Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 7
í heimsborginni Reykjavík giitra götur af fjölskrúðugu mannlífi, sem speglar nútímann í öllum margbreytileik sínum. atburði í fjarlægum löndum. Og þótt hver einn vegi kannski ekki þungt, eru það slíkir þegnar sem halda uþþ menningar- umræðu í þróuðu samfélagi. Mér koma í hug þeir Platón, Sókrates og Gorgías. Ég má til með aö lesa þá einhvern daginn. III. í heimsborginni Reykjavík glitra götur af fjölskrúðugu mannlífi, sem speglar nútímann í öllum margbreytileik sínum. Það er ótrúlegt aö þessi glæsta fjöld skuli allt vera landar manns, — hvað er orðiö af sveitalubbunum og tætingsliöinu? Hér spígsporar ungur heimsborgari í rykfrakka með regnhlíf, glæsikona klædd af kunnáttu og smekkvísi tiplar yfir götu, og meira að segja unglingarnir eru augnayndi í nýjustu dansbúningunum. Á undan mér rekast tveir tiginmenn illa saman og urra hvor viö öðrum. Örugglega útlendingar. Og þegar ég stend hér og lít þau ágætu sýnishorn heimsmenningar á eynni í norðri, verður mér hugsaö til þeirra veslings manna sem láta lokkast af bláma fjarlægra fjalla og hendast út í lönd aö höndia heimskúltúrinn. Því sú dýrðin hefur löngu þyrlast hingað í þeytingi nútímans og sezt á þaö sem fyrir var. ísland er nútímalegt menningarsamfélag. Ég rölti af staö, og óöar en varir leika um vangana þvílíkir straumar úr búðar- gluggum sem taka af allan efa. Nýsveiflu- tónlist aö vestan kastast yfir strætið, — ekki sú allra nýjasta, enda sýna íslenzk ungmenni þann þroska að hlaupa ekki hugsunarlaust á eftir tízkunni, heldur tifa þau íhugul á eftir henni. Næsta heimilis- tæki, myndsegulband til heimanota, skýtur brosandi upp kollinum í hverjum glugga á fætur öðrum, og bókaverzlanir bjóöa nútímalausnir á lífsgátunni, svo sem þá, hvernig lífsfylling fæst af frjálsu kynlífi. Vert er að íhuga hvernig líf manns sjálfs öðlast dýpri merkingu viö það eitt að því er lifað í háþróuðu umhverfi. Ég brosi næstum. í næsta glugga er maður að hreinsa burt brotna rúðu. Ég klofa flöskubrot á gangstéttinni og sparka óvart um verkfærakassanum hans um leið og ég kem auga á sjónvarpsþulu handan götunnar. Hún er bara ósköp venjuleg að sjá svona úti við. Fróðleiksfýsnin dregur mig loks að dyrum annars kaffihúss. Þar sitja ungir menn með nýtt blóð og ný viðhorf. Kynslóðin sem tekur við. Ég hrífst að því sem þeir segja en verð stundum svolítið feiminn við vizku þeirra. Þeir fyrirlíta hugsunarhátt samfélagsins, lífsfirringuna og innihaldslaust líf. Sérstaklega einn þeirra, en mér er sagt hann eyði deginum óskiptum í að sneiöa hjá ríkjandi gildismati. Ég sezt út í horn og hlusta meö athygli á umræðurnar. Ungu mennirnir viö næsta borð ræða ýmsar bókmenntastefnur og höfunda sem þeir eru að fara að kynna sér. Þegar ég sé áhugann í augunum verður mér hugsað til þeirrar kostulegu stundargrillu minnar í æsku, að finnast samtöl fánýt iðja. Fánýt? Hvers vegna minnast þá allir mestu spekingar sögunn- ar sífellt samtala við hina og þessa? Við annaö borö eru menn ýmist búnir eöa alveg að fara að sjá mánudagsmynd- ina. Einn fær á baukinn fyrir aö efast um ágæti Fassbinder, og þaö er ákveðið aö hann skuli sjá myndina aftur. „Láttu mig vita þegar þú ferð.“ Fassbinder, já. Ég má til meö aö sjá hann einhvern daginn. Og aftur leikur velliðan um leikmann og hugurinn leitar til franskra málverka frá 19. öld. HHH. Ljööfröliönumtíma Siguröur Júl. Jöhannesson Á SUMARDAGINN FYRSTA Þaö vaknar allt af svefni á sumardaginn fyrsta og signir sig mót austri og þyrstu brjósti teygar úr loftsins djúpu skálum þær lífs og kraftaveigar, sem Ijóssins andi veitir á sumardaginn fyrsta. Og Ijóssins andi svífur á sumardaginn fyrsta á sólskinsmjúkum fjöörum til smæstu og stærstu heima, meö vængjafylli af lífi í gegnum loftsins geima og gleður ailt, sem bærist, á sumardaginn fyrsta. Hann snertir kaldan svöröinn á sumardaginn fyrsta og sæng hins minnsta frækorns hann endurvermast lætur; hann skapar því í moldinni þroskaráö og rætur og reisir þaö frá dauðum á sumardaginn fyrsta. Hver lífræn tunga syngur á sumardaginn fyrsta í samfagnandi tónum, er viökvæm hugsun blandar; og söngnum fylgir kraftur sem berst frá strönd til strandar og stígur upp til himins á sumardaginn fyrsta. Og þaö er eins og sál vor á sumardaginn fyrsta meö sigurvaldi rísi, til 'æöra skilnings vakni; sem andi vor sé fleygur, sem höft og hnútar rakni og himinninn sé opinn á sumardaginn fyrsta. Siguröur Júl. Jóhannesson fæddist á Læk í Olfusi 1868, gekk menntaveginn, tók próf í forspjallsvísind- um frá Latínuskólanum í Reykjavík 1898 og stofnaði pá barnablaðið Æskuna með öðrum aðila og var ritstjóri Dagskrár. Hann fluttist til Vesturheims 1899 og lauk prófi í læknisfræöi í Chicago 1907. Geröist hann læknir í íslendingabyggöum í Manitoba og naut mikillar ástsældar. Þar var hann ritstjóri blaðanna Dagskrár II, Lögbergs og Voraldar. Þrjár Ijóðabækur komu út eftir hann. Hann lézt í Winnipeg nærri níræður, 1956. Birgir Sigurösson rithöfundur Ruglöruglofan í 2. tbl. Lesbókarinnar 13. janúar síöastliöinn birtist grein eftir Jón Ólafs- son. Þessi grein hans er andsvar við grein minni í Lesbókinni 5. nóvember. Grein Jóns Ólafssonar er ekki svara- verö. En ég hlýt þó aö láta í Ijós undrun mína yfir þessum manni. — Sjáandi sér hann ekki, heyrandi heyrir hann ekki, lesandi ólæs. Hann hefur „séð“ leikritiö Skáld-Rósu og „lesið“ þaö. Útkoman er göldrum fík: — í leikritinu eru m.a. tvö hlutverk; Vinnumaður og svonefndur Slæmurmaður. Þessi tvö hlutverk eru skýrt aðgreind í hlutverkaskrá og leikin af tveim leikurum í sýningu leikritsins. Jón Ólafsson gerir sér lítið fyrir og steypir þessum tveim hlutverkum saman í eitt!!. Með þennan bastarö að vopni, sem hvergi er tii nema í formyrkvuöu höföi hans sjálfs, ræðst hann að leikritinu og mér, m.a. með svofelldum orðum: „Raunveru- lega er þetta ólýsanlegur andlegur sóðaskapur, sálsýkislegur, lostafullur kynhvataofsi, sem misbýður öllu mann- legu siögæði og hrekur manneskjuna á lægra stig en flest önnur dýr náttúrunnar"... slæmi maðurinn er geröur aö ógeöslegri djöfullegri skepnu og samfarirf!!) hans og Rósu verða að einum djöfullegum hápunkti skáldskapar ofannefnds leikritshöfundar"......Það er hann sjálfur (þ.e. höfundurinn — innskot mitt), sem er slæmi (vondi) maðurinn"... „Þaö er hans eigin sál sem speglast í öllum þessum djöfulskap." Upp úr þessu hatursrugli Jóns Ólafs- sonar sprettur síðan hótun um málsókn á hendur mér fyrir aö hafa skrifað leikrit- ið!!— Lái mér hver sem vill: Ég álít þennan mann ekki verðan svara. En lesendum til fróðleiks vil ég hinsvegar upplýsa að Slæmurmaður hefur aldri samfarir við Rósu í leikritinu. Þau hittast ekki einu sinni. Og Lækjarmóts-Jón er ekki að neinu leyti fyrirmynd hans. Það er ekki annað er heilaspuni Jóns Ólafssonar. Ég upplýsi ennfremur að ég og margir aörir hafa bent á sagnfræöilegar staðreyndir um veru Rósu á Ketilsstöðum og á Svalbaröi. Ég hef engu þar við að bæta. Hver maöur meö óskerta dómgreind er fær um að draga réttar ályktanir af þeim. Hrísey 14. janúar 1979. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.