Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1979, Blaðsíða 9
IG EFINN — Til vinstri: Hór er Björg ásamt einu verka sinna fri síöustu árum, — samanburður við myndina á bls 8 gef- ur hugmynd um Þróunina. Til hægri: í stofunni heima hjá Björgu. Hér er brí- mynd eftir hana, sem nær yfir heilan vegg. Að neðan: Ein af nýjustu grafík- myndunum frá hendi Bjargar stendur hér hjá pressunni. tveir nauósynlegir ern/s, kynferöis eöa þess, hvort Þeir stunda grafíkina eina sér, eöa samhliöa annarri listgrein. Grafíkin hefur boriö ríkulegan ávöxt á íslandi og ég velti því fyrir mór, hvort bessi árangur sá ekki einmitt því aö þakka hve óbundnir íslenzkir grafíkerar eru viöjum heföarinnar. Hvaö snertir upplög, þá er ekki út f bláinn að benda á, aö einn eiginleiki grafíklistar er fjölföldun, sem gerir aö verkum, aö hægt er aö stilla veröi myndanna í hóf, enda hefur þaö veriö gert hingaö til.“ Viö renndum viö á vinnustofu Bjargar, sem er snertispöl aö heiman en dugar til þess aö hún getur einangrað sig þar frá erli og truflunum, sem eðlilega koma fyrir á hverju heimili. Áöur málaði hún í stofunni, en nú hefur hún einungis grafík- verkstæði heima og hefur tekiö herbergi undir þaö. Það sem maður rekur fyrst augun í á vinnustofu Bjargar er stærö myndanna. Þær eru mannhæð og faðmsbreidd og sumar þar yfir. Vegna þess arna verður Björg að nota sérsmíðaða blindramma. í annan stað hefur orðið þróun frá mjúklínum til miklu harðari forma, sem kallaö hefur verið „Hard-edge“ eða harðlínumálverk og er vel kunnugt. Yfir- leitt eru litirnir mildir og þýðir, en stundum er gert í að hafa þá liti í sambýli, sem erta sjóntaugina: grænt strik á rauðum fleti til daemis. Ég spurði listakonuna, hvort hún væri mjög órómantísk. „Ekki held ég aö svo sá,“ sagöi Björg, „þó ég máli meö svona hvössum línum og hreinum flötum, þá er þaö bara einföldun, — eins og aö segja eitthvaö í fáum oröum. Þessi form eru líka til í náttúrunni, ef vel er aö gáö; í kristöllum til dæmis. Sjálfri þykir mór ekki óþægilegt aö tefla þessum litum saman; mér finnst þá aö myndin fái vissan hjartslátt og hreyfingu. Svo er þaö stæröin. Allir vita, aö þaö er mjög erfitt aö selja svona stórar myndir. Maöur situr oft uppi meö pær, en ég vinn þær fyrst og fremst vegna þess aö mór þykir þaö skemmtilegt viöfangs.“ „Uppá síðkastið hefur mátt sjá þess merki í erlendri og raunar innlendri grafík einnig, að hún er notuð sem miðill til þess að setja fram skoðanir og þjóð- félagsgagnrýni". Björg: „Ef einhver vill tjá hug sinn í mynd, ellegar setja fram þjóöfélagsgagnrýni, þá finnst mér ekkert athugavert viö þaö og hef raunar gert þaö sjálf, — til dæmis meö mynd af konu, sem hefur ummyndazt í uppþvottavél. Allir skilja hvaö viö er átt. Þrátt fyrir allt er myndin alltaf heimur út af fyrir sig og þarf fyrst og fremst aö hafa list- rænt gildi, burtséö frá öllum boöskap. Ismar skipta ekki höfuömáli, heldur þaö hvernig verkiö er unniö, — enda hægt aö vinna bæði vel og illa undir hvaö merki sem er. Einn er þó sá þáttur, sem ég sækist eftir í myndum og þykir sem eitthvað vanti, þegar óg finn hann ekki. Þaö er sá þáttur, sem kallaður er „póetískurMeö því á ég viö meöferö myndefnis, en ekki efnisvalið“. Framhald á bls 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.