Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Page 15
V Á ferö um Dorset, Devon og Cornwall og heitir Hessenford, — nafniö bendir öllu fremur til Þýzkalands en Bretaveldis. Kirkjan þar gæti veriö þúsund ára og sjálfsagt var aö líta inn á þöbbanum og fá sér einn bjór áður en lagt væri í síöasta spölinn. Þaö reyndist vera heiö- lendi meö fé á beit og heitir því einkennilega nafni No Mans Land, eöa Einskismannsland. Nú er umferðin strjálli, enda er vegurinn mjór, en allsstaöar er hann malbikaöur. Svo veröa brekkur og beygjur og komiö niöur aö fallegum og hæöum girtum firöi. Báöum megin viö hann stendur fiskimannabærinn Looe, sem kannski kemur mest á óvart af öllu, sem séö veröur á þessari leiö. Kannski er þaö vegna þess aö Looe stendur íslendingnum nær en aörir staðir á þessari strönd, — og þá vegna Milton Abbas, friösælt smáþorp í Dorset. þess aö hann þekkir lyktina, sem fylgir seltu, tjöru og fiski. Þar liggur fjöldi fiskibáta viö bryggjur og mikið annríki við landanir og búöirnar opnar, þótt komiö sé framá kvöld. En þar skilur á milli íslenzkra sjávarplássa og Looe, aö þar situr snyrtimennskan í fyrirrúmi; ekkert slor og drasl út um allar trissur, hræ af ónýtum vélum, járna- og sþýtna- brak, sem löngum loöir við landann. Cornwallskagi — heimur út af ffyrir sig Maður gengur um þessar bryggjur á dönskum skóm og um götur sem eru svo þröngar, aö bíll rétt mer þar í gegn. Og ailt er tandurhreint. Nú er enda svo komið, aö þeir í Looe eru farnir að gera út á túrismann ekki síöur en fiskimiðin og hótelin rísa í hlíöunum og á hæöunum í kring. Hér er nefnilega annarskonar veröld en sú, sem Bretinn er vanastur að hafa fyrir augunum og sú veröld er mjög töfrandi. Allt þetta Ijúfa og blíöa, sem einkennir England, er hér líka: Gróöur- inn, trén og blómin, sem skríöa uppeftir gömlum húshliðum. Og skammt er að fara til annarra fiskimannabæja, sem eru síður kunnir vegna þess aö þeir láta fiskinn duga og túristana eiga sig; bæja eins og Polþerro, Downderry og Craft- hole. Og raunar er Cornwallskaginn heimur út af fyrir sig og afeöi löng leiö frá Looe út á Landsenda; ég giska á tveggja tíma akstur. í Looe fengum viö inni á Hannafore Point Hotel, sem stendur á höfða utan 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.