Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Blaðsíða 8
Björg á vinnustofunni meö eitt af nýjustu verkunum. lesa um þessa furðu stéttar- bróður mína og kunningja á beirri þróun.sem orðið hefur hór og á Noröurlöndum, að fólk helgi sig grafík, en stundi ekki aðrar listgreinar með. Raunar get ég fullvissað þig um að þessi þróun er ekki bundin við ísland og Norður- löndin; þetta tíðkast alls- staðar. í samtalinu stendur orðrétt: „Á Spáni var talið, að myndlistarmaður væri ekki „fúlbinfarinn“ eins og stund- um er sagt, nema hann gæti jöfnum höndum unnið í grafík.“ Það kann að vera, að þessi skoðun só almenn á Spáni, en ég hef ekki orðið vör við hana fyrr. Með þessu er gefið í skyn, að þeir listamenn, sem helga sig grafíkinni ein- göngu, séu ekki „fúlbinfarn- ir“. Ég vil undirstrika, að við eigum grafíkera á heims- mælikvarða, sem einungis stunda grafík, enda er hún ærið ævistarf. I samtalinu segir ennfremur að hérlendir grafíkerar hafi lagt meiri áherzlu á akvatintu og harðgrunn heldur en mjúkgrunn. Þarna er smámisskilningur á ferðinni. Mjúkgrunnsæting hefur mikið verið notuð hér og verið áberandi á sýningum, þótt kunningi okkar virðist ekki hafa tekið eftir henni og strax á fyrsta misseri grafík- TRÚIN (I Enn hafði hlaðið niður snjó, himinninn blýgrár. Inni í stofunni hjá Björgu Þorsteins- dóttur ríkti aftur á móti feguröin ein. Falleg, björt og vistleg stofa með parket- gólfi og timbri í loftinu. Það er eins og við er aö búast í nýlegu húsi. En heimili myndlistarmanna koma oftast á óvart og hjá Björgu tekur maður fyrst eftir myndunum; ekki bara á veggjunum, en einnig í stæðum meðfram þeim. Myndir, sem þarf að skoða og draga lærdóm af; sumar nýjar, aðrar nokkurra ára, málverk, grafík. Á einum veggnum stór samstæða; þrímynd, — form sem taka lögun af gínum og fatnaði á sveimi innanum stóra litfleti. Hvaö skyldi hún Björg vera aö meina með þessu? Getur veriö að listamenn hugsi öðruvísi en aðrir? Ef maðurinn er það sem hann hugsar, ættu þeir einnig að vera öðruvísi. Björg: „Auövitað hugsa engir tveir einstaklingar alveg eins. Myndlistarmenn skynja sumt kannski öðruvísi, því starf þeirra er fólgiö í aö tjá sig í formi og lit. En þeir eru auðvitað ekkert frábrugðnir öörum og teljast líka til þeirrar tegundar, sem kölluö er Homo Sapiens. En það er með myndir eftir mann sjálfan; um þær er ákaflega erfitt að taia. Kannski lýsa þær hughrifum, veðri eða hreyfingu. Maður veit ekki hvernig þær veröa fyrr en verkinu lýkur. Það er líkt og aö fara í ferðalag og vita ekki fyrirfram, hvar verður áð, né hversu langt verður fariö. Sumir hafa fundið Stórasannleik og velkjast ekki í minnsta vafa; eru handviss- ir um aö hlutverk þeirra í lífinu og listinni sé aö framleiða nákvæmlega þaö sem þeir éru að gera þá og þá stundina. Það er án efa mjög þægileg tilfinning, blandin trúarlegri fullvissu. Til eru einnig þeir, sem stæra sig af því aö fara ekki á sýningar og vilja sem minnst af því vita, sem gerist í kringum þá, því það truflar þá bara í sannfæringunni. Aðrir hafa efann yfir höföi sér eins og Glámsaugu; eru veikir í trúnni á eigið ágæti, tvístígandi á þeirri leið sem valin hefur veriö. Ahrifin berast að úr öllum áttum og geta orðiö mjög áleitin. Viö ræddum dálítið um þetta; um efann og leitina. „Maður getur aldrei veriö viss, “ segir Björg, „þar sem trúin er, þar er efinn einnig og pessa tvo póla tel óg nauðsynlega. Ég trúi því alltaf staðfastlega, aö óg munigera betri myndir á morgun en þær sem ég geri í dag. Þá leið, sem ég hef valiö mór má ef til vill kalla hálf-ab- strakt. Hversvegna? Það er erfið spurning. I raun og veru er öll myndlist abstrakt þegar betur er að gáö. Með mynd- unum finnst mér aö ég endur- spegli eitthvað úr samtíðinni. Kannski byggingarmátann, — gler og ál, — allt þetta mann- gerða. En ég meðtek líka áhrif frá náttúrunni og sér- stæðri fegurð landsins". Viö ræddum um samkeppnina, — og viðkvæmnina. Ég sagði: „Nú ertu kannski búin að segja eitthvað sem móðgar og særir heilan hóp.“ Björg: „Það má vel vera. Manns eigið sjálf er svo við- kvæmt og verk hvers manns eru svo nátengd honum, að hann tekur eins nærri sér harðan dóm um þau og eigin persónu. Margir eru viökvæmir fyrir gagnrýni. Kannski hef ég verið þar á meðal. En ég hef sjóast. Ég les gagnrýni í blöðunum til að kynnast gagnrýnendun- um. Og ég öfunda þá ekki af starfinu." „Mér kom þetta í hug vegna þess að listamenn eru afskaþlega hörundsárir, Jafnvel virðist vera hægt að lesa á milli línanna það, sem ekki er sagt beint. Fyrir skömmu varð til dæmis allt í suðumarki í grafíkfélaginu útaf einhverju, sem Baltas- ar sagði í samtali við mig í Lesbók". Björg: „Já, það kom mér mjög spánskt fyrir sjónir aö Rætt við Björgu Þorsteins- dóttur grafíker og listmálara náms í Myndlista- og hand- íðaskóla Islands, vinna nemendur í mjúkgrunn jafn- hliða öðrum aðferðum. Þaö er óþarfi aö hafa áhyggj- ur vegna vinnubragöa, tækni og útfærslu íslenzkra grafík- era. Við eigum alþjóðlega listamenn á því sviði; verk þeirra eru eftirsótt í „grafík- heiminum“ án tillits til þjóö-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.