Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Page 7
verða hundblautur. Svo var aö sjá, að sumarleyfisgestir í Torquay væru einkum og sér í lagi fullorðnir Bretar, — allir aö sjálfsögðu með regnhlífar í rigningunni og engu líkara en allir hefðu samtímis ákveðið að fara í búöir úr því hann rigndi. Mikill urmull er af veitingastööum í Torquay og allsstaðar virtist fullt; sumt skyndibitastaöir, einnig kjúklinga- og hamborgarastaöir eftir amerískri upp- skrift: Kentucky Fried Chicken til dæmis eins og í Firöinum. En einnig grískir Kebab-staöir, sem nú ryöja sér til rúms. Þar er raðaö ýmisskonar kjötbitum á tein og gesturinn velur sér tein, sem síðan er steiktur. En fjölmennast er niðri við höfnina; á útfallinu þornar smábátahöfnin alveg upp og bátarnir standa á þurru landi. Túristum er boðið uppá makrílveiöar og bátsferöir og allt ber þess vott, að Torquay er gamalgróinn feröamanna- bær meö urmul af gististööum í heima- húsum: Bed & Breakfast og hótelum við hvers manns hæfi. Totnes — markaös- bær meö húsum úr gömlum ævintýrum Seinnipartinn birti upp eins og staðar- menn höföu spáð, en þá var ekki til setunnar boðið öllu lengur; ætlunin var að komast með kvöldinu á endapunkt leiöarinnar: Til Loo á Cornwallskaga. Um ýmsar leiöir er aö velja vestur til Plymouth, en viö kusum aö koma viö í Totnes, sem er gamall og sérkennilegur markaðsbær í dalverpi við ána Dart. Þar er mikil stemmning í gamla bæjarhlutan- um og gaman að koma, jafnvel í rigningu. Viö lögðum ólöglega, því um annað virtist ekki aö ræða og löbbuöum um Laugaveginn í plássinu. Þar eru fjölmörg hús, sem húsfriðunarmenn hafa ugglaust augastaö á; sum standa skakkt og skaga útí götuna, gluggarnir út- byggðir og meö steindu gleri. Önn hvunndagsins var á fullu og augsýnilega margt ferðamanna, sem ævinlega þekkj- ast á því, að þeir eru að góna uppá þessi gömlu og fallegu hús og oft meö myndavélar á lofti. Viö þessa götu eru margar örlitlar kaffistofur og viö fengum ágætis kaffi á einni þeirra og enska jólaköku, sem er alveg sérstök. Frá Totnes er hálftíma akstur til Plymouth, sem er dæmigerð brezk iönaðarborg með Ijótum úthverfum eins og aörar álíka í Miö-Englandi og bezt aö foröast þær, ef maður getur. Viö fórum samt inní borgina, allt inn til miöju, þar sem hálfhrunin kirkja hefur veriö látin standa sem minnismerki um eyðilegg- ingu stríösins. En rétt vestan viö Ply- mouth er fjöröur og hægt aö komast yfir hann með bílferju, en flestir kjósa aö taka á sig smákrók og komast á eina af þessum risabrúm, sem teygir sig yfir ósa Tarrfljótsins. Þarmeð er maöur kominn útá Cornwallskaga. Margar kynslóðir hafa aldrei þurft að byggja sér hús Hér breytir landslagiö nokkuö um svip; veröa víðáttur meiri en maður á aö venjast í Englandi, hæðadrög og skógar- belti fremur en samfelldur skógur. Þorp- in eru einstaklega falleg og myndræn meö afgömlum húsum og mikið er þetta merkilegt, aö margar kynslóöir skuli alveg hafa sloppið viö þá lífsreynslu aö byggja sér hús; alltaf er þaö gamla nógu gott. í hverju þorpi er viröuleg og afgömul steinkirkja, aö sjálfsögöu krá og auglýsingar um gistingu með morgun- veröi. Eitt þessara þorpa er þó minnisstæð- ara en önnur. Þaö er skammt frá Looe Looe á Cornwall-skaga er í aenn ferðamanna- og útgeröarbær, en eins ólíkur íslenzkum útgeröarbæjum og hugsast getur. Þarna ríkir fágœt fegurö og úr hótel Hannafore Point, sem innsett er í myndina, er fagurt útsýni yfir strönd Cornwall-skagans Þegar kemur vestur í Devon, er kallaö aö komið sé á Vesturlandiö — The West Country — ströndin þar er víöa nokkuö brött, en umvafin fögrum gróöri eins og hér sést. Götumynd frá Torquay - Hollendingar höföu brugöist í ár -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.