Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Blaðsíða 8
„Bak viö skilrúm í vinnustofunni getur Geröur óhindraö látið neistana fljúga," skrifaöi franski gagnrýnandinn Michel Raymond 1952 í listatímaritiö Cimaise í París. „Þaö er alveg furðu- legt aö sjá þessa Ijóshæröu bláeygu stúlku innan um öll þessi áhöld, sem hún notar. Ég þekki engan kvenmynd- höggvara, sem hefur þoraö aö ráöast á járniö og er Geröur þó mjög blíðleg aö sjá. Maöur á erfitt með aö skilja aö hún skuli geta unnið meö sömu verkfærum og hinn risastóri Jakobsen. En hún fer meö gasflöskurnar eins og sjálfsagöa hluti og járnborö með málmsögum, klippum, þjölum af öllum stæröum og geröum til aö pólera suöurnar og skrúfstykki gefa herberg- inu smíöaverkstæöisblæ. Geröur sjálf í bláum slopp meö suöugleraugun fyrir augunum breytist í persónu úr vísinda- reyfara.“ Og Rayon bætir því viö að hún sé í sífelldu húsnæöishraki, því gashylkin hennar skelfi húsveröina. Þegar í þokkabót sé ung stúlka, sem notar slíkar vélar, sé henni hiklaust sagt aö fara eitthvaö annaö og leika lærling galdrameistarans. Þessi lýsing á Geröi Helgadóttur kemur mér ákaflega kunnuglega fyrir sjónir frá því viö bjuggum saman í hússkrifli yfir fiskimarkaöi í listaborg- inni um þetta leyti. oq síöar, er ég var á Nokkur orð í tilefni yfirlitssýningar á verkum Geröar Helgadóttur myndhöggvara, sem nú stendur yfir að Kjarvalsstöðum. ferðinni þar sem hún hafði komiö sér fyrir í Frakklandi eöa Hollandi. Og ég hygg aö flestum, sem kynntust lista- konunni Gerði þá og síðar hafi svo farið, aö þeir undruöust þann mikla kraft, stálvilja og vinnuþrek, sem bjó aö baki fíngerðu og Ijúfu yfirboröi þessarar rauöhæröu smágeröu stúlku frá íslandi. Gagnrýnendur, sem ekki þekktu hana persónulega virtust líka oft undrast í verkum hennar þennan fínleika, sem þeir skynjuöu í svo grófum efniviði sem steini og málmum. Yndisþokki og léttleiki var oft sagt um verkin eftir aö hún var farin aö vinna meö stálteina og síðar bronsteina í skúlptúr og bræöa þá niður sjálf. Þessar andstæður, fínleiki og styrkur, virtust einkennandi í verkum hennar og lífi. í fyrrgreindri tilvitnun kemur gagn- rýnandinn inn á hinn stóra vanda myndhöggvarans umfram aöra lista- menn viö aö skapa sér vinnuaðstööu. Geröur þurfti stóran vinnusal meö margra metra háum vegg, eftir að hún fór líka aö gera steinda glugga og stækka vinnuteikningar fyrir þá og mosaikmyndir. Og hún þurfti aö búa á vinnustaðnum, því hún lagði venjulega nóttina við daginn, þegar hún var niöursokkin í verkefni. Flutningar meö allt hafurtaskiö milli staöa var ekkert smáfyrirtæki, og ekki heldur sendingar höggmynda á sýningar á fjarlæga staði. Þaö var því stórátak fyrir efnalitla myndlistarkonu aö koma sér viö þær aðstæður áfram í hinum stóra heimi. í þaö verkefni réöist Geröur óhikaö, eins og allt annaö. Eftir flæking milli staöa um árabil í París, tókst henni í árslok 1955 aö kaupa litla vinnustofu í gömlu húsi í Rue Camp- agne Premiere, sem byggt haföi verið úr efni frá heimssýningunni um alda- mót. Helgi Pálsson. faöir hennar, lagöi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.