Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 2
Svartidauöi, myrkar miöaldir, haust, ár 1360. Skip berst viö bylgjur, þær hefjast háar sem fjöll, falla niður í dökkan, djúpan sjó, stíga upp mót himni í ólmri uppreisn. Myrkur og blind öfl drottna, fölur máni veöur í skýjum. Munkur er á leiö frá fslandi til Niöaróss á skipi sem sýnist allt of veikbyggt í glímunni viö þessi reginöfl. Þaö er erfitt aö gera sér grein fyrir útliti hans, en nafniö þekkjum viö, bróöir Eysteinn, Eysteinn Ásgrímsson. Ég hef látið mér detta í hug, hvernig hann leit út í slitróttu, flöktandi skininu: Magur, enniö hátt og munuðlegur munnur, augun djúp, bera vott um leynda glóö, innibyrgða orku. Biöur hann Maríubænirnar sínar, krjúpandi í svörtum kufli, í illviörinu? Báturinn bar þá aö lokum til Noregs, allir voru mjög þrekaðir. En munkurinn kom til aö deyja. Honum bregöur fyrir í síöasta skipti vorið eftir, þá er hann hjá reglubræörum sínum, Ágústínum, í Helgisetursklaustri örskammt frá dóm- kirkjunni miklu. Munkur þessi var maöurinn, sem orti „Lilju“. í því skáldverki ná miöaldir hæst á Noröurlöndum. En eftir því sem maöurinn kemur okkur fyrir sjónir í þeim handritabrotum, sem við eigum, og þeirri upplýsingu sem sagnirnar veita, þá er sagan um bróöur Eystein saga manns sem ratað hefur í niöurlægingu, strítt viö storma á leið tif betrunar og birtu. Hann var ekki einungis bróöir Eysteinn, heldur bróöir okkar, bæöi meö því aö lýsa munuðfull- um ástríöum okkar og djúpri þrá eftir friðþægingu og frelsun frá okkar verra manni. Einmitt fyrir þaö að hiö mannlega kemur svo skýrt og áþreifanlega fram í bróöur Eysteini, getum viö oröiö honum samferöa. Hann er ímynd styrkleika sem opinberast í veikleika, anda sem sigrar í breyzkum líkama. Þaö er ekki aö furöa, þó aö sagnir myndist um slíkan mann, einkum hlaut ævi hans og kvæöi aö koma viö ímyndunarafl þjóöarinnar. Á þröngsýnni öld sem okkar, gerum við okkur mikið far um aö greina í sundur goösögn og sannleika; ævintýriö er oröiö óverulegt, ósatt, guöfræöin skrýtin blanda af yfirborös-raunsæi og vitsmunalegri grautarkenndri tilfinn- ingasemi, vettvangur heimildarýni og hughrifa. Engu aö síöur er í goösögninni djúpur sannleikur, sem færir líf og atburöi í þýðingarmikið samhengi. Hvaö bróöur Eystein varðar, vitum viö ekki hvaö er „satt“ í yfirboröslegri þýöingu orösins og hvaö heyrir til helgisagnahefðinni. Aö minnsta kosti varpar hún frá sér Ijösi yfir tímabil, mann og kvæöi, sem á undraverðan hátt hefur staðiö okkur nærri. Áriö 1342 leitaði myrkrið inn í Þykkvabæjarklaustur á suðurströnd ís- lands, og varö aö gjörningaþoku, sem olli köldu í brjóstum munkanna. Þrjá þeirra greip hamstola æöi: Þeir ráöast á ábótann, sparka í hann og lemja og hrekja hann burt til Viðeyjarklausturs, sem var langt undan. Einn af þeim er reglubróðirinn Ey- steinn. „Laust aldregi lát mig, Christ/lasta- vinds í byljakasti“ kvaö hann seinna. Og hann orti af illri reynslu. Því aö þegar refsingin aö lokum náer klaustri þessa ódæöis, er biskupi ekki aöeins Ijós óhlýöni og uppreisn munkanna. Þaö kemur meira til: saurlifnaöur, siðleysi. Munkarnir hafa haft óleyfileg mök viö konur í nágrenninu, svo aö nokkrar þeirra uröu þungaðar. Einn mesti syndaselurinn er sagður vera Eysteinn. Því er ekki að furöa aö hann kveður síöar „grátandi fús aö fótum (...) hvert sinn er ég kulda kenni/ kostalaus af glæpafrosti". Honum var varpað í svarthol, settur í járn. En þá geröist þaö furðulega, aö fáum árum síðar, 1349, hefur hann ekki einungis fengiö uppgjöf saka hjá kirkj- unni sem hann haföi brotið svo freklega gegn, heldur veriö settur „officialis", umboðsmaður, Skálholtsbiskups árin tvö sem biskupsstóllinn er auður. Og þegar nýi biskupinn, Norðmaöurinn Gyröur, kemur til stólsins 1351 er Eysteinn í hópi þeirra er standa honum allra næst. Áriö 1353 koma þeir til Noregs. Eysteinn dvaldi þar í fjögur ár; á þeim tíma var hann tekinn inn sem klaustur- bróöir Ágústína í Helgisetri í Niöarósi. Þegar hann hverfur aftur til íslands 1357 fer hann í yfirreiö á vegum erkibiskupsins. Á fáum árum hefur Eysteinn Ás- grímsson gengiö veginn frá lastafullu líferni og dimmri dýflissu til náins samstarfs viö sjálfan erktbiskupinn. Hvernig gat þetta átt sér staö? Viö ráöum ekki yfir neinum heimildum sem geta gefiö fullnægjandi svar. Sumir fræöimenn halda því fram aö hér hljóti aö vera um tvo Eysteina aö ræöa: lastafulla munkinn í Þykkvabæ og háttsettan andlegrar stéttar mann. Það mætti segja mér, aö erföasögnin og munnmælin séu sannleikanum sam- kvæmari, aö til sé innri skýring á því, hvernig Eysteinn getur veriö einn og sami maðurinn. Svo er sagt, að þegar Eysteinn sat í svartholinu, hafi hann byrjaö aö yrkja versin sem Lilja spratt af. Þaö voru 100 þrep upp til Ijóssins og frelsisins frá fangelsisgólfinu niöri í djúpinu. Viö þaö aö segja versin fram, barst hann upp á viö, þannig aö hann hækkaöi um eitt þrep'viö hvert vers. Þegar honum uröu Ijós yfirnáttúruleg áhrif oröa sinna, haföi hann náö 22. þrepi; af nokkru drembi- læti kvaö hann fyrri hluta 23. vers: Tendrast öll og talar meö snilli, tungan mín af herra sínum . um stórmerkin á hún aö yrkja yfirspennanda heima þrenna. Fyrir þetta drembilæti og þennan skort á auðmýkt er sagt, aö honum hafi aftur veriö steypt niöur í djúpið. Þá kom honum í hug hverjum bæri heiöurinn Ritgerð Knut Öde- gárd um höfund Lilju en Ödegárd hefur nýlega þýtt Lilju á norska tungu. Bókin er nú komin út í Noregi í viðhafnarútgáfu. Sigurjón Guðjóns- son fv, prófastur þýddi ritgerðina á íslensku. með réttu, og seinni hluti þessa vers stefnir í aðra átt: Bjúg og sár í bandi veri, bandi rétt ins neösta fjanda, nema hjálpræöi Guös hiö góöa gefið á jörö mig leystan hefði. Meö þessu var honum aftur lyft upp á það stig, þaö þrep, þar sem versið hófst. Og nú var honum lyft hærra, þrep að þrepi, vers frá versi, Unz Ijós og frelsi skein skært mót honum í 100. versi. Sögnin hermir frá manni, sem haldinn er geysisterkum ástríðum, manni gædd- um óvenjumiklum hæfileikum og sem — er drembilætið beygir sig fyrir friöþæg- ingarverki Guös — hefur veriö upphaf- inn og leystur úr fangelsi sínu. Þaö megum viö skilja svo, bæöi í áþreifan- legri og óeiginlegri merkingu. En sögnin stendur og gefur til kynna aö kvæöið felur í sér umskapandi orku sem nær miklu lengra en aö vera eingöngu bókmenntalegs eölis. Og ef viö rennum augum í svip yfir þaö andlega svið þar sem kvæðiö varö til, komumst við aö raun um aö ísland og Niðarós eru í nánum tengslum viö hina katólsku Evrópu. Fjórtánda öldin er Teikningar úr norsku útgáfunni af Lilju Eftir Björn Björneboe ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.