RÍT T •JT* 1 Tr A U VC A T E K T U R r«un- tfH 1 N A IHM TFU 1 Ð u fí 5k«l AR B R A <L A R TL A 'a R Hallœrisplan Framhald af bls. 5. breyttist nokkuð fjöldinn á Hallærisplan- inu þegar Tónabær var hafður opinn til reynslu, en það hafði enga úrslitaþúöingu fyrir samsöfnun unglinga í miðbænum. Staðreyndin var sú, að þeir hópar sem Tónabæ. var fyrst og fremst ætlaö að þjóna, þ.e. 17—19 ára unglingum, sóttu ekki Tónabæ, — fremur voru þaö yngri aldurhóparnir 15—16 ára. Vert er einnig að muna, að Tónabær þjónaöi miklu stærra svæöi en Reykjavík eingöngu. Unglingar úr nágrannabyggöunum sækja til Reykjavíkur og er út af fyrir sig umhugsunarvert fyrir reykvíska skatt- borgara, hvort þeir eigi að halda uppi samkomustöðum fyrir unglinga nágrann- anna, þótt þeir séu alls góös maklegir. Eðlilegra væri aö skattþegnar bygðanna bæru kostnað við að leysa þessi mál fyrir sína unglinga heima fyrir. En eins og ég vék að áðan er nú um lítiö samkomuhúsnæði að ræða fyrir fólk undir 20 ára aö minnsta kosti í miðborg- inni. Þess vegna eru ekki önnur úrræði fyrir unglinga, sem kjósa að safnast þar saman en aö vera utan húss. Þannig er Hallærisplanið til oröiö." Mundu smærri veitinga- og samkomu- staöir í úthverfum geta leyst Hallærisplan- ið af hólmi líkt og reynslan sýndi að dreiföar áramótabrennur gerðu fyrir tiltölulega fáum árum? „Úthverfin ættu vissulega að bjóða upp á miklu fleira í þessu sambandi en þau gera nú og veröa sjálfstæðari að því leyti en þau eru. Við stefnum að því í Æskulýðsráði að koma upp samkomu- stöðum fyrir unglinga í úthverfunum. Má minna á aö Fellahellir og Bústaöir eru opnar félagsmiðstöövar og verið er að byggja upp svipaöar stöðvar í Árbæjar- hverfi og við Sæviðarsund. En ég álít að úthverfin geti aldrei leyst þetta hlutverk sem félagslegur miðpúnktur. Þau leysa ekki þörf fólks og þá einkum ungs fólks fyrir aðstöðu til að koma saman í miðborginni. Um áramótabrennur má segja, að dreifing þeirra hafi sýnt, hvernig hafa má áhrif á einn tiltekinn atburö og sama hugsun liggur þar aö baki. En þaö er ekki sambærilegt við Hallærisplaniö. Þar er um að ræða samkomuhald svo að segja daglega árið um kring. Um það gegnir öðru máli og er flóknari vandi að leysa en óeirðir á gamlárskvöld, þó þar hafi vel tekist." Heyrt og séð á Hailærisplaninu Hvað hafa unglingar sem halda sig á Hallærisplaninu um þessi mál að segja? Til þess að kynnast því nokkru nánar og sjá meö eigin augum þetta afsprengi okkar „Víkursamfélags" tók ég það ráð að eyða þar einni kvöldstund eða frá kl. 11.30 til kl 2 e.m. Ekkert er því til fyrírstöðu að eldri borgarar hafi viödvöl á svæöinu, öllum er heimill aðgangur, engum dyrum lokað fyrir vissum aldurs- flokkum. Hafi ég verið uggandi um hvernig nærveru minni yrði tekiö, komst ég fljóct að raun um að sá fjölmenni og föngulegi hópur ungs fólks, sem saman kominn var í miðbænum þetta laugar- dagskvöld, hafði ekkert viö nærveru eldri borgara að athuga. Fara hér á eftir svipmyndir af samtölum viö nokkra unglinga. Vestast í Austurstræti tók ég tali unglinga, sem þar stóðu í hóp. Þau reyndust vera frá Hafnarfirði. Öll eru þau í skóla að undanteknum einum félaganna, sem er í námshléi og vinnur hjá símanum. Þau sögðust koma hingað á Hallærisplan- ið öðru hvoru. Þau komast hvergi inn á skemmtistaði á laugardagskvöldum „Við komum hingað til að hitta fólk. Það er alltaf möguleiki að út úr því verði partí seinna. Nei, ekki með krökkum frá Reykjavík, þau veröa að vera úr Hafnar- firði. Krakkar úr Hafnarfirði vilja skemmta sér saman. En þar er ekkert aö gera á kvöldin fyrir 16—18 ára krakka. Við komumst hvergi inn á skemmtistaöi á laugardagskvöldum, ekki heldur þá lélegustu síðan Tónabæ var lokaö. Hvaö eigum að gera? Hanga heima og horfa á sjónvarpið?" Hvernig ætti góður skemmtistaöur við ykkar hæfi að vera? „Okkur vantar ekki einn stað heldur fleiri smærri staði, þar sem ekki væri reiknaö meö fleiri hundruö manns í mat eins og flest samkomuhús í borginni gera. Á svona litlum stöðum þyrftu vínveitingar ekki að vera neitt skilyröi, en að þar væri nægt aö vera inni og dansa til kl. 2 á laugardagskvöldum, helst líka á föstu- dagskvöldum. Líka mætti hafa diskótek í úthverfunum." En var ekki diskótek í Tónabæ? „Tónabær var mjög lélegur staöur. Það er ekki nóg fyrir fólk á okkar aldri aö hafa bara diskótek eða hljómsveitir til að spila fyrir dansi, sem fáir eða engir nenna að taka þátt í. Viö þurfum stundum aö hafa frelsi til aö smakka smávegis vín þegar svo stendur á; sumir eru þannig gerðir, aö komast ekki í skap til að skemmta sér án þess, hvort sem þeir eru 16 ára eöa eldri. Best væri að fólk á aldrinum 16—20 ára fengi aö skemmta sér með þeim sem eldri eru en ekki aö stía í sundur eldri og yngri aldurshópum eins og gert er. Og krakkarnir hér á Hallærisplaninu drekka vín hvort sem er. En þeir eru bara síst verr á sig komnir en fulloröna fólkiö, sem við sjáum vera að koma úr samkomuhúsun- um og víöar; en þaö eru ekki unglingarnir, sem sækjast mest eftir að vera út áf fyrir sig, heldur eldra fólkið. Hverjir útiloka okkur frá samkomuhúsunum nema þeir eldri?" Einn félaginn í hópnum hefur verið í siglingum og komið á Hallærisplaniö í kóngsins Kaupmannahöfn. „Þar gátum við fariö á almenna skemmtistaði, sýndum bara nafnskírteini. Þar var hægt að fá bjór.“ Hann telur að nokkrir smástaðir eða krár í Reykjavík mundu ieysa þennan vanda ungs fólks. En þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.