Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 2
. ist í fang þaö, sam hann var madur til. ' Frumkvæói vaknaði og framtakió leystist úr lædingi vid hiö fullkomna 1 frelsi. Sumir tóku meira aö segja aö finna upp gagnlegar nýjungar. Einn fann upp símann, annar hagnýtingu jfi rafmagns til Ijósa. Bensínmótorinn var endurbættur og í kjölfariö komu bíllinn og flugvélin. Síöar kom út- varpiö, stóru vinnuvélarnar, allskonar vélknúin heimilistæki og verkfæri, ásamt færibandaframleiðslu. Einn ágætastur manna fann upp grammó- fóninn til að skemmta fólkinu. Og í lok 60 ára tímabils, áriö 1940, þegar öðrum þjóöum þótti tímabært aö hefja heimsstyrjöld, voru Bandaríkin orðin langmesta iðnveldi veraldar. Þá hafði tilraunin í Rússlandi staðiö í 20 ár og aöal aftökuhríð Stalins ný- afstaðin. Þegar Bandaríkjamenn hófu upp- bygginguna var þaö svo að segja með skóflu og haka. En brótt fóru þeir að ryðja brautina til nýtízku vélvæð- ingar. Öll sú þekking og reynsla, sem við það safnaóist, hefur staðið Rúss- um til boða við þeirra uppbyggingu, enda hafa þeir að sjálfsögðu notað sér hana í mjög ríkum mæli. En þetta hefur ekki dugað til, og það ekki þó að öll þessi 60 ár hafi í raun ríkt einskonar hernaðarástand í Rússlandi, meö öllum þeim áróöri, boðum og bönnum, sem slíku ævin- fi lega fylgir, og venjulegar leiðir til samstills átaks og stóraukinna af- kasta; það er að segja, þegar fólkiö hefur verið ánægt og hrifist með. Það, sem hér hefur í örfáum orðum verið tíundað um tvær þjóöfélags- byltingar og árangur þeirra í efna- hagsmálum, er kunnugt svo aö segja hverju mannsbarni. Samt er ótrúleg- ur fjöldi fólks á Vesturlöndum, ekki sízt á íslandi, sem berst fyrir því með oddi og egg, að koma á þeirri þjóðfé- lagsskipan, sem öll teikn benda til að mundi veita því aðeins þriðjung þeirrar umbunar, sem því nú hlotnast fyrir vinnu sína. Hvað er hér á seyði? Hefur reynslan sýnt, að í þjóðfé- lagsskipan kommúnismans felist eitthvað það, sem bæti þessu fólki það upp á öðrum sviðum, sem það virðist reiðubúið að fórna af fjármun- um? Fyrirmyndarþjóðfélagið verður aö sjálfsögöu ekki til fyrir eintóman efnahag, enda hljóðar prógram Marxs ekki eingöngu upp á allsnægtir fyrir alla, heldur líka upp á engu minna en fullkomið frelsi, ásamt jafnrétti og bræðralagi. Hvernig hefur tekist til í Sovétríkj- unum í þessu efni? Sögusagnir herma, að ekki búi allir þar við jafnlífvænleg kjör, og að þar á bæ sé jafnvel enn meiri munur á af- komu fólks, en gerist vestan „tjalds“. Forgangsverzlanir hinnar nýju yfir- stéttar eru líka, ef frómt er frá sagt, merki um þessháttar jafnrétti og bræðralag, sem við, sem búum utan við „múrinn“, mundum nefna öðrum nöfnum. — Um frelsið þarna austurfrá þarf ekki að fjölyróa, þar nægir eitt orð: Berlínarmúrinnl Björn Steffensen Hvaö hefur hin áhugaverða tilraun í Rússlandi leitt í Ijós? Eftir 60 ára reynslutíma kemur hinn slaki árangur í efnahagsmálum fram í því, aö þjóöartekjur á mann eru þar $2780, en samsvarandi tala í Bandaríkjunum er nœr þrefalt hærri. gekk yfir Bandaríkin, eftir þrælastríð- ið. Um samskonar samstillt átak á okkar tímum nægir aö vitna til Þjóð- verja, og þó jafnvel enn frekar Jap- ana. Hjá Rússum gætti aftur á móti strax þeirrar tregðu, sem enn í dag virðist halda aftur af öllu framtaki. Er hvorttveggja, að þjóðin hefur aldrei viljað meðtaka þann sósíalisma, sem neytt var upp á hana, né stjórnkerfiö, eins og þeir Lenin og Stalin mörkuöu það, hið svokallaöa „miðstjórnarlýð- ræði“, þar sem allt valdboð kemur að ofan, en einstaklingurinn er aðeins til sem hluti af hópi og má því hvorki kvarta né hafa skoðun. Er skemmst af að segja, að þessi áhugaverða tilraun í Rússlandi hefur leitt í Ijós, að þjóðnýting allra efna- hagsþátta, ásamt því „miðstjórnar- lýðræði“, sem þarna hefur ríkt, eða meö öðrum oröum, kommúnisminn, eins og hann hefur reynst í fram- kvæmd, skilar ekki þeim árangri, sem krefjast verður og mögulegt hefur reynst að ná annarstaðar við svipuö skilyrði, með raunhæfu lýðræði og frjálsu framtaki. Eftir 60 ára reynslutíma kemur hinn slaki árangur í efnahagsmálum skýr- ast fram íþví, aö þjóóartekjur á mann í Rússlandi eru nú aðeins $2780 (1977). Til samanburðar er, að sam- svarandi tala í Bandaríkjunum er $7890, eða nærri þrefalt hærri. í öðrum kommúnistaríkjum Evrópu er þetta sama sagan. Þar voru meðal þjóðartekjur á mann í 8 ríkjum (Rússland ekki meötalið) $2394 (1977). Samsvarandi tölur jafnmargra ríkja í Vestur- og Norður-Evrópu og Norður-Ameríku, þar sem velmegun er mest, voru $7773, sem er meira en þrafalt það, sem er í nefndum komm- únistaríkjum. Fjörutíu árum áður en tilraunin mikla var hafin í Rússlandi, gerðist ævintýri, sem nefna má byltingu, vestur í Bandaríkjum Ameríku. Borg- arastyrjöld hafði geisað og nú var uppbygging hafin. Hér lá það fyrir, eins og í Rússlandi síðar, aö breyta frumstæðu bændaþjóðfélagi í iðnaö- arþjóðfélag. Bandarískt þjóðfélag, ef þjóðfélag skyldi kalla, samanstóð þá að mestu at sveitafólki og verka- mönnum, sem flykktust í tugmilljóna- tali vestur um haf á þessum árum, frá fátækt og basli ofsetinnar Evrópu, einkum norðanveröri, og kunni lítið til verka. Skilyrði voru að þessu leyti ekki ósvipuö því, sem var í Rússlandi 40 árum seinna. Að öðru leyti voru skilyrði góð. Lega landsins hin heppilegasta til ræktunar hverskonar nytjajurta og allskonar jarðefni í ríkum mæli. Þarna voru engar áætlanir gerðar, bara hatist handa. Hver og einn færð- Mig undraði lengi að ræða Krústj- evs, árið 1956, ásamt Berlínarmúrn- um nokkru síðar, skyldi ekki gera út af við allt fylgi við kommúnisma á Vesturlöndum. Seinna varð mér Ijóst, að það eru lítil takmörk fyrir því hvað kreddufólk getur þolað, eða jafnvel borið í bæti- fláka fyrir, áður en það kastar trúnni. Það var fyrir rúmum 60 árum sem tilraunin mikla hófst í Rússlandi, að skapa himnaríki á jörðu, samkvæmt forskrift Marx og Leníns. Skilyrði til þessa voru að vissu leyti slæm í Rússlandi, en aö mörgu leyti voru þau hagstæð. Landið er í tempr- aða beltinu, eins og þau lönd í Evrópu og Noröur-Ameríku, þar sem afkoma fólks er best. Skilyrði til ræktunar eru því góð, enda var Rússland löngum kallað kornforðabúr Evrópu. Málmar og önnur jarðefni eru eins og best verður á kosið, og þjóðin því öðrum óháð í því efni. Þá mun hinsvegar hafa verið til baga, að Rússar voru fyrst og fremst bændaþjóðfélag, en með slíkum get- ur veriö tafsamt að skapa það himna- ríki, sem umfram allt þarf aö ganga fyrir vélaorku, til að öðlast þann góöa efnahag, sem er nauðsynleg undir- staða annarra lífsgæöa. Forustumennirnir voru samt bjart- sýnir og gerðu víðfrægar áætlanir um glæsilegan og skjótan árangur. En illa gekk að láta áætlanir stand- ast, enda vekur þaö athygli, að þess sáust aldrei merki, að byltingunni í Rússlandi fylgdi nein vakning. Sá eldmóður, sem oft vaknar með þjóö- um, sem hafa lifað þrengingar og sameinast aö þeim loknum í nýju, sterku átaki, lét þar á sér standa. Stingur þetta mjög í stúf viö viö- brögð margra annarra þjóða undir líkum kringumstæðum. T.d. Dana, eftir ósigurinn fyrir Prússum. Og þá ekki síður þá vakningaröldu sem Tvær þjóðfélags- byltingar 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.