Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Side 4
Eftir ár á þessum staö, fannst mér að
hollt væri aó skipta um samfélag. Ég sá, aö
þetta líferni var langt í frá að vera heilbrigt
og aö þetta gæti ekki gengiö til lengdar.
Svo ég sagði upp eftir að hafa fengið
atvinnu hjá hótelhringnum Holiday Inn —
einnig við rúllettur. Nú var það mitt fag og
auk þess greitt hærra kaup fyrir þá vinnu.
Þessi næsti áfangi var í Swazilandi, sem
er dvergríki, svo til inni í Suöur-Afríku, en
liggur líka að Mosambique. Þar býr
sambland af Zulu-negrum og Búsk-
mönnum og tala Zulumál, en margir tala
ensku. Þetta er sjálfstætt ríki og fallegt
land og ríkt af náttúrugæðum. Þar er hvítt
fólk einnig og á Holiday Inn voru bæði
hvítir og svartir gestir.
Viðskiptavinir spilavítisins voru að
minnsta kosti eins margir svartir eins og
hvítir, en þeir áttu oft frekar litla peninga
og áttu til að vera meö uppsteit og skapa
spennu og óþægindi. En þeir hvítu voru oft
lítiö betri, enda kynnist maður gjarnan
verstu hliðum fólks í sambandi viö peninga.
Þá koma leiðinlegustu hliðar mannskepn-
unnar í Ijós. Stundum sauö uppúr, ef illa
gekk og menn héldu áfram að tapa,
kannski aleigunni. Til dæmis höfðu taugar
eins hinna hvítu þanizt svo, að hann sagöi
viö mig: „Ef ekki kemur upp rautt núna, þá
lem ég þig.“ Hann iét samt nægja aö bölva,
þegar spilagæfan hélt áfram að snúa við
honum bakinu og fyrir þessa hótun var
hann settur á svartan lista og fær þá ekki
að koma inn í spilavítið. Eigi konur
peninga, eru þær jafnvel ennþá æstari í spil
og síður en svo auöveldara að eiga við
þær.
Dvölin í Swazilandi varð 18 mánuöir og
allan þann tíma hafði ég engan fastan
bústað. Framboö á húsnæði er mjög lítið
og ég varð aö leysa málið með því aö búa
annað veifið á hótelinu, en víkja, þegar það
fylltist. Stundum bjó ég í húsvagni og
jafnvel í moldarkofa, þar sem hænsni
gengu út og inn. Hitinn er nógur, en í
Swazilandi rignir svo til alltaf á nóttunni
með þrumum og eldingum og eitthvert þak
yfir höfuöið verður maður að hafa.
Lífsstíllinn hjá starfsfólkinu var eins og
ég hafði áður kynnzt; raunar haföi ég fariö
úr öskunni í eldinn. Fyrst og fremst var
alltof mikil drykkja. En mikill léttir var að
vera laus við skothríöina og stööugan ótta
við að vera sprengdur í loft upp.
í þessu starfi kemur fólk og fer, en
ílendist ekki. Eftir ársdvöl á Holiday Inn í
Swazilandi fór smávegis heimþrá aö gera
vart við sig, en allan jaennan tíma hitti ég
aldrei einn einasta Islending. Þegar ég
yfirgaf Rhodesíu, mátti ég aðeins taka með
mér takmarkað af peningum, svo ég
fjárfesti í flugfarmiða til íslands — og til
baka. Og til íslands fór ég; þaö var í
febrúarmánuði 1977, bjartviðri og vægt
frost á Fróni. Ég stanzaði þó aöeins í þrjá
mánuði og ég held að ég hafi varla fyrr
veriö lent en mig fór að langa aftur til
Afríku. Mér fannst allt svo grátt og kalt.
Afríka kemst í blóðið. Það er sagt að
enginn veröi sami maður eftir dvöl þar.
Hvað það er? Kannski er það andrúmsloft-
ið, gróðurinn og jafnvel dýrin. Og á kvöldin
heyrir maður trumbuslátt í myrkrinu. Þaö
er mjög seiömagnað.
Ég hélt aftur utan til Swazilands vorið 77
og tók upp þráöinn í sþilavítinu á Holiday
Inn. En eftir hálft ár til viðbótar fór ég
framá að vera flutt. Það var samþykkt —
ég var þá komin meö fjögur „game“ eins
og það er kallað: Gat stjórnað rúllettu,
Black Jack eða „21", en þar að auki
Bakkara og Chemin de Fer.
í þetta sinn var ég flutt til Lesotho, sem
er annað sjálfstætt dvergríki, algerlega
innan Suður-Afríku. Þar búa Besútar og
eru ekki beint í áliti hjá öörum negrum. Þeir
eru hiröingjar. En þótt fátækir séu, reyna
þeir aö spila, eða réttara sagt: Þeir eru
spilasjúkir, en þar að auki sagöir bæði
þjófóttir og lygnir. Sem sagt; ágætis fólk,
allt það fólk og hefur ýmsa framandlega
siöi eins og gengur. Fyrir brúökaup verður
tilvonandi tengdasonur aö ganga til rekkju
með tengdamömmu og hún prófar karl-
mennsku hans. Konur eru nokkurs virði
þarna, því menn selja dætur sínar í
4
dvalizt í Suöur-Afríku. Úr því varö heilmikið
þras í skrifstofubákninu, því passinn minn
týndist. Því var borið viö, að þeir hefðu
haldiö mig Eskimóa og þarmeö óæskilegan
kynþátt, en ég var bara hortug og
skammaöi þá fyrir fávísina og sagði að þeir
ættu að sjá, aö ég svona Ijóshærð væri
eins hreinn Aríi og Hitler hefði frekast
getaö kosið sér og af miklu göfugri
kynstofni en þeir sjálfir.
Meiningin með þessu streði var að
komast á einkaritaraskóla í Jóhannesar-
borg — og það hafðist. Og á meðan bjó ég
þar í borginni. í skólanum var kennd
hraðritun, sem telst nú til fornleifa á
tölvuöldinni, enda lagði ég enga áherzlu á
hana og féll reyndar í henni. En ég lauk
prófi í Public Relations, hvað sem það
heitir nú á íslenzku, en einnig í ensku,
framkomu, ferðaskrifstofuvinnu, bókhaldi
og jafnvel í blómaskreytingum. En ég var
orðin svo blönk, að ég átti ekki fyrir
prófgjaldi í síöasta prófinu, sem var í að
skrifa eftir segulbandi og varð því að
sleppa því.
Og nú lá leiöin heim á leiö og til þess að
það væri fjárhagslega kleift, varö ég að
ráöa mig í vinnu á ítalíu og fékk þá greitt
flugiö þangað. ítalíudvölin varð alls 8
mánuöir; þar tóku við annarskonar ævin-
týri og furðuleg lífsreynsla, sem ég hiröi
ekki að greina frá hér.
En þar kom að ég gafst upp á ævintýrum
og hélt heim til íslands í ágústbyrjun 1979.
Ég hitti þá fljótlega æskuvin minn og í
nóvember sama ár var ég gift. Við eigum
nú fjögurra mánaöa son, sem heitir Egill
Anton og eins og stendur er ég bundin yfir
honum. Eftir heimkomuna fékk ég vinnu
hjá borginni og síðar einkaritarastöðu hjá
Gunnlaugi Jósepssyni, en nú sem stendur
er ég atvinnulaus.
Nú er ég það sem kallað er Bara
Húsmóðir og að sjálfsögðu er það æði
frábrugðiö vistinni í sölum sþilavítanna. Ég
er samt fegin því aö hafa fast land undir
fótum og umfram allt að hafa nú fyrir
öðrum að sjá en sjálfri mér einni.
En Afríka — hún lúrir í leyni meö sinn
galdur, með sinn töfraseiö, sem enginn
kemst undan. Og þær stundir koma, að
þessi seiður nær til mín, svo löngunin
vaknar.
En hvað verður — það veit enginn."
Fjöll og grasi vafið land. Þannig lítur Lesotho út. En vegir eru engir til þar.
Ragna með minjagrip frá Afríkudvölinni: Spilið Backgammon, sem er mjög vinsælt i
Afríkulöndum og mikið notað í matartimum hjá fyrirtækjum.
hjónaband. Gjald fyrir konu heitir Púla,
sem þýöir regn; þetta gjald er annars gripir
eöa peningar.
Höfuðstaðurinn heitir Maseru og er bara
þorp meö moldarkofum, nokkrum sæmi-
legum húsum — og svo er þar hóteliö
Holiday Inn. Feröamenn koma þangaö til
að fara í fjallaferöir og á silungsveiðar. Og
svo koma þeir í kasínóiö og leggja undir.
Ástandið á liðinu í kringum rúllettuna var í
stórum dráttum svipaö og á þeim stööum,
sem ég hafði áöur kynnst. Þó var lifað ögn
heilbrigðara lífi, farið út í náttúruna og til
þesskonar ferða keyptum við saman stór-
an jeppa. Vegir eru engir, bara rykugir
troöningar.
Ég var í Maseru á annað ár. En þá var
það runnið uþþ fyrir mér fyrir alvöru, að
svona gat maöur ekki farið með líf sitt. Svo
ég geröi kapítulaskipti og hélt til Jóhannes-
arborgar í Suður-Afríku. En það var
ægilegt mál aö fá áritun til þess aö geta