Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Side 11
kom aldrei til misklíöar viö eigendur og
þaö uröu heldur aldrei málaferli útaf
björgunarlaunum. Þaö var stundum
reynt aö hafa þessi togaraumboö af
mér, en tókst aldrei. Mér féllu alla tíö
vel viðskipti viö Englendinga. Þeir voru
svo ábyggilegir, að þaö þurfti ekki aö
gera við þá skriflega samninga.
Engin afskipti haföi ég af þorska-
stríöunum, ensku togararnir komu þá
ekki í íslenzkr hafnir og ég hélt mér
alveg utan viö þær deilur.
Af skipssköðum er mér minnisstæö-
ast, þegar Lorella og Roderigo fórust á
Halamiðunum 1955. Ég átti þar vin
minn Coverdale skipstjóra og fleiri
kunningja um borö í Roderigo. Kokk-
urinn, sem þar var lengi, var kallaður
Jolly, því þaö lá ævinlega svo vel á
honum, alltaf í góöu skapi. Hann kom
aö máli viö Hellyer þá oröinn fimmtug-
ur eöa svo og baö um aö sonur sinn
rúmlega tvítugur maöur fengi pláss á
Roderigo. Þaö vildi Hellyer ekki að
feögar væru saman á skipinu og Jolly
fór af og réöi sig á togarann Loch
Inver, en fékk pláss fyrir son sinn á
Roderigo. Hann kom ekki aftur úr
fyrsta túrnum, sá piltur, það var túrinn,
sem Roderigo fórst. Þremur mánuðum
seinna, var Loch Inver aö koma úr túr
og á leið upp fljótiö. Jolly kokkur var
búinn aö gera allt klárt til heimkom-
unnar og var aö fá sér tesopa. Hann
stóö í eldhúsinu meö tekönnuna í
hendinni, þegar hann datt dauður
niður. Kona hans missti þannig bæöi
einkasoninn og eiginmanninn á þrem-
ur mánuðum. Það er mörg sorgarsag-
an. James Long, þaö góöa skip, sem
lengi var búiö aö veiða hér viö land,
fórst í Breiðafiröinum í suðvestan roki
og meö honum allir menn.
Stráhátturinn
hans Snóa ...
Rétt í þann mund, sem ég varö
umboðsmaður hérlendis fyrir Hull-
assurancinn 1934 komst upp um
víötækar njósnir um feröir íslenzku
varðskipanna. Þaö haföi veriö njósnaö
um ferðir þeirra árum saman bæöi fyrir
íslenzka og enska togara. Þar sem ég
var orðinn umboösmaöur fyrir hluta af
brezka togaraflotanum (Hulltogarana)
hlaut ég aö blandast í máliö. Öll
útgeröarfélög höföu sinn kóda, dulmál,
sem þau notuðu í viöskiptum viö
togarana og togararnir sína á milli,
þegar þeir voru á veiöum. Þetta var
bæöi til aö spara orö í skeytum, sem
öll voru send á morsi, og eins til að
dylja fyrir öörum aflabrögö og ýmis-
legt, sem fyrirtækin töldu sitt einkamál
viö togara sína. í íslenzkum togara,
sem tekinn var viö Snæfellsnes og
færður til Reykjavíkur fundust kóda-
skeyti, sem reyndust vera dulmáls-
skeyti um feröir varöskipanna. Þá var
hafin allsherjar rannsókn og fleiri
kódar fundust í togurum, bæði ensk-
um og íslenzkum. Margir íslendingar
voru yfirheyrðir og var ég einn þeirra
og dæmdur í undirrétti en ranglega
dæmdur og sýknaður aigerlega í
Hæstarétti. Eg átti nú eiginlega þessa
kæru uppá Snóa, vin minn. Þaö var
eitt sinn, þegar Snói var á veiöum í
Hvítahafinu, aö hann haföi sent út-
geröinni (Hellyer) svohljóöandi skeyti:
Moderate fishing. Strawhat Weather.
Þetta „strawhat weather" var svo
notað í skeytum Hellyers togaranna
um veður, en íslenzku dómararnir
héldu þetta dulmál. Mér var ekki trúaö,
aö þetta væri hreinlega, eins og oröin
bentu til um veöurfar og dæmdur sem
fyrr segir í undirrétti. Þaö voru nokkrir
íslendingar dæmdir og sumir allþungt
og þaö var svo heitt á sumum, sem
sluppu þó, aö þeir kusu aö vera fjarri
fósturjarðarströndum um hríð ...
Milli steins og sleggju
Ég var framkvæmdastjóri hérlendis
fyrir erlendu fisktökuskipin á styrjald-
arárunum síöari. Owen Hellyer haföi
aö mínu ráöi, samið um kaup á fiski
meö sérstökum flutningaskipum og
komu fyrstu skipin upp til aö taka fisk
í vertíöarbyrjun 1941. Fyrstu skipin
voru dönsku smérskipin Diana, Bell-
óna og Róda.
Bandamenn náöu um þaö bil helm-
ingnum af dönsku smjörskipunum,
sem voru í flutningum til Englands frá
dönskum höfnum. Þegar Þjóöverjar
hernámu Danmörku var helmingur
flotans eða meira í höfnum á Englandi
eöa á siglingu til Englands en sum frá
Englandi og þau sneru viö, þegar
fréttist um hernámiö.
íslenzka viöskiptanefndin, sem
samdi um þessi stórfelldu fiskkaup viö
Owen Hellyer ætlaöist til og vildi, að
hér yrðu settar á laggirnar nefndir til
aö sjá um fisktökuna hér, ég held ein
fyrir hverja tegund fisks,) ísfisk, frystan
fisk og saltfisk) — en Owen Hellyer var
lítið hrifinn af nefndum og aftók þetta
fyrirkomulag og réöi mig sem fram-
kvæmdastjóra fyrir allri fisktökunni.
Þaö lá nú viö aö íslenzka viðskipta-
nefndin móögaöist, þegar Owen kom
einn upp til aö semja viö þá, haföi
aðeins meö sér ritara. Owen þurfti
ekkert á hjálparkokkum aö halda
þegar um fiskkaup eöa útgerö var aö
ræöa. íslenzka viöskiptanefndin var
afturámóti skipuð 5 mönnum.
Ráöning mín í framkvæmdarstjóra-
stööuna mæltist ekki vel fyrir hjá
íslenzku viöskiptanefndinni og ég sætti
tortryggni alla tíð af hennar hálfu og
reyndar viðurkenndi nefndin mig aldrei
sem framkvæmdarstjóra, þótt hún yröi
aö gera þaö í raun. Hellyer afhenti ári
seinna The Ministry of Food öli
fiskkaupin og ég var þá áfram ráðinn
framkvæmdastjóri og er líkast til eini
íslendingurinn, sem hef haft prókúru-
umboð fyrir brezkt ráðuneyti.
Þetta starf hafði ég á hendi þar til
styrjöldinni var lokið 1945. Fisktöku-
skipin voru að jafnaöi 16 í flutningum
og fisktöku. Þau voru af mörgum
þjóðernum, ensk, frönsk, belgísk, hol-
lenzk, norsk, dönsk og eitt sænskt og
áhafnirnar ekki síður af mörgu þjóö-
erni. Sum skipanna voru allt aö 1200
tonnum að stærð og þau fluttu fiskinn
ísaðan í kössum, sem voru aö mínu
ráöi haföir af tveimur stæröum, til aö
spara geymslurými, þannig aö minni
kassarnir gengju ofan í þá stærri. Þaö
veitti ekki af að spara geymslurými, því
aö það voru hvorki meira né minna en
120 þúsund kassar í notkun. Kassarnir
voru feykisterkir, entust öll fjögur árin.
Þeir tóku frá 45—55 kg. af fiski. í
lestum margra minni skipanna var ekki
hægt að koma fyrir kössum og voru
lestar þeirra þá innréttaðar, sem
venjulegar fisklestar.
Skipin tóku fisk á fjórum höfnum,
ísafirði, Akranesi, Keflavík og Hafnar-
firöi. Þaö var ekki aö ófyrirsynju aö
Owen Hellyer vildi heldur hafa einn
mann framkvæmdarstjóra heldur en
nefndir, því aö oft þurfti aö ráöa
snögglega og afgerandi framúr málum,
svo sem að færa skipin til milli hafna
eftir veöuraðstæöum, róörum og afla í
verstöðvunum. Stundum sendi ég
skipin út, þótt þau væru ekki komin
meö fullfermi, ef hann virtist vera aö
leggjast í ótíð eöa tregfiski og þaö
gæti tekiö of langan tíma aö fylla þau.
Það voru stundum miklar upphæöir í
húfi. Ég stjórnaöi frá skrifstofu minni í
Hafnarhúsinu og haföi þar mér til
aöstoðar tvo skrifstofumenn og voru
þeir báðir Englendingar, því að öll
viðskipti viö skipin fóru fram á ensku
og enskir kódar notaöir og samband
var mikið viö fulitrúa ráöuneytanna og
ýmis hernaðaryfirvöld önnur hér á
Islandi.
The Ministry of Food haföi skrifstofu
í Hafnarhúsinu, The Ministry of War í
húsi Páls Stefánsson, sem Útvegs-
bankinn keypti síðar og byggöi uppv
Svo var The Navy Transport. Þeir
stjórnuöu öllum siglingum, að og frá
landinu, og höföu aðsetur þar sem
Sjúkrasamlagiö er núna. Ameríkanarn-
ir höföu skrifstofu einnig í Hafnarhús-
inu uppi. Þaö var ágætt samkomulag
viö þá, þeir komu oft til mín aö fá
upplýsingar. Bretarnir fóru ekki allir
strax og sumir voru hér annan tímann.
Ameríkanar reistu svo Camp Knox
sem sína aöalbækistöð.
Umboösmenn mínir við fisktökuna
voru, Jón Auðunn á ísafirði, Guö-
mundur Kristjánsson, sem kallaöur var
„broker“ (skipamiðlari) í Keflavík, en á
Akranesi, Haraldur Böövarsson og í
Hafnarfirði Þorleifur Jónsson. Til Hafn-
arfjaröar komu skipin og þaðan voru
þau send út á fisktökuhafnirnar eftir
því sem þurfa þótti. Þegar skipin voru
oröin fullhlaöin komu þau til Reykja-
víkur aö „klarera“ til siglingar.
Skipshafnirnar á skipunum voru af
jafnmörgum þjóöernum eöa fleirum en
skipin og þaö gekk ágætlega aö lynda
viö skipverja. Þeir fengu peninga
þegar þeir þurftu á að halda. Þeir
gengu ákaflega vel um skip sín þessir
menn allir, nema Pólverjarnir. Þeir
virtust enga viröingu bera fyrir sínum
skipum og vera agalitlir, tóku kvenfólk
um borð og þess háttar. Þaö var aldrei
í hinum skipunum. En þeir voru margir
þessara manna á öllum skipunum meö
kynsjúkdóma. Ég varö aö fá lyf fyrir þá
hér í apótekunum og allir lyfseðlar
voru gefnir út á mitt nafn. Það var
ekkert smáræöi, sem Geir Zéga haföi
fengið af kynsjúkdómum af lyfseölun-
um aö dæma. Svo þegar Ameríkan-
arnir komu, þá gat ég komið mönnun-
um á spítalann þeirra undir Helgafelli.
Þegar ég tilkynnti sjúkdómstilfelli um
borö í skipi, komu þeir á jeppa meö
tveimur lögreglumönnum og skiluðu
manninum ekki aftur fyrr en alheil-
brigöum. Ekki að tala um að sleppa
þeim fyrr. Ameríkanarnir höfðu skrif-
stofu í Sænska frystihúsinu fyrir þessa
starfsemi.
Það var á sumum skipunum, aö
sama skipshöfnin hafði verið lengi á
skipinu, og þá gat komiö upp misklíö,
menn orðnir leiöir á skipsfélögum
sínum. Þaö geröist t.d. á danska
skipinu Ródu. Skipstjórinn bauö okkur
í kvöldverð nokkrum úr landi. Og
þegar ég kom um borö og þaö átti aö
fara aö setjast undir borö, þá sá ég aö
vantaði vélstjórann, sem alltaf haföi
borðað meö skipstjóranum, enda einn
af yfirmönnunum.
Ég þekkti vélstjórann vel og spurði
eftir honum.
— Hann kemur ekki meir hingað
inn, sagöi skipstjórinn. Ég spuröi
náttúrulega hverju þetta sætti og þá
kom þaö upp aö þeir höföu rifizt svona
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Fjölskylda Geirs Zoéga, 1956. Taliö frá vinstri: Geir eldri, Halldóra kona hans,
Helga dóttir þeirra, Sigríöur Einarsdóttir, kona Geirs Zoega jr. sem stendur fyrir
aftan hana, Elísabet Magnúsdóttir, kona Ólafs Zoéga, sem er lengst til hægri.