Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Blaðsíða 5
„Þú segir frá atburðinum í Þykkvabæjarklaustri 1342, þegar munkarnir — og þar á meðal Eysteinn Ásgrímsson — réðust á ábótann og ráku hann úr klaustr- inu. Þetta hefur verið óvenjulegur atburður og trúlega litinn mjög alvarlegum augum af kirkjufeðr- um. Hverskonar straff beið þeirra, sem sannir urðu að þesskonar uppreisn?" „Ég veit ekki til aö neitt ákveðiö straff hafi legið viö uppreisn gegn ábóta, en eðlilegt má telja, að munkunum væri vísaö úr klaustrinu og þá, aö þeir væru settir í dýflissu einhvern tíma.“ „Og þá veröur þessi mikla breyting á munkinum Eysteini og hann ákallar Maríu Guðsmóður með kvæði. Hafa menn nokkra hugmynd um það núna, hvar Eysteinn tók út sitt straff og orti Lilju?“ „Nei, viö vitum ekki, hvort þaö var í Þykkvabæjarklaustri eða hvort hann hefur hugsanlega verið fluttur til Skál- holts og settur í dýflissu á biskupssetr- inu — eða annarsstaöar. Við höfum heldur ekki annaö en arfsögnina fyrir því, aö hann hafi ort Lilju á meðan hann sat inni." „En sjö árum síðar hefur Ey- steinn ekki aðeins fengið fyrir- gefningu, heldur verið hækkaður upp til „officialis" sem aðstoðar- biskup í Skálholti um tveggja ára skeið. Finnst þér líklegt, aö þann álitsauka megi rekja til Lilju?“ „Engar heimildir höfum viö um aö Eysteinn hafi veriö hækkaöur í tign vegna Lilju, og þó er alveg víst, aö kirkjunnar menn hafa þekkt verkið frá byrjun. En menn litu í þá daga öðruvísi á hugtök eins og afbrot, synd og straff. Nú á dögum lenda ýmsir í aö brjóta lögin og afplána sína fangelsisvist. Þegar því lýkur, eru þeir áfram meö afbrot sitt á bakinu; þeim er í rauninni ekki fyrirgefiö, þótt þeir hafi aö fullu tekiö út þá refsingu, sem ákveöin var meö dómi. Á miööldum var þessu ekki þannig fariö. Synd var synd, afbrot var afbrot og fyrirgefning var líka fyrirgefning. Hún var alger og þegar brótamaöur haföi tekiö út sitt straff, var hann kvittur viö Guö og menn.“ „Er talið aö Eysteinn hafi haft einhverjar fyrirmyndir í erlendum skáldskap, þegar hann orti Lilju?" „Hann hefur verið vel kunnugur evrópskum hreyfingum í bókmenntum, en maöur getur aö minnsta kosti ekki bent á ákveönar fyrirmyndir. Hann brýtur gamla hefö meö því aö nota hvergi kenningar eins og algengt haföi veriö í skáldskap. En hvort þaö var frumleiki hans, sem olli því, eöa erlend áhrif, þaö vitum viö ekki um. Hitt er víst, aö áhugi og aðdáun á Maríu Guðsmóður stendur í blóma á æviskeiði Eysteins og viö getum rakiö þá hreyfingu til Bernharðs af Clervaux, sem taldi aö Gamla Testamentiö benti á Maríu í Hásöng Salómons, og aö sú „brúöur“, sem þar er talaö um, sé María. Öruggt má telja, aö Eysteinn hefur þekkt þessa skoöun vel, og hjá honum veröur María himnadrottning og brúöur — en um leiö jómfrú. Og nafniö Lilja er einmitt runniö úr Hásöng Salómons; þaö er eitt nafnið, sem henni er valiö þar.“ „Gátu menn hindrunarlaust les- ið Lilju úti í Niðarósi á dögum Eysteins. “ „Já, viö veröum að telja aö svo hafi veriö. Þá var munurinn á íslenzku og norsku nánast eins og mállýzkumunur, og þeir sem á annaö borö voru læsir, gátu þá lesiö Lilju. Saga Eysteins tengist Niöarósi; alls var hann 5 ár ytra — fyrst 4 ár unz hann var sendur til íslands 1357 í erindum erkibiskups. Sú ferö hefur aö öllum líkindum oröiö honum örlagarík, vegna þess aö á leiðinni utan til Noregs, lenti skipiö í aftakaveöri og rak þaö langar leiðir noröur meö Noregi. Því fylgdi mikiö haröræöi fyrir Eystein og aöra þá, sem á skipinu voru og líklegt er, aö Eysteinn hafi ekki náö sér til fulls eftir þær mannraunir. Hann dó ári síöar, 1361.“ „Það er að vonum, aö Eysteinn sé þér hugleikinn eftir að hafa gengizt undir annað eins jarðar- men og að snara Lilju á norsku. Er þaö búið aö vera langt verk og strangt?“ „Jú, þetta hefur reynt töluvert á mig, ekki get ég neitað því. Ég byrjaöi á þýöingunni fyrir einu ári og sem sagt: Bókin er komin út. Upplagiö er 4 þúsund; þar af eru 333 tölusett eintök og fékk Noregskonungur númer eitt, krónprinsinn númer 2, forseti íslands númer 3, Niöarósbiskup númer 4 og biskup íslands númer 5. Þá er og þess að geta, aö teikningar eru í bókinni eftir Björn Björneboe, sem er prestur viö Niöarósdóminn og um leið myndlistarmaöur." „Lilja kom eitthvaö viö sögu á hátíð, sem haldin var íÞrándheimi ísumar leiö?“ „Rétt er þaö. Þá var haldin hátíðleg 950. ártíö Ólafs helga og af því tilefni var efnt til hátíðar í Þrándheimi. Þar var þýöing mín á Lilju lesin upp og tók sá lestur hálfan annan tíma, en myndum Björneboes var varpaö á múrvegg undir lestrinum. Þorgeröur Ingólfsdóttir söng Lilju á íslenzku; hún var þar meöal listamanna frá ýmsum löndum." „Þaö er eftirtektarvert, að þessi hápunktur í norrænum miöalda- skáldskap, sem Lilja er, hefur aldrei komið út í viðhafnarútgáfu sem þessari á íslenzku — og er þó margt reynt í þeim efnum á íslandi. Veröur ef til vill hluti þessarar útgáfu seldur hér?“ „Um þaö skal ég ekki segja. Þaö fer eftir áhuga íslenzkra bóksala. Trúlega geta þeir fengið nokkur eintök ef þeir panta þau. Hitt er víst, aö viðhafnarút- gáfa af Lilju á ugglaust eftir að sjá dagsins Ijós hjá ykkur; þaö væri áhugavert viöfangsefni fyrir íslenzka bókageröarmenn. “ „Þú ert nýkominn frá írlandi og ætlaöir aö ræða viö munka. Stóð það eitthvað í sambandi við Lilju?" „Ekki er beint hægt aö segja þaö. En þessi ferö stóö í sambandi viö áhuga minn á miööldum og samanburö á því sem viö getum kallað keltneskan krist- indóm annarsvegar og rómanskan hins- vegar. Ég heimsótti Ágústínamunka í klaustrum á írlandi og ennþá eimir eftir af þessum mun. Hann fólst í því, aö keltneskur kristindómur sneri aldrei baki viö náttúrunni; Keltar höföu alltaf ást á henni. Og hjá þeim liföu áfram áhrif af forngrískri menningu og þessi áhrif bárust til íslands í byrjun kristninn- ar hjá ykkur. Þetta sést til dæmis hjá Eysteini; hann hefur þessa fínu tilfinn- ingu fyrir náttúrunni sem hluta guð- dómsins — og alls ekki andstæöu hans. Keltnesk kristni var samt engin sér- stök kirkjudeild, heldur undirstraumur, sem hafði áhrif á hjarta og tilfinningalíf fólks. Sjálfur er ég ekki kaþólskur, en áhugi minn á miðöldunum snertir trúna, vegna þess aö hún var óaðskiljanlegur hluti af því lífi, sem þá var lifaö.“ G.S. gamla sáttmála. 61. vers í Lilju er umritun á þessu. Enn flóknara dulmál af mörgu tagi er aö finna í kvæöinu, í samsvörun og í þeim talnaþunga sem bókstafirnir hafa. Hvarvetna leynast lyklar í kvæöinu. T.d. í því aö kvæöiö er 100 erindi. C.C. Lange kallar Lilju í klaustursögu sinni „kvæöiö dýrlega til heiöurs Maríu“ og Paasche prófessor bendir á aö ekki einungis titillinn — heldur og erindin 100 sem vísa til Maríu — svari til 100 bókstafa í kveðjunni sem engillinn flutti henni. Kvæöiö ber líka sterkan blæ af þeirri ímynd af Maríu, sem menn höföu á miööldum — alveg í samræmi viö þá heildarhugsun sem þeir höföu aö ööru leyti í gamla sáttmála í Ljóöaljóöunum. Þaö er hugsanaferill sem miðalda- munkurinn finnur víöa staðfestingu á í Gamla Testamentinu: olíuviöarrunninn sem logar en eyðist ekki, t.d., eöa þegar Ezekiel sér fyrir framan sig konung konunganna sem fer um hliöiö án þess þaö opnist — þetta eru fyrirboðar um hina undursamlegu meyjarfæöingu. Ljóörænu hámarki nær Lilja þegar bróöir Eysteinn í síöari hluta kvæðisins snýr sér í allri sinni syndasekt í von og tilbeiðslu til Maríu. Þaö er glóö í þessari tilbeiöslu sem menn finna aö liönum mörgum öldum og gefur meira en grun einn um einstakling sem á viö sálarkvöl aö búa og tilfinningaspennu. En einnig í þessu veitir bróöir Ey- steinn okkur vitneskju um nýja tíma á katólskum miðöldum, persónulegt vandamál er sett á odd og bendir út fyrir sína tíö fram til þeirra sálarkvala sem annar Ágústíni, Dr. Marteinn Luth- er, stríddi viö. Um ieiö og ekki veröa dregnar í efa persónulegar ástríður í Maríukvæöi Ey- steins Ásgrímssonar, geta menn fundiö tilsvarandi innileika um alla Evrópu: Til þess aö finna svar viö vandamáli einstaklingsins, veröur Kristur aö gerast maöur. Menn þessara tíma vilja tæma kvalabikarinn meö Frelsaranum, sjá naglana og heyra hamarshöggin þegar þeir eru reknir gegn um hendur hans. — Því aðeins í líðandi Kristi einum getur þjáöur maöur séö friöþægjarann. Ein- staklingshyggjan nýja kemur fyrst fram máttug í evrópskum kveðskap í Divina Comedia eftir Dante, í málaralistinni á svipaöan hátt hjá Giotto. En María stóö hjarta næst. Hún er ekki einungis „himins og jarðar/ háleit byggöin allra dyggöa“, hún er um leið jarönesk kona. Þaö hljómar býsna munuölegt í eyrum okkar þegar bróöir Eysteinn biöur: „María, kreist þú mjólk úr brjóstum" og kallar hana „hitnanda heilags anda“, en í rauninni er þetta ekkert annaö en hástillt orðalag heitrar Maríudýrkunar í bókmenntum og myndlist víösvegar um Evrópu. Hún var mark hlýjust kennda, hún sem sjálf hefur reynt þjáninguna er til þess útvalin aö bera þjáningu okkar fram fyrir Krist. Getur hann neitaö henni um nokkuð, henni sem bar hann á brjósti? En þaö er í mesta máta samslungin Maríutilbeiösla, þar sem hún er bæöi brúður og móöir guödóms- ins og hin dýrlegasta jómfrú. Óteljandi eru Maríusögurnar í munnmælum, komnar frá klaustrunum á þessum öldum. í mæröarfullri helgisagnaerfð vitjar María sjúklingsins, þjáöa munks- ins, í allri sinni fegurö — og lýtur yfir hann, losar um kyrtilinn og hallar brjósti aö munni hans: sóttheitt andlit fær svala við þrýstiö brjóst hennar og sýgur í sig sæta mjólkina frá brjóstvörtunni. í allri sinni munuöfullu þrá er þetta líka lýsing á fæöingu einstaklingshyggjunnar í Evr- ópu og hvernig öldin hugsar sér mann- inn Krist og hans nánustu. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.