Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Blaðsíða 7
ryksuga. Á eftir fylgdi nánast óprenthæf athugasemd, sem var efnislega á þá leið að ég ætti að „hundskast til að ryksuga“, en ég hef nú einu sinni þann sið að taka dónalega sögðum athugasemdum dóttur minnar með mjög litlum velviija. Ég benti henni því mjög vinsamlega á, að vasa- peningarnir gætu minnkað, með vaxandi ryki. Við þessu átti Soffía ekkert svar, enda stendur hún mér ekki á sporði í hnyttnum athugasemdum. Hún ryksugaði því þegjandi og hljóöalaust, en með þennan líka óþolandi fýlusvip á andlitinu. Og þannig leið fyrsti dagur konunnar á sjúkrahúsi. Morgundagurinn rann upp, bjartur og fagur, Eiríkur grét á móður sína og öll vantaði okkur morgunmat. Ég hringdi því í skólann hennar Soffíu og sagði aö hún væri lasin, og svo sló ég á þráðinn til heildsölunnar minnar og tilkynnti að ég myndi koma mjög fljótlega upp úr hádeg- inu. Soffía kom með enn eina óprenthæfa athugasemd þess efnis að ég gæti smurt mér brauösneiö sjálfur, en ég var of þreyttur og illa fyrir kallaöur til aö geta látiö mig þaö nokkru skipta. Alveg er þaö makalaust hvað unglingar geta verið foreldrum sínum erfiöir. Ekki hugsaöi Soffía um það eitt andartak, að mér liði kannski illa vegna þess að konan væri á sjúkrahúsi, vegna þess aö hún væri fjarri traustum maka sínum, einmana, hrygg og leiö á hvítri sjúkrastofu í sótthreinsuöum sængurfötum. Nei, það var greinilega ætlast til of mikils af fimmtán ára táning. Ég ákvaö því með sjálfum mér, að láta þessa athugasemd fljúga inn um annaö eyraö og svo hraðbyri út um hitt. Viþ gleyptum í okkur morgunveröinn með góðri lyst. Öll nema Eiríkur, sem enn grét hástöfum af söknuði yfir móður- missinum og Soffía, sem var í fýiu út í mig og gat því ekki sinnt eigin svengd. Ég reyndi að hugga Eirík með munninn fullan af mat, og sagöi að mamma kæmi heim eftir bara tíu daga, en hann grét bara enn hærra. Þegar ég var búinn aö kyngja matnum, sagði ég honum aö hafa ekki áhyggjur, ég skyldi sjá fyrir honum meðan mamma væri í burtu, en þá varð hann stjórnlaus af harmi. Þá varð ég alvarlegur á svip, hvessti brýrnar og sagöi aö hann væri vondur krakki, aö geta ekki unnt mömmu sinni þess aö fara á sjúkrahús til að henni batnaði. Þá fór Eiríkur inn í herbergið sitt og skellti hurðinni, sem ég hafði borgað, harkalega á mig. Aldrei hætti ég að furöa mig á hvað unga kynslóöin svokallaða getur verið óhemju vanstillt, þó eitthvað smávegis bjáti á. En það verður víst bara að taka því. Hvað sem því líður var þetta þokka- legasti morgunmatur hjá Soffíu, og það sagði ég líka móður hennar þegar ég heimsótti hana á spítalann. Hún var að farast úr áhyggjum, en ég held henni hafi orðið dálítiö rórra við þessi tíðindi. Þegar ég sagði henni að Soffía hefði líka búiö til bæöi hádegismat og kvöldmat, þrifið, ræstað og vaskaö upp, lét hún sér nægja að hafa áhyggjur af skólanámi Soffíu, en ég róaöi hana með því að Soffía væri greind stelpa og þess vegna hefði ég fengið frí fyrir hana þessa tíu daga sem hún yrði á spítalanum, svo stelpan gæti sinnt heimilinu af einhverju viti. Þá versnaði konunni snögglega, og hjúkrunarkonan sagði mér að fara, sem ég og geröi. Það á alltaf aö fara eftir því sem hjúkrunarkonur segja, annars er aldrei að vita upp á hverju þær geta tekið. En heima leið okkur öllum vel. Eiríkur litli grét að vísu nær stansiaust og var með samanherptan sorgarsvip þess í milli og skapið í Soffíu versnaði hraðar en krónan fellur. Og það verð ég að segja alveg satt, að mér var það hulin ráðgáta, hvers vegna hún var svona fúl og snúin. Hún hefur kannski haft einhverjar áhyggjur af móöur sinni, og það er ekki nema eölilegt, finnst mér. Ég reyndi því að dreifa áhyggjum hennar meö því aö láta hana hafa nóg aö gera á heimilinu, og baö hana að fara meö allar motturnar út á terass og slá úr þeim rykið. Það gerði hún meö hangandi hendi. Næst baö ég hana að fara út með ruslið. — Geturöu ekki fariö sjálfur út með rusliö, hreytti hún mjög óvingjarnlega út úr sér. — Það er nú meira um vert, Soffía mín, aö þú takir tii hendinni og lærir að hugsa um eitt heimili, sagði ég. Annars vill þig kannski enginn karlmaður og blístrar á eftir þér á götu á fölskum forsendum. Það væri ekki gaman, Soffía mín. Ég hef Soffíu grunaða um aö lesa róttæka bæklinga frá Rauðsokkum eöa álíka miðjuhópum, því hún hætti aö banka úr mottunum, henti bankaranum á terassgólfiö og strunsaöi í burtu. Hún fór inn í húsið, ég heyrði hana fara inn í fataskáp og grunaöi hún væri aö ná í úlpuna sína, síöan heyrði ég útidyrahurð- inni hinum megin í húsinu skellt mjög ónærgætnislega. Ég hljóp á eftir henni, en varð of seinn, enda er ég ekki í alveg eins góðu formi og ég var á mínum yngri árum, þegar ég fór fimmhundruð metrana á mjög skömmum tíma. En Soffía hafði náð strætisvagninum og var nú greinilega á leið eitthvað niður í bæ. — Hvað um þaö, hugsaöi ég með sjálfum mér. Hún jafnar sig um það leyti sem hún á að koma heim og búa til kvöldmatinn. Ég ákvað að slaka á yfir góðri bók, og náði í bókina „Ættir mínar og gamansögur af þeim" eftir Bárð á Kálfsfelli. Það er góð bók og skemmtileg, sem hver íslendingur á ekki að láta framhjá sér fara. En tíminn leið, klukkan var orðinn margt, Eiríkur búinn að gleyma mömmu sinni fyrir hungri og Soffía ókomin. Hún hafði ekki hringt, né látið neitt af sér vita. Ég fylltist undrun, kvíða og áhyggjum. Hringdi í nokkra vini hennar, sem höföu ekki heyrt neitt af henni, síöan í nánustu ættingja, sem höfðu ekki séð hana í lengri tíma, enda er Soffía ekki ættrækin að eöiisfari. Þá hringdi ég í mömmu, og vift Eiríkur fengum að skjótast til hennar og hún lofaði aö búa til einhvern mat ofan í okkur. Guð blessi mæðurnar. Meö kveöju til lækna og starfsfólks, Alfreð Böðvar. Ljóð frá liðnum tíma Hin eilífa leit Hvað ertu maður, eirðarlausi andi? Ókunnur gestur pínu föðurlandi? Hvað er pín leit aft láni, frægð og auði? Launin, sem bíða: prot og fall og dauði? Hlauparans brjóst af mæði í marki springur. Morftinginn síðast eigið hjarta stingur. Fullhuginn efst af Himalaja hrapar. Hamingjan sínu lokaveði tapar. Kappinn, sem berst og eignast lönd og álfur, endar með pví aft verða minnstur sjálfur. Myndin, sem geymist helzt, er hinzta vörnin. Heimurinn bekkir Waterloo og örninn. Þá sem að djarfast leita á hafsins leiðir, líkblæjur sínar hrönnin yfir breiftir. Svifhæsta vænginn engin ábyrgð styður. Ámundsen flaug og sökk í djúpið niftur. Pétur Beinteinsson fæddist á Litia Botni i Botnsaai i Hvamroi íauo, en ólst upp í Grafardal og kenndi sig löngum við pann bæ. Síðustu árin sem hann hélt heilsu, átti hann heima á Geitabergi og Draghálsí í Svína- dal. Síðustu Þrjú ár ævinnar var hann vistmaður á Vífilsstöðum, oft þungt haldinn og dó Þar sumarið 1942, aðeins 36 ára. Pétur nam brúfræöi við bændaskólann á Hvanneyri. Hann fór ungur að yrkja, en hugur hans stóö framar öllu öðru til skáldskapar og búskapar. Eftir hann liggur fjöldi Ijóða, sem út voru gefin í bók 1951. Þar eru einnig Ijóö, sem Pétur Þýddi, m.a. eftir Poe og Baudelaire. Hugsjónir, náttúruást og Ijúfsár tregi einkenna Ijóð Péturs. Tvær systur Péturs, Halldóra og Sigríður, eru kunnar fyrir skáldskap og bróöir hans er Sveinbjörn skáld á Draghálsi. — Ennpá skal stýrt f sortann út á sundið, sótt á Þau mið, sem enginn hefir fundið; ennÞá skal bratta og háa hamra klífa, í himininn upp á nýjum vængjum svífa. Að leita er allt, en lítilsvert aö finna. Lífið er slökkt í fylling vona sinna. Snauður er sá, sem eignast allan heiminn auðugir peir, sem leita um víöan geiminn. Ryðja skal merkur, byggja brýr og vegi, brjóta Þeim leið, sem fagna næsta degi. Starfsglöðum lýð, sem auðn í akra breytir, ávöxtinn stærsta grafna pundið veitir. Aldrei skal hika; hættan lokkar, seiöir, hugrekkið finnur alltaf nýjar leiðir. Öllu skal fórnaft, Iffið lagt aft veði, Leitin er mannsins eina sanna gleði. Er lífið Þá afteins leit aft falli og tapi, lögmálið eitt: að sérhver stjarna hrapi? Hefir Þá enginn æðri máttur völdin, sem ætlar pér nýja leit á bak vift tjöldin? Hvað hefir innsta örsmæð pín að hylja, alvizkusmíð? Er list pín helzt aö dylja? Hvað hefir yzta útsýn Þín aft geyma? Endalaust stærri, fegri og betri heima? 1934 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.