Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 11
hlýju og gestrisni. Stóö bæjarstjórinn viö annan mann viö aö brynna hópnum — ekki dugöi minna — og var þar veittur bjór svo sem hver vildi hafa. Einhverra hluta vegna hafði pöntun sú er viö áttum á kvöldveröi þennan dag farist fyrir, en okkar ágæti fararstjóri var aö vanda fljótur aö hugsa og fljótur aö fram- kvæma og töfraöi fram handa hópnum (80 manns) rjúkandi heita kjúklinga ásamt öllu tilheyrandi á örskammri stundu. Þegar veizlu þessari var lokiö og húsráöendum haföi verið þakkaö, voru þeir kvaddir á tröppum húss síns meö því aö kórinn söng „Faðmlög og freyöandi vín“, sem átti sann- arlega vel viö á þeirri stundu. En í þann mund er síöustu tónarnir dóu út var sem allar flóögáttir himinsins opnuöust og var mannskapurinn fljótur aö koma sér í hlé í bílunum. Frá Gimli var ekið aö minnismerki Vil- hjálms Stefánssonar, landkönnuöar (Vil- hjálmur Stefánsson, Memorial Park), en þaöan haldiö áfram út í Mikley. Eins og áöur var getiö voru hjónin Olla og Stefán Stefánsson leiösögumenn okkar frá Gimli til Mikleyjar. Hafa þau búiö í hér- aðinu um langan aldur og eru bæöi mjög fróö um sögu þess. Er umhverfi þarna fag- urt, einkum eftir aö kemur út í eyjuna sjálfa. Er hún skógi vaxin og mun hafa verið friölýst fyrir fáeinum árum. Hótel Gull Harbour, sem ríkiö reisti í eyjunni fellur sérlega vel inn í umhverfiö. Sýndist mér, að þarna myndi Paradís fyrir þá sem unna ósnortinni náttúru og fjölbreyttu fuglalífi. Ekki er hægt að kveðja Manitoba- fylkí án þess að minnast á Sléttu- blómið fagra ( The Prairie Crocus), sem er táknrænt fyrir Manitoba. Sléttublómið er hinn árlegi vorboði Manitoba-búa og stendur í blóma áð- ur en snjóa hefur leyst til fulls. Bikar- blöð blómsins eru fagurblá, fræflar og frævur með gullnum lit og leggur og krónublöö þakin fíngerðum hár- um. f gamalli Indíánasögn segir frá því, hvernig Sléttublómið eignaðist skinnfeldinn: „Til þess að Wapee, sonur höfð- ingjans, kæmist í fullorðinna manna tölu, varð hann að eyða fjórum dög- um og fjórum nóttum aleinn úti á sléttuni og bíða þess að honum birt- ist sýn karlmannsins, sem honum var ætlað að veröa. Hina fyrstu nótt bar enga sýn fyrir augu Wapees og hann varð niður- dreginn. En í dögun sendi sólin geisla sína á undurfagurt blóm, sem opnaði krónu sína og kinkaði kolli til Wapees eins og það væri að bjóða hann vel- kominn. Wapee var ekki lengur ein- mana. Þegar náttaði aftur hringaði Wapee líkama sinn umhverfis hinn nýja vin sinn til að vernda hann fyrir hínum ískalda vindi næturinnar. Þrisvar sinnum endurtók hann hið sama og þrisvar sinnum, þegar morgunstjarnan sendi geisla sína niður til hans, birtust honum sýnir, sem sögöu honum, að miklir atburðir væru í nánd. Þegar Wapee bjó sig undir að ytirgefa sléttublómiö sitt sagöi hann: „Þú hefur nú huggaö mig og yljað mér í þrjá daga og þrjár næt- ur. Hverra þriggja óska á ég að biðja Hinn mikla anda þér til handa?" „Bið þú hann að bikarblöö mín megi hljóta hinn fagurbláa lit fjallanna í fjarska, að ég megi eignast örsmáa gullna sól að vefja að hjarta mínu og skinnfeld til að verjast hinum köldu vindum vorsins." Hinn mikli andi varð glaður í bragöi vegna hugulsemi Wapees og uppfyllti óskir hans.“ En nú eru slétturnar, hinn uppruna- legi vaxtarstaður Sléttublómsins, ræktað land og Sléttublómið fagra, tákn Manitobafylkis, telst nú til hinna sjaldgæfari tegunda. Aö morgni 9. júní voru ferðalangar vaktir fyrir allar aldir. Nú skyldi ekiö til Brandon- flugvallar, en þaöan flogið til Calgary. Þeg- ar viö komum í flugstööina i Brandon biðu okkar sannarlega óvæntar móttökur. Mætti sjónum okkar skilti, sem á var letr- að: „Welcome to Brandon” og þar hafði einnig veriö komiö fyrir fánum íslands og Kanada. Var þarna saman kominn hópur fólks úr íslendingafélaginu í Brandon með rjúkandi heitt kaffi og ótal tegundir af brauöi og kökum aö gæöa okkur á i morg- unsárið eftir langan akstur frá Winnipeg. Yljaöi gestrisni þessa fólks okkur sann- arlega um hjartarætur og í þessa veru reyndust allar móttökur, sem hópurinn hlaut á leiö sinni, fullar hlýju og vináttu. í kveöju- og þakklætisskyni söng kórinn nokkur lög þarna í flugstöðinni ásamt þjóö- söngvum landanna beggja. Var síöan hald- iö um borö í flugvélina, sem ferjaöi hópinn til næsta áfangastaöar, Calgary í Alberta- fylki. Borgin Calgary byggöist á mótum ánna Bow og Elbow og nafniö, sem er komið úr keltnesku þýöir: „tært, rennandi vatn“. „Canada's fastest growing city“, eins og Kanadamenn sjálfir komast aö oröi, en íbúar borgarinnar eru um 600 þúsund og fjölgar ört. Olían, sem fannst í Turner Vall- ey, rétt sunnan við Calgary áriö 1914, svo og frjósamur jarövegur héraðsins, hafa stuölaö aö hinum öra vexti borgarinnar. Ekki eru þó allir jafn hrifnir af þeim auöi, sem olían færir íbúunum og þykir dansinn í kring um gúllkálfinn oröinn nokkuö æöis- genginn. En borgarstæöi Calgary er fagurt og þó aö ég hafi lítið vit á byggingalist, sýndist mér margar byggingar þar sérlega fallegar og bera arkitektum þeirra gott vitni. Á flugvellinum tóku á moti hópnum nokkrar konur úr islendingafélaginu í Cal- gary og var Snæbjörgu Snæbjarnardóttur, stjórnanda kórsins, færöur fagur blóm- vöndur. í rútunum á leiö til hótelsins var hverjum manni afhent umslag sem haföi aö geyma ýmsar hagnýtar upplýsingar um borgina á íslenzku, og svo eitt og annaö er að gagni mætti koma meðan á dvöl okkar í borginni stæöi. Var þetta afar smekklega gert. Delta Inn, þar sem hópurinn dvaldi í Calgary, er glæsihótel, sem opnaö haföi aðeins sex vikum áöur. Eru innréttingar mjög smekklegar sem og búnaður hótels- ins allur. Matsalir glæsilegir, matur og þjónusta, allt til fyrirmyndar. í fáum oröum má lýsa því svo, aö aöstaöan hafi veriö framúrskarandi, hafin yfir alla dóma. Fimmtudaginn 11. júní var haldið snemma af staö og ekiö í norövestur. Þennan dag var ætlunin aö halda upp í Klettafjöllin til Lake Louise og Banff. Þessir staöir eru sagðir búa yfir svo unaöslegri náttúrufegurö, að enginn, sem hefur þá augum litiö muni geta gleymt þeim töfrum. En nú er vissara aö vera hlýlega klæddur að sögn fararstjórans, því að Lake Louise liggur í 1539 m hæð yfir sjávarmáli og skammt í snjóalög. Komu nú í góöar þarfir ullarvesti, sem Prjónastofan Tinna í Kópa- vogi haföi fært kvenpeningi kórsins aö gjöf í upphafi ferðarinnar. Þaö er ekki ofsagt aö leið sú, sem farin er frá Calgary til Lake Louise sé hin feg- ursta. Skiptast þar á skógi vaxnir ásar og sléttlendi, fjöll og dalir. Á leið okkar ókum viö framhjó einni af friðlendum Indíána, en eins og allir vita, voru Indíánrnir frum- byggjar Kanada. Þegar evrópskir landkönnuðir og nýlendubúar hófu búsetu í Kanada, er talið, að um 200 þúsund Indíánar hafi verið í landinu. Um aldamótin 1900 hafði þessum frumbyggjum fækkað um helming. Ástæður þess eru fyrst og fremst taldar þær, að á 19. öldinni hvöttu gírugir skinnakaupmenn Indíánana til að brytja niöur hinar miklu hjarðir vísunda, sem þeir höfðu lifað á. Þá tíðkaöist vöruskiptaverzlun milli skinnakaupmanna og Indíána, og fyrir afurðirnar greiddu kaupmenn oftast með ódýru, sterku rommi. Sjúkdómar, drykkjuskapur og hung- ursneyö höföu um aldamótin 1900 fækkað þessum frumbyggjum Kan- ada um helming. Hin sorglegu örlög Indíánanna urðu stjórn landsins hvatning þess að friö- lýsa 2200 stór landssvæði, þar sem hægt væri að sjá þeim fyrir matvæl- um, læknisþjónustu og skólum, og kenna þeim að nýta landið til ræktun- ar og hirðingar búfjár. Munu lang- flestir þeirra nú hafa sagt skilið við veiöimannalífið og snúið sér aö skóg- arhöggi, námagreftri og iðnaði. En höldum nú frá griðlandi Indíána og áfram til Lake Louise. Dimmblátt vatniö liggur í skógi vöxnum dal, umkringt hrika- legum snævi þöktum fjöllum og skriöjökli, sem endurspeglast í sléttum vatnsfletinum. Býr staöur þessi sannarlega yfir ótrúlegri fegurö og vatniö að sönnu veriö nefnt „gimsteinn Klettafjallanna". Þetta svæöi, Lake Louise, var innlimaö í Banff-þjóö- garöinn áriö 1892. Geysistórt hótel, Chateau Lake Louise, byggt í eins konar kastalastíl, býður gest- um sínum upp á hvers kyns lystisemdir. Þeir, sem kjósa aö stunda laxveiðar geta kastaö flugu í straumharöa á. Fjallasperr- ingar ættu aö geta fundiö tinda viö sitt hæfi og fegiö útrás hér, en þeir sem latari eru aö eölisfari fengiö hesta til afnota. Ekki væri amalegt fyrir hina rómantízku aö sigla á „gimsteininum" þegar kvöldsólin roöar tindana, og svo er líka nóg aö gera fyrir þá, sem einungis vilja vera til og njóta þeirrar feguröar, sem náttúran býöur upp á. Hótel- iö hefur fram til þessa einungis staöiö gest- um opiö að sumarlagi, en mun í framtíðinni verða opið allt áriö. Er viö gengum inn í anddyrið, blasti viö okkur stórt auglýsingaspjald, þar sem stóö, að Skagfirzka Söngsveitin myndi halda hádegistónleika í sal hótelsins. Söng kórinn í griöarstórum sal við mikinn fögnuö áheyrenda, sem voru af ýmsum þjóöern- um. Var hljómburður i salnum frábær og aðstaða öll hin bezta. Hótelstjórinn, Dennis Eyolfson, sem nýlega tók viö rekstri hótelsins er af ís- lenzkum ættum og fengum viö hjá honum hinar ágætustu móttökur. Aö tónleikunum loknum bauö þessi Ijúfmannlegi maöur öll- um hópnum uppá drykki og var síöan sezt til borös og snæddur hádegisveröur, sem hefði þótt boölegur í hverri höll. Aö máls- veröi loknum baö hótelstjórinn alla íslend- ingana um aö stilla sér upp úti í garöinum framan viö hótelið og var þar tekin mynd, sem sýnir hópinn glaðværan og saddan í hinu fagra umhverfi. Okkur til undrunar og ánægju sendi þessi ágætismaöur hverjum og einum myndina stækkaöa aö gjöf dag- inn eftir. Var þaö höföinglegt. Eftir myndatökuna var hótelstjóranum þakkað og hann kvaddur meö þvi að kór- inn söng þarna úti Þjóösöng Kanada- manna, „O, Kanada“. Frá Lake Louise var ekið til Banff, sem er einn þekktasti dvalarstaöur skíöaáhuga- fólks í Kanada, en eftir því sem mér skildist ekki sá alódýrasti. Er svæöi þetta í þjóö- garði, eins og áöur sagði, og fegurö þess slík, að fátækleg lýsingarorö segja næsta fátt. Er það eins og meö brenniviniö, menn veröa aö drekka þaö sjálfir til aö finna áhrifin. Næst skyldi ekiö aö búgaröi nokkrum, „Rafter 6 Ranch“ og snæddur þar kvöld- veröur. Fjallaloftiö gerir menn þreytta og dasaða og mun mörgum hafa runniö í brjóst. Hrukku menn upp af værum blundi viö þaö, aö bílarnir stönzuöu mjög snögg- lega. Reyndist liggja maöur ósjálfbjarga á miöjum' veginum, keflaður og bundinn. Þegar bílsjórinn í fremri bilnum sté út til aö huga að manninum, þeysti út úr skógar- þykkninu hópur vel ríðandi byssubófa meö ópum og óhljóöum. Fór nú mönnum ekki aö veröa um sel. Beindi einn bófanna byssu sinni aö bílstjóranum, en hinir æddu inn í bílana og kröföust tveggja gísla úr hvorum bíl. Þegar svo vildi tii aö eiginmað- ur söngstjórans var einn þeirra, varö söng- stjórinn svo yfirkominn af ótta, aö hann seig niöur í sæti sínu og hvarf síöan alveg undir þaö. En þegar hún sá sinn heittelsk- aöa hverfa út úr bílnum með byssuhlaupið í bakið, var ástin óttanum yfirsterkari og æddi hún út á eftir honum og tók að reyta af sér fingurgullin í örvæntingu, fús aö greiöa geypiverð fyrir bónda sinn. Gíslarnir voru nú settir upp á hesta, en virtist nú dregið úr mestu harðneskju byssubófanna. Sýndust þeir jafnvel ætla aö veröa samvinnuþýðir, þegar Snæbjörg dró feröatékkana upp úr pússi sínu, ef þaö mætti verða til þess, aö bóndi hennar yröi leystur úr prísundinni. En upp komast svik um síðir. Sem betur fór var þarna ekki alvara á feröum, heldur reyndist leikur þessi settur á sviö af eigendum búgarös- ins, eftir á okkur öllum til hinnar beztu skemmtunar. En ekki var þaö bófunum óttalegu aö þakka, heldur forsjóninni, aö söngstjórinn okkar dó ekki úr hræöslu, þegar hennar heittelskaöi féll í ræningja- hendur. í fallegu umhverfi og veöurblíöu áttum viö skemmtilegt kvöld á þessum staö, sem er eftirlíking af kúrekabúgarði. Er þetta vinsæll staður og eftirsóttur af ferðamönn- um, en þarna hafa verið teknar fjölmargar kúrekakvikmyndir („Vestrar"), sem heims- frægir kvikmyndaleikarar hafa tekiö þátt í, svo og mikill fjöldi auglýsingakvikmynda. Með okkur í ferðinni allan þennan dag voru V-íslendingamir Lilja Hiebert og Björgvin Sigurðsson, verkfræöingur, en hann mun vera fööurbróöir Sigurbjörns Einarssonar fyrrum biskups. Þegar við komum til „Rafter 6 Ranch" voru þar fyrir fleiri úr islendingafélaginu í Calgary. Nutum viö nú sem fyrr einstakrar gestrisni, er þetta ágæta fólk bauð öllum hópnum upp á freyöivín áöur en sezt var aö boröum. Á meðan viö í mestu makindum stóöum og spjölluðum saman, efndu forráöamenn þessa makalausa staöar til annarrar uppá- komu þennan dag. Var hver og einn nefnd- ur til og geröur aö heiðursborgara í Cal- gary. Unnu allir hátiölegan eiö þar að lút- andi og var síðan afhent heiöursskjal, sem í lauslegri þýöingu hljóðar eitthvaö á þessa leið: „Heiðurs Calgary Hvítthattari. Þetta skjal staðfestir aö N.N. hafði þá einstaklegu notalegu ánægju að heimsækja Calgary, eina kúrekabæ- inn, sem eftir er • Kanada. Og eftir að hafa notið ósvikinnar, hjartahlýrrar Calgary-gestrisni með klappi á bakið, nágrannahlýju og handaböndun, er hann hér með útnefndur sem CALGARY-HVÍTHATTARI. Ofan- nefndur titil býður eiganda þessa skjals að takast á herðar ábyrgöína af því að dreifa fyrrgreindri Calgary- vináttu með mönnum og málleysingj- um.“ Undir skjal þetta rita Johnson, Yfirhvíthattari og Cowley, Hvíthatt- arafulltrúi. Höföu allir af uppátæki þessu hina beztu skemmtun. Matseðillinn var auðvitað aö hætti kú- rekans, heilglóðað nautalæri, vel steikt yzt en blæðandi inn viö beiniö og eplapæ á eftir. Var veitingum þessum skolaö niður meö Ijúfum veigum. Var stemmningin í góöu lagi og söng- gleöin entist alla heimleiöina eftir vel heppnaðan og vlöburöarríkan dag. Niðurlag í næsta blaöi. Myndirnar tóku Pálmi Stefánsson, Sigmar Jónsson og groinarhöfundur. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.