Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 5
en til þess aö ná kálfunum, uröu þeir aö drepa mæöur þeirra. Dýrin taka annaöhvort á rás, þegar þau veröa manna vör, ellegar þau mynda þétt- an hnapp og snúa þá hausunum út í varnarstööu. Sauönaut eru frá á fæti og hlaupa eins og geitur um snar- brattar grjótskriöur. Ekki var hægt aö láta tilvonandi sauönautastofn íslendinga annars- staöar en í lestina á Gottu. Nú þurfti aö tæma hana; ná olíutunnunum á dekk og ööru var staflað í káetuna, sem loftskeytatækjunum var annars ætluö. Grjót var flutt um borö og látiö undir í lestina, en síöan smíöaö gólf yfir til þess aö grjótiö raskaöist ekki í sjógangi og jafnframt var það flór handa dýrunum aö standa á. Ennfremur smíöuöu þeir beizlur og jötur. Síöar í leiöangrinum reyndu þeir aö finna slægjur og afla dálítilla heyja í poka handa dýrunum. Eitt- hvað gekk heyverkunin þó ekki sem bezt og varð úr þessu ruddi. Kristján: „Þarna var yfirleitt mjög fagurt og friösælt. Sumstaðar var svo aödjúpt, aö við gátum lagt Gottu upp aö landinu, líkt og aö bryggju. Fjöllin voru svolítið græn uppeftir hlíöunum, en gróöurinn var allur mjög rýr.“ Dúsendsfjöröur er álíka langur og Eyjafjörður og veröur dalur innúr firöinum. Þar hófust sauönautaveiö- arnar og vísast hér á úrdrátt úr bók Ársæls Arnarsonar, þar sem hann lýsir veiöunum. Heimferöin gekk að því leyti betur, aö aöeins liðu 9 dagar frá því lagt var upp og þar til Gotta lagðist utaná Gullfoss á Reykjavíkurhöfn. Aungvu aö síöur var þaö erfiðasti hluti leiöangursins og kom til af því aö þeir hrepptu hiö mesta illviröi á leiöinni. Mátti telja mildi, aö Gotta hélzt ofansjávar, veöurhæöin náöi 10 vindstigum og varö þá aö snúa skipinu til þess aö verja þaö áföllum. Stóö veðrið í tvo sólarhringa og allan þann tíma var Gottu stefnt í vindinn fyrir fullu vélarafli og hrakti þó. Þá voru sett út rekakkeri; þrjár olíutunn- ur fylltar af sjó og bundnar viö bátinn meö vír, en allt slitnaöi. Þilfariö hriplak í þessum ósköpum, mest þó yfir eldavélinni. Þó tókst aö elda mjólkurvelling og sjóblautt skonrok höföu þeir meö. Allt endaöi þó vel og þeim Gottumönnum var fagnaö sem úr helju væru heimtir viö heimkom- una. Afdrif sauðnautanna Gottuleiöangurinn var að öörum þræöi hugsjónastarf, en sumir tóku þátt í förinni af ævintýraþrá. Kristján skipstjóri segir, aö tímakaupiö hafi líklega veriö í lægra lagi, þegar búiö var aö gera upp meö þessum 20 þúsundum úr ríkiskassanum. En þarmeö voru sauðnautin oröin eign rfkisins og nú var aö láta þau margfaldast og skila þúsundföldum aröi. Austurvöllur var girtur um þessar mundir og þar voru dýrin sjö látin í fyrstu, svo bæjarbúar gætu bariö augum þessa eign landsmanna allra, sem svo mikið haföi verið haft fyrir aö ná í. Austurvöllur var ekki talinn sauönautaland til frambúöar. Næsta skref var aö flytja þau upp í Mosfelis- sveit og Vigfús Grænlandsfari tók aö sér aö gæta þeirra þar, en þaö var Frh. á bls. 14 Skipshöfnin á Gottu. Efri röö frá vinstri: Vigfús Sigurösson, Rangar Pátsson, Ársæll Árnason bóksali, Kristján Kristjánsson skipstjóri, Baldvin Björnsson gullsmiöur, Edvard Fredriksen kokkur. Fremri röö frá vinstri: Finnbogi Kristjánsson, Markús Sigurjónsson, Gunnar Kristjánsson vólstjóri, Kristján Kristinsson stýrimaöur og Þorvaldur Guöjónsson. Ársæll lýsir félögum sínum á Gottu Ég ætla nú aö kynna pessa fólaga mína ofurlítiö nánar fyrir lesendunum. Skipstjórinn Kristján Kristjánsson er rúmlega prítugur aö aldri, ættaöur úr Arnarfiröi,en hefir átt heima í Reykjavík nokkur ár. Þaulvanur sjómennsku á vólbátum. Gætinn maö- ur, hæggeröur og Þó einbeittur. Hann er hór á leiöinni upp reiöann og hefði eiginlega veriö rangt aö sýna af honum mynd öðruvísi, svo margar ferðirnar átti hann upp í tunnuna. Stýrimaðurinn Kristján Kristinsson er frá Bakka á Álftanesi, til heimilis í Hafnarfiröi. Þaulvanur togara- sjómennsku. Ötull maöur, skemmtinn og skýr. Segist vera nefndur gælu- nafni »Bakkus«. Hvort Þaö er aö eins af pví aö hann er frá Bakka eða eitthvað annaö felst í pví nafni skal óg látiö ósagt. Haföi ekki hugann einungis á nafna sínum, gat t.d. líka hugsaö og rætt um fríöa kyniö. Hann er parna kominn í »eilíföina«, (kápan hót pví nafni), meö sokkbol á höföinu, eftir aö höfuöföt hans höföu blotnaö í veðrinu mikla. Vélstjórinn Gunnar Kristjánsson er bróöir skipstjórans, og eru Þeir tvíbur- ar. Hann er ekki að eins mótoristi, holdur einnig mótorsmiöur. Allt fóll vel, sem hann kom aö, ekki aö eins smurning og smíöi, heldur og samver- an viö félagana. porvaldur Guöjónsson starfaöi sem annar vólamaöur, og Þó miklu fleira. Annálaöur fiskimaöur og sjósóknari úr Vestmannaeyjum. Ekki get óg hugsað mór aö Ólafur Tryggvason heföi getaö kjörið sór glæsilegri stafnbúa á Orm- inn langa en Valda. Vígaöldin er löngu liðin, en hetjuöldin ekki. Fangbrögöin við ægi, slík sem Þorvaldur heyir, munu ekki standa aö baki ýmsum pví, er sögurnar okkar róma mest. Matsveinninn Edvard Fredriksen er fimmtugur maöur, hór grár fyrir hær- um af eldamennskuáhyggjum, en ungur og sætur er á land er komið. Læröur bæði t matargerö og málum, og fjölmörgu fleira. Kunni aö segja fleiri sögur en jafnvel viö allir hinir samanlagt. Ragnar Pálsson loftskeytamaöur sóst á myndinni vera aö laga loftpræö- ina, sem oft bar viö, pó aö lítinn árangur bæri. Hann var annars pekkt- astur um borö fyrir hóraveiöar. Vigfús Sigurösson Grænlandsfari var elzti maöurinn á skipinu, varö 54 ára 16. júlí, inni ( miöjum ísnum. hann er maöur »æörulaus og jafnhugaöur« eins og Grímur Thomsen kemst aö oröi um Halldór Snorrason. Alltaf alúölega glaöur á hverju sem gengur. bókamaöur mestur allra um borö. Markús Sigurjónsson var yngsti maðurinn á skipinu, varö 19 ára 11. júl(, sama daginn og Gotta lenti í klemmunni, sem síöar veröur getiö. Hann ber nafn afa síns, Markúsar skólastjóra og skipstjóra Bjarnasonar. Máske hefir Þaö verið aöalástæöan aö Því, aö mór fannst óg ávallt sjá hinn verðandi skipstjóra í Markúsi. Svipur- inn alvörugefinn, eins og hann væri Þegar búinn aö taka á sig ábyrgöina, sem peirri stööu fylgir; vann öll sín verk meö ákveðnum dugnaði eins og hann væntanlega ætlaöi aö krefjast af undirmönnum sínum. Finnbogi Kristjánsson er bróöir peirra skipstjóra og 1. vólstjóra. hann var einhver mesti vígamaöurinn um borö, ötull og eftir pví polinn viö hvaö sem hann fókkst. Hvort heldur var aö hlaupa upp snarbrattar fjallshlíðar, bera ketbyrðar, standa blautur og kaldur við stjórn í stórviöri, ekkert bugaði Boga. Og ávallt reiöubúinn aö slá fram spaugilega hógværum sjó- mannafjarstæðum. Baldvin Björnsson er gulismiögr að æfistarfi, hefir dvaliö langvistum í Danmörku og Þýzkalandi; fluttist heim nokkru eftir aö stríöiö skall á og hefir dvaliö í Reykjavík og Vestmanneyjum síöan. hann mun vera ».hinn æfintýra- gjarni gullsmiöur«, sem dönsku blöðin sögðu að heföi komiö af stað allri Þessari vitleysu. En Þess má geta í Því sambandi, aö hann vissi alls ekki af pessari ferö fyrr en báturinn var leigður frá Vestmannaeyjum, og átti Því engan Þátt í undirbúningi hennar. — Hann var sjógarpur mikill á yngri árum og vildi nú óöur og uppvægur fá aö ».ganga f barndómi«. Þaö sýndi sig fljótt, aö gullsmíðin haföi ekki alveg gert út af viö sjómanninn í honum, og auðsjáanlega kann hann ekki illa viö sig f stööunni, Þar sem hann er aö koma meö bambalabrauö handa körl- unum meö mikiö rúm ef óg ætti að telja upp allar hans listir. Þess má aö eins geta, aö viöfeldnari og glaöværari fólaga er ekki hægt aö hugsa sór. Markús, Finnbogi, Baldvin og óg töldumst hásetar á skipinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.