Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Side 5
mikla þýðing
þýðinga
Norræn samvinna er alltaf á dagskrá
á íslandi. Stórveldastefnumenn á
heimsvísu komast ekki hjá því aö eiga
í illindum viö þá sem vilja eiga sem
nánust viöskipti viö frændur okkar á
Noröurlöndum. Inn í þetta fléttast
afstaöa manna til Austursins og Vest-
ursins. Viö íslendingar höfum staöiö í
stórræöum viö Breta og háö viö þá
tvær Golíatstyrjaldir á hafinu, bítum í
skjaldarrendur og steytum okkar póli-
tísku hnefa gegn heimsvaldastefnu
Rússa meö bandarísku helsprengjuna
aö hlífiskildi.
Nú eru í sviðsljósi forseti vor og
danadrottning, bókmenntaverölaun og
samnorrænn sjónvarpshnöttur. A
hnattaráöstefnunni eru menn nokkuö
hikandi þessa stundina. Ekki er sá er
þetta ritar maöur til aö taka glögga
afstööu. Þegar Norösatmáliö var fyrst
rætt á vegum rithöfunda hér, kom
strax fram ákveöin andstaöa gegn því,
vegna ótta viö ómenningaráhrif í stærri
stíl en áöur þekktist. Ég tók raunar
ekki þátt í þeirri andstööu. Mér fannst
í fljótu bragði, aö ekki myndi þýöa aö
spyrna fótum viö þessari þróun og
samnorræn sjónvarpsstefna hlyti aö
vera betri leið en alþjóölegt menning-
ar- eöa ómenningarstríð, sem yfir
myndi dynja hvaö sem hver segði. Ætli
það hugboð muni ekki reynast rétt?
En þetta eru efni, sem best er aö
láta afskiptalaus í bili.
Okkur íslendingum er þaö nokkurt
metnaðarmál að eftir okkur sé tekiö á
þeim sviöum, sem viö megum okkur
nokkurs, þar sem viö þykjumst vera
menn meö mönnum; í menningu og
listum. Þar erum viö og höfum lerrgi
veriö skolli sprækir. Þaö er eins og aö
í þeim efnum skipti mannfjöldi ekki
höfuömáli. Enda er þaö skiljanlegt, ef
vel er aö gáö. Menning og list er
sérstök heimseign, sem allir, er þegar
hafa séð fyrir frumþörfum tilvistar,
skjóls og matar, geta ausið af. Þaö er
bara eitt, sem okkur vantar í þessa
veröld okkar, áöur en hún springur;
meiri samræmingu í trúarbrögðum. Þá
held ég aö okkur væri borgið.
En æ. Ég fer alltaf aö tala um
eitthvað annaö en ég ætlaði mér.
Þaö má auövitaö telja vel af sér vikiö
af okkur íslendingum aö hafa á hálfri
öld hlotið ein Nóbelsverðlaun og tvisv-
ar sinnum bókmenntaverölaun Norö-
urlandaráös, ennfremur tónskálda-
verölaunin einu sinni. Nú og svo getum
viö byrjaö aö vonast eftir frekari
viöurkenningu á komandi árum. En
fæst þessi heiöur fyrirhafnarlaust? Nei,
svo sannarlega ekki. Höfum viö haldiö
vel á okkar málum? Getum viö ekki
eitthvað lært af reynslunni?
Þess er þá fyrst aö geta, sem öllum
ætti í rauninni aö vera Ijóst, aö aðstaða
hinna norrænu þjóða til aö kynna verk
sín, er mjög mismunandi. íslendingar,
Færeyingar og finnskumælandi Finnar
veröa aö láta þýða bækur sínar á
Sigurður Skúlason magister
Nokkur aðskota-
orð í íslensku
eitthvert aöalmálanna, og auk þess eru
flestir höfundar þessara minnihluta-
málsvæöa nær óþekktir, ekki aðeins í
hópi verölaunanefndarmannanna,
heldur líka hjá meginþorra væntan-
legra lesenda bóka þeirra á hinum
Noröurlöndunum.
Nú eru liöin tuttugu ár frá stofnun
verölaunanna. Á þessu tímabili hefur
lítiö sem ekkert verið gert til þess aö
ala upp og sérmennta þýðendur fagur-
bókmennta á og af þessum þjóötung-
um innbyrðis. Sú stefna var upptekin
fyrir áratugum, aö hvetja bókmennta-
unnendur til þess aö lesa bækur hvor
annars á frumtungunum. Og í hátíða-
ræöum heyrast þessar raddir enn. En
reynslan sýnir, aö þessi hvatningarorð
eru aö mestu leyti töluö fyrir daufum
eyrum. Hjá hverri þessara þjóða er
gefiö út meira og meira af bókum og
allskonar fjölmiölagreinum fjölgar, en
tími hvers einstaklings til aö sinna
andlegum hugöarefnum veröur æ
styttri með hverju ári sem líöur, tungur
þjóðanna og túlkunarmáti þeirra verö-
ur líka æ sundurleitari. Menn komast
ekki yfir þaö nauösynlegasta og
áhugaverðasta úr bókmenntum sinnar
eigin þjóöar. Þessvegna minnka stöö-
ugt líkurnar á því aö menn leggi á sig
aukaerfiöi viö bókalestur. Ef þaö er
gert þá er það fremur til þess aö lesa
bókmenntir heimsþjóðanna.
Ljóöagerð hefur og sérstööu í þessu
efni. Þar þarf lesandi aö hafa sérstakt
málskyn, sem hlýtur aö truflast viö
lestur tungumáls, sem er líkt því sem
maöur á aö venjast. Þaö sem er
stórsnjallt á frummáli getur hljómaö
sem argasta smekkleysa í eyrum
útlendings sem vanur er að njóta
skáldskapar á sinni eigin tungu. Þess-
vegna tel ég aö nauðsynlegast af öllu
sem gera þarf, sé einmitt að þýða
bestu Ijóðabækur hvers árs yfir á
granntungurnar og skapa meö þeim
hætti samnorrænan bókamarkað.
Þegar svo hefur veriö gert kemur þaö
af sjálfu sér aö lausamálshöfundarnir
fylgja á eftir.
En þá er ég kominn aö því sem vera
átti aðalefni þessa pistils. Hvernig á aö
koma upp á nokkrum árum, viö skulum
gefa okkur átta til tíu ár, stækkandi
hópi hæfra þýðara? Fyrst er aö gera
sér Ijósa þörfina og viöurkenna hana,
síðan aö móta skynsamlega stefnu.
íslendingar þurfa aö athuga hvaö hægt
er aö gera fyrir þann litla hóp erlendra
áhuga- og menntamanna, sem nú er
til, sýna þeim einhvern þakklætis- og
viröingarvott fyrir þaö sem þeir hafa
gert og létta þeim róöurinn í framtíð-
inni. Nú er þetta allt skipulagslaust og
vanþakkaö.
Ég ætla nú að nefna nokkur nöfn
þýðenda, sem viö íslendingar eru í
sérstakri þakklætisskuld viö. Því miöur
verö ég aö gera þaö nokkuö af
handahófi og miöa viö síöustu áratugi.
Danmörk: Erik Sönderholm. Poul P.M.
Pedersen, Þorsteinn Stefánson.
Noregur: Ivar Orgland, Ivar Eskeland,
Knut Ödegárd, Ásbjörn Hildremyr.
Svíþjóö: Peter Hallberg, Ariane Wahl-
gren, Ingegerd Fries, Inge Knutsson.
Finnland: Maj Lis Holmberg, hún þýöir
úr íslensku, bæöi á finnsku og sænsku.
Sumir þessara þýðenda hafa þýtt á
annan tug bóka.
- Hvaö gerum viö til að létta þessu
áhugasama fólki störfin? Meö hverju
sýnum viö, aö viö kunnum aö meta þaö
sem gert hefur verið? Fá þeir frá okkur
bókasendingar og heimboð? Eöa ríkir
hin opinbera ískalda íslenska þögn?
Máliö er ekki útrætt.
Jón úr Vör.
FABULA, (FABULA), uppspunnin
saga, lygasaga, dæmisaga (OM). Oröiö
er komiö af fabula, frásögn, í lat. Þ.
Fabel, d. fabel, e. fable, Oröiö fabúla
finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1637 (OH).
FABRIKKA, verksmiöja. Oröiö er
komiö af fabrica í lat. og merkir þar:
iönaöarstarf og vinnustofa. Fr. fabrique,
þ. Fabrik, d. fabrik. Enska oröiö fabric
merkir oftast: vefnaður, en einnig bygg-
ing, grind, kerfi. Finnst í ísl. ritmáli frá
árinu 1836 (OH).
FAGOTT, blásturshljóöfæri meö
bassatón (OM). Oröið er komiö af
fagotto í ítölsku. Þ. Fagott, d. fagot.
Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1941 (OH).
FAKÍR, (indverskur) meinlætamaöur.
Oröiö er komiö af faqir í arabisku og
merkir þar: fátækur. Þ. Fakir, d. og e.
fakir. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1894
(OH).
FAKTOR, verslunarstjóri (viö dönsku
selstöðuverslanirnar) (OM). Oröiö er
komiö af factor í lat., sá sem framkvæm-
ir (af so. facere, starfa). Þ. Faktor, d.
faktor, e. factor. Finnst í ísl. ritmáli frá
árinu 1669 (OH).
FAKTÚRA, farmreikningur sem send-
ur er kaupanda samtímis vörunni (OM).
Orðiö er komiö af factura í lat. er merkir:
tilbúningur (af so. facere, gjöra). ít.
fattura, þ. Faktur(a), d. faktura, e.
facture. Oröið finnst í ísl. ritmáli frá árinu
1873 (OH).
FALLERA, gata (á prófi); mm fallerast
(um stúlku) láta vélast, eignast barn í
lausaleik (OM). Oröið er komiö af þ.
fallieren, d. fallere og merkir í þessum
málum m.a.: veröa gjaldþrota. Finnst í
ísl. fornmáli í merkingunni: viöhafa svik
eöa fals (Fr.). Finnst næst í ritmáli frá 17.
öld (OH).
FALLÍTT, gjaldþrota. Oröiö er komiö
af lo. fallito í ítölsku sem var upphaflega
Ih. þt. af so. fallire, verða gjaldþrota. Þ.
fallit, d. fallit. Orömyndin fallít finnst í ísl.
ritmáli frá árinu 1826 (OH).
FALSETTA, höfuötónn (gagnstætt
brjósttónn). Þetta tónlistarorð er ættaö
úr ítölsku þar sem þaö heitir falsetto og
er smækkunarmynd af falso, en þaö orö
er komið af falsus, falskur, í lat. Þ.
Falsett, d. falset, e. falsetto. Finnst í ísl.
ritmáli frá árinu 1946 (OH).
FAMILÍA, fjölskylda. Orðið er komiö
af familia í lat., en þaö er leitt af famulus,
þjónn, og merkir m.a.: fjölskylda, en
hefur auk þess ýmsar aörar merkingar.
Þ. Familie, d. familie, e. family. Finnst í
ísl. ritmáli frá byrjun 18. aldar (OH).
FANTASÍA, ímyndunarafl, hugmynda-
flug; ímyndun, draumórar; tónverk í
frjálsu formi, oft með eldra lagi (lögum)
sem uppistööu (OM). Oröiö er komið af
fantasia í gr. og merkir þar: fyrirbrigöi.
Þ. Phantasie, d. fantasi, e. fantasy.
Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1955 (OH).
FARÍSEI, Gyöingur af sértrúarflokki á
Krists dögum; farísei, maöur sem heldur
sjálfan sig betri en aöra (OM). Orðiö er
komiö af farisaios í gr., myndaö af
hebreska oröinu parusch sem merkir
eiginlega: einangraöur. Þ. Pharisáer, d.
farisæer, e. pharisee. Finnst í ísl. ritmáli
frá árinu 1540 (OH).
FASHANI, FASANI, fuglategund
(phasianus colchicus) (OM). Oröiö er
komið af fasianos í gr. og merkir þar:
fugl frá ánni Fasis. Þ. Fasan, d. fasan, e.
pheasant. Orðmyndirnar fashani og fas-
ani finnast í ísl. ritmáli frá árinu 1962
(OH).
FASI, þriggja fasa straumur, þrír
riöstraumar, hver á eftir öörum (ekki í
takt) (OM). Orðið er komiö af fasis í gr.
og merkir þar: fyrirbrigöi. Fr. phase, e.
phase og phasis, þ. Phase, d. fase.
Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1955 (OH).
FÁNA, dýraríki (OM). Orðið er komiö
af Fauna í lat. og merkir þar: gyöja
dýraríkisins. Þ. Fauna, d. og e. fauna.
Oröið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1939 í
samsetningunni skeldýrafána (OH).
FERNIS, FERNISOLÍA, vökvi úr viöar-
olíum notaöur til hlíföar og feguröar á
við, undir olíumálningu á steinvegg
(OM). Orðiö fernis er býsna langt að
komið eða alla leiö sunnan úr Egypta-
landi. Þaö var upphaflega dregiö af nafni
borgarinnar Berenike, varö í miöaldalat-
ínu aö veronix, í ít. aö vernice, í fr. aö
vernis, í þ. aö Firnis og í d. aö fernis, en
þaöan reyndist auðratað út hingaö. Af
þessu oröi er myndaö so. fernísera (d.
fernisere). Oröiö fernis finnst í ísl. ritmáli
frá árinu 1831 og fernisolía frá 1875
(OH).
FÍGÚRA, skopleg, kjánaleg persóna
(OM). Oröiö er komiö af figura í lat. og
merkir þar: líkami, lögun, sniö o.fl. Þ.
Figur, d. figur, e. figure. Oröiö finnst í ísl.
fornmáli (Fr.) og frá árinu 1584 (OH).
FIX, snotur o.fl. Þetta lo. er komiö af
fixus í lat. og merkir þar: fastur. Þ. fix, d.
fiks. Finnst í ísl. ritmáli frá fyrri hluta 17.
aldar í merkingunni: fær eöa fimur í
einhverju (OH). í nútímamerkingu finnst
þaö á 20. öld (OH) og heyrist einnig
býsna oft í talmáli. Af fix er myndaö so.
fixa sem merkir: dubba, skreyta, lag-
færa, snyrta (OM). Þ. fixen, d. fikse,
Þetta so. ætti aö vera álíka gamalt í
íslensku og fix í nútímamerkingu.
FÍLAPENSILL, (graftar)nabbi, arta (í
húö) (OM). Orðið er komiö af filipens í
dönsku, en ekki er mér kunnugt um
uppruna þess. Finnst í ísl. ritmáli frá
árinu 1946 (OH).
FILMA, ræma til aö taka á myndir,
myndalengja; kvikmynd (OM): Þetta orö
er talið skylt ísl. orðinu fell sem merkir:
húö. (Filma er einnig so. og merkir: taka
kvikmynd). Þ. Film, d. og e. film. Oröiö
finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1925 í
merkingunni filma í Ijósmyndavél, en
nokkru síöar í merkingunni kvikmynd
(OH).
FIÓL, fiöla (OM). Þetta aðskotaorö er
ættaö úr latínu og heitir þar vitula. Þaö
varö viola í ítölsku, viole í miölágþýsku
og fiol í dönsku, en er þaöan komiö
hingað; e. violin. Finnst í ísl. ritmáli frá því
um miöja 17. öld (OH).
FITTINGS, tengihlutar, tengsl í pípu-
lögnum. E. og d. fittings. Finnst í ísl.
ritmáli frá árinu 1955 (OH).
FLAMINGOI, flæmingi (OM). Þetta
vaðfuglsheiti viröist vera komiö úr portú-
gölsku þar sem þaö heitir flamingo. Á
spænsku heitir fuglinn flamenco, en bæöi
þessi rómönsku orö eru komin af
flamma í lat, sem merkir: logi, eldur. E.
og d. flamingo. Orömyndin flamingó
finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1877 (OH).
FLÖRT, daður. Orðiö mun vera ættaö
úr ensku þar sem það er stafsett flirt, en
boriö fram svipað því sem íslendingar
rita þaö. í dönsku er það ritað eins og í
ensku. Oröið finnst í ísl. ritmáli frá árinu
1946 (OH).
5