Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 11
Aaron Sikler er maöur nefndur og kunnur fyrir portretmálverk. Hann var fenginn til pess aö mála „opinbert portret“ af Jack Kennedy og hefur til pessa hlotiö pá náö aö hanga í Hvíta Húsinu. Kennedy-fjölskyldan var pó sáróánægö meö árangurinn og taldi aö alveg heföi mislukkast aö sýna pann unga og upptendraða leiötoga sem Kennedy var. Þaö viröist rátt athugað; portret Siklers gefur framar ööru hugmynd um preytu og vonleysi. vora daga, aö einhver góöur portret- málari sé fenginn til aö mála „opinbert portret“ af meiri háttar stjórnmála- skörungum. Þegar um er að ræöa menn eins og Bandaríkjaforseta, elleg- ar gamlar kempur á borö viö Churchill, de Gaulle eða Adenauer, pykir mikil upphefö aö veljast til starfans. En vandi fylgir vegsemd hverri og ekki hefur alltaf orðið sá árangur af Því samstarfi sem vonir stóöu til. Stundum hefur árangurinn reyndar orðiö lofs- veröur að flestra dómi, en sérvizka ellegar hégómaskapur oröiö til pess að myndinni var umsvifalaust hafnaö. Frægasta dæmiö um slíkt og pvílíkt er portret Graham Sutherlands af Winston Churchill. Sem betur fór vofú teknar af pví myndir, svo nú er hægt aö sjá, aö verkið hefur veriö markvert framlag til portretlistar eins og viö mátti búast af Sutherland. Karlinn er Þarna eins og gamall bolabítur, en um leiö lýsir af honum sú festa og Þrjózka sem aldrei bilaöi og var eins og af himnum send á tímum mikillar alvöru fyrir Bretland. , Myndin var afhent Þeim hjónum Sir Winston og Mary, á gamals aldri, og hún sást ekki meir. Sjálfur héföi Churchill sem málari átt aö geta séö, hvaö hún var góö, en hégómaskapur- inn varö ofaná. Kannski hefur Þó álit Mary vegiö enn Þyngra. Hún viröist ekki hafa getað hugsaö sér aö ímynd leiðtogans liföi á Þennan hátt og hún viröist hafa stigiö Það skref aö eyöi- leggja myndina. Fleiri opinber portret hafa hlotið þau örlög að vera hafnað, Þótt ekki væri svo langt gengiö aö koma þeim fyrir kattarnef. Má Þar nefna nýlegt portret af Henry Kissing- er, Johnson Bandaríkjaforseta og einn- ig af peim bræðrum Jack og Robert Kennedy. Dómsmálaráðherrann sálugi, Robert Kennedy, var maöur óform- legur og ekki óeölilegt aö portret- málarinn kysi aö sýna hann á skyrtunni og dálítiö úfinn eins og hann átti vanda til í erli daganna. Myndin viröist „spontant" og töluverö hraðmáluö og veröur varla sagt aö paö sé ekki í samræmi viö frískleika Roberts Kennedy. Samt sem áöur var Kennedy-fjölskyldan mjög óánægö meö árangurinn; taldi myndina gefa hugmynd um að ráöherrann væri „óformlegur, letilegur og barnalegur". Portrettiö fékkst ekki hengt upp í Hvíta húsinu og er nú í Smithsonian-safninu. Ugglaust hefur enginn utanríkis- ráöherra Bandaríkjanna náö annarri eins viröingu og „stærð“ eins og Kissinger í tíö Nixons. Hann var að segja mátti sáttasemjari heimsins og jók mjög hróöur Bandaríkjanna. Bandarísk utanríkisráöuneytið vildi minnast pessa tímabils meö „opinberu portretti" og réöi málara aö nafni Gardner Cox til starfans. Árangurinn varö næsta slappur; Kissinger eins og feimin skrifstofublók, enda neitaöi ráðuneytiö hreinlega aö borga málar- anum og taka viö myndinni. Hálf dapurlegt að fá slíkt tækifæri og nota Það ekki betur. Við fengum aldeilis á baukinn hjá honum Guðmundi Steinssyni í leik- ritinu „Stundarfriður" í Þjóöleikhús- inu. Ég skil ekki í öðru en flestir, ef ekki allir, hafi þekkt þar eitthvað úr sínu eigin heimilislífi: óreglulega matmálstíma, ærandi „poppmús- ík“, tímaleysiö, „stressiö". Stund- arfriður var vandfundinn í leikritinu, — var hann ekki aðeins, þegar sjónvarpiö bilaði og hjónin heyrðu ofheyrnir í þögninni — og vissu eiginlega ekkert, hvað þau áttu af sér að gera, — sáu þó loks hvort annað eftir marga mánuði eða ár? Þegar ég hugsa um þetta leikrit, kemur mér í hug gömul frásögn, sem Árni ÓLa færði í letur og birtist í Lesbókinni fyrir einu til tveimur árum um það, þegar Svarti dauði geisaði hér á landi. Munnmæli voru uppi um, að drepsóttin hefði tekið á sig gervi karls og kerlingar, sem þeystu um sveitir og heim á hvern bæ og skildu eftir sig reyk og eimyrju og brátt lá mikill hluti fólksins í valnum. En frá einum litlum kotbæ varð hyski þetta þó að snúa. Þar hafði fátækur bóndinn flýtt sér út í móa og tendrað þar kertaljós og heitið á heilaga Maríu guðsmóöur sér til fulltingis. Varð þá sóttarkarlinum að orði: „Hingað þýðir ekki að fara, því að hér logar Maríuljós í þúfu.“ Urðu illfyglin því að fara hjá garði á þessum litla, fátæklega bæ. Fólkiö í leikriti Guðmundar var algjörlega berskjaldaö fyrir áhrifum fjölmiðla og tízku, það var á valdi streitunnar, sem kannski mætti kalla Svarta dauða okkar tíma. Sannarlega hefði því ekki veitt af að eiga sér sitt „Maríuljós í þúfu“ til varnar plágunni og eflaust væri það okkur öllum hollt í veðrum dægr- anna að eiga okkur einhvern slíkan griðastað heim að sækja til hvíldar og hressingar frá dægurþrasinu og mismunandi skemmtilegum skyldu- störfum. Mér kemur allt í einu í hug, þaö sem öldruö kona, ættuð af Vest- fjörðum sagði einu sinni í mín eyru, þegar ég var lítil stelpa. Kona þessi hafði ekki gengið á rósum fremur Maríu- Ijós í þúfu en margar kynsystur hennar á þeirri tíð, börn hennar fylltu a.m.k. tuginn og efnin voru af skornum skammti. En hún sagði: „Það var alveg sama, hvað ég hafði mikiö að gera og margar flíkur að stagla í, ég hafði alltaf einhvern skemmti- legan útsaum að grípa í á sunnu- dögum.“ Þannig kveikti hún sitt Maríuljós og forðaði sér frá smækkun stritsins. Eflaust hafa flest hennar útsaumsverk verið týnd eða slitin, þegar þarna var komið sögu, en ánægjan sat greini- lega eftir í huga hennar, ekki sízt yfir því að hafa á þenna hátt tekizt að verða herra yfir kringgmstæð- unum. Ekki vantar tómstundirnar í lífi nútímafólks og ekki vantar auglýs- ingaáróðurinn um þaö, hjvernig þeim skal eytt. Ekki vantar heldur allskonar dýr tæki og tól, sem sögð eru alveg bráðnauðsynleg til þess að njofa tómstundanna. En stund- um fara líka fleiri stundir en ætlað var í fyrstu til að vinna fyrir þessum hlutum og fyrir kemur, aö það sem njóta skal og hæfileikinn til þess hverfur í skuggann fyrir tólunum sjálfum og dýrkun þeirra. En ánægja tómstundanna er áreiðanlega ekki í réttu hlutfalli við mikilfengleik umgjaröar þeirra. Skapandi tómstundadútl, þótt fá- tæklegt og lítilfjörlegt sé í margra augum, stuðlar áreiðanlega að því að tendra þau „Maríuljós", sem fólk getur ornað sér við á efri árum, þegar segja má, aö „stressið" veröi orðið of lítið. í kaþólskri tíð kveikti allur al- menningur á sínum Maríuljósum í orðsins fyllstu merkingu. Enn eiga margir sér eflaust bænarfylgsni í hjarta sínu, sem kemur í þeirra stað. Þar er alla tíö skjól og þangað er hægt aö flýja með vandamál sín og sinna og bænarloginn sést áreiðanlega þangað, sem hann á aö sjást. Maríuljós bóndans var kertaljós. Við ættum að minnast þess, að það verður aðeins tendrað í logni og logar ekki vel nema í kyrrð. Anna María Þórisdóttir. G.S.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.