Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 18
1 Jóhann og Rut þræða sér hálsfestar. livaö er fólkið eiginlega að trufla okkur?" má lesa úr svip þeirra Ívars og Hörpu. r Vilhjáimur Friðþjófsson Trúöarnir Þú sem leitar aö sannleikanum: Gættu þín á trúðunum. Trúöunum, sem koma meö söng, koma meö hljóöfæraslátt og segja þér brosandi aö þeir hafi fundiö það sem þú leitar aö. Láttu ekki blekkjast af þeirra fagurgala. Horföu heldur í augun á þeim þegar þeir vitna um dýrð Drottins þvíþá séröu að þau eru fölsk. Þeirra trú er máttur gullsins. En um kærleikann, sem Kristur kenndi okkur aö elska vita þeir ekki neitt. Þvíþeir hafa gleymt oröunum gömlu: „Þaö sem þú gjörir þínum minnsta bróöur, þaö gjörir þú mér“ Og mundu þaö þú sem leitar, aö varaö er við falsspámönnum. Og gættu þín vel á trúöunum. J Mömmudagur í leikskóla perlufestar. Aörir leika sér að kubbum og bílum. Þaö er allt á fleygifeð í leikstofunni, en því fer samt fjarri aö óstjórn ríki. Þetta litla samfélag virðist vera til hinnar mestu fyrirmyndar, þó aö þröngt sé búið. Og klukkan tifar. Oft fá börnin aö fara út eftir aö hafa leikið sér inni, en í dag er of kalt. Þess vegna eru þau látin vera inni, þar til þau eru sótt. Sum eru orðin dálítið lúin, þegar foreldrarnir koma, önnur mega ekkert vera að því að fara strax. En smám saman tæmist stofan og innan tíöar er Kikkí einn eftir í búrinu sínu. Við Þorsteinn röltum heim með tóman bakpokann og spjöllum saman um atburði dagsins. Við erum eiginlega lukkunnar pamfíl- ar eöa forréttindafólk. Um allan bæinn eru börn, sem ekki komast á leikskóla og foreldrar, sem geta ekki nýtt mennt- un sína og beizlaö starfsorkuna vegna þess. Það reynist mörgum erfitt, en þó tel ég það þyngra á metunum, hversu mikils börnin fara á mis, ef þau fá ekki aö kynnast samfélagi á borð við það, sem ég fékk nasasjón af í dag. Slík samfélög geta aldrei komið í staö heimila, en geta bætt þau upp. Þau þroska félagsvitund barnanna, svala athafnaþrá þeirra að miklu leyti og opna augu þeirra fyrir þáttum, er snerta hvern einstakling í þjóðfélaginu. Þau veita fræðslu, menntun og öryggi á meöan börnin eru að læra aö fóta sig í stórum heimi. Stundum er talað um, að dagvistar- stofnanir séu hálfgerður lúxus fyrir latar mæður. Að sjálfsögðu á maður ekki að hirða um að svara slíku, en til gamans má upplýsa, að eini leikskólinn, sem Hafnarfjarðarbær rekur, kostar bæjar- félagið innan við 25 milljónir samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs. Hitt er ég svo sannfærð um, að starfið, sem þar fer fram, er miklu dýrmætara, en sú upphæö segir til um og verður ekki mælt á venjulega mælistiku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.