Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Blaðsíða 14
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu Trúin og efinn Framhald af hls. II. Ný grafíkmynd eftir Björgu: Oddhvöss form, sem gefa hugmynd um skýjakljúfa og standa uppúr feiknarlegu hafi af skyrtum. Á annarri mynd eru skýjakljúfar fullir af skyrtum. í grafíkmyndum frá eldri tíma, tetlir Björg saman andstæöum náttúruforma á móti því manngerða. Maður ímyndar sér sæbarið grjót annars- vegar, en forhliðar stórbygginga úr áli og gleri hinsvegar. Björg nefnir, að sér hafi oröið drjúgt til áhrifa að ferðast, lesa, umgangast starfs- bræður og annað fólk, — jafnvel að vinna í garðinum. En sjálf vinnan viö myndlistina leiðir þó af sér flestar hugmyndirnar. Áöur hefur Björg unnið við kennslu jafnframt heimilisstörfum, en var fegin að geta hætt því. Kennsla getur verið skemmtileg, en er mjög krefjandi og lítiö um afgangsorku þegar heim er komið frá dagsverkinu. Björg hefur fengið starfslaun, sem komu sér vel og kærkominn styrk frá franska ríkinu, sem dugði henni til starfsdvalar um tveggja ára skeið í París. Björg á eina dóttur barna og tók hana með sér í Parísardvölina fyrir átta árum. Björg: „Það hefur reyndar komiö fram áöur í viötali einhversstaðar, að ég fór fyrst að mála stórar myndir í París. Ástæðan var sú að ég fékk mjög rúmgóða vinnu- stofu, þar sem við bjuggum. Venjulegar myndir urðu eins og frímerki í þessu gímaldi og m.a. þess vegna fór ég að vinna stórar myndir. í alla staði hafði ég ómetanlegt gagn af þessari dvöl og leið þar vel. Einstaklingurinn hefur að sumu leyti meira andlegt frelsi í hafi milljón- anna en undir smásjánni hér heima, sem fylgir þessu starfi. Gísli Sigurðsson. Grasgarður og eðla rðs Framhald af bls. 12 En þetta vissi séra Bjarni Gissurarson í Þingmúla, systursonur herra Odds, þegar hann stóð árið 1671 frammi fyrir þeim vanda að hugga séra Stefán Ólafsson í Vallanesi, bróðurson herra Odds, er Stefán hafði misst dóttur sína Kristínu, 14 ára gamla. Og þessi vitneskja varð að kvæöi, sem sannarlega varð fyrir ofan meðallag í kveðskap. Þrungiö af mynd- máli blasir þaö viö lesandanum í handrit- um, því að aldrei hefur það prentað verið, svo að ég viti til. Séra Bjarni bindur allt kvæðið saman með bókstafa kransi. Fyrsti og síðasti stafur hverrar vísu mynda aö lokum eina setningu. Kristín Stepánsdóttir, Guðs Rósa. Þannig mynda erindin 1 — 10 orðin Kristín Stepánsdóttir, 11 og 12. erindi Guðs. En 13. — 16. er mynda meö upphafsstöfum einum orðið Rosa. Séra Bjarni leggur í upphafi út af guðspjallinu 3. sunnud. eftir þrettánda, um víngarðinn ( Matt. 20,1 — 16.). En fyrr en varir er hann farinn aö lýsa eiganda aldingarösins, sem tínir fegurstu liljurnar og rósirnar í garöi sínum og fyllir herberg- in í húsinu með dýrum ilmi. Fyrstu fjögur erindin lýsa ásigkomulagi lystigarðs kristninnar, þ.e. Kristínar hinnar miklu. En með sjötta versi hefst sjálf æfisaga Kristínar, hinnar litlu Guós Rósar. „ Páfugla yfir prýöiróm / plöntuð var liljan smá. í áttunda erindi hefst dauöastríöiö, þar sem gráti barnsins og þjáningum og fyrirheitum Frelsarans um eilíft líf er blandaö saman á fegursta hátt. Dauða- stundin sjálf birtist í 11. og 12. erindi, sem skorðuð eru með orðinu Guðs. Seinustu fjögur versin markast af oröinu Rosa og lýsa því er Herrann ber barnið í hinn himneska Rósastað, hina Hávu höll, Súsan. Og eins og Esther hreppti hún helgustu hefðarkjör í ríki hins himneska Ahasverusar. Kristinni iíkir kóngur hár, Kristur, í heimi hór aldingarði, sem síö og ár sætan ávöxtinn ber, í hvörjum vaxa eplin klár allskyns með dyggöa kjör. Liljan sérhvör meö Ijómann strár, lífsilminn gelur af sér. Yndiö fagnaöar af pví fær aldingarðsherrann vís. Heilnæm rósin þá hvör ein grær honum í lof og prís. Gengur oft sínum garöi nær, gleöin af slíku ris, hefur lysting aö horfa á pær hann sem Guðs Paradís. Tekur sumtíöis höndum hann hér og þar grösin ný, þau sem veglegust fyrir sér fann, finnur enginn aö því. Bindinum saman blóma Þann breiðir herbergin í, ilmingin þá sem reykur rann rétt um gjörvallan bý. Náttúrukjörin kraftahá kynnir litfögur Rós. Kristinnar prýöi svo má sjá sanna viö Drottina Ijós. Hann sjálfur pennan hópinn á hæstri náö yfirjós, blessaöur mér því blómi hjá bústaö minn Herra, kjós. Tignarskart engin tunga manns telur í kristr.inni, sem þar háleitur Himnaranns Herrann lést oss í té. Ungviöi mörg, agnir sands í þínum víngaröi uppvaxta líkt sem eplakrans á þér, vort lífsins tré. --------- María Skagan ÞORSTI Köldum leiftrum en kvikum líkt og verötryggö tónlist leikur aö augum þínum demant !— þetta herta stjarnskin unniö úr jörðu. Leikur aö sþorum þínum í tunglsljósi mitt í eyðimörk. , Brunnur og marrandi vinda aö draga vatn úr jöröu. Ó sá tæri draumur. Endurþirt vegna rangrar meðferöar 13. jan. sl. á—. —■, - —■ ■ . ' ■ » i , li i ■■ j, i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.