Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Qupperneq 8
Karol Wojtyla — Jóhannes Páll II páfi — hefur ekki einskorðað sig innan þröngra veggja Vatikansins, en haft heiminn undir svo að segja og bæði vakið meiri athygli og reynt áþreifanlegar að láta gott af sér leiða en nokkur annar páfi um langan aldur. Uppruni hans er úr Karpatafjöllum, syðst í Póllandi, þar sem Góralar búa, harðsnúið bændafólk. Meðal þeirra er Karol Wojtyla heima hjá sér og hann var ávallt karlmenni, hvort heldur var sem hermaður, íþróttamaður eða prestur. Honum leiðast „ossingar og véringar“ og lætur helzt ekki aðra krjúpa fyrir sér. Sæluríki sósíalismans er í Póllandi byggt á úreltri 19. aldar hug- myndafræði, sem styðst við hvers- kyns ófrelsi. Fólkið er gott, en kjör þess eru bág — í heimabyggð páfa ekki síður en annarsstaðar. Nóg af kringlum, gjörið þið svo vel, en löng biðröð eftir kjöti og það skammtað. Samt er landið gjöfult og gott. Páfi úr Karpata- Áreiðanlega hefðu hvorki faðirinn Karol né móðirin Emilía Wojtyla, fædd Kaczor- owska, kropið á kné fyrir verðandi páfa, þegar þeim fæddist drengur 18. maí 1920. Hann var grettinn og skorpinn og það fyrsta sem hann sagði var „be-e-e!“ Þaö verður dregið í efa, að Karol litli hefði valið sér fæðingarstaö í Karpafafjöllum, ef hann heföi mátt nokkru um það ráöa. Eða þá fæðingarárið. Það voru neyðartímar í Póllandi eftir fyrra heimsstríð. Faðir drengsins varð liösforingi eftir að Pólland fékk sjálfstæði 1918. En launin voru léleg, svo aö fjölskyldan bjó við ærið þröngan kost. Hún átti heima í hrörlegu þorpi í grennd við Kraká og bjó í tveggja herbergja íbúð. Þarna ólst hinn verðandi páfi upp sín fyrstu æviár. Móðir hans var mjög heilsuveil og sjálfsagt hefur það snert drenginn óþægi- lega. Hún unni drengnum heitt og kallaði hann „Lolek". Ekki duldust henni góðir hæfileikar hans og eitt sinn komst hún svo aö orði við nágrannakonu sína: „Það megiö þið reiöa ykkur á, að það verður einhvern- tíma mikill maður úr honum Lolek litla.“ Karol Wojtyla var í grunnskóla og ekki nema níu ára, þegar dauðinn barði að dyrum á heimilinu; móðir hans dó úr hjartabilun. Eftir lát hennar ólst Karol einn uþþ hjá Vanþróun, fátækt og hægfara breytingar setja svip sinn á lífið hjá þeim, sem Karol Wojtyla getur með réttu talið sitt fólk. í Karpatafjöllum eru hús yfirleitt úr timbri, sem er nærtækt byggingarefni og á bæjunum er smjörið strokkað með gamla laginu. fjöllum fööur sínum sem reyndist honum góður en allstrangur faðir og ræddi margt viö drenginn. Þó að hann væri strangur, alinn upp við heraga, var hann góðlyndur og menntaður maður og veitti Karol litla leiðsögu í andlegum sem veraldlegum efnum. Gáfur og námfýsi drengsins fóru fljótt að segja til sín. Drengurinn hafði frábæra tungumála- gáfu; var bezti lærisveinn skólans í grísku og latínu. Ágætiseinkunn hlaut hann ávallt í þýzku, sögu, trúfræði og heimspeki. En því fór fjarri að hann væri kennarasleikja eða potaði sér áfram. Og hann var einkar hjálplegur skólafélögum sínum. — Allir sem höfðu náin kynni af Karol báru og bera enn lof á hann: telja hann vel upp alinn, alúðlegan, mjög vel menntaðan. Menn segja aö hann hafi verið laus við hégóma- girnd og frekar hlédrægur. Karol tekur stúdentspróf 1938. Að sjálfsögðu með ágætiseinkunn. Og nú Jóhannes Páll II í einni af mörgum heimsreisum sínum. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.