Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Síða 16
Á ferö um Dorset, Devon og Cornwall viö fjaröarkjaftinn — úfsýnið stórkost- legt austur og vestur meö strönd Cornwallskagans. Þaö var veglegast þeirra hótela, sem viö dvöldum á f feröinni; byggt svo aö segja utan í hæö eöa kletti og öll herbergin meö útsýni út á hafiö. Ég ímynda mér, aö Looe gæti veriö framúrskarandi staður til hvíldar og hressingar; gönguleiöir fagrar austur og vestur meö ströndinni, — og inn til landsins. Og síöast en ekki sízt er bærinn sjálfur áhugavert athugunarefni, marghliöa uppspretta feguröar og sæl- kerum skal bent á mjög lítil veitingahús, sem sérhæfa sig í sjávarréttum. Ekki vil ég sízt mæla með veitingasalnum á Hannafore Point Hotel, þar sem viö , neyttum ijúffengra sjávarrétta í tilefni dagsins og staöarins. Afslappaður akstur á hraöbrautunum Síðasti dagur feröarinnar fór í akstur frá Looe til London. Þaö er um þaö bil 6 tíma akstur meö því aö þræöa fljótförn- ustu vegi: Sem leiö liggur til Exeter og hraöbrautina þaöan noröur til Bristol í staö þess aö aka sem beinast til London eftir seinfarnari vegum. Þaö munar svo miklu, aö til þess heföi dagurinn naum- ast enzt. Langakstur af þessu tagi er ekki beint skemmtilegur og enginn vandi íö skipuleggja feröina þannig, aö alveg æröi hjá því komizt aö aka nokkurntíma engur en svo sem 3—4 tíma. Út af fyrir sig er þaö alveg nóg. En þess ber aö geta, aö akstur á hraðbrautum er afar afslappaöur og þægilegur. Vilji maöur taka lífinu meö ró, er ekki annaö en halda sig lengst til vinstri ásamt meö vörubílum, húsvögnum og ööru álíka. Þá ir yfirleitt ekið á 80—90 km hraða. Dftast ekur maöur samt í miöjunni, þar 5em hraöinn er mjög jafn á 110. En á akreininni lengst til hægri eru þeir, sem ^ :ara miklu hraðar, svo og þeir sem fara framúr. Hraöbrautirnar eru sem sagt góöar til þess aö komast leiöar sinnar á skömmum tíma og meö tiltölulega lítilli fyrirhöfn. En fá tækifæri gefast til þess aö stanza og líta í kringum sig. Aö vísu eru áningarstaöir meö svo sem 50 km millibili. En þeir eru sumir hverjir furöu- lega frumstæöir. Mér er minnisstæöur einn slíkur mitt á milli Exeter og Bristol. Þetta var um hádegisbiliö á laugardegi og helgarumferðin byrjuö. Ég var búinn aö aka í 3 tíma í einni lotu utan frá Looe og þótti sem mál væri að fara aö rétta úr sér. Viö áningarstaðinn var hafsjór af bílum, en öll þjónusta fór fram úr einhverskonar húsvögnum. Allt var þar meö algerum molbúabrag, sóöaskap- urinn hvert sem litið var, en einkenni- legast var aö sjá fólkiö sjálft. Hafi ég einhverntíma séö brezka lágstétt saman komna, þá var hún þarna. Og ég leyfi mér aö halda því fram, aö hér á íslandi væri ekki hægt að smala saman fólki í stórum stíl, sem væri þannig útlítandi. En þetta var einhverskonar undarleg undantekning. Á áningarstað viö hrað- brautina milli Bristol og London var allt meö fínum skikk og eins miklum menn- ingarbrag og yfirleitt er unnt, þar sem mikill fjöldi fólks er afgreiddur. 212 pund fyrir rispuna Gott var aö koma í næturstaö á Parkwood-hóteli, hjá þeim ágætu hjón- ,, um June og Bill Freeman og morguninn 16 ir hlýddum viö stundarkorn á eldheit- dómsdagspredikara á Hyde Park rner, sem þar er örskammt undan. ir smávillu í umferöarstórfljótinu á irkum Park Lane og Piccadilly, náöist réttur kúrs út á Heathrow, þar sem bíllinn var afhentur þeim góöu mönnum hjá Godfrey Davies. Og þá kom í Ijós, aö reikningurinn fyrir alla rispuna var þó ekki nema uppá 185 pund aö viöbættu virðisaukagjaldi, sem gerir þá samtals 212 pund. Þegar feröin var farin var þaö nálægt því aö samsvara 212 þúsundum íslenzkra króna. Meö því aö gista á meðaldýrum hótelum, yrði tíu daga reikningur fyrir hjón uppá önnur 200 pund og þá er eftir aö reikna matinn og annað, sem tínist til. „Alt bliver det til penge“ eins og danskir segja. En óhætt er aö mæla meö sumarleyfisferö á þennan hátt. Bezt er, ef hver og einn getur skammtaö sér þann tíma, sem honum sýnist á hverjum staö fyrir sig. En þá er varla hægt aö panta hótel fyrirfram. Hitt er aö sjálfsögöu þægilegri tilhugsun aö eiga næturgistingu vísa og eitt ber aö hafa í huga umfram allt, þegar ferö af þessu tagi er skipulögö: Aö ætla sér ekki of langar dagleiðir; reyna ekki aö komast yfir of mikiö, en geta þess í staö gefið sér tíma til aö staldra viö, þegar hugurinn girnist og ástæöa þykir til. NEI!;HIKK: þú £RT SVO RElSllR, VIÐM. SVO EG ER I PV! a HVA? ÆTLARpU EKtU Aí> RETTA MER PELANN?. ÁSTRÍKUR OG GULLSIGÐIN Kftir Go>cÍMiiy4ig UderiOL Birti—inráðl vid jgðivaAtagáftÐMi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.