Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 6
f Það var heilagur Bernhard í Clairvaux sem fyrstur manna vísaði veginn til þessarar Maríudýrkunar með predikun- um sínum út af Ljóöaljóöunum. Þar sem brúöurin er fyrirmynd Maríu: Sé brúð- guminn, konungurinn, Kristur, þá er brúöurin María, himinbrúöurin, jómfrú in. Eöa er brúöurin mannssálirnar sem Kristur kemur til að sækja? Að minnsta kosti sprettur upp af þessu undurs'am- leg, munuöheit tilbeiösla, brúöar — og brúögumadulspeki sem í spennunni milli holdlegrar ástar og hreinlífisdýrkunar leiðir manninn í senn að grundvelli lífsorkunnar og gefur miööldum mjög örvandi munuðfríska, Ijóöræna mynd — sem er áhrifarík enn í dag. Ef til vill ekki hvaö sízt nú, þegar frumorka ástarbrím- ans er bæld niður í kristindómi okkar, hið kvenlega limlest í einskonar mistúlk- aöri vandlætingarstefnu og nútímamað- urinn kynnist þeim kristindómi sem ræöur ekki yfir mynd sem fullnægir manninum öllum. Ástarþörfin fær ekki viöhlítandi svar í mynd kristninnar, heldur í afskræmdri kenningu nútíma heiðindóms. Það er spurning, hvort misskilin vandlætingarstefna, sem menning okkar er svo lituð af, veröur ekki líka aö greiða nútíma kvenréttinda- hreyfingu skuld viö skiniö frá sorprita- bálinu. Bróöir Eysteinn ber einnig greinilega merki sinnar samtíöar í skilningi á Maríu sem brúði í Ljóðaljóðum Salómós. María er ekki aöeins „hreinlífis dyggöug dúfa“, ekki aðeins „móöir Guðs og blessun þjóöa“, „María, Jesú móöir dýrust", heldur um leið ... Þú ert hreinlífis dyggöug dúfa, dóttir Guös og lækning sótta, giftu vegur og geisli iofta, gimsteinn brúöa og drottning himna, guös herbergi og gleyming sorga, gleöinnar past og eyðing lasta, líknar æör og lífgan þjóða, lofleg mær, þú ert englum hærri. En Eysteinn Ásgrímsson gengur lengra og yrkir í stórkostlegri sýn Maríu-ljóöaljóö sem rýfur þá arfsögn sem hann annars sækir svo margar myndir til. Þaö sjáum viö gleggst í 93. og 94. versi. Þaö er eins og hann taki stökk og sleppi sér í Ijóörænni andagift sem vellur fram, ein myndin rekur aöra: Hrærð af list þó að hvers manns yröi hold og bein aö tungum einum, vindur, leiftr og grænar grundir, grös ilmandi, duft og sandar, hagl og drif, sem fjaörir, fuglar, fiskar, dýr, sem holt og mýrar, hár og korn, sem heiöar stjörnur, hreistr og ull, sem dropar og gneistar, viðr og grjót, sem staðir og stræti, strengir, himnar, loft og englar, orma sveit og akrar hvítir, jurtir, málmr og laufgir pálmar,— augabragö þótt aldrei þegöi, allar þær af fyrnsku væri máöar, fyrr en Maríu prýði mætti skýra fullum hætti. Úr Lilju Þú ert hreinlífis dyggðug dúfa, dóttir Guðs og lækning sótta, giftu vegr og geisli lofta, gimsteinn brúða og drottning himna, Guðs herbergi og gleyming sorga, gleðinnar past og eyðing lasta, líknar æðr og lífgan þjóða. Lofleg mær, þú ert englum hæri. Þú ert elskandi ein af sprundum ágætust fyrir lítillæti, umbætandi bragnar syndir. Blessuð mær, þú ert Drottni kærust. Þú ert heitandi Heilags Anda höll og prýdd meö dáðum öllum, ei kennandi, kvitt af syndum, krafta þröng, né löstinn öngvan. Máría! Ert þú móðir dýrust. Máría! Lifir þú sæmd í hári Máría! Ert þú af mískunn skírust. Máría! Létt þú syndafári. Máría! Lýtin mörg því voru Máría! Lít þú klökk á tárin. Máría! Græð þú meinin stóru. Máría! Dreif þú smyrsl í sárin. Du er reinlivs dygdige duve, Guds dotter du er, og sottelækjing, lukkevegen og himmelstrále, juvel for bruder og himmeldronning, Guds herberge og sorgegloymsle, gledes kraft og lasters oyding, nádeflaum, livgjeving for folket, hoglova moy, opphogd over englar. Du er den elskande eine af kvinner strálande fram af audmjukskap, som boter váre brester, synder, signa moy, du er Drotten kjærast; du er heten í Heilagandens hall og prydd með alle dygder, ikkje kjenner du, fri for synder, krefters trong, og ingen laster. Maria, er du som moder skjærast, Maria, lever du í himmelkláre, Maria, er du av miskunn kjærast, Maria, lett du syndefára, Maria, sjá til lytene váre, Maria, sjá sá mjukt pá tára, Maria, læk du skader store, Maria, smer du salve í sára. Þrjú erindi á íslensku og til samanburðar í norskri þýðingu Knuts Ödegárd María þú ert móöir dýrust Mynd af málverki frá miööldum. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.