Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 5
Indriði G. Þorsteinsson Fylgdarmaöur Hann var eins og haustbylur haröur í augum og hrjúf var hans rödd. Hestur hver dauöur og hrollur í öræfataugum. Þó var kaldakvísl kvödd. Skaröasúgurinn rist haföi manninn rúnum þegar reiö hann um fjöll. Þrjátíu hesta hann rak aö rannsóknum búnum norður í sandbyl og mjöll. Úr Fljótshverfi hélt hann og allt til Eyjafjaröar í einum hvínandi þveng. Þá var ei hugsaö hvort hestur næöi til jaröar. Þá var súgur af dreng. Á vöðum, í giljum og víöfeömum sprengisöndum veltist hann dægrin löng. Og stökkiö buldi á auðnum og öræfalöndum svo grundin söng. Þá lyftist hinn þreytti og horföi til sinna hesta hamingjusamur viö þaö aö sjá úti á sandinum laufaskurö trússalesta á leiö í næturstaö. Sóleyjarhöfðavööin voru honum enginn tálmi og varla Jökulsár Hann baöst ekki fyrir né eýddi í árnar sálmi þótt sandbleyta teppti klár. Er heimreiðir duna undan hestum langferöalaga og hleypt er um tún, þá er þar komin af öræfum svaðilsöm saga um Sigurö frá Brún. Þar var hann konungur hests og alls heimsins. Hlýjuöu gæöings spor. Hvort þeysir hann enn um útsæ bláfjallageimsins? Maöur meö seiglu og þor. hafa samið aö minnsta kosti tímabundinn friö viö lög og reglur, sem hinir eldri borgarar hafa sett málefnum yngri kynslóöarinnar. Þeir sem þessar reglur hafa ákveöiö viröast einnig hafa fyrir sitt leyti sæst á ástandiö eins og það er á Hallærisplaninu. Láta mun nærri aö þetta sé í grófum dráttum sú yfirborðskennda vitneskja sem almenningur lætur sér nægja um aðdraganda aö tilvist Hallærisplansins. Er þá átt viö þá borgara, sem náð hafa tvítugsaldri en þaö er löglegur aldur til aö mega koma saman og gera sér dagamun á almennum skemmtistööum meö vínveit- ingum á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem menn nú nota sér þau forréttindi eöa ekki. Gera má ráö fyrir aö hinn almenni borgari sé álíka hlutlaus um aögeröir borgaryfir- vaida í málefnum þeirra aldurshópa, sem Hallærisplaniö sækja svo lengi sem tíöindalítiö má heita á þeim vígstöövum. Könnun Útideildar á Hallærisplaninu Útideild er starfshópur sem hóf störf á vegum Félagsmálaráðs og Æskujýösráös Reykjavíkurborgar á árinu 1976. í sept sl. birtist skýrsla deildarinnar fyrir tímabiliö maí '77 — ág. '78. Skýrsla þessi er 30 fjölritaöar síöur og fjallar um störf og tilgang Útideildar. Starfshópnum er ætlaö að veita reykvískum unglingum á aldrin- um 12—18 ára aöstoö ........... í því umhverfi, sem þau dvelja í hverju sinni ...“ Aðstoöin er margvísleg eöa allt frá því ... aö hjálpa unglingi til aö finna lausn á vandamálum sínum ... til þess aö fylgja unglingum, sem ekki þora aö fara einir heim og vera þannig stuöningsaöili fyrir hann og um leið alla fjölskyldu hans ...“ eins og segir m.a. í skýrslunni. Þar koma fyrir félagsleg vandamál unglinga í heild og í ýmsum myndum. Rit þetta er hiö fróðlegasta og öllum tiltækt, sem áhuga hafa á efni þess. Taka má fram aö starfsemi Útideildar er ekki síöur fyrir- byggjandi starf, sem unniö er bæöi meö hópum og einstökum unglingum. í nefndri starfsskýrslu er gerö grein fyrir könnun, sem starfsfólk Útideildar geröi á fjölda unglinga á Hallærisplaninu frá kl. 23.00 tii 3.00 föstudags- og laugardags- kvöld í júlí sl. Fyrir þá sem ekki gera sér grein fyrir staðháttum nákvæmlega og miöa jafnvel viö „gamla rúntinn" eins og hann var á dögum eldri borgarbúa, má taka fram aö könnunin fór fram á svæði, sem afmarkast af Pósthússtræti, Austur- stræti, Aöalstræti, en innan þess liggur Hallærisplaniö, Fógetagarðurinn og Austurvöllur. Könnunin leiddi í Ijós, aö um 2000 unglingar heföu haft lengri eöa skemmri viödvöl á svæöinu á tilteknum tíma umrædd kvöld. Ennfremur kom fram aö 46,8% unglinga, sem svæðið sóttu voru úr nágrannabæjum Reykjavíkur, þ.e. Kópa- vogi, Garöabæ, Hafnarfiröi, Mosfellssveit, Seltjarnarnesi og öörum byggðum. Þá reyndust 87,3% unglinganna vera á aldrinum 14—18 ára en 12,7% í öörum aldursflokkum. „Aðstaöa unglinga til skemmtana önnur og verri en ffyrir tveim áratugum“ Nú vaknar sú spurning, hvaöa nauöur reki þessa 2000 unglinga til að rangla einmitt um þetta tiltekna svæöi í leit aö félagsskap, hvort hvergi sé í allri okkar borgarmenningu betur viöunandi staöur fyrir þennan útigangshóp? Hinrik Bjarna- son framkv.stjóri Æskulýösráðs Reykja- víkur er trúlega einn þeirra manna, sem kunnugastir eru þeim málum. í stuttu samtali haföi hann m.a. um þetta aö segja: „Ég álít aö sú tilhneiging ungs fólks aö safnast saman í miðborginni sé mjög eölileg. Þaö hefur veriö svo gegnum árin hér í Reykjavík, hvort sem þetta sam- komusvæöi hefur veriö kailaö „Rúnturinn" eöa Hallærisplaniö. Sjálfur minnist ég þess frá árunum í kringum 1956. En munurinn fyrir okkur sem vorum á þessum aldri þá, var sá, að á þeim árum voru um 20 lítil kaffihús í miöbænum, þar sem hægt var að fara inn, frá sér kaffi og sitja inni til kl. hálf tólf og rabba saman. Það mundi unga fólkið nú einnig nota sér ef sömu aöstæður væru fyrir hendi. En þessir litlu notalegu staðir eru horfnir. Vissar breytingar hafa valdiö því aö þetta húsnæöi er nú notað til annarra hluta, en fólkiö hefur ekkert breyst: Það hefur þörf fyrir aö safnast saman og finna sinn félagslega miöpunkt og hann er fyrir hendi í flestum borgum. Á það má benda, að þær borgir sem ekki hafa þennan félagslega miöpunkt hafa liðið fyrir þaö; viö eigum aö láta okkur vel líka aö Reykjavík er ekki þannig sett. En þaö þarf aö gera aöstööuna aðlaðandi og eðlilega til aö þjóna þessum tilgangi. Ég álít aö veitingahúsamenningu okkar hafi stórum hrakað aö þessu leyti á seinustu áratugum. Að vísu eru í Reykjavík stór og tiltölulega glæsileg samkomuhús, sem eru með þeim stærstu í Norðurálfu. Hins vegar eru ekki nema sárafá lítil og hugguleg veitingahús, sem bjóöa skynsamlega verðlagningu og þjónustu þar sem foreldrar og börn gætu notiö í rólegheitum veitinga og samveru- stundar utan heimilis aö kvöldi dags. Samkomuhúsin eru hér miklu fremur orðin einskonar skemmtifabrikkur, sem útiloka börn og unglinga. Þaö er allt gert til aö stía í sundur aldursflokkum, og þaö er fulloröna fólkiö sem gengur best fram í því.“ Tónabær og Hallærisplaniö Um tildrög og reynslu af rekstri Tónabæjar segir Hinrik: „Tildrögin voru þau aö veitingahúsið Lídó var til sölu skömmu fyrir 1970. En þá eins og oft áöur voru skemmtanamál unglinga mikiö til umræöu. Löglega höföu þeir ekki í mörg hús aö venda þá fremur en nú. Aðferðir þeirra til aö komast inn á almenn veitingahús í óleyfi voru hins vegar þær sömu og enn eru. Stofnun Tónabæjar þótti þá líklegur valkostur til þess aö leysa þessi mál fyrir fjölmennan hóp unglinga. Reynslan varö þó ekki eins gert var ráö fyrir. Þó átti Tónabær sín góöu en einnig slæmu tímabil. Eins og reyndar flestir aörir skemmtistaöir kom hann og hvarf aftur úr tísku. Ef vel heföi átt aö vera þurfti að endurnýja staöinn; hann var búinn aö vera of lengi í sama formi. En til þess þurfti fjármuni. Það var aöallega vegna minnkandi aðsóknar og nokkurra átaka viö unglingana aö nauösynlegt reyndist aö loka Tónabæ, fyrst tímabundiö á árinu '77 og síðan að fullu fyrri hluta árs '78.“ Hvenær kemur Hallærisplaniö til sög- unnar? „Þaö má segja aö Hallærisplaniö hafi tekið á sig núverandi mynd fyrir um baö bil tveimur til þremur árum. En þaö er misskilningur aö þaö hafi sprottið' upp úr Tónabæ, eöa af lokun hans. Aö vísu Framhald á bls 14 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.