Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 12
Ur mínu horni Finnska skáld- konan EDITH SÖDER- GRAN Finnsk-sænsku skáldkonuna Edith Södergran f. 1892, d. 1923, má örugg- lega telja meðal fremstu norrænna skálda á okkar öld, enda þótt höfund- arferíll hennar væri skammur og bæk- urnar yrðu ekki nema fjórar. Segja má með miklum rétti, aö með henni hefjist nýtt tímabil í norrænni Ijóðlist. Hún var eindregnasti forgöngumaöur módern- ismans á Noröurlöndum. En hvaö er módernismi í Ijóöagerð? Það hefur vafist fyrir lærðum bók- menntamönnum aö skilgreina þetta. Auðveldara virðist að skera úr því hvaða kvæðum eða skáldum má ekki skipa í flokk módernistanna. Raunveruleiki og skáldskapur eru aö vísu sitt hvað eins og draumur og vaka eru andstæður. Þó er þar ekki allur sannleikur- inn sagður, því menn dreymir bæði í vöku og svefni. Ljóð er ekki samskonar veruleiki og sannsöguleg frásaga, samt getur hvoru tveggja verið skáldskapur. Sögu af tiltekn- um atburöi er hægt að sannprófa meö vitnaleiöslu, ef unnt er að finna einn eða fleiri, sem þátttakendur voru í leiknum eða horfðu á það sem gerðist. Þó segja engir tveir eins frá sama atburöi. Skáldin leyfa sér oft, aö nema úr gildi lög raunveruleik- ans, setja í þess staö alhliöa lífsreynslu sína og tilfinningalíf í dómarasætiö, í frá- sögn þeirra blandast draumar og óraun- verulegar vökusýnir. Edith Södergran fæddist í Pétursborg, í höfuðborg rússneska keisaradæmisins. Foreidrar hennar voru finnskir aö ætt og uppruna, faöirinn tæknifræöingur, móðirin borgaradóttir af ríku foreldri. Fyrstu upp- eldisár sín bjó Edith því viö góðar efna- hagsástæöur og hlaut hún bestu menntun í LJOÐ EFTIR EDITH SÖDER- GRAN Jón úr Vör þýddi Uppgötvun Á stjörnu mína varpar ást þin myrkri, mitt líf er tungl í fyllingu. Mín hönd á ekki heima í þinni. I þinni hönd er girnd i minni þrá. Rósin Fögur er ég þvi ég hef vaxið og blómgast í garöi ástvinar míns. í régnskúr vorsins stóð ég og fékk þrá að drekka. i sólskininu saup ég eldinn. Nú stend ég hérna og bíó. Allar gáttir eru opnar Hingað i þetta afskekkta kofahró mun enginn farandfugl hrekjast, ekki svalan dökkva sem vekur mér þrá eða mávurinn hviti sem storminn boðar. Ég hefgáttir opnar til allra átta og i skuggafaðmi klettanna geri ég hinu ókunna fyrirsát, slegin ótta viö minnstu hreyfingu og búin til flótta ef ég þykist greina skóhljóð. Hljómlaus og í bláma er mín sæla veröld. Hlið mitt hið gullna í austurátt er handa ástinni, sem aldrei kemur. Sakir viðkvæmninnar læt ég ekki hurð loka úti komandi daga, og vegna dauðans. . . fyrir dauðann skulu allar dyr standa opnar. rússneskum skóla. En áhyggjulaust og veruiega hamingjurík var æskulíf hennar ekki. Foreldrar hennar áttu ekki skap sam- an og snemma kenndi hún þess sjúkdóms — berklanna — sem síðar tæröu hana upp og drógu hana tii dauöa á ungum aldri. Hún naut heldur ekki fööur síns lengi. Hann varð skammlífur. Hún tengdist móður sinni æ sterkari böndum, kannski of sterkum. Móöir hennar varö hennar skjöldur og skjól og fórnaöi sér fyrir einkadóttur sína. i rússnesku byltingunni misstu Söder- gran-hjónin eignir sinar og hröktust frá Rússlandi í finnskt smáþorp. Þar bjó Edith meö móöur sinni í mestu fátækt, einkum á meðan finnska borgarastríðiö geisaði, hún var berklaveik og skorti bæöi mat og eldsneyti. í hinum rússneska skóla æskuáranna kynntist skáldkonan nýungum franskra og þýskra bókmennta. Hún dvaldi og ööru hvoru í Sviss á berklahælum og haföi næg- an tíma til aö fylgjast með því sem nýjast og merkast var, í bókum og tímaritum. Loka varö hún fyrir miklum áhrifum frá þýska ofurmennskuspekingnum Nietzche. Edith Södergran byrjaöi þegar á barns- aldri að yrkja, fyrst á þýsku, og eru til óbirt- ar syrpur Ijóöa frá því tímabili. Það var varla fyrr en hún var orðin fulloröin sem hún kynntist sænskum bókmenntum eöa fór aö rita á sænsku. Þá var hún fullmótuð sem rithöfundur. Hún ritaöi töíuvert í óbundnu máli, en skömmu fyrir dauða sinn brenndi hún þau handrit sín. En mikiö er til af einkabréfum hennar og hefur aöeins sumt veriö prentaö. Þótt skáldkonan liföi mikinn hluta sinnar skömmu ævi á vígstöövum byltinga og borgarastríös og yröi þar fyrir þungum Nú getur enginn Nú getur enginn i þessum heimi gefið sér tima til neins nema Guö. Og þessvegna snúa sér öll blómin til hans. Gleyméreiin fer síöust og bióur hann að gefa sér örlitið skærari Ijóma í augun sín bláu. Og maurinn, sem á fullt i fangi með þung stráin, biöur um meiri styrk. Býflugurnar sækja á vit purpurarauöra rósanna og bera fram ósk um meiri sigurhljóm í rödd sína. Guð kemur allsstaöar við sögu. Leiðir gömlu konunnar og kisa lágu fyrst saman við brunninn og strax urðu fagnaðarfundir. En mest og varanlegust varð gleði þeirra vegna þess að Guð skyldi lofa þeim, gömlu koninni og kettinum hennar, að lifa saman viö dýrölega vináttu i full fjórtán ár. búsifjum, lét hún hvorki stjórnmál né þjóö- ernisbaráttu til sín taka. Skáldskapur og lífsgátur voru hennar viðfangsefni. Veraldlegt gengisleysi hennar markaði aö sjálfsögöu líf hennar djúpum sporum. En hún var ekki haldin vonleysi né van- metakennd, lét hvorki fátækt né heilsuleysi beygja sig í duftið. Hún sagði: „Sjálfsöryggi mitt byggi ég á því, að ég þekki hæfileika mína. Mér sæmir ekki aö gera hlut minn minni en hann er.“ Bækur Edith Södergran komu út í Hels- ingfors: Septemberharpan 1918, Rósaalt- ariö 1919, og Skuggi framtíöarinnar 1920. Síöasta bókin, Landiö sem ekki er til, var prentuð 1925, eftir lát skáldkonunnar. Edith Södergran hlaut nokkra viöur- kenningu í þröngum hópi finnskra og sænskra skálda og bókmenntamanna, en annars ríkti aö mestu þögn um bækur hennar meðan hún var á lífi. En nokkrum árum síöar, þegar Ijóð hennar voru gefin út bæöi í Finnlandi og Svíþjóö í heildarútgáf- um varö hún fræg. Þá var hún sett í heiö- urssæti. Nokkur kvæöi hafa verið þýdd á íslensku eftir Edith Södergran, meöal þýðenda eru Jóhannes úr Kötlum, Þóroddur frá Sandi og Einar Bragi. Hér koma svo nokkrar túlk- anir, sem ég hef gert. I bók eftir mig, sem kemur út á þessu hausti, eru þessi orö: „í. þýöingarstarfi mínu tel ég mig sýna frum- höfundi og verkefninu mestan trúpaö meö þeim hætti, aö leggja fremur áherslu á aö túlka anda kvæðisins og stefnu skáldsins, en að þræða orðanna hljóðan út í ystu æsar. En sum kvæöi heimta hina fullkomn- ustu nákvæmni, þar má ekki orði skeika né merkingu halla. Þá verður aö hlýöa því boði.“ Jón úr Vör Haust Við hús þitt standa laufvana trén á veröi og skammta þér ekki andrúm himins og vinda. Hríslurnar ganga án nokkurra klæöa niður að lygnu vatnsins til að spegla sig. Barnið heldur áfram að leika sér i fölu skini hauströkkursins og telpa handfjatlar blómin, yst í sjónhring fljúga silfurhvítir fuglar. Traust Á mennina trúi ég ekki. Ef ég tryði ekki á Guð hefði ég brotiö hörpu mína mélinu smærra. Hann hefur vísað mér leiö úr þoku í birtu sólar. Hann elskar hina sporléttu vegfara, þessvegna er ég áhyggjulaus. Traust mitt er grunnfest á bjargi. Meðan ég á öryggi barnsins, — mun mig ekki saka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.